Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 14. MARS 1991. Utlönd Pravda sér eftir Austur-Evrópu í Prövdu, málgagni sovéska kommúnistaflokkins, segir aö stjómin í Kreml hafl snuið baki við samherjum sínum í Austur-Evrópu án þess að nokkur sérstök þörf væri á því. í blaðinu segir að stefnan í málefhum Austur-Evrópu hafl valdið hernum miklum vandræðum og auk þess ýtt undir óróa meðal almennings hehna. Þá sagði í Prövdu að ekki kæmi til greina að nágrannaríkin taki upp stefhu sem er fjandsamíeg Sovétrikjunum og varaði ríkisstjórnir í fyrrum bandalagsríkjum við að hugleiða inngöngu í Nato. „Þróun mála í Austur- Evrópu hefur haft mjög slæm áhrif á sovéskt þjóðlíf og leitt tfl árása á Kommúnistaflokkinn,“ sagði í blaðinu. Sérstaklega var tekið fram að aðeins væri verið að lýsa niðurstöum sem hugmyndafræðingar flokksins heíöu komist að á fundi í janúar. Undanfamar vikur hefur tónninn í skrifum Prövdu verið mjög harður og þaö harmaö leynt og ljóst að Sovétmenn sátu hlutlausir hjá þegar þjóð- ir Austur-Evrópu höfnuðu kommúnistastjómunum í löndum sinum. FJöldaárekstur kostaði 10 Ivf ið Bílarnir lentu allir i einni hrúgu og brunnu siðan til kafdra kola. Símamynd Reuter Nú er talið að tíu menn hafl látið lífiö og 25 slasast í einu af verstu umferðarslysum á Bretlandseyjum. Alls lentu 45 bilar í árekstrinum og miklir eldar kviknuðu þegar kviknaði í bensini frá bílunum. Slökkviliðs- menn fundu einníg gashylki en ekki er talið að rekja megi eldana til þeirra. Lögreglan sagði að aðkoman hefði verið ægileg. í fyrstu var taliö að tólf menn hefðu látist en i gærkvöldi sagði lögregl- an að hinir látnu væru aðeins tíu. Hitinn varð það mikill að malbikið bráðnaði á veginum og málmurinn i vélum bílanna lak til. Lögreglan segir að orsök slyssins sé að ökumenn hafi ekið of hratt i slæmu skyggní en mikil þoka var á veginum. Unglingar deyjaflestir af skotsárum Louis Sullivan, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, segir að nú sé svo komið að þar í landi falli fleirí unglingar fyrir hendi morðingja en deyi af eðlilegum orsökum. Algengast er að unglingunum sé ráðinn bani með skotvopnum. Þá kom fram að ellefu sinnum meiri líkur eru á að ungir blökkumenn látist af völdum skotsára en hvítir jafnaldrar þeirra. Heil- brigðisráðherrann sagði að flestir blökkumennirnir féllu fyrir hendi ann- arra blökkumanna. George Bush Bandaríkjaforseti hefur einnig gert tíðni morða að umtals- efni. Hann sagði í ræðu nú í vikunni að morð í Bandaríkjunum væru orðin svo tíð að það jafnaðist á við mannfall í styrjöldum. Hann benti á að fyrstu þrjá dagana sera landhernaður stóð í írak og Kúvæt hafi fleiri verið rnyriir í sumum bandarískum borgum en féllu í bardögunum. Waltraud Wagner leidd i réttarsalinn. Hún er grunuð um að hafa myrt 39 aldraða sjúklinga. Símamynd Reuter Réttarhöld eru hafin í Vínarborg yfir fjórum hjúkrunarkonum, sem ákærðar eru fyrir aö hafa myrt 42 sjúklinga á elliheimili í Austurríki á síðasta ári. Höfuösakborningurinn er kona aö naftú Waltraud Wagner enhún á að hafa ráðið 39 sjúklíngum bana. Starfssystur hennar eru grun- aðar um eitt morð hver. Mál þetta hefur vakiö mikinn óhug í Austurríki. Hjukrunarkonumar segja að um líknarmorð hafi verið að ræða og að þær hafi fyrst og fremst hugsað um að lina þjáningar dauðvona fólks. Köttur setur heimsmet í frjálsu falli Högninn Barbara í Hong Kong hefur slegið tíu ára gamalt heimsmet katta í frjáisu falli. Hann hrasaði á gluggakistu í íbúð í háhýsi og féll 100 metra niöur á kalt tinþak yfir anddyri byggingarinnar. Barbara slapp meö skrámur og er nú við bestu heilsu. Fyrra met átt köttur frá Portland í Oregon í Bandaríkjunum. Árið 1981 féll hann 62,3 metra niöur af brú og liföi. Þess ber aö geta að nafn högnans er Barbara vegna þess að allir héldu að hann væri læða þegar hann var kettlíngur. Eigandi Barböru segir að hann sé kolbrjálaður að eðilsfari. Hcuter Viðræður um varanlegan frið 1 Mið-Austurlöndum: Engin merki um að lausn f innist - þrátt fyrir langar viðræður Bakers við alla aðila Ekkert hefur enn komið fram sem bendir til að arabar og ísraelsmenn ætli að semja um ágreiningsmál sín þrátt fyrir að allir aðilar hafi lýst yfir vilja sínum til að koma á varan- legum friði. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur síðustu daga ferðast milli staða í Mið-Austurlönd- um og rætt við ráðamenn. í gær átti hann langan fund með Assad Sýr- landsforseta í Damaskus. Þeir stóðu ekki upp frá borðum fyrr en eftir sjö klukkustundir. Engar fréttir hafa þó borist af því að nokkuð hafi miðað í viðræðunum í átt að lausn á deilu- málunum. Sýrlendingar hafa lengi verið fremstir í flokki andstæðinga ísraela en eru nú í góðri vináttu við Banda- ríkjamenn eftir Persaflóastríðið. Eft- ir fundinn sögðu talsmenn beggja aðila að viðræðurnar hefðu verið gagnlegar og af hálfu Assads var sagt að hann gerði sér vonir um „réttlátan og varanlegan frið“. Allt frá því að Baker lagði upp í för sína um Mið-Austurlönd hefur hann verið mjög varkár í yfirlýsingum og aðeins lýst markmiðum Bandaríkja- manna í almennum orðum. Hann hefur rætt við ráðherra í stjórn ísra- els og einnig við fulltrúa Frelsissam- taka Palestínu, PLO. í gær var frá því sagt að Yasser Arafat, leiðtogi PLO, hefði í hyggju að leggja fram tillögur um frið og sættir við ísrael. Arafat hefur nú neitað þessu og er engra tillagna að vænta þaðan í bráð. Vitað er að Sýrlendingar vilja að stjórn Bandaríkjanna taki harðari afstöðu gegn ísrael en áður. Þeir leggja mikla áherslu á að haldin verði friðarráðstefna um málefni Mið-Austurlanda og aö ekki komi annað til greina en að ísraelsmenn fari eftir ályktunum Sameinuðu þjóöanna um málefni Palestínu- manna. ísraelsmenn hafa ekki ljáð James Baker, utanríkisraðherra Bandarikjanna, gaf sér tíma til að skoða gamlar byggingar í Damaskus. forseta. máls á því. Þrátt fyrir að enginn sýnilegur ár- angur hafi enn orðið af friðarför Bakers þá eru alhr aðilar sammála um aö halda viðræðunum áfram. Stjórn ísraels hefur verið mildari í sat þó lengi dags á fundi með Assad Símamynd Reuter afstöðunni til Palestínumanna en oft- ast áður en Yitzhak Shamir forsætis- ráðherra segir jafnframt að Sýrlend- ingar hafi ekki áhuga á að gefa eftir. Reuter Harðir berdagar í írak: Bush sendir Saddam viðvörum George Bush Bandaríkjaforseti hefur varaö stjórnina í Bagdad við að nota fullkomin hertól gegn upp- reisnarmönnum í landinu. Sagði Bush að slíkt mætti skoða sem brot á vopnahléinu í Persaflóastríðinu og hótaði að bandamenn létu til skarar skríða á ný. í allan gærdag stóðu yfir víðtæk mótmæh í Bagdad gegn stjórn Sadd- ams Hussein. Óstaðfestar fréttir eru um að fólk hafi látið lífið í átökunum. Þær koma frá opinberu fréttastof- unni í íran og er ekki vitað hve mik- ið mannfallið er. Nú hefur einnig verið sagt frá átök- unum í útvarpinu í Bagdad. Til þessa hefur andstaða við Saddam ekki ver- ið nefnd á nafn en þess í stað fluttar fréttir um hve góð tök stjórnin hafi á stjórn landsins. Uppreisnin í öðrum landshlutum heldur einnig áfram af fullum krafti þótt uppreisnarmenn eigi mjög í vök að verjast fyrir hersveitum stjórnar- innar í Bagdad. Enn er barist í Basra í suðri og einnig á landsvæðum kúrda í norðri. Herinn verður því að berjast á tveimur vígstöðvum og nú bætast óeirðir í höfuðborginni við. Kúrdar segjast hafa þrjár borgir á valdi sínu og uppreisnarmenn í suðri segjast hafa náð tveimur helgum borgum aftur á sitt vald. Reuter Ferjuárekstur á Eystrasalti Tvö skip, danska ferjan Dronning Margrethe og finnska flutningaskip- ið Bore Britannica, rákust saman í nótt á Eystrasalti. í morgun var til- kynnt um eld í Dronning Margrethe. Samkvæmt dönsku lögreglunni féll einn skipverji fyrir borð er árekstur- inn varð. Snemma í morgun var hann enn ófundinn og er óttast að hann hafi drukknað. Fjörutíu og íjór- ir voru um borð í Dronning Margret- he, þar af fjórtán farþegar. Þeim var öllum hjálpað um borð í aðra ferju. Engar skemmdir uröu á Bore Bri- tannica sem gat haldið áfram ferð sinni til Kiel í Þýskalandi. Ekki er vitað um orsakir áreksturs- ins sem varð miðja vegu milli Rödby ogPuttgarden. Ritzau Ferjuáreksturinn varð miðja vegu milli Rödby og Puttgarden.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.