Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1991, Síða 28
36
MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1991.
Fréttir
Austurver við Háaleitisbraut:
Smurbrauðsstofan
eins og eftir loftárás
Mikiö eignatjón varö á smur-
brauðsstofunni Stúdíó-brauð í Aust-
urveri við Háaleitisbraut í gær.
Margar stórar rúður létu undan of-
urþunga hvassviðrisins um klukkan
þúú í gær og splundraðist glerið inn
í húsið. Rúður og spjöld brotnuðu
einnig á vesturhlið í Austurveri.
Kristín Guðmundsdóttir, sem rek-
ur Stúdíó-brauð, sagðist hafa verið
nýfarin heim þegar rúðumar tóku
að brotna. Stofan var hreinlega eins
og eftir loftárás þegar að var komið.
Húsnæðið er í suðausturhorni húss-
ins og brotnuðu rúðumar á báðum
þeim hliðum. Þegar DV kom á stað-
inn í gær sættu viðgerðarmenn lagi
við að safna saman glerbrotum og
brotnum innréttingum milli sterkra
vindhviðanna. Glerbrot fuku um allt
og þarna var hættulegt að vera um
tíma.
Þetta er í annað skiptið á skömm-
um tíma sem Kristín verður fyrir
Stórar rúðurnar í brauðstofunni létu undan fárviðrinu. Mikið eignatjón varð
og var stofan eins og eftir loftárás. DV-mynd S
áföllum. í fyrra kom upp mikill eldur feiti í steikarpotti á staðnum. Kristín
á sama stað eftir að kviknaði hafði í leigir húsnæðið. -ÓTT
Björgunarsveitarmenn höfðu i nógu að snúast i óveðrinu gær. Þakplötur flugu og ýmislegt lauslegt fauk um eins
og pappírsrusl f rokinu. Ástandið var meðal annars slæmt i efri hluta Brelðholtshverfis. Þar var þessi mynd tek-
In þegar flugbjörgunarsveitarmenn voru að safna saman þakplötum til að þær yllu ekki meiri skaða en þegar var
orðinn. DV-mynd GVA
Andlát
Anna Tryggva, Arnarsíðu 2a, Akur-
eyri, er látin.
Kristján Fjeldsted bóndi, Feijukoti,
lést á Sjúkrahúsi Akraness aö
morgni 30. janúar.
YANMAR
LOFTKÆLDAR
DÍSILRAFSTÖÐVAR
fyrir verktaka, bændur,
sumarhúsaeigendurog út-
gerðarmenn. Eigum á lag-
er margar stærðir frá 1,7
kW - 5 kW, 220 og 380
volt.
Sala - Ráðgjöf-Þjónusta
Skútuvogi 12 A, s. 91-82530
Hólmfríður Stefánsdóttir frá Bruná-
stöðum andaöist á hjúkrunar- og
dvalarheimili aldraðra á Sauðár-
króki 31. janúar.
Jónas Jakobsson, Fagradal, Mýrdal,
lést í Sjúkrahúsi Suðurlands að
kvöldi 30. janúar.
Jörgen F. Hansen verslunarmaður
andaðist 31. janúar.
Stefán Þorvaldsson framreiðslumað-
ur er látinn.
Jóhann Líndal Gíslason skipasmíða-
meistari, Strandgötu 83, Hafnarfirði,
lést á Sankti Jósefsspítala 31. janúar.
María Gyða Hjálmtýsdóttir Heiðdal,
andaðist á heimili sínu fóstudaginn
1. febrúar.
Áslaug Sigurðardóttir, Stangarholti
10, Reykjavík, lést 25. janúar. Jarðar-
fórin hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Kjartan Ólafsson frá Haukatungu
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 31.
janúar.
Ingi Björn ívarsson frá Djúpavogi,
Furugerði 1, Reykjavík, andaðist á
Borgarspítalanum 1. febrúar.
Jarðarfarir
Magnús Már Björnsson, sem lést 28.
janúar, verður jarðsunginn frá Sel-
jakirkju þriöjudaginn 5. febrúar kl.
13.30.
Kristinn Símonarson, fyrrum verk-
stjóri, Stórholti 28, veröur jarösung-
inn frá Háteigskirkju 5. febrúar kl.
15.00.
Itlgi Hallbjörnsson, Hrekkustíg 14,
verður jarðsunginn frá FossVogs-
kirkju þriðjudaginn 5. janúar kl.
15.00.
Minningarathöfn um Rannveigu
Gunnarsdóttur frá Kópaskeri, Greni-
mel 13, fer fram frá Neskirkju mánu-
daginn 4. febrúar kl. 13.30. Jarösett
verður fyrir norðan.
Helga Illugadóttir frá Laugalandi,
Reykhólasveit, síðast til heimilis á
Hverflsgötu 58a, veröur jarðsungin
þriðjudaginn 5. febrúar kl. 13.30 frá
nýju Fossvogskapellunni.
Aðalsteinn Kjartansson, Vesturgötu
53, veröur jarðsunginn frá Fossvogs-
kapellu í dag, mánudaginn 5. febrú-
ar, kl. 15.00.
Herborg Húsgarð, Bakkaseli 21,
Reykjavík, verður jarðsungin frá
Árbæjarkirkju í dag, mánudaginn 4.
febrúar, kl 13.30.
Tónleikar
Ljúflingarnir og KGB
djasstríóið á Púlsinum
í kvöld leikur dúettinn Ljúflingamir á
Púlsinum en hann skipa: Sigurður Dag-
bjarisson, söngvari og gítarleikari hinnar
vinsælu hljómsveitar Upplyftingar, og
Kristján Óskarsson, hljómborösleikari
hljómsveitarinnar Flækinganna. Á
þriöjudagskvöld leikur KGB djasstríóið á
Púlsinum. Tríóiö skipa: Steingrímur
Steingrímsson trommuleikari. Kristján
Ingólfsson bassaleikari og Kristján Guö-
mundsson píanóleikari. Aðgangur er
ókeypis bæöi kvöldin.
DV
Húnaþing:
Hús f uku t burtu
Magnús Ólafeson, DV, Húnaþingi:
Stórtjón varð víða um Húnaþing
í óveðrinu sem gekk yfir í gær.
Meðal annars lagðist flugskýli á
Blönduósflugvelh saman. Er húsið
ónýtt og fjórar flugvélar,' sem í því
voru, eru mikiö skemmdar. Á
Blönduósi fuku líka þakplötur af
slökkvistöðinni, barnaskólanum
og eitt stærsta hús staðarins, Votm-
úli, er mjög mikið skemmt. Víða í
sveitum fuku þök af húsum og
dæmi eru um aö hús hafi hreinlega
fokið í burtu.
Fyrsta hjálparbeiðnin barst
hjálparsveitinni á Blönduósi
klukkan rúmlega tíu í gær. Þá var
farinn um þriðjungur af fjósþakinu
í Hnausum. Víða flettist klæðning
af vegum og milli 15 og 20 raf-
magnsstaurar brotnuðu víða um
Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu.
FM-sendir útvarpsins virkar ekki
og mjög erfitt er að ná útvarpssend-
ingum víðast um Húnaþing. Raf-
magnslaust var af og til en reiknað
var meö að rafmagn yrði alls staðar
komið á um miðnætti í gærkvöld.
Á Blönduósi voru um 50 menn í
hjálpar- og björgunarsveitum stöð-
ugt á ferðinni, bæði um staðinn og
nærsveitir, til að bjarga því sem
bjargað varð. Á Hvammstanga og
Skagaströnd voru um 20 manna
björgunarflokkar að störfum. Ekki
er vitað um alvarleg óhöpp en mað-
ur meiddist 'á fæti á Skagaströnd
þegar hann varð fyrir hurð. Einnig
er vitað um barn er meiddist er
lausahlutir fuku á það.
Þak á 400 fermetra húsi sviptist af í Tálknafirði:
Horfum upp í himininn og
snjókoma í versluninni
- sagði Bjami Kjartansson, kaupmaður í Bjamabúð
„Við erum að reyna að koma í veg
fyrir tjón á lagernum hér í verslun-
inni en það er snjókoma hér inni
núna. Húsið er rúmlega 400 fermetr-
ar og mestur hluti þaksins fauk af.
Annars þakka ég bara guði fyrir aö
það urðu engin slys á fólki,“ sagði
Bjami Kjartansson, kaupmaður í
Bjamabúðl Tálknafirði, í samtali við
DV undir kvöld í gær.
Þakið fauk af Bjarnabúð um klukk-
an tvö í gær. Um svipað leyti fauk
þak einnig af laxeldisstöð í Tálkna-
firði og hesthús fauk í heilu lagi í
burtu á svipuðum slóðum. Að sögn
lögreglu rifnaði húsið hreinlega upp
af jörðinni og fauk talsverða vega-
lengd. Engin hross voru í húsinu.
Þakplötur losnuðu einnig víða á Pat-
reksfirði og Bíldudal. Fiskhjallur
fauk líka á Patreksfirði.
Snjókoma og rok var inni í Bjarna-
búð í gær eftir að þakið fauk af.
Bjami sagði að plöturnar væm stór-
ar og hættulegar en ein þeirra lenti
á nærstöddum bíl. Garður við íbúð-
arhús varð einnig illa úti eftir plötu-
fokið og skemmdust meðal annars
tré.
„Þetta var gífurleg veðurhæð og
veðrið skall á eins og hendi væri
veifað,“ sagði Bjarni. „Menn sem em
eldri en ég muna ekki eftir svona
aftakaveðri og hvelli á stuttum tíma.
Við erum að reyna að koma í veg
fyrir skemmdir á lagernum. Hér
blæs inn um allt og við horfum bara
upp í himininn. Við reynum svo að
negla fyrir þegar veðrið fer að ganga
niður. Öll einangrun og klæðning,
fauk. Það er ekki hægt að komast hjá'
mikiu tjóni þegar svona stór þök
fara. En ég er mjög þakklátur fyrir
að ekki urðu slys á fólki. Þetta voru
stórar plötur og þær fuku upp fyrir
húsið en fólkið slapp - það er aðalat-
riðið. Björgunarsveitarmennirnir
em úrvalsmenn og ég er þeim mjög
þakklátur starf þeirra,“ sagði Bjami
Kjartansson. ' -ÓTT
Kynningarkvöld
Kvennalistans
Kvennalistinn efnir til kynningarkvölds
miðvikudaginn 6. febrúar nk. kl. 20.30 á
Laugavegi 17, annarri hæð (gengið inn
ÚT portihU). Tilgangurinn með kynning-
arkvöldi er að ræða Við og fræða áhuga-
satnar kohur um liuginyhdir ög ihnra
starf Kvehnaiistans.
Kennarar
Umhverfisdagskráin hefst í dag kl. 16
Kennslumiðstöð Námsgagnastofnunar.
Kvenfélag Háteigssóknar
heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 5. fe-
brúar kl. 20.30 á Kirkjuloftinu. Venjuleg
aöalfundarstörf - kaffiveitingar. Ath.
breyttan fundarstað.
Kvenfélagið Fjallkonurnar
heldur fund þriðjudaginn 5. febrúar kl.
20.30 í safnaöarheimili Fella- og Hóla-
kirkju. Kynnt verður fót- og handsnyrt-
ing og að mála á silki. Kaffiveitingar.
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Spilakvöld verður í Þinghól, Hamraborg
11, 3. hæð í kvöld, 4. febrúar kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Intercoiffure á íslandi
með fræðslusýningu
Intercoiffure á íslandi hefur ákveðið að
halda fræðslusýningu á Hótel Sögu,
Súlnasal, þriðjudaginn 5. febrúar kl. 20.
Sýndar veföa hýjungar í vor- og súmar-
tísku. Kevih Murphýi Ihtercolfiúre Bret-
landj thlih verða heiðursgestur sýningar-
innar. Aðgöhgumiðar verða seldir á öll-
um stofum ihtercolfiure-meðlima (sjá
símaskrá). Verð aðgöngurmða er kr. 1000.
Allir velkomnir meöan húsrúm leyfir.
Bókamarkaður Arnar
og Örlygs
Öm & Órlygur hafa á undanfómum
árum efnt tU eigin bókamarkaðar í for-
lagsverslun sinni að Síðumula 11. Þessir
bókamarkaðir Amar og Örlygs urðu
strax mjög vinsælir og af aðsókninni að
núverandi bókamarkaði fyrirtækisms,
sem hófst 17. janúar, er ljóst að vmsældir
fara vaxandi. Ætlunin hafði verið aö
markaöinum lyki þann 2. febrúar en nú
hefur verið ákveðið að framlengja hann
til 16. febrúar. Sjaldan hefur boöist betra
verð á íslenskum bókum, ekki síst nýjum
og nýlegum titlum, og bókapökkum þar
sem margar bækur era boönar á verði
einnar. Bókamarkaöur Amar og Örlygs
er opinn virka daga kl. 9-18, laugardaga
kl. 10-18 og sunnudaga ki. 11-16.