Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1991, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1991, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1991. Fréttir Helgi Hálfdanarson. Sigurður Pálsson. Fríða Á. Sigurðardóttir. Steinunn Sigurðardóttir. Gyrðir Elíasson. Menningarverðlaun DV: Fimm bækur tilnefndar Viö höldum áfram aö kynna störf nefnda sem eru langt komnar meö sín störf. í dag birtum viö tilnefning- ar til bókmenntaverölauna en þá nefnd skipa Gísli Sigurðsson, Ingi- björg Haraldsdóttir og Þórður Helga- son. Fer hér á eftir álitsgerð nefndar- innar: „Tilnefndar hafa verið fimm bæk- ur til verðlauna fyrir árið 1990. Þær eru Grískir harmleikir í þýðingu Helga Hálfdanarsonar, Ljóð námu völd eftir Sigurð Pálsson, Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á. Sigurðar- dóttur, Síðasta orðið eftir Steinunni Sigurðardóttur og Svefnhjólið eftir Gyrði Elíasson. Af þeim þýddu bókmennntaverk- um, sem út komu á síðastliðnu ári, sætir þýðing Helga Hálfdanarsonar á Grískum harmleikjum tvímæla- laust mestum tíðindum. Hér er um að ræða snilldarþýðingu á sígildum verkum sem fylgt hafa mannkyninu í meira en tvö þúsund ár, stórbrotinn texta sem hlýtur að verða íslending- um nútímans jafnnauðsynlegur og Hómers-kviðurnar urðu forfeðrum okkar í þýðingu Sveinbjarnar Egils- sonar. Sigurður Pálsson sendir að okkar mati frá sér eina athyglisverðustu ljóðabók ársins, Ljóð námu völd. í henni sameinast allir helstu kostir skáldsins. Sigurði tekst í bókinni að sameina hnyttni og alvöruþunga á einkar persónulegan hátt, auk þess sem ljóð hans einkennast af mynd- vísi sem fáir aðrir ráða yfir. Sem fyrr slær þjóðleg afstaða með alþjóðlegri yfirsýn tón sem gerir ljóð Sigurðar að sérstökum og heillandi þætti ís- lenskrar ljóðagerðar. í skáldsögu sinni Meðan nóttin líð- ur tekst Fríða Á. Sigurðardóttir á við einn meginvanda nútímamannsins og reynir að svara spurningum sem hver ábyrgur maður hlýtur að spyrja og leita svara við. Skáldsaga Fríðu er því mikilvægt verk fyrir samtím- ann og á stíll bókarinnar og frásagn- arháttur ekki sístan þátt í því að skapa listaverk sem lætur fæsta ósnortna. Síðasta orðið eftir Steinunni Sig- urðardóttur byggist á frumlegri hug- mynd um að skrifa skáldsögu úr safni minningargreina. Sagan hæðist að útbreiddri vanahugsun í íslensku þjóðlífi og nær fram mikilli dýpt með því að sýna persónur frá ólíkum sjónarhornum. Þannig birtist flókinn veruleikinn í mannlegum samskipt- um um leið og bent er á bilið sem er á milli draums og veruleika í lífi fólks. Gyrðir Elíasson skilaði bókaárinu 1990 skáldsögunni Svefnhjólinu og kannar í henni enn þau lönd sem veruleikinn hylur mönnum, lönd þar sem draumur og vaka renna saman í eitt og lifendur og dauðir, kynja- menn og -dýr eiga jafnan tilverurétt eins og í ævintýrum. Gyrðir hefur yfir þeim stílgaldri að ráða sem.sjald- séður er í íslenskum nútímabók- menntum og leggur hér ekki síst sitt af mörkum til að skapa þann seið- andi heim sem lesandanum opnast í verkinu." Það kemur svo í ljós fimmtudaginn 21. febrúar hver af þessum fimm rit- höfundum, sem dómnefndin hefur tilnefnt, fær bókmenntaverðlaunin fyrir 1990. Áður hafa fengið menn- ingarverðlaun fyrir bókmenntir: Ása Sólveig, Sigurður A. Magnússon, Þorsteinn frá Hamri, Vilborg Dag- bjartsdóttir, Guðbergur Bergsson, Thor Vilhjálmsson (tvisvar), Alfrún Gunnlaugsdóttir, Einar Kárason, Ingibjörg'Haraldsdóttir, Björn Th. Björnsson.og Vigdís Grímsdóttir. Framsókn, Reykjavík: Framboðslist- inn samþykkt- ureinróma Fulltrúaráð framsóknarfélag- anna í Reykjavík hefur eimúma samþykkt framboðslísta flokks- ins fyrir alþingiskosningarnar. Efstu sæti listans skipa: 1. Finnur Ingólfsson, 2. Ásta Ragnheiður Jóliannesdóttir, 3. Bolli Héðinsson, 4. Hermann Sveinbjörnsson, 5. Anna Margrét Valgeirsdóttir, 6. Þór Jakobsson, 7. Sigríður Hjartar, 8. Ásrún Kristjánsdóttir, 9. Gunnar B. Guðmundsson, 10. Vigdís Hauks- dóttir, 11. Snorri Jóhannsson, 12. Hafdís Harðardóttir, 13. Sigríður Thorlacius, 14. Arnrún Kristins- dóttir, 15. Þorsteinn Kári Bjarna- son, 16. Karlotta J. Finnsdóttir, 17. Friðrik Ragnarsson og 18. GerðurSteinþórsdóttir. -hlh Vesturland: Framboðslisti Sjálfstæðis- flokks Kjördæmisráð hefur samþykkt framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins á Vesturlandi fyrir komandi alþingiskosningar. Efstu sæti listans skipa: 1. Sturla Böðvarsson, 2." Guðjón Guðmundsson, 3. Elinbjörg Magnúsdóttir, 4. Sigurður Rúnar Friðjónsson og 5. Sigrún Símon- ardóttir. Þá var Sæmundur Kristjánsson úr Dalasýslu kjörinn nýr formað- ur kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins á Vesturlandi. -hlh Áhyggjur vegna loðnubrests Framkvæmdastjóm Verka- mannasambandsins lýsir yfir áhyggjum vegna loðnuveiði- brests. Vill stjórnin að þeim afla sem loðnuveiðiskipunum verður úthlutað í bætur verði landað hjá innlendum fiskvinnslustöðvum. S.dór -HK Ríkisendurskoðun: Svarar ekki að svo stöddu Ríkisendurskoðun svarar ekki að svo stöddu harðri gagnrýni Ól- afs Ragnars Grímssonar fjármála- ráðherra á stofnunina og starfs- menn hennar vegna málefna Þor- móðs ramma. Sigurður Þórðarson hjá Ríkis- endurskoðun sagði að um svar yröi ekki að ræða fyrr en umræðum á Alþingi væri lokið. Færi það einnig eftir því hver niðurstaða umræðn- anna yrði. Fjármálaráðherra veittist mjög að Ríkisendurskoðun í umræðum utan dagskrár um Þormóð ramma á Alþingi í fyrradag þar sem hann efaðist mjög um faglega hæfni starfsmanna stofnunarinnar og sagði stofnunina hreinlega ekki vera með á nótunum. -hlh I dag mælir Dagfari__________________ Svívirðilegt siðleysi Dagfari rakst á frétt í DV í síð- ustu viku sem honum þótti í meira lagi tíðindi. Þar var sagt frá því að stjórn Dagsbrúnar hefði haldið mikla veislu á kostnað félagsins án þess að bjóða mótframbjóðendum stjórnarinnar í nýafstöönum kosn- ingum. Dagfari hélt að blaðiö mundi fylgja þessari frétt eftir og að minnsta kosti mótframbjóðend- urnir, sem ekki voru boðnir, og málið yrði kært til rannsóknarlög- reglunnar. Þarna sátu sjötíu manns á kostnað stjórnar, það er aö segja stjómarmennirnir sjálfir, makar þeirra og nokkrir trúnaðar- menn og stuðningsmenn Dags- brúnarstjórnarinnar. Boöiö var upp á þorramat og brennivín og segir sagan að hver hafi mátt éta og drekka eins og hann lysti og enginn gestanna rukkaður um eitt eða neitt. Þetta mál er auðvitað hið mesta hneyksli. í fyrsta lagi er það óafsak- anlegt að stjórnarmenn í Dagsbrún geti boðið sjálfum sér út að borða. I öðru lagi er það hálfu verra þegar þeir taka makana með. Og í þriðja lagi nær það ekki nokkurri átt að stjórnin bjóði sjálfri sér út að borða án þess að bjóða mótframbjóðend- unum með. Allir vita að Dags- brúnarmenn taka vel til matar síns og þetta hefur þess vegna ekki ver- iö nein smáveisla. ímyndið ykkur Guðmund jaka við veisluborðið þar sem hann hefur slafrað í sig svið- akjömmunum og hrútspungunum ókeypis! Hvað haldið þið að það hafi kostaö Dagsbrún? Stjórn Dagsbrúnar hefur verið legið á hálsi fyrir að ráða félaginu. Mótframbjóöendurnir voru óán- ægðir með þá stöðu mála og lögðu á það áherslu í kosningabaráttunni að stjórnin þyrfti aðhald og stjórn- in ætti ekki að ráða þótt hún væri kosin til að ráöa. Og það var ein- mitt þetta sem þeir meintu. Stjórn- in étur ein út af fyrir sig og tekur sjálf um það ákvörðun að bjóða ekki öðrum með sér að borða og spillingin leynir sér ekki. Lág- markslýðræðiskrafa í Dagsbrún er auðvitað sú að minnihlutinn sé boðinn með og fái að sitja við sama veisluborðið og stjórnin þegar menn eru að éta á kostnað félags- ins. SVo mega menn heldur ekki gleyma öðru mikilvægu atriði. Dagsbrún er hætt að berjast fyrir almennum launakröfum. Dags- brún hefur meira að segja gengið á undan til að halda niðri launum og Dagsbrún hefur beitt sér gegn því að sparifjáreigendur fái of háa vexti af innlánum sínum. Dags- brún hefur sem sé breytt um stefnu og baráttuaðferðir og nú snýst valdabaráttan í Dagsbrún um það hverjir eru boðnir frítt i veislur þegar stjórnarmenn fara út að skemmta sér. Með hliðsjón af þess- um breyttu viðhorfum í þessu gamla og gróna verkalýðsfélagi, sem hefur staðið í fararbroddi fyrir bættum kjörum á íslandi, er það eðlilegt að nú snúist helstu deilu- efnin um þorramat og hrútspunga. Kjörin í Dagsbrún ráðast af því hver fær frítt og hver fær ekki frítt. Það er af þessum ástæðum sem hér er hneyksli á ferðinni og það er af þeim ástæðum sem mótfram- bjóðendurnir úr Dagsbrúnarkosn- ingunum, sem féllu, vilja vekja at- hygli á því að þeim er ekki ennþá boðið og fengu þeir þó um þriðjung atkvæða Dagsbrúnarmanna. Sá stuðningur hefði átt að nægja til að fá boðskort í þorramatinn. Þetta gremst mönnum að vonum. Þeir fá þriðjungsfylgi í kosningum en verða samt að borga sinn eigin þorramat. Þetta er ekkert lýöræði og þetta eru engin sanngirni og þó bendir allt til þess að nægur af- gangur hafi verið í veislunni til að aðrir hefðu getað étið frítt með stjórninni. Jafnvel þótt Jakinn hafi tekið vel til matar síns. í næstu kosningum verður þetta mál geymt en ekki gleymt. í næstu kosningum þurfa menn ekki að heyja baráttu í stjórnarkjöri án þess að vita hvað eigi að berjast um. í næstu kosningum verður þessi matarveisla rifjuö upp og Dags- brúnarstjórnin verður rukkuð um kjammana, sem hún át, og hún verður rukkuð um peninginn sem hún kostaði. Og sú stjórn sem tekur við á að hefna sín á gömlu stjórn- inni og hún að fara ein út að borða og ekki bjóða þessum eigingjörnu átvöglum sem nú sitja í stjórninni. Það á að láta þá éta þaö sem úti frýs. Það væri mátulegt á þá. Dagfari ..........í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.