Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 14.-MARS 1991. Fréttir DV Stórbruni hjá Magnúsi Ingvarssyni, bónda á Geldingalæk: Hugsaði fyrst og fremst um að koma skepnum út - fjárhús og hlaða með 7 þúsund böggum af heyi eyðilagðist „Ég hélt fyrst aö þaö væri sinubruni úti þegar ég varð var við reyk fyrir utan. Það voru aðeins 20 mínútur frá því að ég var í útihúsunum þannig aö mér datt ekki í hug að það væri eldur þar. Við vorum að fara niöur á Hellu. En þegar ég kom út á hlaö sá maður að þetta var eitthvað stað- bundnara en sinubruni. Reykurinn kom beint úr fjárhúsunum og hlöð- unni,“ sagöi Magnús Ingvarsson, bóndi á Geldingalæk í Rangárvalla- hreppi, í samtali við DV í gær. Stórhruni varð í útihúsum á bæn- um í fyrrakvöld og var unnið við slökkvistörf þar til skömmu fyrir hádegi í gær. Mikið tjón varð á úti- húsum og heyi í eldsvoðanum. „Ég hljóp beint í að hleypa því fé út sem lokað var inni en konan hringdi á slökkvilið. Það hafðist að hleypa öllu út, um 360 fjár. Sumt af þessu var í opnu húsi en um 100 komst ekki út sjálft. Þegar ég kom út var kominn ótrúlega mikill eldur miðað við hve stutt var frá því ég var úti síðast. Ég hefði ekki getað trúað því. Rjárhúsið var nær alelda og mik- ill eldur kominn í hlöðuna líka. Skömmu síðar var þakið allt rauð- glóandi að utan. Mér leið ekki vel. Ég hugsaði samt fyrst og fremst um að koma skepnunum út. Þegar ég var að skoða hvað eldurinn væri mikill komu slökkviliðsmenn. Þeir voru snöggir á staðinn - aðeins um 20 mínútur. Þaö tók nokkra tíma að hefta útbreiðslu eldsins, þetta eru stórar byggingar sem liggja saman. Síðan stóð slökkvistarf fram eftir nóttu og morgni því eldurinn bloss- aði sífellt upp í heyinu í hlöðunni," sagði Magnús. Hlaðan, sem er stærst útihúsanna, Á Geldingalæk eru um 360 fjár sem tókst að bjarga frá eldhafinu sem gaus upp í fjárhúsunum og hlöðunni á skammri stundu. Eitt fjárhúsanna eyðilagðist algjörlega i eldsvoðanum. Slökkviliðsmönnum tókst að hefta útbreiðslu eldsins að þvi leyti að tvö samliggjandi fjárhús skemmdust minna. Á myndinni virða Magnús og faðir hans, Ingvar Magnús- son, fyrir sér eyðilegginguna. og eitt fjárhúsanna á Geldingalæk eyðilögöust alveg í eldinum. Um 7000 heybaggar voru í hlöðunni. Tvö fjár- hús skemmdust minna en engin tæki urðu eldinum að bráö. Magnús sagði að ekki hefði verið búið aðmeta tjón- iö í gær. Tahð er að kviknaöi hafi í út frá rafmagni. Magnús ætlar að gera við hluta af fjárhúsunum og getur hann þá sett féð í hús aftur. Útihúsin á Geldingalæk eru bruna- tryggðenekkiheyið. -ÓTT Verjandi Steingríms Njálssonar 1 Sakadómi Reykjavikur í gær: Ekki hægt að ákæra mann endalaust - Hæstiréttur hafnaöi ekki alfariö kröfu um gæslu, sagði saksóknari Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari, til hægri, flutti sóknarræðu í máli Steingrims Njálssonar í sakadómi í gær. Ragnar Aðalsteinsson, skipaður verjandi Steingríms, krafðist frávísunar ákærunnar. Frávísunarkrafa vegna ákæru á hendur Steingrími Njálssyni var tek- in fyrir í Sakadómi Reykjavíkur í gær. Ragnar Aöalsteinsson, skipaöur verjandi í málinu, krafðist frávísun- ar á ákærunni sem ríkissaksóknari gaf nýlega út á hendur Steingrími. í ákæru er þess krafist að maður- inn skuli sæta öryggisgæslu í ljósi þess að hann á við áfengissýki að striða auk þess sem hann hefur kyn- ferðislega hneigð til ungra drengja og talið er að hann muni hefja afbrot á ný. Steingrímur var staddur í Fær- eyjum í gær og var því ekki viðstadd- ur þinghaldið í Sakadómi. Er ekki sakborningur, sagði verjandinn Verjandi Steingríms vakti athygli fjölskipaðs dóms á því að skjólstæö- ingur hans væri ekki sakbomingur, eins og sagt er í ákæru - hann væri ekki borinn sökum um refsiveröa háttsemi. Ragnar sagði skilyrði því í dómsalnum Óttar H. Sveinsson eKki vera fyrir hendi um að beita lagaákvæði um aö svipta hann frelsi, þar sem Steingrímur hefði ekki framiö refsiverðan verknað undir áhrifum áfengis: „Þaö er ekki hægt að segja að mað- urinn X hafi framið afbrot fullur fyr- ir 20 árum og segja svo 40 árum seinna að maðurinn sé drykkfelldur af því hann hefur einhvern tíma ver- ið þaö. Þessu lagaákvæði er aðeins hægt að beita ef framið er afbrot undir áhrifum áfengis. Þetta veit ákæruvaldiö eins vel og verjand- inn,“ sagði Ragnar. Ekki hægt að ákæra endalaust Verjandinn sagði að aðstæður nú til að krefjast öryggisgæslu yfir Steingrími væru þær sömu og á síð- asta ári. Hæstiréttur hafnaði þá kröfu um gæslu yfir honum að lok- inni fangelsisrefsingu á þeim for- sendum aö ríkissaksóknari hefði ekki tiltekið hvernig gæslunni skyldi háttað. „Það er ekki hægt að ákæra mann endalaust og eyðileggja líf hans,“ sagði Ragnar. Verjandinn sagði að lagaheimildir skorti til að svipta skjólstæðing sinn frelsi. „Hann hefur goldið keisaranum það sem keisar- anum ber,“ sagði Ragnar. Landbúnaðarráðherra og sauðirnir I lok ræðu sinnar gerði Ragnar sakadómi grein fyrir tímafrekri vinnu sinni í málinu og litlum fyrir- vara með tilliti til málsvamarlauna. Ragnar benti á að sakadómur mætti að vissu leyti taka mið af nýútko- minni gjaldskrá landbúnaðarráö- herra, sem gerir ráð fyrir 50 prósent hærri þóknun fyrir afgreiðslu mála, ef sá sem bað um þjónustuna fær hana á skömmum tíma. Amgrímur ísberg dómsformaður svaraði því hins vegar til að hlutverk sakadóms væri nú eins og áður að skilja sauð- ina frá höfrunum. Hæstiréttur hafnaði ekki efnislegri meðferð Dómkröfur Hallvarðar Einvarðs- sonar ríkissaksóknara em að frávís- unarkröfu veijandans verði hafnaö og máliö tekið til dómsmeðferðar. í ræðu sinni sagðist Hallvarður mjög ósammála verjanda. Varðandi það að Hæstiréttur hefði fellt úr gildi ákvæði sakadóms í nóvember um öryggisgæslu yfir Steingrími sagði Hallvarður: „Samkvæmt mínum skilningi hafnað Hæstiréttur ekki kröfunni alfarið. Kröfunni var hins vegar vís- að frá á þeim forsendum að ríkissak- sóknari hefði ekki gert grein fyrir meö hvaða hætti gæslan skyldi fara fram. Hæstiréttur hafnaö því ekki efnislegri meðferð málsins. Þetta merkir því ekki að ekki megi ákæra aftur,“ sagði Hallvarður. Ríkissaksóknari sagðist hafa leitað viðhorfa dómsmálaráðuneytisins varðandi framkvæmd umræddrar öryggisgæslu. Því væri búið að afla nýrra gagna í máhnu frá því í nóv- ember þegar Hæstiréttur kvað upp dóm og hafnaði kröfu um slíkt. Hall- varður sagði að í svari ráðuneytisins frá í febrúar hefði komið fram að ekki væru úrræði til vistunar manns í öryggisgæslu væru ekki önnur en í fangelsi. Ríkissaksóknari vék einn- ig að hótunum Steingríms Njálssonr: „Háttsemi þessa ógæfusama manns er alvarlegt áhyggjuefni,1' sagði rík- issaksóknari. Seinheppinn afbrotamaður Eftir ræðu Hallvarðs sagöi Ragnar Aðalsteinsson að sömu upplýsingar lægju fyrir í máhnu nú af hálfu ákæruvaldsins og áður. Hann undir- strikaði að skjólstæðingur sinn væri ekki sökunautur og engar kærur lægju fyrir á hendur honum. Ragnar vakti ennfremur athygli á sein- heppni Steingríms Njálssonar. Hann var einu sinni dæmdur tvisvar fyrir sama afbrotið, aleigan hans brann í fangelsi og hann hefur líka fótbrotn- að í fangelsi," sagði Ragnar. Niður- staða í þessu máh mun Uggja fyrir í Sakadómi Reykjavíkur á næstu dög- um. Sakadómararnir sem skipa hinn fjölskipaða dóm í málinu eru þeir Amrímur ísberg, sem er dómsfor- maöur, og meðdómaramir Helgi I. Jónsson og Guðjón Marteinsson. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.