Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1991, Page 14
14
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 1991.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
Skattaparadís ráðherra
Fjármálaráðherra og sumir aðrir ráðherrar lýsa ís-
landi sem skattaparadís. Við borgum svo lítið í skatta,
ef marka má þessa menn. Af því leiðir, að við gætum
víst greitt miklu meira i skatta og glatt landsfeðurna.
Þeir fengju meira til að skipta milh gæðinga sinna, sem
yrðu enn betur fóðraðir. Þrýstihóparnir hlytu fleiri
dúsur, hirtu meira af skotsilfri okkar. En greiðum við
í raun minni skatta en aðrir?
Fjármálaráðherra beitir hörðum áróðri til að láta líta
svo út, að íslendingar sleppi of vel. Ráðuneyti hans leit-
aði síðastliðið haust til sérfræðinga Efnahags- og fram-
farastofnunarinnar OECD máli sínu til stuðnings. Settar
voru fram töflur og listar um skatthlutfall í OECD-
ríkjunum, þar sem skatttekjur hins opinbera voru
reiknaðar sem hlutfall af framleiðslu í löndunum og
gerður samanburður milli landa. Nú nálgast kosningar
mjög, og því ítrekaði íjármálaráðherra þessar „niður-
stöður“ með ráðstefnu fyrir skömmu. Það gafst vel:
RíkisQölmiðlarnir trúðu þessu eins og nýju neti. Sýnt
skyldi fram á, að við værum meðal þeirra OECD-ríkja,
sem greiddu minnst í skatta. En þessar niðurstöður eru
rangar. Því veldur fyrst og fremst, að samanburðurinn
er ákaflega gallaður. Lífeyrissjóðirnir hér eru til dæmis
ekki hluti af hinu opinbera. En iðgjöld þeirra eru bund-
in í lög og endurgreiðslur úr þeim ekki nema að litlu
leyti tengdar iðgjaldagreiðslunum. Taka verður tillit til
þess konar atriða, þegar gerður er samanburður milli
landa. Sé svo gert í þessu tilviki, færist ísland upp á
skattalistanum. Mismunandi aðstæður og tilhögun við
íjármögnun tryggingabóta gildir í hinum ýmsu ríkjum.
Séu iðgjöld, sem eru eyrnamerkt almannatryggingum,
dregin frá skatttekjunum í hinum ýmsu ríkjum, teldist
ísland vera með áttundu hæstu skatttekjurnar að frá-
dregnum iðgjöldum til almannatrygginga og einu og
hálfu prósentustigi yfir meðaltalið í OECD. Þetta sýnir
glöggt, að samanburðurinn, sem fjármálaráðuneytið
beitir í áróðri, er villandi. En taka þarf tillit til miklu
fleiri þátta.
Bent hefur verið á, að sumar ástæður þess, að fá má
út tiltölulega lágt skatthlutfall fyrir ísland og lægra en
réttmætt getur talizt, eru minni útgjöld til trygginga-
bóta hér á landi en í öðrum löndum, sem stafar af því,
að lífeyrissjóðirnir standa utan við ríkið, ríkið tekur
hverfandi þátt í kostnaði vegna veikinda og slysa, at-
vinnuleysi er lítið og tiltölulega fáir aldraðir miðað við
önnur ríki. Hér er heldur ekki her.
Aldraðir sem hlutfall af manníjölda á vinnualdri eru
hvergi færri í Evrópuríkjum OECD en hér á landi. Þetta
hlutfall er um 16 prósent hér en um 20 prósent að meðal-
tali í Efnahags- og framfarastofnuninni. Sums staðar
er þetta hlutfall miklu hærra, til dæmis 27 prósent í
Svíþjóð, 25 prósent í Noregi og 23 prósent í Danmörku.
Þetta hlutfall mun fara hækkandi hér á landi, einkum
upp úr aldamótum, sem kallar á aukna þjónustu við
aldraða, vaxandi útgjöld til almannatrygginga og heil-
brigðismála.
Landsmenn standa á fullum rétti, þegar þeir halda
því fram, að skattar hér séu of þungir en ekki of léttir.
Kaupmætti launa er hér þannig komið, samanborið við
grannríkin, að við þolum ekki hærri skatta, hvað svo
sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra segja. Tölur,
sem eiga að útskýra, að skattar séu of lágir, eru ein-
faldlega rangar.
Haukur Helgason
Sjálfstæöisflokkurinn veitti forstöðu rikisstjórninni sem var mynduð eftir kosningarnar 1987.“
Feysknir
innviðir
Sjálfstæðisílokkurinn hefur siglt
lygnan sjó undanfarin misseri.
Þrátt fyrir óvenju átakalitla stjórn-
arandstöðu hefur sópast að honum
fylgi. Þorsteinn Pálsson hafði brú-
að gjána sem myndaðist í ham-
fórunum 1987, og allt benti til að í
vor tækist honum að leiða flokkinn
til drjúgra landvinninga. En einna
mikilvægast fyrir flokkinn var þó
að svo virtist sem hann hefði þveg-
iö af sér þann blæ opinbers ágrein-
ings og djúpstæðs sundurlyndis
sem hefur einkennt hann allar göt-
ur síðan við stjórnarmyndunina
1980 og kristallaðist raunar í form-
legum klofningi 1987.
Öll rök hnigu að því að í kjölfar
kosninga kynni því sigursæll Sjálf-
stæðisflokkur að veita forstöðu
nýrri ríkisstjórn.
Ný átök
En í einu vetfangi er þessum Pót-
emkíntjöldum svipt sundur. Hið
fyrirvaralausa framboð borgar-
stjórans í Reykjavík gegn formanni
Sjálfstæðisflokksins sýnir, svo ekki
verður um villst, að ekkert hefur
breyst. Hin hatrömmu átök æsku-
vinanna af Selfossi staðfesta með
átakanlegum hætti að flokkurinn
er enn í helgreipum innri átaka.
Glæsimyndin, sem búið var að selja
af Sjálfstæðisflokknum sem hinum
samstæða, sterka flokki, sem loks
bjó yfir þeirri innri samstööu sem
þarf til að mynda og stýra ríkis-
stjórnum - hún er bara plat.
Líkt og á dögum hins drenglynda
sómamanns, Geirs Hallgrímsson-
ar, þá er enn uppi sú staöa að for-
ystan getur ekki treyst flokknum
til stuðnings og getur bersýnilega
átt von á aö burðarásar komi í bak-
ið á henni þegar engan varir.
Klúðriö 1988
Sjálfstæðisflokkurinn veitti for-
stöðu ríkisstjórninni sem var
mynduö eftir kosningarnar 1987.
En flokkurinn var þá nánast lam-
aður innbyrðis vegna deilna sem
sköpuðust í kjölfar klofningsins
1987 þegar Þorsteinn Pálsson með
stuðningi borgarstjórans klauf Al-
bert Guðmundsson og heri hans frá
Sjálfstæðisflokknum.
Fyrir vikið var starfsgeta þeirrar
ríkisstjórnar nær engin. Henni
tókst að klúðra gullkistu þjóðar-
innar, sjávarútveginum, með þeim
hætti að foystumenn greinarinnar
lýstu yfir að fiskvinnsla legðist af
á stórum svæðum yrði ekki gripið
til örþrifaráða. Innbyröis deilur í
Sjálfstæðisflokknum geröu að
Kjállariim
Össur Skarphéðinsson
skipar 3. sætið á lista
Alþýðuflokksins í Reykjavík.
verkum að forsætisráðherra og for-
maður flokksins, Þorsteinn Páls-
son, komst ekki til verka vegna
átakanlegs skorts á stuðningi frá
félögum sínum.
Allir þekkja eftirleikinn. Ríkis-
stjórnin sprakk, og ein af ástæðun-
um voru innbyrðis flokkadrættir í
röðum sjálfstæðismanna og skort-
ur á samstöðu frá samheijum Þor-
steins, ekki síst þeirra sem réðu
Reykjavík. Flokkurinn var fórnar-
lamb eigin sundurlyndis.
Átök valda stefnuleysi
Afleiðingar langvarandi sundur-
lyndis í Sjálfstæðisflokknum sjást
víðar. Vegna þess hefur flokkurinn
til dæmis reynst ófær um að mynda
stefnu í mikilvægustu atvinnu-
greinum þjóðarinnar, landbúnaði
og sjávarútvegi.
Ólíkir hagsmunahópar takast á
um þessi mál, og hingað til hafa
talsmenn úreltra viðhorfa miðstýr-
ingar og ríkisforsjár í bæði land-
búnaði og sjávarútvegi haft undir-
tökin. Sundurlyndið milh þessara
hópa er svo mikið að enn hefur
ekki tekist aö sætta sjónarmið og
marka heilbrigða stefnu í málinu.
Margt bendir til að næsta ríkis-
stjórn verði mynduð á grundvelli
róttækrar uppstokkunar á þessum
málaflokkum - en hvar verður
Sjálfstæðisflokkurinn þá?
Þjóðarsáttin
Dæmin um hvernig sundurlynd-
ið dregur úr starfsgetu Sjálfstæðis-
flokksins eru mörg. Eitt hið nýjasta
er frá deilunum sem spunnust í
desember um þjóðarsáttina og
bráðabirgðalögin.
Formaður flokksins, borgarstjór-
inn í Reykjavík ásamt formanni
þingflokksins (Ólafi G. Einarssyni
af Reykjanesi) staðhæfðu þá í fjöl-
miðlum að allir þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins myndu standa að
því að fella frumvarp ríkisstjómar-
innar um bráðabirgðalög á BHMR.
Formaður þingflokksins kvað þetta
niðurstöðu fundar í þingflokknum.
En hvað gerðist?
Sundurlyndiö var svo mikið í
flokknum að þegar í ljós kom að
mikil andstaða var meðal þjóðar-
innar gegn þessari ákvörðun, þá
ákváöu margir þingmanna flokks-
ins að snúast gegn fyrri ákvörðun
þingflokksins og þar með gegn for-
ystunni.
Á einni nóttu sópaöi þetta 7-10%
af fylgi flokksins, forystan varð sér
til minnkunar, og enn á ný var fræ-
kornum sundurlyndisins sáð í fijó-
an jarðveg.
Eftirleikur orustunnar
Hvort sem Þorsteinn eða Davíð
standa að loknum hildarleik for-
mannskjörsins yfir höfuðsvörðum
hins, þá er eitt ljóst: Sjálfstæðis-
flokkurinn mun ekki standa heill
að baki foringja sínum að kjörinu.
Flokkurinn verður skiptur, sár-
ari en um langa hríð og lítt fær til
þeirrar vinnu sem þátttaka - hvað
þá forysta - um ríkisstjórn krefst.
Þetta skiptir verulegu máli fyrir
eftirleik kosninganna. Saga síðustu
ára sannar nefnilega ótvírætt að
innbyrðis veikur Sjálfstæðisflokk-
ur er tæpast fær um þátttöku í rík-
isstjórn. össur Skarphéðinsson
„Glæsimyndin, sem búið var að selja
af Sjálfstæðisflokknum sem hinum
samstæða, sterka flokki, sem loks bjó
yfir þeirri innri samstöðu sem þarf til
að mynda og stýra ríkisstjórnum - hún
er bara plat.“