Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1991, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1991, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991. 35 Guðfinna missti fóður sinn níu ára gömul og móður sína tólf ára. Hún var elst fimm systkina en sá hópur tvístraðist við dauða móður þeirra og Guðfinna fór til ömmu sinnar og afa sem bjuggu í Stykkishólmi. Þar ólst hún upp frá tólf ára aldri. Tíu ár eru síðan Guðfinna og Ragnar kynntust en hún er 26 ára og hann tíu árum eldri. Þau segjast ekki hafa hugsað sér að bregða búi þrátt fyrir hrakfarirn- ar. Guðfmna segist hvergi geta hugs- að sér að búa annars staðar. „Ég hef alltaf kunnað best við mig í sveit- inni,“ segir hún. „Við reynum að halda þessu gangandi," bætir Ragnar við. Á vetrum þegar lítið er að gera skiptast þau hjónin á að fara til Grundarfjarðar í flskvinnlu. Elsti sonurinn er í skóla þar á daginn og dóttirin í leikskóla. Þau Guðfinna og Ragnar skiptast á að gæta heimilisins meðan annað þeirra skreppur í fisk- inn. Ragnar segist geta hjálpað til þó einhentur sé t.d. við söltun, ísun og þess háttar. Tuttugu hross eru á Kverná og tals- verð vinna er í kringum þau. Ragnar og Guðfinna hafa fullan hug á að halda hrossunum og starfrækja hestaleiguna. Þau hafa hugsað sér að fá heimilishjálp næsta sumar svo þau geti séð meira um útistörfm sjálf. Gestagangur er líka alltaf tölu- verður yfir sumartímann og allir vilja leggja þeim lið við búskap- inn. í Grundarfirði eru starfræktir hjónaklúbbar og skemmtanahald er margbreytilegt. Þau hjónin segjast ekki fara mikið út á kvöldin og hafa lítinn áhuga á skemmtunum í bæn- um. Þau eru með sjónvarp en Stöð 2 ná þau ekki. Blöð kaupa þau ekki, telja sig ekki þurfa á þeim að halda. Ragnar viðurkennir þó að hann sé leiðinlegur í heimsóknum því þá leggist hann í lestur dagblaðanna. Snjólétturvetur Veturinn hefur verið snjóléttur í Grundarfirði og fyrir utan óveðriö um síðustu helgi telja þau hann hafa verið nokkuð góðan. Snjómokstur hefur verið litill sem engimi. Þau hjónin ætla að halda áfram á sömu braut eins og verið hefur og telja ekki að um neinar breytingar veröi að ræða á þeirra heimilishögum. Ragnar er 100% öryrki eftir slysið en reynir að gera það sem hann mögulega getur. Hann segist vel geta ekið bíl og vinnuvélum. Vikuna áður en óveðrið skall á var Ragnar á eiidurhæfingadeild Grens- ás til að máta gervihandlegg. „Mér iiimst stundum eins og ég sé. ennþá með handlegginn og það er mjög óþægileg tilfmning. Það hefur jafnvel komið fyrir að ég hef brugðið honum fyrir mig. Ég hef áhúga á að fá mér gervihandlegg og þess vegna var ég * á Grensásdeildinni. Það tekur bara mjög langan tíma að þjálfa sig upp og ég veit ekki hvenær ég fer aftur suður. Það verður bara aö koma í ljós hvenær ég kemst frá. Þessi vika sem ég var á Grensás fór nær ein- göngu í að máta handlegginn en öll þjálfun er eftir.“ Rafdrifinn handleggur „Gervihandleggur kemur til með að hjálpa mér að því leyti að þá get ég haldið við þegar ég er að vinna. Ég sá rafdrifmn handlegg en tauga- boð í vöðvum eru þá notuð til að stjóma hendinni. Mér fyndist spenn- andi að fá slíkan handlegg. Þjálfun á gervihandleggnum tekur upp undir mánuð en það er mikið lengri tími en ég bjóst við,“ segir Ragnar. Nú er beðið eftir matsmönnum og þau hjónin segjast ekkert vita hvað framtíðin beri í skauti sér. „Það fer allt eftir því hvað við fáum úr trygg- ingunum hvert framhaldiö verður. Tjónið er mikið og við þurfum að byija á að byggja allt upp. Við getum raunvemlega enga ákvörðun tekið fyrr en það liggur ljóst fyrir hversu mikið við fáum bætt. Sem betur fer vorum við með foktryggingu,“ segja þau hjónin en útihúsin sem fuku voru búin að standa í þrjátíu ár. -ELA : : ■ . Auðunn Benediktsson stendur hér við rústirnar á 300 (ermetra nýbyggingu hans sem splundraðist í óveðrinu á dögunum Ötrúlegt að sj á hvemig húsið tættist í sundur segir Auðunn Benediktsson á Narfastöðum í Viðvíkursveit Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég og Ijölskylda mín horfðum á þessi ósköp eiga sér stað, við fylgd- umst með því úr glugga í íbúðar- húsinu sem er í 100 metra fjarlægð, og það var ótrúlegt að sjá hvernig húsið hreinlega tættist í sundur og krafturinn í vindinum var með ólík- indum. Manni hefði ekki getað dottið það í hug að svona lagað gæti átt sér stað,“ segir Auðunn Hafsteinssonm bóndi á Narfastöðum í Viðvíkursveit í Skagafirði, en hann fór ekki var- hluta af veðurhamnum sem geysaði um landið um síðustu helgi. DV leit við á Narfastöðum í fyrra- dag og þá gustaði enn í Viðvíkur- —sveitinni og hefur verið svo alla vikuna þannig að ekki hefur verið hægt að hefjast handa við að hreinsa upp eftir ósköpin sem gengu á þegar 300 fermetra tré- grindarhús sem var í byggingu á Narfastöðum fauk um koll og stór hluti þess brotnaði í spón. Við fór- um að rústunum ásamt Auðuni bónda og báðum hann að lýsa því sem gerðist um síðustu helgi. „Þetta átti sér stað upp úr hádegi á sunnudag. Ég hef verið með 300 fermetra byggingu í smíðum við_ hliðina á öðru slíku húsi og við vorum farin að gefa húsunum auga því plötur voru að byrja að losna af þeim. Þegar veðrið náði hámarki gerðust hlutirnir síðan hratt. Þakið splundraðist „Lítil hurð á suðurgafli nýja hússins rifnaði af með karmi og öllu og þá skipti engum togum að slétt þak á milli húsanna tveggja rifnaði af í heilu lagl Þakið tókst hátt á loft og kom niður út á ásnum norðan við húsin. Þar reisti vindur- inn það síðan upp á endann og hreinlega splundraði því. Það var ótrúlegt að sjá vindinn rífa í sundur 2x8 sperrur eins og pappír og kraft- urinn var hreint ótrúlegur.“ Auðunn sagði að síðan hafi þakið á nýja húsinu farið að gefa sig. Stál- plötur sem þak hússins var klætt með rifnuðu af ein af annarri og þeyttust út í buskann. Þær voru þó negldar með 2 tommu nöglum sem voru vel „hnykktir“. Síðan var atburðarásin hröð, trégrindarhús- ið liðaðist í sundur og allt sem í því var fauk út og suður og var óhugn- anlegt um að litast. Auðunn sá hvert brakið stefndi undan veöur- ofsanum, hann hringdi að bænum Bakka og tilkynnti bóndanum þar að brakið úr húsinu stefndi til hans, en sá sagði að brakið væri þegar komið til sín og væri á ferð um allt. Rústireinareftir Þegar upp var staðið var nýja 300 fermetra kanínuhúsið rústir einar og brak úr því dreift um allar jarð- ir. Hitt húsið sem hýsir 800 kanínur Auðuns og fjölskyldu hans stóð hinsvegar af sér veðrið að mestu leyti. „Ég var búinn að smíða hurð- arkarm sem ég hafði ætlað að setja í vegginn á milli húsanna en hafði ekki komið því í verk,“ sagði Auö- unn. Virðist nokkuð ljóst að ef það op hefði verið fyrir vindinn til að stinga sér inn um hefði gamla hús- ið farið sömu leið og það nýja og 800 kanínur með. „Við byrjuðum á byggingu nýja hússins s.l. sumar og samkvæmt úttekt sem hafði verið gerð á hús- inu var það fokhelt,“ stigði Auðunn og hafði greinilega gaman af orðinu fokhelt í þessu sambandi. Nú liggur húsið eins og hráviður um allar jarðir og það er ekki hægt að nota neitt úr því, þaö verður að grafa þetta drasl allt saman,“ sagði hann. •* <* Tryggingar bæta tjónið Mönnum verður ávallt hugsað til tryggingarmála þegar slíkir at- burðir gerast, og virðist Auðunn standa vel að vígi hvað þau varðar, þótt ekki komi það til af góðu. „Við uröum fyrir tjóni hérna í mikla veðrinu upp úr áramótun- um, þá fauk hér jeppi og einnig urðu skemmdir á eldra kanínuhús- inu. Þá kom í ljós að trygging sem við vorum með náöi til bruna en ekki til tjóns vegna foks, en konan mín fór þá í það að koma þessum málum á hreint. Nú vorum við með tryggingu sem á að bæta okkur tjón vegna foks og ég trúi ekki öðru en að við fáum þetta bætt. Ég vil a.m.k. að tryggingamar sjái til þess að koma húsinu upp að nýju í sama horf og það var í, ég kem ekki ná- lægt því.“ Auðunn og kona hans Ólöf Þór- hallsdóttir búa að Narfastöðum með 5 börnum sínum, en íbúðarhús sitt byggðu þau áriö 1985. Þau hófu kanínurækt í gömlu íbúðarhúsi á jörðinni en byggðu síðan 300 fer- metra trégrindarhús undir þá ^starfsemi þar sem í eru 800 kanínur sem fyrr sagði og hugðu þau á fjölg- un með tilkomu nýja hússins. Sem fyrr sagði fylgdist fjölskyldan með því úr íbúðarhúsinu er rokið reif og tætti í sig nýja húsið og við spurðum Auðunn hvort þau hafi ekki verið hrædd um að fleira myndi gefa sig. Við vorum hrædd „Jú, við vorum hrædd um að hlaða sem er hér við bæinn færi sömu leið en hún slapp sem betur fer. Það var allt í lagi með íbúðar- húsið en pállur sem er sunnan við húsið fór þó að lyfta sér en ég keyrði dráttarvél ofan á hann svo það var í lagi. Vindurinn stóð upp á stóra glugga á suðurhliðinni og, við óttuðumst að þar gæti eitthvaö gerst en það slapp sem betur fer. Ég held að ég geri einhverjar ráð- stafanir núna, útibúi mér hlera eða eitthvað slíkt til að skella fyrir gluggana ef við skyldum fá svona veður yfir okkur aftur. Hér er þó alls ekki slæmur staður aö vera á, veður yfirleitt ekki vond og ég hef aldrei séð neitt í líkingu við þetta veður,“ sagði Auðunn að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.