Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1991, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 14. MARS 1991. 9 Utlönd Serbneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Vuk Draskovic kyssir mynd af náms- manninum Branivoje Milinovic sem lét lífið í átökum mótmælenda við lög- regluna í Belgrad siðastliðinn laugardag. Simamynd Reuter HEIMASTJÓRNARSAMTÖKIN Heimastjórn - vörn og jafnrétti byggðanna Helstu áhersluatriði í stefnu Heimastjórnarsamtakanna: 1. Sjálfstæði íslendinga í eigin fullvalda landi án erlendrar íhlutunar og án aðildar að Evrópubandalaginu. 2. Aukið lýðræði og jafnrétti. Valddreifíng frá miðstýrðu kerfi til fólksins. Öflugar heimastjórnir byggðanna sem tryggi öllum landsmönnum jafnan rétt til aukinna lífsgæða. 3. Byggðum verði úthlutað kvótum í landbúnaði og sjávarútvegi. Auðlindir íslend- inga í höndum landsmanna sjálfra. Fjölþætt atvinnuuppbygging íslenskrar fram- leiðslu, en ekki risaálver. Hreint land án rányrkju og mengunar. 4. Mannréttindi, jöfnuð þegnanna, bætt réttarkerfi og aukið lýðræði. Lágmarks- laun, 75 þús. á mánuði, að raungildi, verði tryggð með löggjöf. Sömu laun gildi fyrir konur og karla. 5. Skattkerfi þjóðarinnar jafni kjör fólks og byggða. Löggjöf um hámarksvexti gegn okri í lánaviðskiptum. Fjármagnstekjur verði skattlagðar. Skattþrep verði fleiri en eitt og matarskattar verði afnumdir. Belgrad í Júgóslavíu: Námsmenn hætta mótmælaaðgerðum - innanríkisráðherra Serbíu segir af sér Námsmenn í Belgrad, sem er höf- uðborg bæði Júgóslavíu og Serbíu, stærsta júgóslavneska lýðveldisins, hættu í nótt mótmælum sínum sem staðið hafa í fimm daga, að því er sagði í júgóslavneskum fjölmiðlum í morgun. Þá höíðu námsmenn fengið kröfur sínar um afsagnir innanríkis- ráðherra Serbíu og fimm stjórnenda sjónvarpsins í Belgrad uppfylltar sem og lausn hundruð mótmælenda sem handteknir voru síðastliðinn laugardag. Stjórnarandstöðukiðtoginn Vuk Draskovic var einn þeirra sem látinn var laus. Hann hvatti í gær til afsagn- ar allra ráðherra serbneska lýðveld- isins og til að kosningar yrðu haldn- ar í lok þessa árs. En útvarpið í Zagreb sagði náms- menn hafa bundið enda á mótmælin að beiðni leiðtoga Lýðræðisflokks- ins, Zoran Djindjic, og leikarans Branislav Lecic. Þeir óttuðust að yfirvöld myndu nota mótmælaað- gerðirnar sem átyllu til að berja nið- ur alla mótspyrnu með vopnavaldi. Yflrvöld í Júgóslavíu halda í dag fund með yfirmönnum hersins. Júgóslav- neski herinn, þar sem serbneskir kommúnistar eru hæstráðandi, hef- ur lagt fram tillögur til að sporna gegn upplausn ríkisins. Óttast marg- ir stjómarandstæðingar að verið sé að undirbúa herlög í öllu landinu. Serbía og Svartfjallaland eru einu lýðveldin í Júgóslavíu þar sem kommúnistar eru enn við völd. Reuter 6. Breyttar kosningareglur, aukið valfrelsi kjósenda að velja þingmenn og fulltrúa í sveitarstjórnir. Tryggja þarf frjálsan og jafnan rétt stjórnmálaafla að ríkis- fjölmiðlunum. 7. Stofnun fríhafnar og skattfrjáls svæðis við alþjóðaflugvelli í landinu, sem geri Island að alþjóðlegri viðskiptamiðstöð. Utanríkisþjónustan verði endurskoðuð. 8. Raforka frá hinu hringtengda flutningskerfi Landsvirkjunar verði seld við sama verði um land allt. Landsvirkjun verði að jöfnu eign allrar þjóðarinnar. 9. Byggðunum verði tryggð aðstaða til að geyma og ávaxta eigið aflafé, svo sem lífeyrissjóði og sparifé íbúanna. Stefnt verði að jöfnum lífeyrisréttindum allra landsmanna. 10. Húsnæðislánakerfið hafi hliðsjón af kjörum fólks og tryggi verðmæti í kaupum og endursölu fasteigna. Félagslegt íbúðakerfi verði aukið og búseturéttur tryggð- ur. 11. Æskan og menntun hennar er framtíð þjóðarinnar. Tryggja skal velferð og að- stæður ungs fólks til heilbrigðs lífs svo sem á sviði íþrótta- og félagsstarfs. 12 ferðaskrifstofur kynna þjónustu sína og sumaráætlun fyrir árið ’91 FERÐAVEISLA ’91 Farklúbbur Félags íslenskra ferðaskrifstofa efnir til ferðakynningar í Kringlunni í dag imilriTi Urval/Utsýn Ferðamiðstöðin Veröld Ferðaskrifstofa Reykjavíkur <9 Guðmundur Jónasson GJ Flugferðir Sólarflug Ferðaskrifstofan Saga scga Allir KVIKK veitingastaðirnir í Kringlunni veita handhafa Farkorts eða Gullkorts Visa 20% afslátt í til- efni dagsins. Samvinnuferðir-Landsýn ^ Atlantik Ferðaskrifstofan Alís Ferðaskrifstofa stúdenta Ratvís Land og saga FERÐASKRIFSTOFAN Kynning verður opin föstudag kl. 10-19 og laugardag kl. 10-16. írska þjóðlagahljómsveitin „The Mulligans" lætur í sér heyra. GREIÐSLUKORT MEÐ FRIÐINDUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.