Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1991, Side 17
MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1991.
25
Fréttir
Gott útlit hjá veiöibændum:
Svíar tvöfalda
kaup á silungi
Þórtiallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
„Þaö er ágætis útlit hjá okkur
veiðibændum. Viö höfum tvöfaldað
samninginn við sænska aðilami
sem við skiptum við í fyrra. Þá fóru
tæplega 15 tonn út, en á þessu ári
er gert ráð fyrir sölu á 30-40 tonn-
um. Það er verið að hanna og fram-
leiða lofttæmdar umbúöir sem ég
býst við að verði tilbúnár þegar viö
fórum að kikka á vötnin um mán-
aðamótin febrúar-mars,“ sagði
Bjarni Egilsson á Hvalsnesi, for-
maður Vatnafangs, félags silungs-
veiðibændn.
Fiskurínn fer út langmest í
lofttæmdum pakkningum. Sviarnir
sækjast einkum eftir heilli bleikju,
en einnig yrði lítillega um flök og
urriða að ræða. Skilaverð til veiði-
manns í fyrra var 200 krónur kíló-
ið. Verðhækkun fékkst út á pakkn-
ingarnar nú, en ekki er gott aö
segja til um hvort skílaverðiö
hækkar, þar sem pökkunarkostn-
aður eykst við lofttæmdu umbúð-
irnar. Hins vegar næðu rnennþeim
kostnaði niður með þvi að slá sér
saman um kaup á pökkunarvélum.
Skagamenn ættu eina, þeir á Slét-
tunni einnig, eín væri við Apavatn
syðra. Á þessum svæðum, ásamt
V-Húnavatnssýslu, eru silungs-
veiðarnar mest stundaðar.
„Það er athyglisvert að á þessum
afskekktustu stöðum eins og hér á
Skaganum og Melrakkasléttunni
viröast menn vera fyrstir að taka
við sér,“ sagði Bjarni á Hvalsnesi.
Hann býst viö að nokkrir bændur
hefji veiöar eftir mánuð, en tímabi-
lið september til janúar er ekki tal-
ið heppilegur veiðitími..-- -
Mikið kvótaskip
keypt til Súðavíkur
Davíð Steinsson, DV, Súðavík:
Hinn nýi togari Súðvíkinga, Kofri
ÍS 41, sem keyptur var til Súðavíkur
síðastliðið haust, lagðist hér viö
bryggju 25. janúar sl. Fjöldi bæjarbúa
tók á móti skipinu enda koma hans
fagnaðarefni fyrir þá. Togarinn er
með þriðja mesta kvóta sérveiðibáta,
hét upphaflega Sólrún og var gerður
út frá Bolungarvík.
Miklar endurbætur hafa verið
gerðar á togaranum í slippnum hjá
Skipasmíðastöð Marsellíusar hf. á
ísaflrði en þar hefur hann verið síð-
ustu tvo mánuðina. Þar var allri
vinnslulínu á millidekki breytt, tog-
arinn málaður og í framhaldi af því
að skipta þurfti um plötur á stefni
sökum skemmda af völdum haflss,
var ákveðið að setja á togarann peru-
stefni.
Sextán ár eru liðin frá þvl skip meö
sama nafni var gert út frá Súðavík.
Það skip var mikið aflaskip undir
stjórn Jóhanns Símonarsonar sem mánaðamótin og skipstjóri á honum
nú er skipstjóri á togaranum Bessa er Pálmi Stefánsson.
ÍS 410. Kofri fór á veiðar rétt fyrir
DV-mynd Davið
Kofri kemur til heimahafnar á Súðavík.
L /
/BANFI
HEILBRIGT HÁR MEÐ NÁTTÚRULEGUM HÆTTI
RAKARASTOFAN
KLAPPARSTÍG
SÍMI 12725
Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd
ásamt acupunchturmeðferð með lacer
Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf-
uðverk.
ELSA HALL,
Langholtsvegi 160, sími 68-77-02.
LANDSPÍTALINN
Námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga
Þann 13. febrúar nk. verður farið af stað með 6 vikna
námskeið í hjúkrun hjarta- og lungnasjúklinga.
Hér er um að ræða markvissa aðlögun með leiðsögn
reyndra hjúkrunarfræðinga á handlækningadeild 3,
ásamt fyrirlestrum einn eftirmiðdag í viku. Fyrirlestr-
arnir eru fluttir af hjúkrunarfræðingum og læknum
deildarinnar.
Handlækningadeild 3 er brjóstholsaðgerðadeild sem
er í örri þróun vegna fjölgunar hjartaaðgerða hér á
landi.
Nánari upplýsingar veita Lilja Þorsteinsdóttir deildár-
stjóri, sími 601340, og Anna Stefánsdóttir, hjúkr-
unarframkvæmdastjóri, símar 601366 og 601300.
Sumarhús
meö greiðslukjörum
Nú er rétti tíminn til aö panta sumarhús fyrir næsta vor. Smíðum flestar geröir og
stæröir meö eöa án svefnlofts. Afgreiðum húsin á mismunandi byggingastigum,
allt frá fokheldu til þess 'að vera fullbúin.
Nú bjóöast greiðslukjör viö allra hæfi til 2-5 ára fyrir allt aö helmingi kaupverðs.
Hringið og kynnið ykkur máliö nánar. Bæklingar fyrirliggjandi. Gerum tilboö að
kostnaðarlausu.
SAMTAKr R
HUSEININGAR LJ
Gagnheiði 1 - 800 Salfossl - Slml 98 22333
Einhell 220/25 W/1
Loftpressa ásamt
verkfærasetti
Kr. 25.974,-
Skeljungsbúðin
SÍÖumúla33
símar 603878 og 38125