Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 14. MARS 1991. 25 hér aðþrengdur af tveimur Stjörnumönnum, sg Sigurði Bjarnasyni. DV-mynd Brynjar Gauti lingum [ilanogRoma • Marco van Basten tryggði Hollend- ingum nauman sigur á Möltubúum með marki út vitaspyrnu. íþróttir Toppslagur 1. deildar að verða einvígi Vals og Víkings: Valsmenn sigla þöndum seglum - mikil spenna þegar Valur tryggði sér mikilvægan sigur yfir Stjömunni, 20-24 Hraði, Kraftur og mikil spenna ein- kenndu leik Vals og Stjörnunnar er liðin mættust í úrslitakeppni 1. deild- ar í Garðabæ í gærkvöldi. Valsmenn sigruðu, 20-24. Leikur liðanna var vel leikinn og bauð upp á allt það besta í íslenskum handknattleik. Er skammt var til leiksloka var staðan jöfn, 20-20. Einar Þorvarðarson, markvörður Vals, lokaði markinu og lagði grunninn að sætum sigri. Það var jafnræði meö liðunum í fyrri hálíleik og staðan í leikhléi, 12-12. í síðari hálfleik náðu Garð- bæingar yfirhöndinni, 16-13, en Vals- menn voru ekki af baki dottnir og af miklu harðfylgi náðu þeir að jafna, 16-16. Síðan var jafnt á ölium tölum þar til staðan var 20-20, sem fyrr sagöi. Stjörnumenn léku vel gegn Val en ekkert lið leikur betur en and- stæðingurinn leyfir. Leikmenn Vals sýndu og sönnuðu að ekkert íslenskt lið stenst þeim snúning þegar þeir leika eins og þeir gerðu í gærkvöldi. Góður leikur Stjörnumanna þrátt fyrir ósigur Stjörnumenn léku 6/0 vörn gegn Val og varð vel ágengt. Leikmenn börð- ust eins og þeir ættu lífið að leysa og lögðu sig alla fram en andstæðing- urinn var einfaldlega of sterkur. Sóknarleikur liðsins var agaður allt þar til fimm mínútur voru til leiks- loka. Ótímabær skot og taugaveiklun gerðu vonir Stjörnumanna að engu. Sigurður Bjarnason lék vel en óagað- ur leikur hans í lokin varð liðinu dýrkeyptur. Axel Björnson var besti leikmaður liðs síns og hefur vart leikið betur fyrir lið sitt. Valsmenn verða vart stöðvaðir Valsmenn sigla þöndum seglum að íslandsmeistaratitli og verða vart stöðvaðir. Sterkur varnarleikur ásamt frábærri markvörslu lagði grunninn að sigri Vals. Baráttuþrek leikmanna var í hámarki og liðið geislaði af leikgleði. Sóknarleikur liðsins hikstaði á köflum en frábær- lega útfærð hraðaupphlaup bættu hann upp. Liðið leikur einfaldan en árangursríkan handknattleik þar sem hver einstaklingur hefur hlut- verk. Hornamenn liðsins eru burðar- ásar í sóknarleiknum og án þeirra væri liðið fátækt. Jón Kristjánsson lék afburðavel og Brynjar Harðarson var drjúgur í restina. Leikinn dæmdu Rögnvald Erlings- son og Stefán Arnaldsson ágætlega. • Mörk Stjörnunnar: Sigurður- Bjarnason 5, Axel Björnson 5/1, Magnús Sigurðsson 4/1, Patrekur Jóhannesson 3, Hafsteinn Bragason 3, Hilmar Hjaltason 1. • Mörk Vals: Brynjar Harðarson 7, Jón Kristjánsson 6, Valdimar Grímsson 6/2, Jakob Sigurðsson 3, Finnur Jóhannesson 2. -GG Útlending- arnir unnu Úrvalslið útlendingana í spánska handboltanum höfðu betur gegn úrvalsliði Spánar í Zaragossa í gærkvöldi. Útlendingamir skoruöu 30 mörk en Spánverjarnir 25 eftir að staðan hafði verið 13-11 í leikhléi. Þeir Geir Sveinsson og Alfreð Gíslason léku með „útlendingahersveitinni" og áttu ágætan leik eins og félagar þeirra. Alfreð skoraði 4 mörk í leiknum en Geir 1 en markahæstur í hði útlendingana var Júgóslavinn Portner með 6 mörk. í spánska hðinu var Ruiz hjá Teka markahæstur með 5 mörk. -GH • Alfreð Gislason. Engar framlengingar á HM? Svo gæti farið aö framlengingar verði aflagðar í leikjum liða í heims- meistarakeppninni í knattspyrnu. Komin er fram tillaga þessa efhis og er Svíinn Lars Arneson, sem situr i tækninefnd FIFA, sá sem fram kom með hugmyndina. Hún verður rædd á fundi undirbúningsnefhd- ar fyrir HM í Bandaríkjunum 3. maí nk, Gert er ráð fyrir í tillögunni að gripið veröi til vítaspyrnukeppni strax eftir 90 mínútna leik. Fleiri hugmyndir hafa koraið fram með það að markmiöi að gera heirasraeistarakeppnina líflegri fyrir áhorfendur en eins og menn muna voru margir leikir í síðustu keppni á Ítalíu frekar hægir og viðburðasnauðir. Einnig hefur komið til tals að ef úrslitaleik lýkur með jafntefli eftir 90 mínútui þá verði leikiö að nýju. -SK AIl England mótið í badminton: Broddi stóð ídanska meistaranum • Broddi Kristjánsson stóð sig mjög vel á All England stórmótinu í badminton, sigraði þrjá andstæðinga sína og veitti danska meist- aranum nokkra keppni i gær. Broddi Kristjánsson, TBR, stóð sig mjög vel á AU England stórmótinu í badminton sem nú stendur yflr. Broddi komst í aðalkeppnina eftir sigur gegn Kanadamanni og tveimur Dönum í undankeppninni og í gær lék hann gegn enn einum Dananum og mátti þá játa sig sigraðan. Broddi mætti danska meistaranum, Paul Erik Höje Larsen, sem er með bestu badmintonleikurum heims í dag. Fyrri lota þeirra félaga var ójöfn og tapaði Broddi henni, 5-15. í síðari lotunni stóð Broddi í danska meistaranum og veitti honum verðuga keppni. Lauk lotunni 10-15 og þar með var Broddi úr leik. Danski meistarinn vann síðan andstæðing sinn í næstu umferð og er kominn áfram í aðalkeppn- inni. Frammistaða Brodda er glæsileg og sýnir svo ekki verður um villst að íslenskir badmintonleikarar eiga fullt erindi á stórmót erlend- is. „Gamli“ maðurinn er enn í fínu formi Morten Frost, frá Danmörku, sem íjórum sinnum hefur unnið All England mótið, keppti í gær við Kerrin Harrison frá Nýja-Sjálandi og sigraði örugglega, 15-3 og 15-3. FroSt verður 33 ára gamall í næsta mánuði og á honum er greinilega engan bilbug að finna. • Wu Wenkai, sem af mörgum er talinn sigurstrang- legastur á All England mótinu að þessu sinni, vann Danann Ib Fredriksen, sem sigraði á All England 1988, 15-9 og 15-4. • Foo Kok Keong frá Malasíu, sem er þriðji á heims- afrekalistanum, sigraði Danann Michael Sogaard 15-11 og 15-10. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.