Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1991, Page 11
LAUGARDAGUR *9. FEBRIÍI'A'R 1991.
llr
Synne Myrebo sigraði i keppninni Supermodel of the World árið 1989
og hefur síðan haft í nógu að snúast. Hún þénar milljónir á mánuði og
hefur þegar skreytt forsíður helstu tískublaða heimsins. Hér er hún á
tali við kynni i keppni síðasta árs þar sem hún var gestur.
Supermodel of the World:
Norskar
stúlkur
hafa
tvisvar
sigrað
Tvisvar sinnum hafa stúlkur frá
Norðurlöndum orðið Supermodel
of the World. í bæði skiptin voru
það norskar stúlkur. Anette Stai
sigraði í keppninni árið 1980, fyrstu
keppninni sem haldin var, og árið
1989 sigraði Synne Myrebo. Báðum
þessum stúlkum hefur vegnað af-
burða vel í fyrirsætuheiminum
enda opnast allar dyr eftir sigur í
þessari keppni.
DV leitar nú í fjórða skiptið að
Fordstúlku fyrir Ford Models
skrifstofuna í New York. Sú
heppna fær tækifæri til að taka
þátt í keppninni Supermodel of the
World í sumar. Stúlkur, sem taka
þátt í keppninni, eiga að vera á
aldrinum frá 14-24ra ára og vera
yfir 173 sm á hæð.
Þær stúlkur, sem áhuga hafa á
að taka þátt í keppninni, skulu
senda góða mynd ásamt útfylltum
seðlinum hér að neðan sem fyrst.
Merkið umslagið: Fordkeppnin,
DV, helgarblað, póthólf 5380, 125
Reykjavík.
Fordkeppnin- þátttökuseðill
Nafn:................................
Fæðingardagur og ár..................
Heimilisfang.........................
Sími.................................
Staða...............,................
Hæð..................................
Þyngd................................
/METES DOrmJNKTUR
Með nýja
„Dermapunktur" nuddtækinu
Frískleiki
fyrír alla
2 gerðir
kr. 4.890,-
Með þessu litla tæki er hægt að ná ótrúlegum frískleika og í mörgum
tilfellum lækningu.
Tækið hefur reynst mjög vel við alls konar meiðslum eins og tognun
og „tennisolnboga", einnig við vöðvabólgu, bakverkjum, mígren og mjög
árangursríkt við cellolite.
íþróttamenn nota tækið einnig til upphitunar fyrir keppni og frægir
kappar eins og Boris Becker og Bernhard Langer hafa lýst ánægju
sinni með árangurinn. Fjölmargir nuddarar íþróttaliða hafa tekið tæk-
ið í sína þjónustu, t.d. þýska skíðalandsliðið, þýska handboltalandslið-
ið, fjölmörg fimleikafélög og knattspyrnufélög í Þýskalandi.
Þetta tæki er að násívaxandi vinsældum hér á landi um þessar mund-
ir og má nefna í því sambandi m.a. það að Rafn Geirdal, löggiltur
sjúkranuddari, hefur mælt með þessu tæki. Tækið er hugsað bæði fyrir al-
menna notkun og nuddstofur.
Þetta er einfalt tæki og nýtt á markaðinum, silfurhúðaðar nálar á rúll-
um. Tækinu er rúllað fram og til baka á ákveðnum líkamshluta og
þannig má auka blóðrásina til ákveðinna staða í líkamanum. Húðin
og vöðvarnir fá aukið blóðstreymi sem örvar starfsemi þeirra.
Þarna er líklega komin lausn á vanda þeirra sem hafa átt lengi við
vöðvabólgur, stífa vöðva og tognun að stríða. Menn gera þetta sjálf-
ir, t.d. áður en þeir fara til vinnu og eftir að þeir koma heim frá vinnu.
Einfaldara getur það ekki verið. Og svo frískandi.
og kr. 6.890,
Póstsendum
únuF’ T I ^ bft-
Glæsibæ-sími 82922
ny| Rannsóknaráð
LX\J ríkisins
auglýsir styrki til rannsókna
og tilrauna árið 1991
Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrif-
stofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320.
• Um styrk geta sótt fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar.
• Styrktarfé skal varið til rannsókna og þróunar á nýrri tækni og
afurðum sem talin er þörf fyrir næsta áratug.
{
• Mat á verkefnum, sem sótt er um styrk til, skal m.a. byggt á:
- líklegri gagnsemi verkefnis, m.a. markaðsgildi niðurstaðna, sem
sóst er eftir
- gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróun atvinnugreina
hér á landi
- hæfni umsækjenda/rannsóknamanna.
Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um að:
- fyrirtæki leggja umtalsvert framlag til verkefnisins
- samvinna fyrirtækja og stofnana innanlands er mikilvægur
þáttur í framkvæmd verkefnisins
- samstarf við erlend fyrirtæki og rannsókna- og þróunarstofnanir
er mikilvægt
- líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri fyrir atvinnurekstur.
Heimilt er einnig að styrkja verkefni sem miða að uppbyggingu þekk-
ingar og færni á tæknisviðum sem talin eru mikilvæg fyrir atvinnuþró-
un hér á landi í framtíðinni.