Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 14. MARS 1991. Spumingin Hvað sástu síðast í bíó? Herdís Hermannsdóttir húsmóðir: Ryö, hún var ágæt og ágætlega leikin. Harpa Halldórsdóttir nemi og Heiðar Ingi: Uns sekt er sönnuö, mjög góð mynd og spennandi en heldur ógeðs- leg á köflum. Karlína Hólm hjúkrunarfræðingur: Dansað við úlfa. Ég varö ekki fyrir vonbrigðum, hún var mjög góð. Álfgeir Kristjánsson nemi: Hættuleg tegund, óhugguleg mynd, en ég mæli með henni. Guðjón Guðjónsson nemi: Passað upp á starfið. Hún var alveg pott- þétt, rosalega fyndin. Guðlaugur Guðlaugsson nemi: Dreptu mig aftur, hún var ömurleg, langdregin og leiðinleg. Lesendur Erum við menn lítilla sæva og sanda? Ólafur Ólafsson landlæknir skrifar: ísland 'er eitt af auðugustu lönd- um heims og sá auður er að mestu til orðinn vegna mikils fiskifangs. Menn sækja sjóinn fast, enda erum við 15.-16. í röð þjóða heims hvað varðar aflamagn. - Harðri sókn fylgir mikil slysatíðni eins og sjá má af mynd er hér fylgir. Fiskiflotinn er vel búinn en við erum eftirbátar nágrannaþjóða í björgunarmálum, sem þö byggja ekki allt efnahagslegt sjálfstæði á fiskifangi eins og við. Þyrla Land- helgisgæslunnar hefur reynst vel og eiga flugmenn okkar miklar þakkir skildar, því þeir verða oft að fljúga þegar næsta ófært er til flugs. Verra er að þyrlan stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru til flug- fara sem fljúga við eðlileg skilyrði. Þyrluna skortir afísingartæki og hefur það orðið bani góðra flug- manna. í ofanálag er þyrlan ekki af heppilegri stærð, og hefur það valdið miklum erfiðleikum, og við stórslysi hefur legið. Nú liggur fyrir Alþingi ósk um fjáröflun til kaupa á stærri þyrlu, sem búin er viðunanlegum tækj- um. - Ég treysti því alþingismönn- um okkar til að leysa þann vanda. „Harðri sókn fylgir mikil slysatíðni..segir landlæknir m.a. í bréfi sinu. Kusk á hvítum f libba Hringið í síma 27022 milli kl. 14 og 16 eða skrifið Jóhann Guðmundsson skrifar: Hún skar í hjartað fréttin á Stöð 2 mánud. 11. mars sl. - Nýkjörinn for- maöur Sjálfstæðisflokksins gekk á vit spákonu frammi fyrir alþjóð. Þetta var maðurinn sem veitt var traust daginn áður til þess að leiða stærsta stjórnmálaflokk landsins. - Yfirlýsing hans um fyrri ferðir til spákonu gáfu ekki til kynna, að hann hefði sótt gull í greipar hennar. Er það mögulegt. að Davíð fari i framtíð- inni með kaffibollann sinn til spá- kvenna, ef hann er ekki viss um hvemig halda skuh á málum? Er þetta nýi stíllinn, sem koma skal - breyttar áherslur, meiri harka? - Guö forði íslenskri þjóð frá slíkum forsætisráðherra. Það var gleði í hjarta þegar kosn- ingum um formannsefni Sjálfstæðis- flokksins var lokið, án þess að sjáan- legur klofningur kæmi upp. En er víst að Davíð hefði verið kosinn, ef hann hefði lýst því yfir áður en kosn- ing hófst, að Lóa spákona yrði heim- sótt næsta dag? Það eru fleiri en ég sem reiða sig ekki á þannig stjórn- visku. Enginn alvarlega hugsandi maður fremur slíkan gjöming, og leggur sig niður viö að gefa til kynna að Lóa spákona stjórni landinu í gegnum væntanlegan forsætisráð- herra. Hefðum við heyrt Davíö biðja um blessun Drottins, í stað þess að leita til Lóu, hefði reisn hans verið mikil og framtíð björt. - Upphaf fyrsta Davíðssálms í heilagri ritningu er á þessa leið: Sæll er sá maður, er eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur á vegi syndaranna og eigi situr í hópi þeirra, er hafa Guð að háði heldur hefur yndi af lögmáh Drottins og hugleiðir lögmál hans dag og nótt. Hann er sem tré, gróðursett hjá renn- andi lækjum, er ber ávöxt sinn á réttum tíma, og blöð þess visna ekki. Allt er hann gjörir lánast honum. Ég leyfi mér að benda Davíð á 3. Mósebók 19. k. 31.v. Kjarkmaður á Alþingi Lúðvíg Eggertsson skrifar: Mörgum finnst lognmolla hafa færst yfir Alþingi. Gömlu sjálfstæöis- og landhelgishetjurnar em horfnar af þingi. Flokkunum hefur fjölgað, og átök þeirra í mhli hafa minnkað. Enginn flokkanna hefur tekið af- stöðu til þeirra grunvallarmála, sem móta munu framtíð íslands, t.d. til EB út á við, og th vaxtaokursins inn á.við. Allir flokkamir eru klofnir í þess- um málum. Kjósendur vita því ekki hvernig þeir eiga að framfylgja sann- færingu sinni við kjörborðið í vor. Einn maður á Alþingi sker sig úr sauðunum, sem fylgja engri stefnu. Sá er Eggert Haukdal. Hann hefur, í að minnsta kosti þrjú ár, lagt fram frumvarp um afnám lánskjaravísi- tölu, sem núverandi stjórnarflokkar lofuðu reyndar í upphafi ferlis síns að framkvæma. Það loforð á nú að svíkja. Fram- undan er áframhaldandi vaxtaokur, íjöldagjaldþrot, uppboð íbúða í þús- undatali, sala eigna th útlendinga'og landflótti íslendinga. - Erfiðasti mað- Eggert Haukdal alþm. - „... sker sig segir bréfritari m.a. urinn á Alþingi er viðskiptaráðherr- ann, sem stefnir á sjálfan sig og sína framtíð. Ef honum tekst að koma í veg fyrir afnám lánskjaravísitölu, munu laun- úr sauðunum, sem fylgja engri stefnu,“ þegasamtökin heimta kaupgjalds- vísitölu og aðrar stéttir sína vísitölu. Þá fáum viö hina margþráðu verð- bólgu, sem peningamenn og verð- bréfabraskarar græða á. Lagmeti áhaugana? Hjálmar skrifar: Það hefur verið talað um erf- iðleika hjá verksmiðjunni K. Jónsson á Akureyri vegna tregðu Sovétmanna á að kaupa síld og gaffalbita af verksmiðjunni. I sömu andrá hefur veriö bollalagt hvað hægt sé að gera við afurð- ina, og kemur þá ekkert annað i huga forráöamanna en að henda þeim á haugana eða eyöa þeim á annan hátt. - Þetta tel ég vera svo ósvifiö að engu tali tekur. Getum viö íslendingar aldrei Mtið á neitt mál hehbrigðum aug- um? Hvemig dettur nokkru fyrir- tæki eða stjómendum þess í hug að henda matvælum sem annars hefðu veriö seld th útlanda? Má ekki gefa þetta þurfandi fjöl- skyldum, eða selja það við vægu verði? - Væri ekki betra aö fá eitt- hvað fyrir en ekkert? Viljum gera margt,..! Stefán Sigurðsson hringdi: í gærkvöldi (11,3.) var viðtal viö ungan mann í sjónvarpi, held hann hafi verið titlaður fram- kvæmdastjóri einhverrra Heima- stjórnarsamtaka sem ætla að bjóða fram við næstu alþingis- kosningar. Hann var all boru- brattur og og sagðist m.a. ekki vilja álver og ekki útlendinga sem iæra að framkvæma eitthvað hér eða að stjórna okkur. - Þetta hef- ur líklega verið rödd framtiðar- innar á Islandi sem þama talaði. En þegar hann var spurður hvað hann vildi helst sjá fram- kvæmt hér og hans samtök vildu stuöla að, varð fátt um svör, en sagði þó: „Við vhjum gera margt...“ En það kom raunar ekkert raunhæft upp úr mínum manni eftir þetta. - Já, líklegast ffamtíðarrödd íslands þetta! Búnaðarmál,upp- lagtdeilumál Sigþór Sigurðsson skrifar: Nú hefur verið skrifað undir búvörusamning til fimm ára. Og kratar hafa látið það ganga yfir sig. Viö hverju bjuggust menn? Þótt formaður Alþýðuflokksíns segi að þetta sé nokkurs konar plat, og að engu hafandi fyrr en Alþingi sé búið að samþykkja hann, er undirritun afstaðin og við vitum að hún þýðir sam- komulag á þingi síðar meir. - Enginn, hvorki kratar né aðrir breyta þvi. Það er nú komið aö þingslitum og mörgum þingmanninum mun þykja gott að eiga eifthvað eftir th að þjarka ura á næst þingi, enda er þetta upplagt mál til að rífast um. Það er nefnilega aht eins líklegt að á næsta þingi verði viðhorf núverandi stjórnarflokka annaö en í dag, ef þeir verða þá kosnir. Stefnt í versnandi dagskrá Aðalstöðvar E.S. skrifar: Eftir að Aðalstöðin hóf starf- semi. fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári, mátti heyra þar bandariska kántrítónlíst eins og hún gerist best, bæðí voru þættir þar sem ný kántrílög voru leikin og einnig var mikið af leikinni tónlist frá árunum 1959-1967. - Það besta úr kántríinu. Þá var einnig uppistaða tónlist- ar bandarisk tónlist frá árunum 1956-63. íslensk tónlist heyröist varla. Var enda í lagi að hafa eina stöð með ameriska gæðatónlist, sem heyrist ekki annars staðar hér á landi. Nú hefur dagskráin gjörbreyst og virðist hún vera komin í samkeppni við RÚV. Sama væhð á báðum stöðvum. Það gengur ekki að hrekja hlust- endur svona frá með stefnulausu leiðinda prógrammi og lagavali.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.