Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1991, Qupperneq 14
14
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1991.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
Bankana til fólksins
Bankar eða sparisjóðir skipta miklu í lífi nær hvers
manns. Því er brýnt, að þessar stofnanir veiti góða þjón-
ustu, séu manneskjulegar. Bankar eru á breytingatím-
um um þessar mundir og þróun hröð. Margt hefur
breytzt um bankastarfsemi á stuttum tíma. Verðbréfa-
markaður blómstrar og hlutabréfamarkaður er farinn
að skjóta rótum, svo að dæmi séu nefnd. Nú tala menn
um raunvexti af sparifé, það eru vextir umfram verð-
bólgu, í stað þess, að fyrir rúmum áratug var reglan
gjafvextir, það eru vextir sem voru minni en verðbólg-
an, spariféð rýrnaði stöðugt, en hinir skuldugu græddu.
Þetta eru framfarir. Peningalegur sparnaður hefur tvö-
faldazt á tíu árum, þegar skoðað er, hver sparnaðurinn
er í hlutfalli við framleiðsluna í landinu. Nú heyrir það
sögunni til, að lánsfé sé skammtað, þótt að sjálfsögðu
fái ekki allir allt.
Frjálsræði í bankamálum hefur aukizt mikið. Búast
má við tilkomu erlendra aðila, svo sem erlends eða er-
lendra banka. Samkeppnin um sparifé landsmanna mun
vaxa. Ætlunin er að afnema nær öll höft í gjaldeyrisvið-
skiptum innan fárra ára. Allt þetta ber að sama brunni:
Það verður að auka enn aðhald að bönkunum. En það
verður jafnframt með afli upplýsts almenningsálits að
stöðva, að stjórnmálamenn megni að rugla spilunum 1
bankamálum. Bankaráð og bankastjórar eiga ekki að
vera gæðingar flokksforystna, og ríkisbanka þarf að
afleggja. Þá þarf að uppfræða fólk, svo að samvizkulaus-
ir stjórnmálamenn geti ekki blekkt, til dæmis með því
að halda því fram, að hækkun vaxta auki verðbólgu.
Hér er mikið verk óunnið, eins og nýleg dæmi sanna.
Bankarnir ráðgera ýmsar nýjungar á næstunni, svo
sem að þróa gírókerfið, sjálfvirkar færslur í bönkum
og svonefnd debetkort, sem leysi tékka af hólmi að
hluta. Þetta er geysimikilvægt öllum almenningi. Sem
dæmi má nefna, að útgefnir tékkar voru í fyrra um það
bil 28,5 milljónir talsins. Ef kostnaður við hverja ávísun
eru 44 krónur, þá er heildarkostnaðurinn 1250 milljónir
króna. Viðskiptamenn hafa að líkindum greitt 250 millj-
ónir króna fyrir þessar ávísanir, bara fyrir ávísanablöð-
in ein. Verð seldra gíróseðla hefur getað verið um 380
milljónir króna, bara fyrir blöðin ein. Þarna hafa verið
tekin dæmi um greiðslur, sem fólk hugsar gjarnan lítið
um en skipta miklu, þegar saman kemur. Úr þessu má
bæta.
Fyrirhugaðar nýjungar ættu að leiða til hraðvirkari
og betri þjónustu bankanna, draga úr notkun seðla,
myntar og tékka og auka öryggi í viðskiptunum. Tékkar
eru dýr greiðslumiðill, eins og nefnt var hér að framan,
og tímafrekur. Með tilkomu strimlakerfisins í búðar-
kössunum tekur oft lengri tíma að fylla út tékkann en
að slá inn í kassann. Þannig ráðgera bankamir mikil-
vægar úrbætur, en sitthvað hefur á hinn bóginn breytzt
til hins verra. Biðraðir í bönkum höfuðborgarinnar eru
aftur orðnar algeng sjón og minna á fréttir úr austur-
vegi, þar sem efnahagur er í rúst. Bankar og sparisjóðir
verða einnig að snúa sér að því að fylgja þeirri þróun,
að afgreiðslutími fari eftir þörfum vinnandi fólks. Verzl-
anir hafa verið á réttri leið og nú bíðum við eftir bönkun-
um.
Forráðamenn bankanna reyna stöðugt að veita betri
þjónustu, en þeir þarfnast meiri víðsýni. Þótt margt sé
vel, og kannski flest, þarf margt að bæta til að flytja
bankana meira til fólksins
Haukur Helgason
Af nemum auð-
lindaskattinn
Að undanfórnu hefur gætt þess
misskilnings að uppi séu hug-
myndir um álagningu auðhnda-
skatts. Misskilningurinn hefur
meðal annars verið fólginn í því að
ruglað er saman sölu veiðileyfa og
auðlindaskatti. Hér mun gerð til-
raun til að skýra þennan misskiln-
ing og sýnt fram á að auðlinda-
skattur og sala veiðileyfa eru and-
stæðir pólar og aö reyndar hafi
auðlindaskattur verið innheimtur
um langt árabil, þótt dulbúinn sé.
Fiskistofnarnir
eru þjóðareign
Fiskistofnarnir á miðunum um-
hverfis landið eru sameign þjóðar-
innar. Þetta er fest í lögum um
stjóm fiskveiða. Á hinn bóginn
hefur þjóðin ekki notið eignar
sinnar sem skyldi. Því er nefnilega
svo farið aö virði eignar ræðst af
arðinum sem hún gefur af sér.
Hvað fiskistofnana varðar þá eru
þeir takmörkuð auðlind og ættu
sem slíkir að gefa af sér rentu. Mat
á slíkri rentu hefur verið fram-
kvæmt hjá Háskóla íslands og hef-
ur niðurstaðan verið sú að um
væri að ræða verðmæti að fjárhæð
16 til 28 milljarðar króna á núver-
andi verðlagi, en þá er miðað við
markaðsvirði þeirra réttinda að
nýta auðlindina í eitt ár.
Skattlagningin
Þessi verðmæti, sem jafngilda
•árlegum tekjum að fjárhæð 63 þús-
und krónur á hvert mannsbarn,
hefur almenningur farið á mis við.
Ástæðan er sú að hið opinbera hef-
ur gert arðinn af auðlindinni upp-
tækan með dulbúinni skattlagn-
ingu. Ríkið hefur nefnilega látið
útgerðinni veiðiheimildir í té -
ókeypis - og það felur í sér tvennt
í senn. í fyrsta lagi er um að ræða
skattlagningu á almenning, sem af
þessum sökum verður af sínum 63
þúsundum króna á mann. Þessar
tekjur hafa verið teknar af almenn-
ingi áður en hann fær þær í hendur
en þaö er sami háttur og hafður er
á um tekjuskatt einstaklinga.
Skattlagningin á sér hins vegar
staö án þess að einstaklingnum sé
gerð grein fyrir því, gagnstætt því
sem gert er með tekjuskattinn.
Skatturinn er dulbúinn. í öðru lagi
hafa skattatekjumar verið veittar
beint til útgerðarinnar. Útgerðin
hefur síöan ráðstafað fénu með
dýrari og óhagkvæmari sókn. Rétt-
ur almennings til auðlindarent-
unnar, arösins af hinni sameigin-
legu eign, hefur að sama skapi ver-
ið virtur aö vettugi.
Brestir í bókhaldi
Sú skattlagning, sem hér er lýst,
hefur verið með þeim hætti að í
KjaUariim
Yngvi Harðarson
hagfræðingur
bókum hins opinbera eru hvorki
skattatekjurnar færöar til tekna né
heldur styrkirnir til útgerðarinnar
til gjalda. Þessa bresti í bókhaldi
ríkisins ber vitanlega að leiðrétta
hiö allra fyrsta en einnig ber að
afnema auðhndaskattinn.
Skatturinn er nefskattur
Ein af þeim ástæðum, sem knýr
á um að auðlindaskatturinn verði
afnuminn, a.m.k. að margra mati,
er þaö hvernig hann er lagður á
almenning. Álagningin er nefni-
lega alveg óháð tekjum einstakling-
anna.
Þannig er sama fjárhæð, minnst
63 þúsund krónur á ári, innheimt
af hverju mannsbarni í landinu,
hvítvoðungi sem elhlífeyrisþega,
verkamanni með 50 þúsund króna
mánaðarlaun og ráðherra með 274
þúsund í mánaðarlaun. Skatturinn
er því gæddur sömu eiginleikum
og hinn óvinsæh nefskattur, sem
nýverið var tekinn upp í Bretlandi,
nema hvað þar er skatturinn til
dæmis ekki lagður á nýfædd böm.
Lífskjör að láni
Enn hefur í þessari grein ekkert
verið minnst á sambandið milh
innheimtu núverandi auðlinda-
skatts og gengisskráningar krón-
unnar, en til þessa hefur gengis-
skráningin tekið mið af því að af-
koma sjávarútvegs sé innan til-
tekinna marka. Sú viðmiðun,
ásamt styrkjum til sjávarútvegs í
formi ókeypis veiðiheimilda, hefur
þýtt að gengi krónunnar hefur að
jafnaði verið haldið hærra en ella
hefði verið. Þannig hafa innfluttar
vörur verið tiltölulega ódýrar í
samanburði við innlendar vörur
og það virkað sem kjarabót.
Sá lífskjarabati hefur hins vegar
verið tekinn að láni erlendis þar
sem útflutningstekjur hafa ekki
nægt til að greiða andvirði inn-
flutnings. Þannig hefur veriö hahi
á viðskiptum við útlönd í rösklega
þrjú ár af hverjum fjórum sé litið
yfir tímabihð frá 1960. Því má segja
að almenningur hafi óafvitandi
verið hvattur til að taka erlend lán
fyrir þeim hluta neyslu og fjárfest-
ingar sem tekjur þjóðarinnar duga
ekki fyrir. Hið sama gildir um at-
vinnurekstur.
Andstæðir pólar
En hvernig er unnt að afnema
auðlindaskattinn? Það er unnt með
því að láta sölutekjur af veiöileyf-
um renna til almennings. Sölutekj-
ur sem fást með því að selja útgerð-
inni aflaheimildir á frjálsum mark-
aði. Þar með væri styrkveiting hins
opinbera til útgerðar í formi ókeyp-
is veiðileyfa afnumin en jafnframt
væri skatturinn afnuminn og lífs-
kjör almennings bötnuðu. Sala
veiðileyfa og auðhndaskattur eru
því ekki hið sama, heldur andstæð-
ir pólar.
Óþarfir ríkisstyrkir
Við þetta bætist síöan að sá at-
vinnuvegur, sem best á að geta
borið sig, nýtur ríkisstyrkja með
þeim hætti sem hér er lýst. Vitan-
lega er alger óþarfi að styrkja starf-
semi sem þjóðin er fyllilega fær um
að stunda styrkjalaust. Samkeppn-
isstaða atvinnuveganna á einfald-
lega að endurspeglast í gengis-
skráningu krónunnar. Ef pólitísk-
ur vilji er hins vegar fyrir því aö
innheimta áfram auðlindaskatt
ætti að huga að því að verja skatt-
fénu með skynsamlegri hætti en
nú er gert.
Yngvi Harðarson
„Þessi verðmæti, semjafngilda árleg-
um tekjum að Qárhæð 63 þúsund krón-
ur á hvert mannsbarn, hefur almenn-
ingur farið á mis við. Astæðan er sú
að hið opinbera hefur gert arðinn af
auðlindinni upptækan með dulbúinni
skattlagningu.“