Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 14. MARS 1991. 11 Sviðsljós Magnús Oddsson, formaður ÍA, afhendir hér móður Ragnheiðar styrk- inn en hún heitir líka Ragnheiður og er Gísladóttir. DV-mynd: Sigurður Sverrisson. Ragnhciöur fékk styrk Sigurður Sverrissom, DV, Akranesi: Ragnheiöur Runólfsdóttir, sund- konan snjaUa, fékk fyrir nokkru 100 þúsund króna styrk úr Minn- ingarsjóði Guömundar Svein- bjömssonar, fyrrum formanns íþróttabandalags Akraness. Þetta er í fyrsta skipti sem úthlut- að er úr sjóönum. Það var Magnús Oddsson, formaður ÍA, sem afhenti móður sunddrottningarinnar, Ragnheiði Gísladóttur, styrkinn. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tækifæri. Félagið Form ísland: Félagið Form ísland, félag áhuga- manna um hönnun, gekkst nýlega fyrir hönnunardegi í Reykjavík, ásamt húsgagna- og innréttinga- framleiðendum. Tilgangurinn var að ná saman fagmönnum í hönnun og öðrum þeim er annast val og innkaup þar sem gæði hönnunar skipta veru- legu máli. Einnig átti að veita verð- laun fyrir áhugaverðustu nýjungina í ár. Þeir Sigurður Halldórsson, Halldór Gíslason og Jóhannes Þórðarson, arkitektar og eigendur Glámu sf., hlutu verðlaunin að þessu sinni fyrir tígullaga barskáp úr kirsuberjaviði. Það var Jón Sigurðsson iðnaðar- ráðherra sem afhenti verðlaunin, 250 þúsund krónur, en Iðnþróunarsjóð- ur og Iðnlánasjóður lögöu þau til. Skápurinn var smíðaður í Axis hf. sem fékk sérstaka viðurkenningu fyrir fagmannlegt handverk. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra afhenti arkitektunum viðurkenninguna. Meö honum á myndinni er eiginkona hans, Laufey Þorbjarnardóttir, og örn Jónsson, formað- ur Forms ísland. Arkitektarnir, sem hlutu viðurkenningu fyrir áhugaverð- ustu nýjungina. F.v.: Sigurður Halldórsson, Halldór Gíslason og Jóhannes Þórðarson. DV-myndir Brynjar Gauti [Sr C J^IAt'OSS Vetrarlína Álafoss: „ís", „Jörð" og „Eldur" Álafoss kynnti fyr- ir nokkru vetrar- línuna 1991-1992 og vorlínuna 1991 á Hót- el Loftleiðum. Vetr- arlínan samanstend- ur af hefðbundnum alullarfatnaði sem hannaður er í ný munstur og liti, fatn- aði úr blöndu af ull og mohair og fatnaði úr innfluttu bresku alullarbandi. Hún var sett fram í þrem- ur litasamsetningum sem báru heitin ís, Jörð og Eldur. Vorlínan er fram- leidd úr bómull og lambsull og er í líf- legum litum og mynstrum. DV-myndir Brynjar Gauti SENDUMIP SPORT-OGTÍStUYÖRi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.