Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1991, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 1991.
9
Utlönd
Niðurstöður kosninganna á Grænlandi koma á óvart:
Miðflokkurinn
sigraði óvænt
- Jonathan Motzfeldt heldur að öllum líkindum velii
Andstætt öllum spán er Bjarne
Krautzman, fyrrum borgarstjóri í
Nuuk og stofnadi nýja Miðflokksins,
sigurvegari kosninganna á Græn-
landi. Þegar búið var að telja tvo
þriðju atkvæða var flokkur hans
kominn með 11,2% atkvæða og þrjú
þingsæti en spár bentu til að Bjarni
næði einn frambjóðenda flokksins
naumlega sæti á landsþinginu.
Miðflokkurinn var stofnaður með
stuttum fyrirvara nú í vetur. Að hon-
um standa einkum sveitarstjórnar-
menn, sem eru óánægðir með fram-
göngu Jonathans Motzfeldt og stjórn-
ar hans í efnahagsmálum. Þá gagn-
rýndu flokksmenn spilhngu ráða-
manna harðlega.
Þótt gagnrýni miðflokksmánna
beindist einkum að Siumut-flokkn-
um og Motzfeldt þá virðast þeir hafa
unnið mest fylgi af stjómarandstöðu-
flokknum Atassut. Sá flokkur hefur
tapað um 12% af fylgi sínu. Atassut-
menn berjast fyrir því að Grænlend-
ingar gangi á ný í Evrópubandalagið
en sú stefna hefur greinilega ekki
falhð Grænlendingum í geð. Flokk-
urinn tapaði þremur sætum á þingi
og hefur nú átta.
Siumut-flokkurinn tapar aðeins
2,1% sem þykir undraverður árang-
ur þegar haft er í huga að flokkurinn
hefur setið undir þungú ámæli fyrir
spihingu og sóun á opinberu fé.
Heimastjórn Motzfeldts hefur til
þessa notið stuðnings flokks Inuita
sem jók fylgið um 2,5% og vann eitt
þingsæti tU viðbótar við þau fjögur
sem flokkurinn hafði áður. Siumut
hélt sínum 11 þingsætum. Stjórnin
hefur því styrkt stöðu sína.
Á grænlenska landsþinginu eru 27
sæti og hefur stjórnin nú að baki sér
16 þeirra. í persónulegri keppni
Motzfeldt og Lars Emil Johansen
hafði sá síðarnefndi betur en Motz-
feldt sagði í morgun að það breytti
engu um stöðu sína því hann ætlaði
sér að leiða flokkinn áfram.
Ritzau
Fyrstu aukakosnlngar í embættistíð Johns Major:
íhaldsf lokkurinn í hættu
- þráttfyrirvinsældirleiðtogans
John Major er í Moskvu og ræðir við Mikhail Gorbatsjov meðan flokks-
félagar hans heima berjast fyrir fyrsta kosningasigrinum i embættistíð hans.
Símamynd Reuter
Skoðanakannanir sýna að John
Major forsætisráðherra og íhalds-
flokkur hans gætu lent í vanda þegar
aukakosningar verða haldnar í einu
af sterkustu vígum flokksins nú í
vikunni. Kosið verður um þingsæti
flokkins í Ribble Vahey í Norður-
Englandi.
Þetta eru fyrstu aukakosningamar
á Englandi frá því Major tók við
embætti í nóvember síðasta haust og
því er litið á þær sem prófstein á vin-
sældir forsætisráðherrans.
Skoðanakönnun, sem birt er í dag-
blaðinu Indipendent, sýnir að íhalds-
menn njóta stuðnings 45% kjósenda
en jafnaðarmenn eru með 34% fylgi.
Verkamannaflokkurinn stendur þar
nokkuð að baki hinum flokkunum
tveimur með 18%. Það sem veldur
íhaldsmönnum áhyggjum er að 10%
af stuðningsmönnum þeirra sögðust
helst vhja frambjóðanda jafnaðar-
manna og mundu kjósa hann ef hann
ætti möguleika á að ná kjöri.
Þá sýndi könnunin að fylgi íhalds-
flokksins er 16% minna en í síðustu
kosningum og hafa jafnaðarmenn
unnið það fylgi. í lokaslagnum fyrir
kosningarnar gætu þeir hæglega náð
að skjóta íhaldsmönnum ref fyrir
rass ef frambjóðanda jafnaðarmanna
tekst að sannfæra þá um að hann
eigi möguleika.
Skoðanakannanir á landsvísu sýna
að John Major er vinsælasti forsætis-
ráðherra Breta allt frá lokum síðari
heimsstyrjaldarinnar. Þar nýtur
hann framgöngu sinnar í Persaflóa-
stríðinu rétt eins og George Bush,
sem er vinsælasti forseti Bandaríkj-
anna frá stríðslokum.
Það vekur hins vegar athygh að
íhaldsflokkurinn er ekki jafnvinsæh
og leiðtogi hans. Skoðanakannanir
sýna að Ihaldsflokkurinn er aðeins
líthlega vinsæhi en Verkamanna-
flokkurinn. Svo virðist því sem John
Mjaor hafi á fyrstu 100 dögunum í
embætti tekist að treysta sig í sessi
en ekki flokk sinn.
Reuter
Sovétríkin:
Verkfall námumanna
breiðist út
Verkfall kolanámumanna í Sovét-
ríkjunum breiddist út í gær og er það
nú sagt ógna iðnaðinum í landinu.
Valentin Pavlov, forsætisráðherra
Sovétríkjanna, segir hins vegar kröf-
ur námumanna óréttmætar. Námu-
mennirnir fara fram á hærri laun og
betri skilyrði auk þess sem þeir kreíj-
ast afsagnar Gorbatsjovs Sovétfor-
seta.
Pavlov segir kröfur námumanna
um allt að 150 prósent engan veginn
samræmast minnkandi framleiðslu.
Frá áramótum hefur landsfram-
leiðsla minnkað um 5 prósent, að
sögn forsætisráðherrans.
Talsmenn verkalýðsfélaga í Kuz-
bass námuhéraðinu í vesturhluta
Síberíu sögðu í gær verkamenn í
fimm námum hafa lagt niður störf
um óákveðinn tíma í kjölfar sólar-
hrings verkfalls á mánudaginn. Tass
fréttastofan sovéska sagði talsmenn
námumanna hafa vísað á bug fuh-
yrðingum verkalýðsleiðtoganna og
sagt að vinna lægi aðeins að hluta til
niðri í einni námu.
Verkfall er enn sagt vera í Donbass
námuhéraðinu í Ukraínu. Námu-
verkamenn í Vorkuta og Inta í Síber-
íu hafa tekið undir kröfur námu-
manna í Donbass og sagst leggja nið-
ur störf ef yfirvöld hafa ekki hafið
samningaviðræður á morgun.
Reuter
VIÐHALD FASTEIGNA
Tökum að okkur hvers konar viðhald og breytingar
fasteigna, hvort sem þarf að láta skipta um járn á
þaki, endurnegla þakið, skipta um gler, glugga eða
gera aðrar endurbætur.
Smíðum einnig sólstofur eftir máli.
G. Daníelsson, s. 985-27512
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Magnúsar H. Magnússonar hdl. og Elvars
Ö. Unnsteinssonar hdl., bústjóra í þrotabúi Steintaks
hf., fer fram opinbert uppboð á byggingarkrana, teg.
Potain, tal. árgerð 1971, fimmtudaginn 7. mars nk.
kl. 14.00. Kraninn er staðsettur að Klapparstíg 1.
Greiðsla við hamarshögg.
Uppboðshaldarinn í Reykjavík
VETRARTILBOÐ
HAFIÐ SAMBAND Í SÍMA
91-61-44-00
BiLALEIGA ARNARFLUGS
HtFGoodrich
Amerísk
jeppadekk
og felgur
á ótrúlegu verðí
AIl-Terrain 30"..Kr. 9.220 stgr.
All-Terrain 31".Kr. 10.590 stgr.
AII-Terrain 32".Kr. 11.390 stgr.
AIl-Terrain 33".Kr. 11.930 stgr.
AII-Terrain 35".Kr. 13.950 stgr.
Felga, hvit 15X7....Kr. 3.300 stgr.
Felga, hvit 15X10 ..Kr. 4.490 stgr.
Visa - Euro
Greiðslukjör
allt að 12 mánuðum
Vagnhöfða 23, sími 685825
Þar sem allt fæst í jeppann