Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1991, Qupperneq 39
51
LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991.
<>» v v . i >. - > i f / . i * / -
Afmæli
Jóhann Þórólfsson
Jóhann Þórólfsson, fyrrv. lang-
feröabílstjóri, nú til heimilis að
Norðurbrún 1, Reykjavík, verður
áttræður á morgun.
Starfsferill
Jóhann fæddist á Akureyri en ólst
upp í foreldrahúsum á Reyðarfirði.
Jóhann fór tólf ár til sjós með fóður
sínum á opnum árabátum og stund-
aði hann róðra með fóður sínum til
sautján ára aldurs. Þá fór hann til
Hríseyjar þar sem hann starfaði við
síldarsöltun hjá Jóni Stefánssyni og
Stefáni Stefánssyni í þrjú sumur en
yfir vetrartímann var hann á vertíð
í Homafirði og í Vestmannaeyjum.
Jóhann ók litlum sendibílum fyrir
Kaupfélag Héraðsbúa frá 1932. Hann
lauk síðan meira-bifreiðaprófi í
Reykjavík árið 1940 og ók langferða-
bílum milli Austurlands og Akur-
eyrar í sautján ár. Jóhann varð síð-
an í fjölda ára verkstjóri og mats-
maður við síldarsöltun á Reyðar-
firði, Eskifirði, Vopnafirði og í
Breiðdalsvík.
Jóhann flutti til Reykjavíkur árið
1960 og hefur hann búið þar síðan.
Jóhann söng í kirkjukór Reyðar-
ijarðar og var þar forsöngvari undir
stjórn Eyþórs Stefánssonar tón-
skálds. Þá var hann formaður Bíl-
stjórafélagsins Magna og sat í stjórn
Verkalýðsfélags Reyðarfjarðar þar
sem hann var gjaldkeri um skeið.
Fjölskylda
Jóhann kvæntist Guðleifu Einars-
dóttur, f. 26.2.1911, húsmóður, en
hún er dóttir Einars Þorvarðarson-
ar á Brunnhól á Mýrum í Horna-
firði.
Jóhann og Guðleif eignuðust þrjá
syni og eru tveir þeirra á lífi. Synir
þeirra: Bragi, hefilstjóri hjá Vega-
gerð ríkisins en hann lést af slys-
förum árið 1969; Þórólfur, útgerðar-
maður og sjómaður á Hornafirði, og
Einar, útgerðarmaður og sjómaður
áHornafirði.
Jóhann er elstur sex systkina en
fjögur þeirra eru látin. Systkini
hans: Guðrún, húsmóðir á Eskifirði,
nú látin; Gísh, síldarmatsmaöur og
útgerðarmaður á Reyðarfirði, nú
látinn; Valtýr, vegaverkstjóri hjá
Vegagerð ríkisins, nú látinn; Jó-
hanna, húsmóðir í Reykjavík; Arn-
þór, utanbúðarmaöur hjá Kaupfé-
lagi Héraðsbúa.
Foreldrar Jóhanns voru Þórólfur
Gíslason, sjómaður á Reyðarfirði,
og kona hans, Þórunn Katrín Jó-
Jóhann Þórólfsson.
hannesdóttir húsmóðir.
Jóhann veröur að heiman á af-
mælisdaginn.
Soffía Björgúlfsdóttir
Soffia Björgúlfsdóttir húsmóðir,
Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík, verður
sjötugámorgun.
Starfsferill
Soffia fæddist á Keldhólum á
Völlum á Fljótsdalshéraði en flutti
á fyrsta árinu með foreldrum sín-
um til Neskaupstaðar þar sem hún
ólst upp. Soffía var vinnukona á
unglingsárunum og starfaði þá við
fiskvinnslu, auk þess sem hún
stundaði nám við Húsmæðraskól-
ann á Hallormsstað í tvo vetur.
Jafnframt húsmóðurstarfinu, eft-
ir að Soffía gifti sig, kenndi hún
handavinnu við gagnfræðaskólann
í Neskaupstað og starfaöi síðan við
hótehð Eghsbúð í nokkur ár.
Soffía starfaöi mikið að félags-
málum í Neskaupstað. Hún sat í
stjórn kvennadeildar Slysavarna-
félagsins á Norðfirði í tuttugu ár
og sinnti þá mjög öllu starfi félags-
ins, sat í stjórn Leikfélags Nes-
kaupstaðar í fjögur ár, auk þess
sem hún starfaöi að ýmsum félags-
málum Alþýðubandalagsins í Nes-
kaupstað. Soffía og maður hennar
bjuggu í Neskaupstað th ársins 1985
er þau fluttu til Reykjavíkur þar
sem þau hafa búið síðan.
Fjölskylda
Soffía giftist 29.11.1940 Jóhannesi
Stefánssyni, f. 9.3.1913, lengst af
framkvæmdastjóra SÚN, Fisk-
vinnslustöðvarinnar á Norðfirði og
Oliusamlagsins. Foreldrar Jóhann-
esar voru Stefán Guðmundsson frá
Fannadal, og kona hans, Sesselja
Jóhannesdóttir húsfreyja, ættuð frá
NolliíEyjafirði.
Soffía og Jóhannes eiga tvo syni.
Þeir eru Valgarður, f. 23.5.1942, sjó-
maður í Reykjavík, kvæntur Navart
Jóhannesson, húsmóður og leið-
sögumanni, og á hún einn son, Pétui
Valgarðsson; Ólafur M. Jóhannes-
son, f. 6.9.1948, kennari við Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti og blaða-
maður, kvæntur Þórdísi Stephen-
sen og eiga þau þrjá syni, Guðbjart,
Jóhannes Stefán og Magnús Þór.
Soffía er elst flögurra systkina og
eru systur hennar tvær á lífi. Systk-
ini Soffíu: Anna, f. 1922, húsmóðir í
Reykjavík, gift Jóni Ágústi Guð-
bjartssyni, rafvirkjameistara og
starfsmanni hjá HeUdverlsun Ás-
bjarnar Ólafssonar, og eiga þau tva
börn; Guðmundur, f. 1924, d. 1986,
klæðskeri, búsettur í Reykjavík, en
hann eignaðist eina dóttur; Helga,
f. 1925, húsmóðir í Neskaupstað, gift
Halldóri Haraldssyni og eiga þau
þijúbörn.
Foreldrar Soffíu voru Björgúlfur
Gunnlaugsson, f. 29.11.1895, d. 1962,
búfræðingur og lengi verslunar-
maður í Neskaupstað, og kona hans,
Ólöf Guðmundsdóttir, f. 12.4.1897,
d. 1986, húsmóðir.
Ætt
Björgúlfur var sonur Gunnlaugs,
b. Kollsstöðum, bróður Jóns, föður
Ólafs, rithöfundar á Akureyri.
Gunnlaugur var einnig bróðir
Magriúsar, fööur Einars Sveins á
Valþjófsdal, fóður Magnúsar,
bankastjóra á EgUsstöðum. Þá var
Gunnlaugur bróðir Sólveigar, móð-
ur dr. Einars Vigfússonar og Helgu
Vigfúsdóttur hjúkrunarkonu.
Gunhlaugur var sonur Ólafs, b. í
Mjóanesi, Magnússonar og Guð-
bjargar Gunnlaugsdóttur.
Móöir Björgúlfs var Helga Bald-
vinsdóttir, b. í Gunnólfsvík á Langa-
nesi, Guömundssonar, b. í Hafra-
fellstungu, Sigvaldasonar. Móðir
Baldvins var Soffía Sigurðardóttir,
b. á Skógum, Þorgrímssonar. Móðir
Soffíu var Rannveig, systir Gunn-
ars, b. á Hallgilsstööum á Langa-
nesi, fóður Sigurðar, prófasts og al-
þingismanns á Hallormsstað, móð-
urafa Guttorms skógarvaröar, fööur
Hjörleifs alþingismanns. Gunnar
var einnig faðir Gunnars, afa Gunn-
ars Gunnarssonar rithöfundar og
langafa Soffíu, móður þeirra Völ-
undarbræðra, Haralds, Sveins og
Leifs. Þá var Gunnar faðir Stefáns,
langafa Vilhjálms Hjálmarssonar,
fyrrv. alþingismanns og mennta-
málaráðherra. Rannveig var dóttir
Gunnars, b. í Ási, Þorsteinssonar,
ættföður „Skíða-Gunnars“-ættar-
innar.
Ólöf var dóttir Guðmundar, b. á
Ýmastöðum í Vaðlavík og síðar í
Neskaupstað, Magnússonar, Guð-
mundssonar. Móðir Guðmundar á
Ýmastöðum var Steinunn Jónsdótt-
irfráKolmúla.
Móðir Ólafar var Sólveig Benjam-
ínsdóttir, b. á Ýmastöðum, Jónsson-
ar, ættaður úr Þingeyjarsýslu, Þor-
grímssonar. Móðir Sólveigar var
ÓlöfStefánsdóttir.
Jám og blóm
Myndverk írisar Elfu Friðriksdóttur í Nýhstasafn-
inu skera sig talsvert úr öðrum verkum svipaðrar teg-
undar sem hér hafa verið til sýnis. Með „svipaðrar
tegundar" á ég fyrst og fremst við samsett myndverk,
gerð úr aðskotahiutum eða aðskiljanlegum efnum.
Munurinn virðist mér vera sá að flest verk í þessa
veru hafa á sér yfirbragð tilviljana og tilfallandi úr-
lausna.
íris Elfa er hins vegar yfirvegaðri í myndlist sinni,
gerir sér fuha grein fyrir eðhsmóti aðfanga sinna og
teflir þeim skipulega saman.
Þau aðföng sem hér um ræðir er aðallega ryðbrunn-
ið jám, bitar og naglar, gerviblóm, ávextir og fiskar,
steypt saman með gegnsæju þykkni. Helst er það aö
íris Elfa gefi efnivið sínum of mikið svigrúm innan
verkanna. Þetta á til að mynda við „naglalengjuna" í
innri sal, sem hefur of htið að segja miðað við um-
fang. Ég velti hka fyrir mér hvort nokkuð mundi draga
úr áhrifamætti „vínberjalengjunnar" (Án titils) í sama
sal, þótt jámbitinn væri helmingi styttri.
Plastgrænt
Tvenns konar viðhorf, og ekki endilega ósættanleg,
er að finna á sýningu írisar Elfu í Nýhstasafninu.
Annars vegar virðist stílað upp á þá upphfun sem
fæst með því að tefla saman gjörólíkum en mjög
„venjulegum" hlutum/fyrirbærum úr daglega hfmu,
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
gjarnan í kassa eða „skríni“ sem áréttar undursam-
lega náttúru þeirra. Þetta viðhorf er oftar en ekki
kennt við súrrealisma (sjá t.d. Joseph Cornell). Hitt
snýr að form- og efniskennd áhrorfendans, viðbrögð-
um hans við samspili harðra efna og mjúkra, járns
og plasts, ryðrauðra flata og plastgrænna, og svo fram-
vegis.
Verk af fyrri gerðinni eru til dæmis „fiskimyndir"
listakonunnar, óvæntar og undarlega seiðmagnaðar
samsetningar, einkum „Sex fiskar", en „naglalengj-
ur“ hennar eru fremur á hinum kantinum.
Ekki er fráleitt að álykta að hstakonan sé hér við
upphaf einhvers sköpunarferhs fremur en í miðju
kafi, og verður fróðlegt að fy lgjast með framvindunni.
Herruann Egilsson,
Eiðstorgi 1, Selfjamamesi.
Aðalheiður Jónsdóttir,
Dvalarheimhinu Höföa, Akranesi.
Sigriður Svanlaugsdóttir,
Hörðalandi 4, Reykjavík.
Guðmundur J. Helgason,
Borgarhrauni 3, Grindavík.
Baldvin H. Óskarsson,
Klömbrum, Aðaldælahreppi.
60 ára
EinarPétursson,
Brekkubyggö 9, Garðabæ.
Helga K. Kristvaldsdóttir,
Skúlagötu 11, Stykkishólmi.
Hjarnar Bech,
Esjugmnd 53, Kjalarnesi.
40ára
Hrafnhiidur Guðnadóttir,
Skúlabraut 35, Blönduósi.
Anna Jónasdóttir,
Heiðarlundi 6H, Akureyri.
Hrafnhildur Heigadóttir,
Kúrlandi 4, Reykjavík.
Hún tekur á móti gestum á af-
mælisdaginn í Félagsheimili
Starfsmannafélags Flugleiða, Síö-
umúla 11, milh klukkan 16.00 og
19.00.
Sigurfríð Rögnvaldsdóttir,
Norðurvöllum 54, Keflavík.
Guðmundur Erlendsson,
Bragagötu 21, Reykjavík.
Bjartmar V, Þorgrimsson,
Sævangi 2, Hafnarfirði.
Margrét Guðný Sölvadóttir,
Laugarnesvegi 70, Reykjavík.
Pétur Guðmundsson,
Kringlunni 47, Reykjavik.
Björn Þór Sigurbjörnsson,
Austurgötu 16, Hafnarfiröi.
Aðalsteinn Guðjónsson
Menning
Aðalsteinn Guðjónsson, fyrrv.
bryti, Grettisgötu 94, Reykjavík, er
sjötugur í dag.
Starfsferill
Aðalsteinn fæddist á ísafiröi og
ólst þar upp í foreldrarhúsum.
Hann útskrifaðist sem matreiðslu-
meistari og starfaði hjá Ríkisskip á
ámnum 1937-62 eða í tuttugu og
fimm ár. Þá var hann kokkur hjá
Eimskip í nokkur ár og hjá skipa-
dehd SIS auk þess sem hann starf-
aði um skeið hjá Múlakaffí frá byrj-
un, hjá mötuneytinu í ísal og loks
á Hótel Loftleiðum.
Fjölskylda
Aöalsteinnkvæntist27.11.1943
Björgu M. Jónasdóttur, f. 17.12.
1920, húsmóður en hún er dóttir
Jónasar Magnússonar, rafvirkja-
meistara og kaupmanns í Reykja-
vík, og konu hans Oddnýjar Eiríks-
dóttur frá Eiríksbæ við Brekkustíg.
Aðalsteinn og Björg shtu samvist-
umáriðl968.
Aðalsteinn og Björg eignuðust
þrjá syni og eru tveir þeirra á lífi.
Synir Aðalsteins og Bjargar: Jónas
Pétur, f. 19.4.1944, vélvirkjameist-
ari í Reykjavik og á hann þrjú böm;
Bjarni, f. 6.12.1945, d. 4.12.1948;
Bjarni Magnús, f. 19.8.1949, vél-
virkjameistari í Reykjavík og á
hannþijúböm.
Aðalsteinn var yngstur tíu systk-
ina. Systkini hans: Guðfinna, f. 1902,
dó í frumbernsku; Stígur, f. 1903,
vélstjóri í Reykjavík nú látinn; Ing-
var, f. 1904, sjómaður í Reykjavík,
nú látinn; Guðfinna, húsmóðir í
Reykjavík; Magnús, f. 1907, d. 1946,
kaupmaður á ísafirði; Eiríkur, f.
1908, leigubhstjóri á ísafirði nú lát-
inn; Sigurður, f. 1912, sjómaður í
Aðalsteinn Guéjónsson.
Hafnarfirði, nú látinn; Indriði, f.
1916, vélstjóri í Reykjavík; Halldór,
f. 1919, kjötiðnaðarmaður og fram-
reiðslumaður, nú látinn.
Foreldrar Aöalsteins voru Guöjón
Sigurðsson frá Múla í Þorskafirði,
sjómaður á ísafirði, og Ingibjörg
Eiríksdóttir frá Oddsflöt í Grunna-
vík.
Studioblóm
Þönglabakka 6
Mjódd, sími 670760
Blóm og
skreytingar.
Sendingarþjónnsta.
Munið bláa kortið.
I S