Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1991, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1991, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991. 3 Fréttir Ríkisendurskoðandi ákveður 1 vikunni hvemig tekið verður á bæklingamálinu: Athugað eftir kosningar „Reikningar frá prentsmiðjum og fleirum sem hafa unnið þessa bækl- inga koma ekki inn fyrr en eftir kosn- ingar. Þá verður þetta skoðað af okk- ar hálfu. Við höfum lítið rætt þetta mál en tökum væntanlega ákvörðun nú í vikunni um hvernig við munum vinna þetta,“ sagði Halldór V. Sig- urðsson ríkisendurskoðandi í sam- tali við DV. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sagði í DV á fostudag aö hann teldi það vera skilyrðislaust verkefni Rikisendurskoöunar að kanna hvort ráðurieytin hafi tekið á sig óeðlilegan kostnað vegna auglýs- inga og bæklingaútgáfu. Tiiefnið er auglýsingabæklingaflóð úr ráðu- neytum Alþýðubandalagsins. „Það er pólitík í þessu og við hjá Ríkisendurskoðun viijum helst vera lausír við slíkt,“ sagði Halldór. -hlh Fordkeppnin: Úrslitin um helgina Úrsht Fordkeppninnar verða sunnudagskvöldið 14. apríl nk. í Súlnasai Hótel Sögu. Fordkeppnin verður að þessu sinni opin öllum en aðgöngumiðar verða seldir við inn- ganginn. Sextán stúikur keppa til úrshta en það er hin heimsþekkta fyrirsætumóðir EUeen Ford sem vel- ur stúlku og kynnir úrslitin. Sigur- vegari keppninnar fer tU Los Angeles í júh tíl að taka þátt í keppnini Super- model of the World. Úrshtakvöldið hefst með svoköU- uðum Ford-drykk. Jónas Þórir og hljómsveit munu spUa fyrir gesti. Heiðar Jónsson snyrtir kynnir stúlk- urnar. Módel 79 og Módelsamtökin verða með sameiginlega tískusýn- ingu sem er fremur óvenjulegt. Þá verður boðið upp á skemmtiatriði áður en úrshtin verða kunngjörð. Fordkvöldið mun standa frá klukkan átta til eUefu og verður ekkert ald- urstakmark. -ELA SS-húsið: Kostarríkið 730 milljónir Ríkið hefur keypt stórhýsi Slátur- félags Suðurlands í Laugarnesi. Að- dragandi þessara kaupa hefur verið mjög langur en allir þingmenn Suð- urlands hafa knúiö mjög á um kaup- in. Kaupverð hússins er 430 mUljónir króna en auk þess þarf ríkið að greiða 300 milljónir tU viðbótar til að fuUgera húsiö og gera það klárt und- ir hstastarfsemi. Þetta eru samtals um 730 milljónir króna. Listin er augljóslega að taka við af landbúnaðinum í Laugarnesinu. í framtíðinni á SS-húsið að hýsa starf- semi Leiklistarskóla íslands, Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, Tón- listarskóla Reykjavíkur. Að auki er líklegt að Listdansskóli Þjóðleik- hússins verði með starfsemi sína í húsinu. Fyrir húsið greiðir ríkið um 300 milljónir með tíu fasteignum. 50 milljónir eru staðgreiddar og afgang- urinn, 80 miUjónir, verður greiddur með tveimur skuldabréfum, öðru til þriggja ára en hinu til sjö ára. -JGH SkagaQörður: Kaupfélagið græðir Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki: Verulegur hagnaður varð á rekstri Kaupfélags Skagfirðinga á síðasta ári - um 57 milljónir króna. Flestar deildir skiluðu hagnaði; Skagfirð- ingabúð í fyrsta skipti frá því versl- unin var opnuð á árinu 1983. Eigið fé kaupfélagsins jókst einnig verulega á árinu, eða um 30%, og er nú 815 milijónir króna og komið í 41% eiginfjárhlutfall. Meðal deilda, sem skiluðu hagnaði, má nefna fóðurvinnslu, bílabúð og útibúið í Varmahlíð. Tap var á versl- uninni á Ketilási og Hofsósi. Að mati kaupfélagsstjóra er ástæða góðrar afkomu félagsins lítil verð- bólga og hagstæð rekstrarskilyrði, auk hagræðingar í rekstri. Fundur í Garðabæ 10. apríl Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjaneskjördæmi heldur opinn fund í Garðalundi, Garðabæ, miðvikudaginn lO.apríl kl. 20:30. * Frummælendur á fundinum verða þau Olafur G. Einarsson, ✓ Salome Þorkelsdóttir og Arni M. Mathiesen. Við hvetjum íbúa Garðabæjar og Bessastaðahrepps til að mæta á fundinn og leggja sitt af mörkum til að Sjálfstæðisflokkurinn geti gert skattalækkun að veruleika. Sjálfstæðisflokkurinn - við erum framtíðin f " • ••■•■ • ■ , T 1» REYK JANESI KOSNINGAR Þú hefur ahrif a framtiðina. Lækkum skatta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.