Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1991, Side 10
10
MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1991.
Uflönd
Ætlaði að láta myrða
móður keppinautarins
Móðir ungrar stúlku í Texas var
svo áköf við að koma dóttur sinni í
klapplið barnaskólans að hún ætlaði
að ráöa leigumorðingja til að ráða
af dögum móður helsta keppninaut-
arins um sæti 1 liðinu. Hugmyndin
var að keppinauturinn yrði svo yfir-
kominn af sorg við lát móður sinnar
að hún gæti ekki verið í klappliðinu.
Konan heitir Wanda Webb
Holloway og er 36 ára gömul hús-
móðir í smábæum Channelview í
Texas. Hún var handtekin þegar upp
komst ráðabrugg hennar til að fá
morðingjann til að vinna verkið. Hún
yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi
fyrir tiltækið. Maður, sem tók að sér
að ráða leigumoröingjann, lét yfir-
völd vita um fyrirætlanir konunnar.
Klapplið fylgja öllum íþróttaliöum
í Bandaríkjunum og þykir mikill
heiður að fá að vera klappstýra eða
í það minnsta í liðinu. Yfirleitt eru
það ungar stúlkur sem skipa þessi
lið.
Lögreglustjórinn í Channelview
segir að málið sé einstakt í sögu
glæpamála í bænum. Þar hafi menn
að vísu verið myrtir af ýmsum
ástæðum en þetta tilefni hafi aldrei
komið upp áður. Til þessa hafi eng-
inn lagt á ráöin um morð til að fá
sæti í klappliði barnaskólans.
Móðirin þjáist af ofvirkni og virðist
tilbúin til aö gera hvað sem er til að
koma dóttur sinni á framfæri. Lög-
regla segir að hún hafi í fyrstu ætlaö
að láta myrða bæði móður og dóttur
en hætt við það vegna kostnaðar.
Reuter
Stýrisendar
Spindilkúlur
Kúplingsdiskar
Pressur
Legur
Allt efni sett íá staönumef óskaö er.
Fast verötilboö.
SKEIFUNNI 5A. SÍMI: 91 - 8 47 88
Forseti Júgóslavíu, Borisav Jovic, hefur hótað yfirvöldum í Króatiu aðgerðum hersins þar sem þau neita að hand-
taka króatíska varnarmálaráðherrann. Símamynd Reuter
Júgóslavía:
Forsetinn hótar að
siga hernum á Króata
Yfirvöld í Króatíu í Júgóslavíu til-
kynntu í gær að þau myndu ekki
taka þátt í frekari viðræðum um
framtíð ríkjasambandsins fyrr en
varpað hefði verið Ijósi á hlutverk
hersins í stjórnmálalífinu. Síðastliö-
inn fimmtudag gengu fuUtrúar Kró-
ata af fundi leiðtoga júgóslavnesku
lýðveldanna og ríkjasambandsins til
að mótmæla þátttöku fulltrúa hers-
íns.
Deilan snerist um skjal júgóslav-
neska varnarmálaráðuneytisins þar
sem fram kom að herinn vildi áfram
stjórn kommúnista í Júgóslavíu auk
þess sem hann væri mótfallinn and-
kommúnískum stjórnum Króatíu og
Slóveníu.
Á laugardaginn hótaði forseti
Júgóslavíu, Borisav Jovic, yfirvöld-
um í Króatíu aðgerðum hersins þar
sem þau hefðu neitað að handtaka
varnarmálaráðherra Króatíu, Mart-
in Spegelj, vegna meints samsæris
hans gegn júgóslavneska hernum.
Yfirvöld í Króatíu hafa heldur ekki
orðið við skipun um að leysa upp
eigið heimavarnarlið.
Reuter
Gera meira
en að uppfylla
kröfur
fj ármálar áðuneytisins.
Yfír 15 gerðir fyrirliggjandi
Yerð frá kr. 29.800.-
SKRIFSTOFUVELAR SUND HF
NÝBÝLAVEGl 16 - SÍMI 641222
-tækni og þjónusta á traustum grunni
omRon
SJÓÐSYÉLAR
Morðin á sænsku verkalýðsleiðtogunum:
Leigubílstjóri handtekinn
Leitinni að morðingjum sænsku
verkalýðsleiðtoganna tveggja, sem
myrtir voru í Tallinn í Eistlandi fyr-
ir rúmri viku, lauk í gær með hand-
töku sjötta mafíufélagans.
Lögreglan hafði um tíma vitað um
ferðir mannsins en beðið rétta tæki-
færisins. Mikii hætta var talin á að
hann væri vopnaður. í gær var látið
til skarar skríða og hann handtekinn
á heimili sínu í Tallinn. Leitin að
honum hafði farið fram víða um Sov-
étríkin. Á laugardaginn var hann í
Vladimir sem er nálægt Moskvu.
Maðurinn, sem gripinn var í gær,
er leigubílstjóri. í yfirheyrslum hefur
komið fram að Svíarnir óku morð-
nóttina í leigubíl hans frá hóteli sínu.
Það var einnig í þeim sama bíl sem
Svíunum var ekið að eyðiströnd þar
sem þeir voru skildir eftir. Þeim
haföi áður verið misþyrmt heima hjá
einni þeirra kvenna sem gripnar
hafa verið. Þrjár konur og þrír karlar
sitja nú inni vegna morðanna. Þrjú
þeirra eru atvinnulaus.
Það hefur komið fram að líklega
var Svíunum gefið eitthvert lyf áður
en þeir yfirgáfu hótel sitt. í Tallinn
er það ekki óvenjulegt aö ræningjar
helh augndropum í drykki fómar-
lamba sinna til að þau verði auðveld-
aribráð. TT
Jarðskjálftinn 1 Afganistan og Pakistan:
Fórnarlömbin tal-
in mörg hundruð
Að minnsta kosti tvö hundruð
manns em talin hafa getað látið lífið
í jarðskjálftanum sem gekk yfir átján
af þrjátíu héruðum Afganistans á
föstudaginn, að þvi er embættismenn
tilkynntu í gær. Þá hafði enn ekki
tekist að ná sambandi við afskekkt
hémð til að fá fregnir af manntjóni
og skemmdum. Vegna mikilla snjóa
gengur björgunarstarf erfiðlega.
Mörg svæðanna, sem verst urðu úti
í jarðskjálftanum, eru undir stjóm
mujahedin-skæruliða sem andvígir
em stjómvöldum. Sú staðreynd er
einnig tahn geta hindrað björgunar-
störf yfirvalda.
í Peshawar í Pakistan tilkynntu
embættismenn að þeir byggjust við
að tvö hundruö heföu farist og miklu
fleiri slasast nálægt landamærum
Afganistans. Þeir kváðust gera ráð
fyrir að tala látinna kynni að hækka
verulega.
Upptök jarðskjálftans, sem mæld-
ist 6,8 á Richterskvarðáfvoru um 180
kílómetra norðaustur af Kabúi, höf-
uðborg Afganistans. Fjöldi bygginga
hrundi í borginni.
Reuter
maöur, Alexander Nevzorov frá
Leningrad, varö i gær fyrir skot-
árás i Rigu x Lettlandi. Er það í
annað sinn á einum og hálfum
mánuði sem hann veröur fyrir
árás vopnaðra maima.
í gær var skotiö á bíl sem sjón-
varpsmaðurinn ók i meö þremur
hermönnum. Árásin var gerðeft-
ir að hann haföi átt viötal við
sérsveit lögreglu. Tveir rnenn
hafa verið gripnir, gmnaðir um
CtX abiUui
Nevzorov, sem þekktur er fyrir
harða þjóðfélagsgagnrýni í þátt-
um sínum, var i desember lokk-
aður út að næturlagi af manni
sem kvaðst ætla að afhenda hon-
um gögn. Sjónvarpsmaðurinn
var skotinn en gat fijótlega farið
heim af sjúkrahúsinu.
Það hefur vakið athygli að þætt-
ir Nevzoi-ovs um blóðbaðið í Lit-
háen og Lettlandi í janúar endur-
spegluðu lýsingar hins opinbera
af atburðarásinni. Þaö leíddi hins
vegar til þess aö þættir hans voru
í fyrsta sinn sendur út um öll
Sovétríkin._________________TT