Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1991, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1991, Page 22
22 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991. Annað áfallið á stuttum tíma: Missti handlegg í sumar, nú milljóna óveóurstjón - ógæfan eltir Ragnar Jóhannsson og Guðfinnu Jóhannsdóttur á Kvemá í Gmndarfirði Ragnar og Guðfinna á Kverná með tvíburana Þorstein og Steinar. Eldri börnin voru að heiman, Jóhann Kristinn 6 ára í skólanum og Hallfríður Guðný 4ra ára í leikskólanum. Ragnar situr þar sem áður stóð reisulegur braggi sem notaður var sem hiaða. DV-myndirBrynjarGauti „Ég bíð núna eftir matsmönnum en við vorum með foktryggingu og eigum því von á einhverjum bætum. Hversu miklar þær bætur verða vit- um við ekki en það er ljóst að tjónið er mikiö og verður talið í milljón- um,“ sagði Ragnar Jóhannsson bóndi á Kverná í Grundarfirði er helgarblaðið heimsótti hann í vik- unni. Segja má að ógæfan hafi dunið yflr bæinn Kvemá. Auk milljóna tjóns í óveðrinu sl. sunnudag þá varð Ragn- ar fyrir því óláni sl. sumar að missa handlegg þegar hann var við vinnu sína. DV sagði frá slysinu á sínum tíma en þá- var fjársöfnun í gangi fyrir Ragnar, eiginkonu hans, Guð- finnu Jóhannsdóttur og fjögur ung börn þeirra. „Handleggurinn fór í drifskaft á heyvinnutæki og var í raun heppni að ekki fór verr,“ segir Ragnar. Það er því ekki nema von að þeim hjónum hafi dottið í hug hvaða áfall kæmi næst en Ragnar viðurkenndi að vissulega hefði gamla hjátrúin komið í hugann: Allt þegar þrennt er. „Það verður þó vonandi ekkert í líkingu við þetta,“ segir hann. Hjólhýsi fauk á haf út „Það hefur líklegast verið um tvö- leytið sem lætin byrjuðu. Við vorum nýbúin að gefa skepnunum þegar við fundum að hvassviðrið var að magn- ast. Upp úr því herti enn vind aö vestan og eftir stundarkorn var mjög slæmt veður hér. Bíllinn okkar sem stóð á hlaðinu fór af stað og Guðfinna hljóp út og iærði hann í skjól. Nokkr- ar lakkskemmdir urðu á bílnum en ekkert tilfinnanlegt tjón,“ segir Ragnar ennfremur. „Áfram hélt veðrið að versna og við fórum út til að reyna að styrkja glugga sem snúa beint í vestur. Okk- ur tókst það en þá sáum við að hlaö- an var farin að fjúka svo við forðuð- um okkur inn og fórum í skjól í hús- inu með bömin. Það skipti engum togum að eftir tvær, þrjár mínútur fengum við nánast hlöðuna hér yfir húsið þegar hún tókst á loft. Núna stendur ekkert eftir af henni. Þar inni vorum viö með allan okkar hey- feng og hann var að miklu leyti laus því ég hef enn ekki tekið í notkun plastbaggana," segir Ragnar. Tilfinnanlegur heymissir „Við misstum mikið hey og það var mikill skaði. Til marks um veðrið þá fór hjólhýsi, sem stóð hér úti, á loft og við sáum á eftir því á haf út í heilu lagi. Fjárhúsið sem stóð hér reisulegt uppi á túni fór allt saman og stendur ekki tangur né tetur eftir af því. Við notuðum fjárhúsið að hluta til sem hesthús en hrossin flúðu öll til fialla þegar óveðrið byrj- aði og þau sakaði ekki. Við vorum einnig með hluta af fénu þarna inni og gátum bjargað því. Það sem eftir var af fénu var í öðru fiárhúsi sem slapp,“ heldur Ragnar áfram. „Hlaða sem stóð við efri fiárhúsin fór einnig en þar standa tóftirnar ein- ar eftir. Ibúðarhúsið slapp að mestu leyti nema rúða fór úr í stofunni og glerið skemmdi lítillega húsgögnin þar.“ Um fiörutíu manns komu Ragnari tii hjálpar og tókst að bjarga hluta heysins í hús en bóndinn á næsta bæ hefur einnig komið til hjálpar. Hann geymir nú um 30 ær fyrir Ragnar. Vildi Ragnar koma að þakklæti til þess fólks sem lagði þeim til hjálpar- hönd en björgunarsveitin kom fljót- lega á vettvang. Hjónin Guöfinna og Ragnar á Kverná eru með um tvö hundruð skepnur, hesta og kindur. Þau lögðu niður mjólkurbúskap fyrir nokkrum árum en tóku í þess stað upp ferða- þjónustu og eru með sumarhús á landinu og hestaleigu. Hafa þau farið í tveggja til þriggja daga feröir með ferðamönnum. Eftir slysið hélt Guð- finna hestaleigunni gangandi með hjálp góðra ættingja. Ragnar hefur lítið riöiö út eftir slysiö en hefur hug á að halda því áfram. Aldrei séó neitt þessu líkt Ragnar er fæddur og uppalinn á Kverná og tók við búi þar eftir for- eldra sína. Hann er einn af sjö systk- inum en einn bróðir hans hefur íbúö öðrum megin í húsinu en hann vinn- ur á vetuma í Reykjavík. Ragnar segist aldrei muna eftir slíku ofsa- veðri á þessum stað fyrr. „Ég man vel eftir veðrinu áriö 1981 en þessar hviður vora miklu meiri en þá. Við urðum ekki fyrir neinum teljandi skemmdum 1981, einungis nokkrar þakplötur sem fuku.“ Ragnar og Guðfinna eiga fiögur böm, sex og fiögurra ára og níu mán- aða tvíbura. Þó undanfarnir mánuöir hafi verið erfiðir þar sem húsbónd- inn hefur verið að læra að vinna bústörfin á nýjan hátt segjast þau einungis láta hverjum degi nægja sínar þjáningar. „Það þýðir lítið að kvarta," segja þau. Handleggurinn tættist af Þegar Ragnar var við störf í júlí sl. fór hann með handlegg í drifskaftið, sem var óvarið, og missti hann við olnboga en hann var tekin um miðj- an handlegg er hann kom suöur á sjúkrahús. „Ég var að vinna við blás- aranri þegar þetta átti sér staö. Mér er þetta mjög í fersku minni. Ég ætl- aði að stoppa band í botninum á hey- hleðsluvagninum en þegar ég beygði mig fram fór höndin í drifskaftið og ég festist við. Ég náði mér í festu með hægri hendi í heyhleðsluvagninn og hélt mér en þá rifnaði peysan mín og ég varð laus. Þá flýtti ég mér inn í hús og bað um hjálp. Höndin var þá farin af og eina sem ég hugsaði um var að komast til læknis,“ segir Ragnar. Guðfinna bætir við að hún hafi fengiö áfáll þegar Ragnar kom inn en sem betur fer kom læknirinn áður en tíu mínútur vora liðnar. Þyrla landhelgisgæslunnar kom strax að sækja Ragnar en svo óheppi- lega vildi til að lendingarmerki fór í spaða hennar og varð því að kalla til þyrlu varnarliðsins. „Það sem mér þótti hvað verst við þetta allt var að ættingjar okkar og vinir fengu að heyra um slysið í kvöldfréttum útvarps en þyrlan var rétt að leggja af stað frá bænum þeg- ar sagt var frá slysinu í fréttum," segir Ragnar. „Þetta þótti mér tillits- laust." Byrjað upp á nýtt Handleggur Ragnars var svo illa farinn að ekki reyndist unnt aö bjarga honum með ágræðslu. „Ég gerði mér strax ljóst hvað var að gerast og reyndi að vera jákvæður. Ég dvaldi þrjár vikur á Borgarspítal- anum en kom þá heim og þurfti að byrja aö lifa lífinu upp á nýtt. Ég var örvhentur svo það fyrsta sem ég þurfti að gera var að byija að læra að nota hægri höndina sem ég hafði aldrei gert. Ef ég hefði verið rétthent- ur hefði ég sennilega misst hægri höndina því þá hefði ég verið að nota hana. Þetta hefur allt gengið vel. Ég hef komið því þannig fyrir að ég get hugsað um kindurnar og auðvitað fæ ég góða hjálp frá Guðfinnu. Einnig voru allir með hjálparhönd á lofti og bræður mínir aðstoðuðu mig mjög mikið. Það þurfti að endurskipu- leggja alla hluti og hugsa allt upp á nýtt. Þetta hefur tekið á en ég hef reynt að líta á björtu hliðarnar-og sagt sjálfum mér að hlutina sé hægt að gera með annarri hendi. Ég hef komist að raun um að flesta hluti er hægt að leysa einhentur þó margt sé útilokað eins og öll finni vinna,“ seg- ir Ragnar. Endalausar hrakfarir Móðir Ragnars hefur verið hjálp- söm og einnig systkini þeirra beggja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.