Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1991, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1991, Síða 24
-ieer nkíimm .e æudaqæaðuaj LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991. Austur-Landeyj ar: „Versta sjokkið er liðið hjá. En óneitanlega leið manni ekki vel fyrst húsið fauk af grunninum en nú er maður að jafna sig á þessu. Þaö er ekkert neyðarástand hjá okkur og við erum ekki húsnæðis- laus því við getum haldið áfram að búa í eldra húsinu. Það er ágætt íbúðarhús byggt árið 1955. Það er númer eitt að það var enginn í húsinu því þá veit ég ekki hvernig hefði farið,“ segir Auðunn Leifs- son, bóndi á Leifsstöðum í Austur- ■ Landeyjum, en þar býr hann ásamt konu sinni, Sæunni Birgisdóttur, tveimur börnum, móður sinni og systur. Það er blandað félagsbú á Leifsstöðum, búið með kindur, kýr og hesta. Húsið var horfið Ungu hjónin urðu fyrir tilflnnan- legu tjóni í ofsaveðrinu á sunnudag er íbúðarhús þeirra fauk. „Ég leit út um gluggann rétt fyrir tólf á sunnudagsmorguninn og heim að húsinu sem stóð í um 200 metra fjarlægð frá eldra húsinu. Skömmu seinna varð mér litið út á nýjan leik og þá var húsið horfið og brakið úr því hafði dreifst yfir túnið, við sáum hins vegar ekki þegar húsið fauk. Þetta var óskap- legt veður og það gekk mikið á, veggimir á eldra húsinu titruðu en það stóð af sér veðrið sem betur fór. Við teljum að það hafi komið sterkur vindstrengur og svipt hús- inu í einu lagi af grunninum án þess þó aö við vitum nákvæmlega hvað gerðist." Húsið var viðlagasjóðshús, svo - segir Auðunn Leifsson, bóndi á Leifsstöðum Auðunn á grunninum þar sem íbúðarhús hans stóð. DV-myndir GVA er illa farið því víða hafa gróður- torfur spænst upp. En óveðrið lét ekki þar við sitja á Leifsstöðum því um V, af þaki fjóssins fauk einnig. Gífurlegt tjón Auðunn og Sæunn höfðu tryggt húsið en í samtali við DV á þriðju- daginn sagði Sæunn aö hún hefði talað við tryggingarfélagið og þaö tæki ekki yfir þetta tjón en ungu hjónim misstu megnið af öllum eig- um sínum í óveðrinu og innbúið var ótryggt. „Ég hef ekki reiknað út hversu mikið tjónið er en það er ljóst að það er mikið. Ég hef verið beðin um að setja það á blað og meta það en ég hef ekki enn komist í að reikna það út. Það er mjög margt fólk sem hefur haft samband við okkur vegna þessa og maður finnur hvarvetna fyrir velvild í okkar garð og fyrir það er við þakklát,“ segir Leifur -J.Mar NÝTT Á ÍSLANDI - VÖNDUÐ NORSK HEILSÁRSHÚS Fallegir, gagnvarðir, með stórum veröndum og vönduðum handriðum. „Fransk- ir“ opnanlegir gluggar. Einangraðir með 6... steinull í þaki og gólfi og 4... í útveggj- um. Klæddir að innan með völdum, sérþurrkuðum, norskum furupanel. Margar gerðir og stærðir, eða sérhannaðir eftir þinni tillögu. Afgreiðslufrestur 3 vikur. KC & Cc. Vf 1-670470 Brakið úr húsinu dreifðist yfir bæjartúnið og á myndinni má meðal annars sjá hversu illa eldavélin hefur farið en isskápurinn fauk enn lengra út á túnið. fyrir nokkur hundruð þúsund og flytja í húsið. Fundið skrúfjárn firakiö úr húsinu dreifðist um bæjartúnið á Leifsstöðum. Þyngstu hlutirnir liggja í .um 100 til 200 metra fjarlægð frá grunninum en léttustu hlutirnir fuku 800 til 1000 metra út á túnið. Húsið og flest af því sem í því var molaöist mélinu smærra og stór og þung heimil- istæki hafa beyglast og brotnað. „Ég hef ekki fundið neitt heillegt af því sem var í húsinu nema eitt- hvað smálegt. Til dæmis hef ég fundið heilt skrúfjárn og eitthvaö ámóta sem hefur sloppið óskemmt. Allt annað er ónýtt,“ segir Auðunn. Hluti af húsbrakinu lenti á rúllu- baggastæðu og gataði plastið utan á rúllunum en Auðunn telur að sér hafi tekist að bjarga heyinu því hann hafi getað límt fyrir götin. Brakið fauk og á girðingarspotta og eyðilagði hann að hluta auk þess sem túnið þar sem brakið dreifðist kallað gámahús, um 60 fermetrar að stærð. Það var upphaflega reist í Vestmannaeyjum eftir gosið árið 1973. Auðunn og Sæunn kona hans keyptu húsið síðastliðið vor og fluttu það austur að Leifsstöðum. Síðan hafa þau unnið að því að gera húsið upp. „Það hafði ekki verið búið í hús- inu í nokkur ár þegar við festum kaup á því það þurfti því lagfær- inga við. Ég vann sjálfur við að gera það upp með aöstoð nágranna minna og í vinnuskiptum við þá en nágrenni hér er mjög gott og al- gengt að menn hjálpi hverjir öðrum þegar á þarf aö halda. Það þurfti að þétta það og setja nýja dúka og mála. Verkinu var nánast lokið, það eina sem var eftir var að setja dúk á eitt gólf og flytja inn.“ Sæunn og Auðunn voru auk þess búin að kaupa sér sófasett, hillu- samstæðu og' ýmis heimilistæki Sumarbústaðir greiðslukjör Það er ekkert neyðar- ástand hjá okkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.