Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1991, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1991, Page 13
LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991. 13 Tískuhúsin í París: • M áratugurinn gengur aftur Stóru tískuhúsin í París eru í óða önn aö kynna sumartískuna 1991 þessa dagana og er næsta ljóst aö ekki verður um verulegar breyt- ingar að ræða. Pilsin styttast þó enn meira en verið hefur svo stutta tiskan hefur ekki enn runnið sitt skeið á enda. Má segja að íyrst nú sé þaö mini eins og margir þekkja frá sjöunda áratugnum. Það virðist einmitt sem sjöundi áratugurinn sé genginn aftur í tískuhúsunum. Það á ekki eingöngu við um klæönaö því hárgreiðslan er að breytast aliverulega. Frjálslega slegna hárið, sem hefúr verið ríkj- andi imdanfarin ár, á nú að túpera upp á gamla móðinn og setja upp í lokka. Gott ef kvenfólkiö fer ekki aö fara aftur vikulega i lagningu eins og alvanalegt var á þeim ára- tug sem tiskan leitar nú til. Oft var talað um að greiöa i pylsu eöa hnút og víst er aö margar ungmeyjamar munu sjást með þannig hárgreiðslu á næstunni - vilji þær á annaö borð tolla í tískunni. Glimmerfatnaður hefur verið nokkuð rikjandi í vetur og svo verður áfram í sumar. Blúndur, pallíettur og annaö skraut á mjög upp á pallboðið hjá tískuhönnuð- um þetta árið. Litir verða margvís- legir en þó virðast pastellitir vera mest áberandi og skærrautt. Stórir eyrnalokkar sjást ennþá og stærri en áöur ef eitthvað er. Áriö 1968 gengu ungar stúlkur með stórar mismunandi litar kúlur laf- andi í eyrunum en nú virðast lokk- amir vera meira steinum skreyttir. Stórir hringjr með miklum stein- um eru einnig að komast aftur í tísku. Nokkur breyting frá litlu demantshringunum sem vinsæl- astir hafa veriö á undanfórnum árum. Ekki er mikið sagt frá skót- ísku en gera má ráð fyrir aö botn- amir hækki ef tískan á alfarið aö verða eins og á sjöunda áratugnum. Þessar myndir, sem hér birtast, voru teknar á tískusýningunum í París um mánaðamótin og segja meira en nokkur orð um það hvernig kvenþjóðin klæöist á skemmtistöðum borgarinnar næsta sumar. -ELA Til gamans birt- um við hérenn eina útgáfuna af sparifatnaði sumarsins, all- frumlega svo ekki sé meira sagt. Netsam- festingur með keðjuvesti og piisi i stil. Hvort þetta sé þægileg- urfatnaður látum við ósagt en hönnuðurinn er hinn spænski Paco Rabanne. Þessar sýningarstúlkur klæðast Glimmerkjólarnir haida velli áfram. Það var tískuhönnuður- inn Christian Lacroix sem sýndi þennan faliega kjól. Eyrnalokk- arnir eru i stil og hárið er upp- sett. Þannig klæðir samkvæ- misstúlka sumarsins sig. sumartiskunm frá tiskuhúsi Lanvíns. Þetta eru dragtir í pa- stellitum en ekki eru stúlkurnar í pilsum heldur stuttbuxum eins og voru mjög i tisku veturinn 1970-71. Takiðeftir hárgreiðslunni. Þessar stúlkur eru einnig í hát- ísku sumarsins frá Lanvin. Sú til vinstri er i hárauöum sér- kennilegum jakka utanyfir skrautlegan útsaumaðan kjól. Hln er i stuttum, gulum sumar- kjól. Tiskan er stutt, hárið er uppsett og eymalokkarnir eru stórlr. Japanski hönnuðurinn Hanae Mori sýndi þennan fallega bláa sparikjól skreyttan útsaumuð- um blómum. Lokkarnir eru stórir og miklir. Annarkjóll frá Christian Lac- roix, skreyttur fjöðrum og öðru fínirfi. Takið eftir stóru hringun- um sem stúlkan ber.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.