Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1991, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1991, Qupperneq 24
32 .reer ífAiwap .er HUÐAaujíiVGFiM MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1991. Nauðungaruppboð Vegna vanefnda uppboöskaupanda verður fasteignin Engihjalli 9, 8. hæð C, þinglesin eign Nönnu Þorsteinsdóttur, boðin upp að nýju og seld á nauðungaruppboði sem fram fer á eigninni sjálfri föstudaginn 15. febrúar 1991 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru islandsbanki, Gjaldskil sf„ Ólafur Gústafsson hrl., Ásdis Rafnar hdl., Sigurmar Albertsson hrl., Landsbanki islands, Róbert Árni Hreiðarsson hdl. og Húsnæðisstofnun ríkisins. Bæjarfógetinn í Kópavogi Höfum opnað að nýju flísaverslun Nýborgar hf. að Skútuvogi 4. Vandaðar vörur á betra verði. Frá Spáni, Ítalíu og Þýskalandi. Fúgi og lím frá Kerakoll- verksmiðjunum á italíu. Leiðandi fyrir- tæki á sínu sviði. Leggjum áherslu á betra verð og gæði. Nýborg (%> Skútuvogi 4, sími 82470. FREEPORTKLUBBURINN Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 14. febrúar kl. 20.30 í Bústaðakirkju. • Gestur fundarins: Jónas Kristjánsson ritstjóri. Öllu áhugafólki er frjáls þátttaka. Stjórnin SKÁKKEPPNI STOFNANA OG FYRIRTÆKJA 1991 hefst í A-riðli mánudag 18. febrúar kl. 20.00 og í B-riðli miðvikudag 20. febrúar kl. 20.00. Teflt verður í Félagsheimili Taflfélagsins að Faxafeni 12. Keppt er í fjögurra manna sveitum og er öllum fyrirtækjum og stofnunum heimil þátttaka í mótinu. Nýjar keppnissveitir hefja þátttöku í B-rióli. Þátttöku í keppnina má tilkynna í síma Taflfélagsins á kvöldin kl. 20-22. Lokaskráning í A-rióli veröur sunnudag 17. febrúar kl. 14-17, en í B-riðli þriðju- dag 19. febrúar kl. 20-22. Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12, 108 Rvík Símar 83540 og 681690 ISH0KKIVÖRUR Skautar, kylfur, pekkir, hjálmar, grindur, hanskar, buxur, axlahlífar og legghlífar. Einnig mikið úrval af listskautum. Afar hagstætt verð Sendum í póstkröfu spörTI MARKAÐURINN SKEPHOLTI 50C, StMl 31290 Sviðsljós Ferðafólk á febrúarfagnaði Um síðustu helgi stóö Ferðaskrif- stofa Reykjayíkur fyrir febrúarfagn- aði á Hótel íslandi. Til fagnaðarins var öllum Benidormförum boðið, svo og öðrum viðskiptavinum og velunn- urum ferðaskrifstofunnar. Var gestum boðið upp á kokkteil og ýmis skemmtiatriði. Jóhannes Kristjánsson eftirherma lét gamm- inn geisa og dansarar frá Dansskóla Auðar Haralds sýndu dans. Að lok- um var dregið í ferðahappdrætti er efnt var til. Á meðfylgjandi myndum eru nokkrir þeirra er mættir voru á Hót- el ísland þetta kvöld. Jónatan Þórmundsson, íslaug Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri ferða- skrifstofunnar, Soffia Halldórsdóttir, Rebekka Friðgeirsdóttir, Eydis Einars- dóttir, Inga Andrésdóttir, Sigríður Jóhannsdóttir, sem allar starfa hjá Ferða- skrifstofu Reykjavíkur, og Jóhann Björnsson. Sigríður Kristófersdóttir, Benedikt Benediktsson, Guólaug Kristófersdóttir, Niels J. Hansson, Karl E. Loftsson og Valdís Ragnarsdóttir, öll farþegar hjá Ferðaskrifstofu Reykjavikur. Dýrt að tjá ást sína -hjá stjörmmum í Hollywood SyIvester Stallone stóðst ekki mátiö er hann sá Jennifer, þrátt fyrir fyrirheitin. Það er nóg að gerast í rómantíkinni í Hollywood um þessar mundir. Ný- lega festu tveir eftirsóttir karlmenn, Sylvester Stallone og Kiefer Suther- land, ráð sitt þar í þorg. Og heitmeyj- arriar þurftu sannarlega ekki aö kvarta því þáðar fengu þær dýrindis demantshringa í kaupbæti. Sylvester Stallone, sem er tvífrá- skilinn, var að yngja upp, en nýja unnustan, Jennifer Flavin, sem er 23 ára gömul, er 21 ári yngri en hann. Þau trúlofuðu sig í skíðaferð nýlega og gaf hann henni sjö og hálfrar milljónar króna demantshring. Aö vísu var Stallone búinn að heita því áð hætta öllu kvennastússi því síöari eiginkona hans, Birgitte Nielsen, hafði af honum dágóða fulgu við skilnaöinn. Það var síðan „stórkostleg stúlka" sem nældi í Kiefer Sutherland, eða öfugt. En Julia Roberts er fræg fyrir að hafa leikið í hinni geysivinsælu mynd, Stórkostleg stúlka. Viö trúlof- unina gaf hann henni rúmlega Storkostlega stúlkan sýnir hringinn dýrmæta frá Kiefer Sutherland. þriggja milljóna króna demants- hring. Sögur segja að þau séu yfir sig ástfangin en þau kynntust er þau voru að leika saman í myndinni Flatliners. Ólyginn sagði... Mark Stevens sem leikur Nick Page í sjónvarps- þáttunum Nágrannar, ætlaöi aö gera garðinn frægan á fleiri svið- um en leiklistarinnar og var rétt í þann veginn að gefa út plötu fyrir stuttu er hann var stoppað- ur af. Titillag plötunnar, Enskur og niöurbrotinn, þótti óviðeig- andi sökum kringumstæöna í heimsmálum. Þetta er ekkijýrsta lagið sem fær slíka útreið þessa dagana, BBC hefur sett mörg fræg lög á bannlista, einkum lög er á einhvern hátt tengjast stríðs- málum eða friöarmálum. T.d. er Waterloo með Abba bannað vegna þess að Bretar töpuðu orr- ustu er tengdist þeim stað og lag- iö Give Peace a Chance með Bítl- unum er einnig bannaö. Paloma Picasso sem er fræg fyrir að vera dóttir- frægasta málara allra tíma og framleiða samnefnt ilmvatn, er ákveöin í að eignast ekki börn. Hún og eiginmaður hennar, Rap- hael Lopez-Cambil, hafa ákveðið aö nota lífsorkuna í önnur verk- efni en barnauppeldi. Þau hjónin feröast mikiö og eyða allt að þriðj- ungi ársins á hótelum víös vegar um heiminn. Segja sögur að þau séu eins og sköpuð hvort fyrir annað. Að hún sé þessi skapandi og óskipulagði persónuleiki en hann sá sem tekur til og kemur reglu á hlutina. Sinead O'Connor snoðaða írska söngkonan, sem fræg er fyrir aö fara ekki troðnar slóðir, hefur látið í veðri vaka að hún vilji losna við frægðarljóm- ann. Hún vakti mikla hneykslan á síðasta ári í Bandaríkjunum er hún neitaði að bandaríski þjóð- söngurinn yröi leikinn fyrir tón- leika hennar. Hin 23 ára gamla söngkona sagði í viðtali nýlega að henni líkaði frægðin mjög illa. Þaö hefur reyndar verið augljóst frá upphafi ferils hennar því aö hún hefur atþakkaö flest verð- laun og viðurkenningar og gert lítið úr uppákomum er tengjast lífi fræga fólksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.