Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1991, Page 12
12
LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991.
Erlend bóksjá
— f J E A N I. I- V 1
The Chinese
E mþeror
Fyrsti keisar-
inn í Kína
Á þriöju öld fyrir krist tókst í
fyrsta sinn að sameina hið víð-
feðma og margbrotna Kínaveldi
undir stjórn eins keisara. Með
dyggri aðstoð nánustu samstarfs-
manna sinna kom keisarinn á því
skipulagi í Kína sem entist með
einum eða öðrum hætti í meira
en tvo tugi alda.
Jean Lévi, sérfræðingur í Kína-
fræðum, hefur hér fært þessa
merku viðburði í sögu hins foma
Kína í búning skáldsögunnar.
Keisarinn og áhrifamestu ráð-
gjafar hans eru fyrirferðarmestir
íjölmargra sögupersóna. Textinn
er fjölbreyttur þar sem bréf og
orðsendingar frá ólíkum aðilum
er felldar inn í beina frásögn af
aðgerðum og ráðabmggi valda-
mikilla manna sem einskis svíf-
ast til að ná pólitískum og per-
sónulegum markmiðum sínum.
Þessi sögulega skáldsaga, sem
var samin á frönsku og hlaut
Goncourtverðlaun árið 1985, veit-
ir áhugaverða innsýn í umbrota-
tíma í kínverskri sögu og þá
menn sem réðu atburðarásinni
umfram aðra en urðu þó að lok-
um sjálfir fómarlömb.
THE CHINESE EMPEROR.
Höfundur: Jean Lévi.
Penguin Books, 1990.
Saddam
Með innrás íraka í Kúvæt í
byrjun ágústmánaðar varð nafn
harðstjórans í Bagdad, Saddams
Hussein, allt í einu á allra vöram.
Fjölmiðlar hafa skýrt frá ýms-
um ógnarsögum af þessum ein-
ræðisherra sem hlotið hefur með
réttu viðurnefnið „slátrari".
Þessi bók blaðamanns hjá New
York Times og sérfræðings í mál-
efnum Austurlanda nær við Har-
vard háskóla, rekur blóðugan fer-
il Saddams og styður sú frásögn
þær ógnarsögur sem af honum
hafa borist.
Höfundarnir tjalla nokkuö um
afleiöingar átta ára stríðs Sadd-
ams við íran og undirbúning
hans að innrásinni í Kúvæt sem
nú hefur leitt til mikilla stríösá-
taka við Persaflóa. Þá era birtar
hér skýrslur mannréttindasam-
taka sem sýna hvemig Saddam
fer með póiitíska andstæðinga.
Bókin ber þess merki að vera
samin í flýti. Hún er þannig frek-
ar safn greina en samfelld frá-
sögn. Hún var líka gefin út áður
en fjölþjóðaherinn hóf hernaða-
raðgerðir.
SADDAM HUSSEIN AND THE CRISIS
IN THE GULF.
Höfundar: Judith Miller og Laurle
Mylroie.
Times Books, 1990.
Eltingaleikur
um gagnanetin
Upplýsingabyltingin, sem svo er
nefnd, er nátengd tölvunni. í gagna-
bönkum víða um heim era geymd
ógrynni upplýsinga af öllu mögulegu
tagi - bæði opinberar og leynilegar.
Aðgangur aö þessum bönkum er í
gegnum gagnanet og símalínur.
Sumir gagnabankar eru öllum opn-
ir sem þess óska og greiða afnota-
gjald. Aðrir, til dæmis gagnabankar
hers og lögreglu, ýmissa stórfyrir-
tækja, njósnadeilda, skattstofa og
fjármálafyrirtækja, eiga hins vegar
að vera lokaðir öÚum öðram en þeim
sem hafa sérstaka heimild, starfs
síns og stöðu vegna, til þess að leita
upplýsinga í þessum bönkum og hafa
því fengið sérstakt lykilorð sem veit-
ir aðgang að þeim.
Innbrot í gagnabanka
Það hefur löngum verið gaman
sumra tölvufríka að brjótast inn í
læsta gagnabanka. Því leynilegri sem
upplýsingamar í bönkunúm era því
betra að þeirra áliti. Slíkir menn
reyna gegnum mótald, símalínur og
gagnanef að finna göt í varnarkerfi
gagnabankanna og lykilorð sem
hleypi þeim sem lengst - jafnvel inn
í sjálf stýrikerfin.
Sumir stunda þessa iðju til þess
eins að skemmta sér og sanna fyrir
sjálfum sér hvað þeir séu klárir.
Aðrir njóta þess að skilja eftir svo-
kallaða vírusa sem skemma meira
eða minna út frá sér í þeim gagna-
bönkum og tölvukerfum sem brotist
er inn í.
í þessari forvitnilegu bók er hins
vegar fjallað um eltingaleik við aðra
tegund tölvuháka - þá sem reyna að
afla sér leynilegra upplýsinga úr
gagnabönkum tii þess að selja þær.
Það vantaði 75 sent
Upphaf þessa máls er eiginlega
jafnlygilegt og gangur þess allur.
Cliff Stoll var nýútskrifaður stjarn-
fræðingur sem fékk starf hjá rann-
sóknastofnun í Berkeley í Kaliforníu.
Ekki við að skoða stjörnumar heldur
TRACKING A SPY
THRDUGH THE MAZE DF
DNAGi
ft-spy STÖHY FCÍJ THF 9CfS-AND iT'S AU.TRUE'’
--TomClancy
til þess að semja forrit fyrir aðra
stjarnfræðinga sem notuðu tölvu-
kerfi stofnunarinnar til þess að
vinna úr rannsóknum sínum.
Þessir sérfræðingar og aðrir, sem
notuðu tölvukerfi stofnunarinnar,
þurftu að borga fyrir þá notkun.
Daginn eftir að StoÚ hóf störf kom í
ljós skekkja í tölvubókhaldinu; ein-
hver virtist ekki hafa greitt fyrir 75
senta notkun. Var um að kenna
skekkju í forritinu sem reiknaði út'
gjaldið? Stoll var falið að kanna þaö.
Með þessum hætti hófst ævintýri
sem átti hug Stolls allan í heilt ár.
Þegar hann fór að kanna málið kom
nefninlega í ljós að einhver hafði
brotist inn í tölvukerfið og komið sér
þar fyrir sem kerfisstjóri. Það þýddi
í raun að hann gat gert hvað sem
honum sýndist þar innan dyra. Hann
gat stjórnað öllu kerfinu.
Víðtæk innbrot
Stoll kom sér upp búnaði til þess
að geta fylgst nákvæmlega með öllu
því sem þessi tölvuhákur gerði í kerf-
inu. Þá kom fljótlega í ljós að þetta
tiltekna tölvukerfi var einungis við-
komustöð. Þaðan gerði hákurinn sí-
endurteknar tilraunir til þess að
brjótast inn í aðra gagnabanka, eink-
um þó þá sem vora á vegum Banda-
ríkjahers eða stofnana og fyrirtækja
sem honum tengdust. Hákurinn
hafði nefnilega einkum áhuga á upp-
lýsingum um hernaðarleg efni, svo
sem um geimvamaáætlun Banda-
ríkjanna.
Stoll lýsir hér eltingaleik sínum við
þennan tölvuhák en við það verk
hlaut hann lengi vel litla sem enga
aðstoð opinberra löggæsluaðila sem
héldu fyrst að hér væri bara um enn
einn skólastrákinn að ræða. En eftir
því sem eltingaleikurinn æstist kom
æ betur í ljós að svo var ekki.
Vamir vanræktar
Eftir margra mánaða leit tókst að
sanna að tölvuhákurinn hringdi frá
Evrópu og hafði gert kerfisbundna
atlögu að gagnabönkum og tölvu-
kerfum vítt og breitt um Bandaríkin
um nokkurra mánaða skeið hið
minnsta. Svo fór að lokum að hann
var handsamaður. Kom þá í ljós að
um var að ræða ungan Þjóðveija sem
seldi allar þær upplýsingar sem hann
náði í úr gagnabönkunum til KGB.
Þessi magnaða bók ber vitni um
óvenjulega þrautseigju og hugvit-
semi Cliff Stolls. En hún er einnig
alvarleg áminning til allra sem
stjórna gagnabönkum og tölvukerf-
um sem tengd eru við gagnanet. Ör-
yggi slíkra kerfa er ljóslega víða mjög
ábótavant þótt varnir gegn innbrot-
um séu ekki aðeins nauðsynlegar til
að koma í veg fyrir að upplýsingar
lendi í höndum rangra aðila heldur
einnig til þess að tryggja að skemmd-
arvargar valdi ekki stórfelldu tjóni.
THE CUCKOO’S EGG.
Höfundur: Cliff Stoll.
Pocket Books, 1990.
MetsölukQjur
Bretland
Skáldsögur:
1. P.D. James:
DEVICES AND DESIRES.
2. Danlelle Steel:
DADDY.
3. Colin Forbes:
SHOCKWAVE.
4. Olck Francl*:
STRAIGHT.
5. Cattiérlne Cookson:
THE BLACK CANDLE.
6. Hclon Forrester:
THE LEMON TREE.
7. Dean fl. Koonlz:
THE BAD PLACE.
8. Noel Barber
DAUGHTERS OF THE PRINCE.
9. Umberto Eco:
FOUCAULT'S PENDULUM.
10. Jennifer Lynch:
THE SECflET OIARY OF LAURA
PALMER.
Rit almertns eðlis:
CELLNET GUIDE TO HOTELS S
RESTAURANTS 1991.
10. THE 1991 GOOO PUB GUIOE.
(Byggt á The Sunday Times)
Bandaríkin
1. Rosemary Conley:
METABOLISM BOOSTER DIET.
2. Peter Mayte;
A YEAfl IN PROVENCE.
3. Rosemary Conley:
COMPLETE HIP & THIGH DIET.
4. flosemery Conley:
INCH-LOSS PLAN.
5. Hannah Hauswell:
SEASONS OF MY LIFE.
®. Cleeee & Skynner:
FAMILIES AND HOW TO SURVIVE
;; THEM. '
7. Rosemary Conley:
DIET AND FITNESS ACTION
PACK.
8. Denis Healey:
THE TIME OF MY UFE.
9. Egon Ronay:
Skáldsögur:
1. Michael Blake:
DANCES WITH WOLVES.
2. Peter Straub:
MYSTERY.
3. Tom Wolfe:
THE BONFIRE OFTHE VANITIES.
4. Tony Hillerman;
TALKING GOD.
5. Stephen Klng:
MISERY.
6. Dean R. Koontz:
THE BAD PLACE.
7. John le Carré:
THE RUSSIA HOUSE.
8. Jottn Saul:
SLEEPWALK.
9. Julie Garwood:
THE GIFT.
10. Umberlo Eco:
FOUCAULT'S PENDULUM,
11. Ridley Pearson:
PROBABLE CAUSE.
12. Jude Deveraux:
THE CONOUEST.
13. Stephen Klng:
THE DARK HALF.
14. Philíp Friedman:
REASONABLE DOUBT.
18. Robin Cook:
HARMFUL INTENT.
Rit atmenns eðlis:
1. Robert Fulghum:
ALL I REALLY NEED TO KNOW I
LEARNED IN KINDERGARTEN.
2. Betty Mahmoody, Wllliam Holler:
not without my daughter.
3. Thomas L. Friedman:
FROM BEIRUT TO JERUSALEM.
4. M. Scott Peck:
THE ROAD LESS TRAVELED.
5. Jill Ker Conway:
THE ROAD FROM COORAIN.
6. Clill Sloll:
THE CUCKOO'S EGG.
7. Stephen Hawking:
A BRIEF HISTORY OF TIME.
8. Louis L’Amour;
EDUCATION OF WANOERING
MAN.
9. Michael Lewls:
LIAR’S POKER.
10. Bernie S. Siegei:
LOVE, MEDICINE, AND MIR-
ACLES.
11. Michaet Dorris:
THE BROKEN CORD.
12. Tracy Kidder:
AMONQ SCHOOLCHILDREN.
(Byggt á New York Time$ Book Review)
Danmörk
Skáldsögur:
1. André Brínk:
EN KÆDE AF STEMMER.
2. Isabel Allende:
EVA LUNA.
3. Jean M. Auel:
HULEBJ0RNENS KLAN,
4. Helte Stangerup:
CHRISTINE.
- S. Isabel Allende:
KÆRLIGHEÐ OG M0RKE.
6. Jean M. Auel:
MAMMUTJÆGERNE.
7. Jean M. Auel:
HESTENES DAL.
8. Isabel Allende:
ANDERNES HUS.
9. Scott Turow:
MASKE USKYLDIG.
10. John Irving:
VERDEN IF0LGE GARP.
(Byggt á Polltlken Sondag)
Umsjón: Elías Snæland Jónsson
M0TION
•PLRI PLEA$V#Í: ''FKfTTP.ff 4JAÍOST KhtTRUIiT IW OLALCKit.’Í. JT
1» awmsJTCAVbB, FUNfOr, - C.éjsxreir Ahnan
LN UAtrXK'S AMO tK'ÍJLV
I návist
dauðans
Það er upplausn og dauði bæði
í lífi Francis Mayne, söguhetju
Andrews Motion í þessari skáld-
sögu, og í samtíðinni sem persón-
umar hrærast í.
Sagan gerist árið 1968, á dögum
mótmæla gegn Víetnamstríðinu,
innrásarinnar í Tékkóslóvakíu
og morðsins á Rohert Kennedy.
Þessir viðburðir eru þó þegar aÚt
kemur til alls einungis ytri um-
gjörð. Önnur og nærtækari
vandamál hijá Francis sem er á
menntaskólaaldri; hans eigið til-
finningalíf, samskiptin við for-
eldrana og félagana í heimavist-
arskólanum en alveg sérstaklega
óvænt veikindi tviburasystur
hans. Sjúkdómurinn verður til
þess að Francis dvelur heima hjá
systur sinni og hjúkrar henni í
nokkra mánuði þar til hún deyr.
Þetta er eftirminnileg frásögn
af- sárri reynslu tilfinningaríks
unglings sem reynir með tak-
mörkuðum árangri að fóta sig í
tilveranni og átta sig á stöðu sinni
gagnvart vinum sínum og sjálf-
um sér.
THE PALE COMPANION.
Höfundur: Andrew Motion.
Penguin Books, 1990.
WJAL
Hollywood og
heimsstyrjöld
Bandaríski rithöfundurinn
Gore Vidal hefur undanfarna
áratugi einbeitt sér að ritun
skáldsagna um sögu bandarísku
þjóðarinnar. Þessi nýja saga er
sú sjötta í þeirri ritröð og sú
þriðja sem gerist á tuttugustu
öldinni.
Vidal blandar skáldskap og
veruleika saman í þessum sögum
sínum. Hér sem í fyrri þókunum
fylgjumst við með Sanford-fjöl-
skyldunni sem á öflugt dagþlaö í
Washington og er þar af leiðandi
með fingurinn á púlsi bandarísks
stjórnmálalífs. En raunverulegar
persónur eru einnig fyrirferðar-
miklar; Wilson forseti og aörir
stjórnmálaforingjar á áramfyrri
heimsstyrjaldarinnar, keppi-
nautar hans og samstarfsmenn,
og svo fyrstu kvikmyndastjörnur
Bandaríkjanna sem era á þessum
tíma að gera Hollywood að mið-
stöð nýrrar og áhrifamikillar fjöl-
miðlunar, þ.e. kvikmyndanna.
Sögur Vidals era alltaf læsileg-
ar. Hann er líka ófeiminn aö
draga fram í dagsljósið pólitískar
og persónuiegar hræringar í lífi
nafnkunnra manna og tengir
veraleika og skáldskap misfellu-
laust saman.
HOLLYWOOD.
Höfundur: Gore Vidal.
Ballantine Books, 1990.
lSamími*am
WMmOTW——■ ■*—H fil I i4444iI4M4JJTIil IIII I I TIFW'f»WHff?l?Tr*iffTW'1HW--''-*-*-,J,lFlWliTiriTifliWMf