Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1991, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1991, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1991. 15 Staðreyndir í álmálinu Síðustu daga hafa verið nokkur blaðaskrif og fréttaflutningur um álsamninga. Þar gætir víða svo mikils misskilnings og afílutnings á staðreyndum málsins að óhjá- kvæmilegt er að koma á framfæri leiðréttingum á nokkrum atriðum. Tilhæfulausar staðhæfingar Matthías Á. Mathiesen alþingis- maður heldur því fram í DV sl. laugardag að óvissa um framvindu álmálsins sé vegna seinagangs og breyttra vinnubragða. Hér eru á ferðinni tilhæfulausar staðhæfing- ar, enda rökstyður Matthías þær ekki einu orði. í þessu sambandi er rétt að taka fram eftirfarandi: Strax eftir að Jón Sigurðsson iðn- aðarráðherra tók við störfum sum- arið 1988 í iðnaðarráðuneyti skip- aði hann ráðgjafarnefnd um áliðju en í henni voru að mestu sömu menn og verið höfðu í starfshópi um stækkun álvers. Formaður nefndarinnar var sem fyrr Jóhann- es Norðdal og sömu starfsmenn unnu að samningagerð og áður. Skipuð var sérstök nefnd til að meta þjóðhagslegt gildi stóriðju og sér í lagi álversframkvæmda. Settur var á fót ráðgjafarhópur sérfræðinga til að meta umhverfis- áhrif nýs álvers. Sannleikurinn í málinu er því sá að eftir að Jón Sigurðsson tók við embætti iðnaðarráðherra var aukin vinna og meiri kraftur settur í mál- ið enda hafa samningaviðræður tekið óvenju stuttan tíma miðað viö umfang málsins. í þessu sambandi skiptir ekki minnstu máli að Jón Sigurðsson fékk tii liðs við Atlant- sálsfyrirtækin ameríska fyrirtækið Alumax, sem leiðandi aðila, í stað Alusuisse sem gekk úr skaftinu. KjaUarinn Guömundur Einarsson aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra í ljós hefur komið undanfarna mánuði að samkomulagið frá 4. október hefur styrkt samnings- stöðu íslendinga. Af augljósum ástæðum hafa á síð- ustu vikum orðið nokkrar tafir í samningunum um málið í heild. Samkomulagið frá 4. október sl. er því enn mikilvægara en áður til að halda meginatriðum þess saman. Ýmsar skýrslur Því hefur verið haldið fram af andstæðingum og öfundarmönn- um málsins að gerð hafi verið til- raun til að fela staðreyndir þess, m.a. stöðu samninga. Þetta eru rangfærslur sem vart eru svara verðar. í apríl 1990 voru birtar ýmsar skýrslur, sem þá lágu fyrir um . eiginfjáráhætta álfélaganna þriggja af byggingu álversins mun nema rúmlega 200 milljónum dollara, eða rúmlega 11 milljörðum íslenskra króna.“ Styrkti samningsstöðuna Ymsir hafa haldið því fram að undirritun minnisblaðs frá 4. okt- óber 1990 hafi verið ótímabær og tafið málið. Það er alrangt. Samkomulag um staðsetningu, starfskjör hér á landi og meginatriði orkuverðs var nauðsynlegt svo gera mætti nýja áætlun um stofn- og rekstrarkostnað álvers. Slíkt endur- mat var nauðsynlegur undanfari viðræðna Atlantsáls við íjármála- stofnanir um fjármögnun álversins. málið, sem fylgiskjöl við greinar- gerð með frumvarpi um raforku- ver. í maí 1990 var lögð fram skýrsla iðnaðarráðherra um nýtt álver ásamt fylgiskjölum. Öll efnisatriði samkomulagsins frá 4. október sl. voru samstundis birt almenningi og forsvarsmenn Atlantsáls svöruðu þeim spurning- um sem fréttamenn höfðu þá fram að færa. Þar fór ekkert á milli mála hvað samkomulag var um og hvað l_________________________________________________________________________I.Aúr.AKDACl.'R » FKIIHUAK 19 Fréttir r»^ 1 w Matthías Á. Mathiesen alþingismaöur: Ottast að álversmálinu haf i nú verið klúðrað - álversdraumurinn er búinn, segir Kristín Einarsdóttir þi"",'ona ..Enda twtt é* voni aö hcmuldar malsuu á jn-ssan siundu iá; full t» rra. mtVI mimaba'm undimtun idnaðarradhi-rra hofur.lllið i íar. monn vcrði að llla á da-mið log vegna bygginear álvers á Keilis yrði að orsókin cr aðgerðdlrysi or skjala. hefur Ivima-lalaust Ufið vaka." saRði Mallhias Á. Ma nld haðerfurlil kyiuuaðhann nesi verði aÍKiridd á Alþinm fyrir srinaKanttur sljomarflukkanna i alla samninKst,i-rð. Su ortVnoll. cn. tilbúmn til að slaka cnn mcira þinglok þa únasi cgað iðnaðarráð upphafi. scmo« brcytl vmnubrogð semnoluðhcfurvcriðþc|»r iðnað „kaifa-ckkiln-iurscðcndraun. icn hingaðtil hcfur vcriðgcrl. Ég htrr* 08 rikisstjómin hafi nu þcgar iðnaðarraðhcrra llann lagði mður arraðhcrrann hcfur ra-ll við Qól manna um þrtta alvcr á Kcilisncsi lcl að það komi ekki lil gn-ina bcss kluðrað álversmáhnu." sagði Mall saniningaiu-liid um álvcr scra nuöla ul (u-ss að gcra griin fyrir sc buuui Ncma |si að nu-iin scu vi-gna lcl cg að alvcrið sc huið mal hias Á Mathicsrn fyrsl. þingmað slarfað hafði fri tið fyrri iðnaðar Rangi mála. tu-fur auKljóslcga vrrið lilhumr lil nö foma ullu. kás fa- nrmamrnnsculilbúnirlilaðfoma ur Reykm-singa. i samtali við DV. ráðhcrra Siðan lók hann samn icllað að fda staðrcyndir málsins ckki U-iur si-ð cn iðnaðarráðhrrra hvcrju sem rr." sagöi Krisiin Kin Or hann sayði mnfrrmur inga lil iðnaðarraðura-jiisins og scm nu hafa vrrið að koma i Ijos. sc lilliuinn úl þcss. tlann s.*ir i arsdoilir.þinukonaKvcnnalisians ..bað cr að sjalfsoKðu alvci; þosl skipaði seralakancfnd srr lilraðu bað hlasir viö að samnmgar hafa blaðaviðuli I dau að rra-nn mcpi -S.dór „Hér eru á ferðinni tilhæfulausar staðhæfingar," segir greinarhöfundur um ummæli Matthíasar Á. Mathiesen alþm. i DV sl. laugardag um fram- vindu álmálsins. var ógert. Við þingsetningu í október sl. var á Alþingi dreift viðamikilli skýrslu iðnaðarráðherra um stöðu samn- inga um álver. Oþarft ætti að vera að taka fram að ríkisstjórnin hefur fengið allar upplýsingar um stöðu málsins og formönnum allra ríkisstjórnar- flokkanna hafa með reglubundn- um hætti verið' afhentar skýrslur um gang þess. Það niun leitun að máli af þessu tagi sem hefur verið jafnvel upplýst og kynnt. Meginstaðreyndir í máli sumra fréttamanna og stjórnmálamanna hefur komið fram sá misskilningur að móður- fyrirtækin þrjú í Atlantsáli neiti nú allt í einu að taka þátt í fjár- mögnun fyrirtækisins. Hefur mátt skilja að hér sé á ferðinni breytt afstaða sem sýni að verkefnið sé ótraustara en áður. Hið rétta er eftirfarandi: Frá því yfirlýsing um Atlantsál- verið var undirrituð 13. mars 1990 / hefur verið skýrt tekið fram að Atlantsálsaðilarnir hygðust fjár- magna bræðsluna með hlutafjár- framlögum sem næmu 20-25% af heildarstofnkostnaði en að verk- efnið sjálft stæði til tryggingar lán- um til álbræðslunnar. Umræður á síðustu vikum um breyttar áherslur vegna ábyrgða á orkukaupum, verklokum o.fl. breyta ekki þeirri meginstaðreynd að eiginfláráhætta álfélaganna þriggja af byggingu álversins mun nema rúmlega 200 milljónum doll- ara, eða rúmlega 11 milljörðum ís- lenskra króna. Fundahöld um álsamninga hafa dregist vegna Persaflóastríðsins. Að undanfórnu hafa menn spáð ýmsu um framhald málsins og hugsanlegar tafir. í dag mun Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra eiga fund með aðalforstjórum Atlants- álshópsins. Á þeim fundi mun af- staða álfélaganna skýrast og stefn- an verða tekin í lokaáfanga þessa mikilvæga máls. Guðmundur Einarsson Stjórnmálamenn í stórveldaleik Líklegt má telja að íslenskir stjórnmálaflokkar skipi algjöra sérstöðu í pólitískum viðrinishætti, að minnsta kosti í þessum heims- hluta. Og það er reyndar ekkert skrítið með hliðsjón af því hver virðist ráöa ferðinni. Hver skyldi hafa trúað því að sá maður gæti leitt alla þingflokka út í slíkan afglapahátt. Reyndar á íhaldið sinn Þorstein Pálsson. Nú þegar þingrof er á næsta leiti hafa þingmenn alls ekki tíma til aö sinna málefnum þjóðarinnar. - Þá sjaldan að sýnt var frá þingsölum snerust umræður einkum um hvað íslendingum bæri að gera í sjálf- stæðismálum Litháens! - Þetta var mál málanna svo að utanríkisráð- herra lét jafnvel kyrrt liggja í bili að lofsyngja EB. Gott hefði verið ef alþingismenn hefðu viljað trúa því að ísland gæti ekki haft stjórnmálasamband við ósjálfstætt ríki. Ef þeir halda áfram þessum skollaleik legg ég til að Alþingi verði lagt niður fyrir fullt og allt. Að misnota frelsið Ekki ríkti einhugur í Litháen til að byrja með þegar lýst var yflr sjálfstæði. - Eins og fram hefur komið hlaut það að hafa alvarlegar afleiðingar. Þetta gerist þegar Gorbatsjov er að leiða Sovétríkin inn í nýtt tíma- bil lýðræðis og frelsis og glíma við hrikalegan efnahagsvanda og and- úð jafnt frá þeim sem þráðu að losna undan miskunnarlausu ein- ræði sem hinna er engu vildu breyta og nú hafa þeir sem þráðu málfrelsi notað það til að torvelda Gorbatsjov allar umbætur. Gorbatsjov gerði Litháum það strax ljóst að þeir gætu ekki lýst yflr sjálfstæði, án samninga, ótal- margt þyrfti að semja um og fara yrði eftir sovéskum lögum. KjaHarinn Aðalheiður Jónsdóttir verslunarmaður Fyrirskipun Landsbergis Skömmu áður en hinir hörmu- legu atburðir gerðust í Eystrasalts- ríkjunum er forsætisráðherra Lit- háens látinn segja af sér þar sem hún þótti sýna stjórnvöldum í Sov- étríkjunum of mikla linkind. En Landbergis, sem lætur ofstækið leiða sig í gönur, ræður feröinni og ætlar að taka sjálfstæðið og allt annað á einu bretti og segir að til þess þurfl hann hjálp íslendinga. Þeir eigi að brjóta múrinn! Allir hljóta að vita að ef Gor- batsjov hefði ráðið ferðinni, hefðu þessir sorglegu atburðir í Eystra- saltsríkjunum ekki gerst. En fólkið var æst upp af gaspri manns sem sýnilega lifir í óraun- hæfum draumi um að verða þjóð- hetja en tókst að gera nýfengin mannréttindi og málfrelsi að ægi- legri martröð. Geta stjórnvöld í Litháen afsakað það fyrir sjálfum sér að hafa valið þessa leið? Þurfti kannski píslar- votta til að koma málum í fram- kvæmd, vekja upp kalt stríð, fá kröftug mótmæli Vesturlanda og fordæmingu á Gorbatsjov? Æða síðan vælandi úr einu landi í annað og biðja að viðurkenna sjálfstæðið! Það er sorglegt hvað óhæfir stjórn- málamenn geta valdið miklu tjóni í eigin þjóðfélagi og það sem meira er, þjóða á milli eins og gerist í þessu máli. Fíflinu skal á foræðið etja Landsbergis sá fljótt að íslending- ar voru eina þjóðin sem léði máls á stjórnmálasambandi. Segja má að hann hafi stjórnað gerðum Jóns Baldvins síðan hann leitaði til hans að næturlagi og bað hann að sinna sér. - Þannig hafa svo allir þing- menn dansað eftir pípu utanríkis- ráðherra. - Helst að heyra að allir vildu drífa sig til Eystrasaltsríkj- anna og standa í fremstu víglínu. Nýverið voru þrír sendir til að bæta nýjum áfanga við ferð Jóns Baldvins - sem þeir hafa kallað „fyrsta skrefið til stjórnmálasam- bands“. í þeirri sögulegu ferð fann skjalataska ráðherrans eiganda sinn sem af einhverjum ástæðum hafði villst frá henni. Taskan sú lengi lifi! - Henni hafði tekist að vernda af trúmennsku öll þau verðmæti sem henni var trúað fyr- ir. Af slíkri tösku mættu menn mikið læra. Karlmennskuhugurinn harði Heldur hljómuðu orð utanríkis- ráðherra ónotlega er hann gortaði af því að afstaða íslendinga hefði gert Gorbatsjov mun erfiðara fyrir. Ásamt þeirri yfirlýsingu að hann eða Alþingi heföi viljað forðast að egna Sovétríkin allt fram að þess- um síðustu atburðum! Hvað er maðurinn þegar hann lætur ekkert yflr sér? Hins vegar má þó vel vera að þeir í Sovét hefðu orðið felmtri slegnir ef víkingur norðursins hefði komið stormandi á móti þeim með Natohattinn sinn á höfði og bareflið góða í hendi! Aðalheiður Jónsdóttir „Landsbergis sá fljótt aö íslendingar voru eina þjóðin sem léði máls á stjórn- málasambandi. Segja má að hann hafi stjórnað gerðum Jóns Baldvins..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.