Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1991, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991.
7
DV
aögeröa fyrri menntamálaráðherra
stefnir sjóðurinn í þrot.
Við eigum að hafa kerfi námsað-
stoðar sem tryggir að efnilegt fólk
þurfi ekki að hverfa frá námi vegna
íjárskorts. En í þessu sem öðru þarf
að sýna ráðdeild. Hvers vegna ekki
að taka tillit til eigna og aðstæðna
foreldra?
Innstæðafyrir
bættumkjörum
Kristín Benediktsdóttir, Hellisandi:
Finnst þér raunhæft fyrir jafnríka
þjóð að greiða fiskvinnslufólki svona
láglaun?
- Sembeturferhefursáárangur
áunnist að þaö er ekki lengur halla-
rekstur í sjávarútvegi. Ágóði er orð-
inn verulegur og hafa verið nefndar
tölur um 16% ágóða, t.d. af frystitog-
urum. Sama gildir um sjávarútveg-
inn í heild. Það þýðir að við eigum
innstæöu fyrir bættum kjörum þegar
kemur að kjarasamningum. Það
verður hins vegar að gera á grund-
velli stöðugleika og við verðum að fá
raunveruleg verðmæti. Þið hafið
fært fórnir að undanfómu við að
keyra niöur verðbólguna. Nú eigið
þiðþessa inneign.
Framsóknarflór-
inn mokaður
Rögnvaldur, Kópavogi:
Fyrir síðustu kosningar sagðist þú
ætla að moka framsóknarflórinn.
Hefurðu ekki verið yfirfjósamaður
hjáþeim?
- Hefurtekistaðmokaframsóknar-
flórinn? Já. Verðbólgan var 30% en
er nú komin í 5%. Nafnvextir hafa
lækkaðúr47% í 15,5%. Raunvextir
hafa lækkað úr yfir 10% í 6-8%. Sjáv-
arútvegurinn var rekinn með bull-
andi tapi. Hann er kominn í hagnað.
Iðnaðurinn var í bullandi tapi. Hann
er kominn í hagnað, svo eitthvað sé
nefnt. Árangur þessarar rikisstjóm-
ar er slíkur að hún fær góð eftir-
mæli og verður metin í sögunni sem
merkileg umbótastjórn. Framsókn-
armenn segja stundum að þótt þeir
hafi verið við völd í tuttugu ár beri
þeir takmarkaða ábyrgð á því sem
hefur gerst. Alþúðuflokkurinn hefur
verið í stjórn í 4 ár og árangurinn
er miklu betri en áður hefur náðst.
Ég hef mokað framsóknarflórinn.
Matarskattur
bættur
Guðjón Gunnþórsson, Mosfellsbæ:
Þegar matarskatturinn var settur á
þá lofuðuð þið að bæta barnafjöl-
skyldum það að nokkru leyti. Af
hveriu var ekki staðið við það?
- Það er enginn matarskattur til. Viö
fækkuðum tollflokkum og lækkuð-
um tolla úr 50-90% og lækkuðum
niöur í 7% og niður í núll á innflutt-
um matvælum. Það hafði veruleg
verðlækkunaráhrif. Síðan tókum við
þetta ónýta söluskattskerfi sem var
götótt. Hafði þaö verðhækkunar-
áhrif? Nei. Vegna þess að við vörðum
verulegum hluta af þessum tekjum
til að greiða niður verð á landbúnað-
arafuröum sem hækkuðu þar af leið-
andi ekki í verði. Við hækkuðum
barnabætur um rúm 50% í ársbyijun
1990. Við hækkuöum barnabótaauka
um 80% þá. Þessar greiðslur nema
nú 4,8 milljörðum króna. Þetta er
einn helsti tekjujöfnunarþátturinn í
skattakerfinu.
Vaxandi persónu-
afsláttur
Björn Steinarsson, Reykjavík:
Hyggst Alþýðuflokkur beita sér
fyrir vaxandi persónuafslætti í hlut-
falli við fjölskyldustærð þannig að
persónuafsláttur fylgi hverju barni?
- Jón Sæmundur Siguijónsson,
þingmaður Alþýðuflokksins, flutti
tillögu um þetta mál sem ekki náði
fram að ganga á þingi. Menn töldu
að þetta myndi valda ákveðnu tekju-
tapi fyrir ríkissjóö sem þá var rekinn
með halla. í annan stað var þetta
talið flækja um of skattkerfið. Þetta
eru athyglisverðar hugmyndir sem
ég vil gjarnan skoða nánar.
Innflutningur
land-
búnaðarafurða
Ingvar Ingvarsson, Borgarfirði syðri:
Eruð þið alveg hættir við að flytja
inn landbúnaðarafurðir?
- Þaðvantarinníbúvörusamning-
inn að opna fyrir samkeppni um af-
urðimar. Mér er sagt að sláturkostn-
aður á dilk á íslandi sé 2300 krónur
en samsvarandi tala í Skotlandi er
300 krónur. Það er sameiginlegt
hagsmunamál neytenda og bænda
að tryggja það að framleiðslukostn-
aður og verö lækki. Ef verð ekki
lækkar rueð sameiginlegu átaki sitja
bændur í súpunni því aö neytendur
leita annað. Ekkert skilar sér til
neytandans fyrr en við tökum á ein-
okunarkerfi vinnslu- og dreifingar-
aðilanna.
Kosiðum
inngöngu í EB?
Jón Sigurðsson, Blönduósi:
Framsóknarflokkurinn fullyröir
að kjósa eigi um Efnahagsbandalagið
í þessum kosningum. Hafa fram-
sóknarmenn ekkert verið inni í þess-
ari umræðu?
- Jú.þeirhafaveriðmeðíhenni,
sérstaklega forsætisráöherra. Við
höfum haft ipjög náið samstarf um
það hvernig við höfum haldið á þess-
um samningum um Evrópska efna-
hagssvæðið.
En það þarf að vera skýrt að við
erum ekki aö semja um aðild að Evr-
ópubandalaginu, alls ekki. Við erum
með samstarfsþjóðum okkar í EFTA
að semja á takmörkuðu sviði um frí-
verslun við EB án þess að ganga inn
í það. Það kallast heldur ekki auka-
aðild því að það er engin aukaáðild
tilíEB.
Forsætisráðherra gæti alveg eins
komið og sagt að það væri kosiö um
það að íslendingar ætluðu að ganga
í Bandaríkin. Það hefur bara enginn
sagt þaö, það er ekki á dagskrá, það
hefur enginn flokkur lýst því yfir.
Mér finnst þessi yfirlýsing forsæt-
isráðherrans því hryggileg.
Tvísköttunálíf-
eyrisgreiðslur
Sveinn Sigurðsson, Selfossi:
Finnst þér það ekki siðlaust að tek-
inn sé skattur af fólki þegar það
greiðir í lífeyrissjóðinn og síðan aftur
þegar það fær hann greiddan?
- Þettaerrangláttogmérþykirleitt
að þurfa að segja það að við höfum
ekki getað breytt þessu á þessu kjör-
tímabili.
Eitt af stærstu réttindamálum al-
mennings á íslandi á næsta kjörtíma-
bili verður að endurskoða almanna-
tryggingalöggjöfma og lífeyrissjóöa-
kerfiö með það í huga að samræma
lífeyrisréttindi og að fylla upp í þá
eyðu sem nú er í íslenska skattakerf-
inu, þ.e. að tekjur, sem menn hafa
sem arð af verð- eða hlutabréfum,
sem sagt fjármagnstekjur umfram
eðlilegan sparnað, komi líka til skatt-
lagningar.
Bervirðingu
fyrir trúarlíf i
Guðfinnur Finnbogason, Stranda-
sýslu:
Þú sagöir að á landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins hefði m.a. verið lýst
yfir stuöningi við áframhaldandi
guðstrú íslendinga. Finnst þér lítið
til trúarlífs og trúariðkunar fólks
koma?
- Nei,þaðfinnstmérekki.Þessiorð
um að Sjálfstæðisflokkurinn hefði
sagt það sem ég vænti af honum, hins
sjálfsagða, að styðja kristnihald á
íslandi og selja rás 2, nefndi ég auð-
vitað sem dæmi. Þetta er líkingamál
um það að ég hefði vænst þess að
flokkurinn segði eitthvað skýrar um
helstu stefnumál.
Ég skal segja þér alveg skýrt og
afdráttarlaust að ég var ekki að fara
neinum niðrunarorðum um trúarlíf
fólks. Ég ber fulla virðingu fyrir því
og ég ber fulla virðingu fyrir kristni-
haldi og kirkju og vil helst að þau
mál, sem eru að öðrum þræði einka-
mál fólks, séu utan við stjórnmál.
Hvatttil
skilnaðarhjóna
Margrét Sigurðardóttir, Keflavík:
Ætlar flokkurinn að gera einhveij-
ar ráðstafanir svo að kerfið hvetji
ekki hjón með börn undir 16 ára aldri
til skilnaðar?
- í skattkerfisbreytingunni, sem við
stóðum fyrir árið 1988, var hækkun
bótagreiðslna þáttur í tekjujafnandi
aðgerðum. Ég man að við hækkuðum
greiöslur barnabóta um 50% og
barnabótaauka um 80%. Nú er svo
komið að þetta eru um 4,8 milljarðar
á fjárlögum og verulegur stuðningur
við láglaunafjölskyldur og barnaíjöl-
skyldur, sérstaklega þegar við bætist
vaxtabótakerfiö sem komið var á í
tíð þessarar ríkisstjórnar. Ef við
bætist síðan húsaleigubótakerfið,
sem félagsmálaráðherra hefur lagt
fram tillögur um, yrði tekjujöfnunar-
þátturinn í skattakerfinu okkar orð-
innmjögtraustur.
En það er auðvitað umdeilt að ein-
stæðir foreldrar njóti hærri bóta-
greiðslna, sérstaklega að því er varð-
ar barnabótaaukann. Margir halda
því fram að það hvetji fólk til þess
að vera ekki í hjónabandi.
Hins vegar eru þetta viðbrögð okk-
ar þjóðfélags við þeirri staðreynd að
fjöldi einstæðra foreldra er mjög
mikill og það er svo og hefur verið
svo á undanfórnum árum að það er
erfitt aö framfleyta fjölskyldu nema
það séu tveir fullvinnandi, útivinn-
andi aðilar til þess að afla tekna og
þess vegna er þessi mismunun.
Gjaldtakaveiði-
leyfabætir
tapríkissjóðs
Helga Jónsdóttir, Kópavogi:
Þú segist vilja hækka skattfrelsis-
mörkin. Hvernig á aö bæta ríkissjóði
tekjutapið þar sem hann er nú rekinn
með miklum halla?
- Skattfrelsismörkineruákveðin
með því að hækka persónuafsláttinn
ogeru nú 57.300 krónur fyrir hjón.
Ef persónuafslátturinn og skattfrels-
ismörkin hefðu fylgt verðlagi og
þieirri 13% hækkun, sem hefur orðið
á skattprósentunni, væru þau núna
65.000 krónur. Þetta myndi valda rík-
issjóði tekjutapi upp á 4,5 milljarða.
Það sem við leggjum til við að bæta
tekjutapið er í fyrsta lagi að taka upp
gjaldtöku fyrir veiðileyfi því að fiski-
stofnar eru sameign þjóðarinnar og
á síðasta ári voru kvótar seldir fyrir
5 milljarða sem ekki runnu til sam-
eiginlegs sjóðs. Kvótakerfið verður
ekki afnumið í skyndingu en við
leggjum til aö aðih, sem fékk 100
tonnum úthlutað síöast, fái 90 tonn
nú. Hann hefði síðan forleigurétt á
þessum 10 tonnum en ef hann nýtti
þau ekki yrðu þau seld á markaði.
Húsbréfakerfið
mætirmismun-
andi þörf um
Bjarni Snæbjörnsson, Reykjavík:
Hver ber ábyrgö á því að húsbréfm
eru orðin dýrustu lán sem húsbyggj-
endurfáídag?
- Viðberumábyrgðáhúsbréfakerf-
inu. Því var komið á vegna þess að
húsnæðislánakerfið frá 1986 var
sprungið. Húsbréfakerfiö er heild-
stætt kerfi þar sem reynt er að full-
nægja þörfum mismunandi fjöl-
skyldna. Húsbréfakerfið gerir þér
kleift aö gera viðskipti á 3-5 vikum
í staðinn fyrir á 5 árum. Þú getur
gert þau þegar þú þarft á því að halda
en ekki þegar kerfinu þóknast. Það
er miklu hærra lánshlutfall í hús-
bréfakerfmu, allt að 9 miiljónum, og
það þýðir að þú þarft ekki á skamm-
tímalánum að halda. Vextimir era
6% og að teknu tilliti til vaxtabóta-
kerfisins, ef um er að ræða fjölskyldu
með miðlungs eða lágar tekjur, þá
Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, svarar spurningum lesenda DV á beinni línu til blaðsins í
gær. Með Jóni á myndinni eru blaðamenn DV. DV-mynd GVA
Stjómmál
eru vextimir í reynd 2-3% vegna
þess að endurgreiðsla í vaxtabóta-
kerfinu er allt aö 40% fyrir láglauna-
íjölskyldur. Þessu fylgir síðan að út-
borgun er miklu lægra hlutfall en
var þannig að það er að því leyti við-
ráðanlegra.
Skattaívilnanir
vegnahlutabréfa
takmarkaðar
Páll Guðmundsson, Suðurnesjum:
Finnst þér ekki sérkennilegt að á
tímum þjóðarsáttar kaupa fyrirtæki
eins og Eimskip hlutabréf í Flugleið-
um fyrir tugi mihjóna og stórmark-
aðir lækkavöruverð? Segir þetta
ekki hvar peningarnir eru og hvað
álagning er gífurlega há í búðum?
- Þessisvokallaöavinstristjórn
beitti sér fyrir því að gefa skattaiviln-
anir varðandi kaup á hlutabréfum.
Ástæðan er sú að það er ákaflega lít-
ið eigið fé í fyrirtækjum og þau eru
að mestu byggð upp á lánsfé og þola
því illa sveiflur. Við vildum með
þessu skapa grunn að hlutabréfa-
markaði. En eftir áramótin var tekið
á þessum gífurlega hagnaði sem
menn höfðu í skjóli þessara skatta-
ívilnana og þetta var takmarkað. Nú
verða menn að eiga hlutabréfm í
vissan tíma.
Varðandi verðstríð stórmarkað-
anna þá sannar það okkur að sam-
keppni er eina leiðin til að tryggja
neytendum lægsta mögulega vöru-
verð. Þetta er vonandi ekki bara
undirboð heldur varanlegur árang-
ur. Svona þurfum við aö efla sam-
keppni á fleiri sviðum, til dæmis i
dreifmgu og úrvinnslu landbúnaöar-
vara.
AðildaðEB
ekkiádagskrá
Birgir Eiríksson, Reykjavík:
Er Alþýöuflokkurinn hlynntureða
andvígur aðild að EB? Og ef aöild að
EB kemur til greina útilokar flokkur-
inn þá aðildina nema til komi full
yfirráð íslendinga yfir fiskveiðilög-
söguokkar?
- Viðerumekkiaðsemjaumaðild
að Evrópubandalaginu. Ég og forsæt-
isráðherra höfum átt samstarf um
samninga okkar um Evrópska efna-
hagssvæðið sem er allt annað mál.
Það er alveg ljóst aö það er ekki á
dagskrá að sækja um aðild að EB.
Það er kristalstært að enginn stjóm-
málaflokkur á landinu hefur þá
stefnu að ganga í EB og allir eru sam-
mála um að það sé frumskilyröi að
íslendingar haldi áfram forræði yfir
auðhndum sínum, það á bæöi við um
fiskistofnana og orkulindirnar. Og í
samningum um EES eru hvorki
fiskistofnarnir né orkulindirnar á
samningssviðinu.
Álver
skaparhagvöxt
Anton Tayag, Reykjavík:
Alþýðuflokkurinn vill nýtt álver til
að auka atvinnu í landinu. Er það
eina ráð flokksins til að skapa ný
störf?
- Nei, það er ekki eina ráöið. Við lít-
um ekki á álverið sem patentlausn á
vanda okkar íslendinga. En álverið
er spuming úm nýtingu á vannýttum
orkulindum okkar. Álverið skapar
störf fyrir um 5000 manns til að byrja
með, það eykur gjaldeyristekjur okk-
ar og hagvöxt á Islandi.
En álver er ekki það eina. Fram-
sýnustu tæknimenn á íslandi eiga
sér draum sem er sá að á þessum
áratug fórum við út í vetnisfram-
leiöslu. Framsýnir menn sjá hka að
það kynni að vera tæknilega og við-
skiptalega hagkvæmt að selja orku
um streng þegar kemur fram að alda-
mótum. Menn hafa nefnt sem dæmi
að á næstu öld gætum við með stór-
huga virkjanastefnu tryggt þessari
þjóð 45 mihjarða hreinan hagnað.
Ég get nefnt að samningar okkar
um EES, með því að fá afnumda tolla
á unnum fiskafurðum, skapa ný
vaxtarskilyrði fyrir fiskiðnað á ís-
landi.