Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 14. MÁRS 1991. 3 Fréttir Fulltrúar fiskvinnslufólks um atvinnuskort á Seyðisfirði: Vandinn er heimatilbúinn Öllu ílskvinnslufólki á Seyöisfiröi hefur verið sagt upp störfum og mjög erfitt atvinnuástand ríkir þar nú. Fulltrúar fiskvinnslufólks á staönum gengu á fund Steingríms Hermanns- sonar forsætisráðherra og Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra með eitt hundrað undirskriftir fisk- vinnslufólks þar sem farið er fram á að ríkisstjórnin tryggi rekstur fisk- vinnslu á staðnum. Sigurbjörg Jónsdóttir, einn fulltrúa fiskvinnslufólksins, segir að vandi - Seyðfirðinga sé heimatilbúinn. „Við höfum kvóta og tvo togara en annar togarinn landar ekki heima. Hinn togarinn hefur landað á Seyðisfirði en hann á núna söluferðir í mars og aprO. Hann verður aö nýta það til að fá aftur sölu seinni part árs. Þann- ig að við erum algerlega stopp á meðan." Sigurbjörg segir aö það eina sem geti bjargað atvinnuástandinu núna sé að kaupa fisk af mörkuðum í Reykjavík. „En það gengur náttúr- lega ekki til lengdar." Fulltrúar fiskvinnslufólksins fóru fram á það við ráðherrana að þeir reyndu að ná sáttum á Seyðisfirði. „Við getum ekki ætlast til að fá neina aöra fyrirgreiðslu því að við erum með það mikinn afla sem við eigum að geta nýtt heima fyrir. En það er tómt mál að tala um að heimamenn reyni að ná sáttum viö útgerðar- mennina vegna þess að þetta er orð- inn svo mikill hnútur. Það er ekki fyrir heimamenn að höggva á hann,“ segir Sigurbjörg. -ns Hendur eru oft á lofti í þinghúsinu þessa siðustu sólarhringana fyrir þinglok. Hér greiða atkvæði ráðherrarnir Jón Sigurðsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Hermannsson og Karl Steinar Guðnason alþingismaður. DV-mynd BG Líflegar umræður um vaxtamál á þingi: Bros Friðriks æsti forsætisráðherra Umræöur um vaxtamál í samein- uöu þingi í fyrrakvöld voru með líf- legra móti þar sem framíköll, bjöllu- hljómur og áminningar þingforseta settu verulegan svip á umræðuna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins höfðu óskað eftir umræðum um skýrslu þá sem Seðlabankinn gerði um lánskjör og vexti að beiðni við- skiptaráðherra. Jón Sigurðsson fylgdi skýrslunni stuttlega úr hlaði og eftir það urðu.rúmlega þriggja klukkustunda langar umræður. Forsætisráðherra ítrekaði hneykslan sína á svari Seðlabankans við ósk ríkisstjórnarinnar um tiUög- ur frá bankanum um leiðir til vaxta- lækkunar. Sagði hann hneyksli að Seðlabankinn teldi raunvaxtamun verðtryggðra og óverðtryggðra lána „vera í himnalagi“. Sagðist hann ætla að beita sér fyrir því að bréfi Seðlabankans yrði svarað af fullri festu. Brosað „of hátt“ Bros Friðrik Sophussonar truflaði forsætisráöherra í ræðustól og brást hann reiður við. Af framíköllum að ráða virtist þingmaðurinn brosa „of hátt“ og greip þingforseti fram í umræðuna þegar „svefngalsinn" virtist ætla að taka yfirhöndina. Geir Haarde lofaði ræðu viðskipta- ráðherra og að hann skyldi ekki fara niður „á sama plan og forsætisráð- herra". Fjármálaráðherra fullyrti að Seðlabankinn væri orðinn kosninga- skrifstofa fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Um skýrslu Seðlabankans sagði Ólafur Ragnar: „Það er ekkert rökrétt efnahagslegt samhengi í því sem sagt er. Það er búið að breyta Seðlabankanum í póli- tíska stofnun. Fjármálaráðherra fær ekkert nýtt úr textunum þaðan sem eru ekki annað en hugmyndafræði- leg predikun sem hefur ekkert meö hagstjórn að gera.“ Vegna stööugra framíkalla og glettilegra athugasemda sagði þing- forseti: „Það er gleðidagur í dag vegna 75 ára afmælisdags Alþýðusambands- ins. Ég ætla þó að biöja þingmenn um að hafa hemil á gleði sinni yfir þessum merka atburði og leyfa ræðumönnum að tala.“ Tvískinnungur í stjórninni Friðrik Sophusson íjallaði um það sem hann kallaði tvískinnunginn í ríkisstjórninni þar sem menn töluðu í kross um vaxtamál. Spurði hann hvort Jón Sigurðsson ætlaði ekki að taka þátt í umræðunum og sýna lags- mönnum sínum í ríkisstjórn fram á út á hvað hlutimir ganga, að vextir réðust af ákveönum lögmálum. Skildi hann lítt í „geðleysi ráöherra að sitja undir skömmum samráð- herra sinna eins og dæmdur mað- ur“. Beindi hann orðum sínum til frænda síns forsætisráðherrans og skildi ekki í því hvernig hann léti hafa sig í að ráðast á Seðlabankann eins og bankinn væri einhver sauma- klúbbskerling úti í bæ. Steingrímur J. Sigfússon endaði umræðurnar á að efast stórlega um faglegt hæfi og hlutlægni Seðlabank- ans. „Mistök Seðlabankans frá nóvemb- er til desember geta ekki flokkast öðruvísi en sem meiriháttar van- hæfni. Mistökin leiddu til vitlausra ákvarðana bankanna um vexti sem við nú súpum seyðið af.“ Að þessu loknu hófust loks umræð- ur um álmáliö. -hlh Madonna svefnsófinn er fallegur svefnsófi úr ljósri furu. Fæst með mism. áklæði, rúmfataskúffa. B 85x200 / B 110x200, kr. 26.850,- Akita Futon er tvibreiður, skemmtilegur svefnsófi, fæst með mísmunandí áklæðí, rúmfataskúffa. B 90x195 / B 130x195, kr. 53.800,- Rimíni svefnsófinn er með góðri springdýnu og yfirdýna er úr 100% bómull, rúmfataskúffa. B 85x200 / B 110x200, kr. 47.850,- Góð greiðslukjör In & ÍLDSHÖFÐA 20 -112 RVÍK - SÍMI91-681Í9 FYRIR FERMINGUNA Svefnsófar í öllum stærðum og gerðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.