Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1991, Page 21
J66I a/ UHSH'í .9 H'JOACÍJJ/ í)
-LAUGABDAGUIt 9. FEBRUAR 1991.
%
„Eg flýtti mér út í bílinn sem stóð fyrir utan og rétt í þvi kom björgunarsveitin á vettvang," segir Margrét
Jónasdóttir.
„Rosaleg
lífsreynsla''
- segir Margrét Jónasdóttir í Sandgerði
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
„Við vorum ekki komnar inn í
eldhúsið eins og við ætluðum okk-
ur, sem betur fer því þá hefðum
við fengið allt drashð yfir okkur,
þetta gerðist meðan við vorum inni
í sjónvarpsherbergi,“ sagði Margr-
ét Jónasdóttir, sem býr á Klöpp við
Sandgerði ásamt unnusta sínum,
Karli Karlssyni, og dóttur þeirra,
Karenu Helgu, en hún átti tveggja
ára afmæli á mánudaginn var. í
óveðrinu, sem reið yfir landið sl.
sunnudag, urðu þau fyrir miklu
fjárhagslegu tjóni þegar þakið af
húsi þeirra fauk af í heilu lagi og
margt innanstokksmuna skemmd-
ist.
„Við vorum staddar inni í sjón-
varpsherberginu þegarþakiö fauk
af í heilji lagi og jenti 60-70 metra
frá bænum. -Ég heyrði að það var
eitthvað að gerast og leit upp en
vatn var þá farið að leka inn. Þá
hringdi ég í unnusta minn sem var
veðurtepptur í Reykjavík hjá
tengdaforeldrum sínum. Þakplöfur
byrjuðu að losna og síðan sviptist
þakið af í einu lagi. Ég var mjög
hrædd um að eitthvað lauslegt
myndi hrynja yfir okkur og því
forðaði ég mér með barnið úr hús-
inu.
Þegar ég opnaði dyrnar kom mik-
ill gegnumtrekkur og allt lauslegt
þeyttist út um allt húsið. Þetta var
rosaleg lífsreynsla og sérstaklega
fyrir dóttur mína sem ætlaði að
halda upp á afmælið sitt þennan
dag,“ sagði Margrét. ■
„Sem betur fer slasaðist enginn
en þær voru í stórhættu meðan
þetta dundi yfir. Ég táraðist þegar
ég sá allt innbúið okkar sem hggur
undir skemmdum. Við vorum ný-
búin að kaupa allt nýtt en sem bet-
ur fer vorum við tryggð. Það er ljóst
að skaðinn á húsinu er mikill en
ennþá vitum við ekki hvort við
fáum hann bættan. Það er byrjað
að endurnýja allt þakið og það sem
skemmdist inni í húsinu. Reiknað
er með að það taki tyo til þrjá mán-
uði að ljúka verkinu," sagði Karl
Karlsson.
Bærinn Klöpp var byggöur árið 1936.
NYTUM
DROPAMI
HBM
SAMAN
NOTUM
STRÆTÖ
STRÆTISVAGNAR REYKJAVÍKUR
NÝRDAGUR AUGL ÝSlNGASTOFA