Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1991, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1991, Síða 9
LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991. 9 DV Er Græna kortið stökkpallur fyrir Gérard Depardieu? Þaö eru margir sem hafa haldið því fram að Gérard Depardieu hafi upp á eigin spýtur haldið uppi frönsk- um kvikmyndaiðnaði eftir að franska nýbylgjan leið undir lok. AUa vega er það alveg sama í hvernig kvikmyndum þessi sér- staki stórleikari leikur, allar slá þær í gegn í heimalandi hans og er yfirleitt viss gæðastimpill á myndum sem hann leikur í. I fast að tuttugu ár hefur Depardi- eu verið vinsælasti kvikmynda- leikari Frakklands og vinsæll um allan heim nema í Bandaríkjunum. En nú eru teikn á lofti um að breyt- ing sé að verða á því. Depardieu hefur sem sagt leikið í sinni fyrstu enskumælandi kvikmynd, Green Card, og er leikstjóri myndarinnar enginn annar en Peter Weir, einn fremsti leikstjóri í hinum ensku- mælandi heimi og sá ástralski leik- stjóri sem lengst hefur náð. Weir á að baki nokkrar gæðamyndir sem slegið hafa í gegn, má þar nefna Witness og Dead Poets Society. Og samkvæmt fyrstu fregnum ætlar Green Card, sem er fyrsta gaman- Kvikmyndir Hilmar Karlsson mynd sem Peter Weir gerir, að fá svipaðar viðtökur og fyrrnefndar myndir. Gérard Depardieu hefur enga leikmenntun að baki og lítur alls ekki út fyrir að vera kvikmynda- stjarna. Hann er stórskorinn mað- ur, virkar klunnaiegur og getur tæpast talist fríður. Skrautleg fortíð Depardieu fæddist í smábænum Chateauroux sem er í miðju Frakklandi. Hann minnist þess að faðir hans hafi verið mikill drykkjumaður og móðir hans hafi alltaf verið ófrísk. Hann yfirgaf heimili sitt þrettán ára og bjó næstu árin á götunni innan um þjófa og gleðikonur. Honum var af og til stungið í fangelsi fyrir smá- þjófnaði. Þegar heiðarleikinn náði tökum á honum vann hann fyrir sér með uppvaski á veitingastöð- um, sem gæslumaður á heimili fyr- ir vangefin börn og sölumaður svo eitthvað sé nefnt. Departieu endaði að lokum í Par- ís þar sem hann ákvað að fara á leiklistarnámskeið. Ekki fara sög- ur af árangri hans en fljótur var hann að næla sér í vinnu og það tók hann ekki nema þrjú ár að verða þekktur kvikmyndaleikari. Hann lék í sinni fyrstu kvikmynd 1970. Lék mörg smáhlutverk áður en hann sló í gegn í kvikmynd Bertrant Bliers, Les Valseus sem Gerard Depardieu og Andie MacDowell giftast af hagkvæmnisástæðum i Green Card sepi leikstýrt er af Peter Weir. varð geysivinsæl, meira að segja hér á íslandi. Og eftir það hefur leiðin hjá honum ávallt verið upp á við. Leiklistarverðlaun hafa margoft lent í fangi hans, má þar nefna frönsku César-verðlaunin sem hann hefur hlotið þrisvar. Verð- laun bandarískra gagnrýnenda fékk hann fyrir leik sinn í Danton og í fyrra fékk hann gullpálmann sem besti leikarinn á kvikmynda- hátíðinn í Cannes fyrir leik sinn í Cyrano de Bergerac. Hann þáði verlaunin með þökk þótt hann í viðtali einu fyrir nokkrum árum hefði sagt að kvikmyndahátíðin í Cannes væri aðeins fyrir hár- greiðslumeistara. Tekur sér aldrei hvíld Þrátt fyrir mikil afrek í kvik- myndum og að vera einn frægasti leikari í Evrópu er hann algjörlega óþekktur meðal almennings í Bandaríkjunum. Margar kvik- mynda hans hafa verið sýndar vestanhafs en aðeins í litlum kvik- myndahúsum sem sýna hstrænar kvikmyndir og eru vel falin í stór- borgum. Talið er víst að Green Card muni breyta þessu og gera hann að jafneftirsóttum leikara í Bandaríkjunum og í Evrópu, sem eru kannski engin fagnaðartíðindi fyrir Frakka, en eins og áður hefur komið fram er hann öruggasta fjár- festing kvikmyndagerðarmanna þar. Gerard Depardieu hefur leikið í rúmlega sextíu kvikmyndum á tuttugu árum og er sívinnandi, frí er ekki til í hans huga. Frá 1987 hefur hann einnig verið meðfram- leiðandi flestra sinna mynda og þótt ótrúlegt sé þá hefur hann einn- ig geflð sér tíma til að leika á sviði og syngja inn á nokkrar plötur með eiginkonu sinni, Elisabeth Guinot, sem er sviðsleikkona. Eru þau bú- inn að vera gift frá því hann var undir tvítugu, en hún er fáeinum árum eldri en hann. Ef Gerard Depardieu slær í gegn í Bandaríkjunum verður hann samt ekki auðfenginn til vinnu þar. Hann hefur sagt að hann langi ekk- ert til að verða Hollywoodstjarna. Það getur verið rétt hjá honum en vinir hans segja að hann hafi samt örugglega ekkert á móti því að verða eftirsóttur vestra. Hvort sem honum er sama um vinnuna í Hollywood eða ekki þá er hann er bundinn næstu misseri við að leika í tveimur frönskum kvikmyndum sem er leikstýrt af bestu vinum hans, Claude Berri og Bertrant BUer, sem báðir hafa margoft leikstýrt honum. Frumsýningar á myndböndum Eins og flestum er kunnugt sem fylgjast með kvikmyndum eru það tUtölulega fáar kvikmyndir af þeim aragrúa sem framleiddar eru í heiminum fyrir kvikmyndahús sem rata beint á hvíta tjaldið hér á landi. Reikna má með að allar helstu bandarísku kvikmyndirnar séu sýndar hér, en þá er það líka upp- talið. Kvikmyndir frá miklum kvikmyndaþjóðum eins og Frakkl- andi, Bretlandi,' ítahu, Ástralíu og Japan eru sjaldséðar í bíóhúsum og þetta á einnig við um um kvik- myndir frá Norðurlöndum. Hingað tíl hefur myndbandaút- gáfa verið frekar einhæf. Mest áhersla hefur verið lögð á að gefa út kvikmyndir sem vinsælastar hafa orðið í kvikmyndahúsum enda viröist það fylgjast að, vinsæl- ar myndir í bíóum eru það einnig á myndbandamarkaðnum. Lítil áhersla hefur hingað tU verið á að koma á framfæri öðrum myndum nema ef vera skyldi ofbeldismynd- um sem af einhverjum ástæðum eru vinsælar þótt gæðin séu ótrú- lega léleg. Nú hefur orðið nokkur breyting á. Breyting hefur orðið á rekstri myndbandaútgáfu Háskólabíós. Mun í nánustu framtíð lögð áhersla á útgáfu á evrópskum kvikmynd- um og hafa þegar litið dagsins ljós sænska kvikmyndin Coq Rouge og júgóslavneska kvikmyndin Mani- festo sem leikstýrt er af Dusan Makevejev. Fleiri evrópskar kvik- myndir eru á leiðinni á næstunni. Steinar hf. sem er eitt stærsta útgáfufyrirtæki landsins á mynd- böndum, er nú með í gangi athygl- isverða tllraun sem gengur undir slagorðinu Frumsýningar í febrú- ar. Um er að ræða útgáfu á átta kvikmyndum sem eru gerðar fyrir kvikmyndahús en eru gefnar beint út á myndband hér á landi. Eru þessar myndir hluti af fimmtíu kvikmyndum sem Steinar hf. hefur keypt beint tfl útgáfu á myndbandi. Flestar af þessum kvikmyndum, sem gefnar verða út, eru banda- rískar, en eru ekki gerðar af stóru Nicholas Eadie og Victoria Longley sem hér eru á myndinni leika ásamt Rebeccu Smart aðalhlutverkin í Celía. kvikmyndafyrirtækjunum. Merk- asta kvikmyndin af þessum átta sem nú eru að koma út er sjálfsagt Celia sem er áströlsk verðlauna- kvikmynd sem fengið hefur mjög góða dóma í Evrópu. Þá má nefna The Man Inside sem er byggð á sannsögulegum atburðum um upp- lýsingar rannsóknarblaðamanns- ins Gunther Wallraff sem vöktu heimsathygli á .sínum tíma. Kvik- mynd þessi náði þó nokkrum vin- sældum í Þýskalandi. Önnur at- hyglisverð kvikmynd er breska kvikmyndin Fellow Traveller þar sem fjallað er um tvo kvikmynda- gerðarmenn, handritshöfund og leikara, sem settir voru á svarta hstann á McCarthy tímanum. Þótt öruggt megi telja að „stóru“ amerísku kvikmyndirnar veröi áfram vinsælastar á myndbanda- markaðinum er það þarft og virð- ingarvert átak að gefa út kvik- myndir sem falla meira undir Ust- rænan geira heldur en almenna afþreyingu. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.