Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1991, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991. Stjómmál Þetta verða buddukosningar - sagði Jón Baldvin Hannibalsson á beinni línu DV í gærkvöldi Jón Baldvin Hannibalsson sagði að umfram allt yrði kosiö um lífs- kjör í komandi alþingiskosningum, þetta yrðu buddukosningar. Meiri- hluti spuminga frá lesendum fjall- aði um skattamál, skattleysismörk, persónuafslátt og fleiri skyld atriði aði ekki viðreisnarstjórn eftir bandi en í lokin varö því miður að er snerta hag heimilanna beint. Jón kosníngar. vísa um tug manna frá. Baldvin sagði ísland ekki vera á Mjög mikil þátttaka var á beinní Við beinu linuna unnu blaöa- leið inn í Evrópubandalagíð. Hann línu DV í gærkvöldi þar sem les- mennirnir Nanna Sigurdórsdóttir, sagðist hafa verið duglegur að endur hringdu viðstöðulaust í Jón Ingibjörg Ó. Óðinsdóttir, Elín Al- moka framsóknarflórinn og útilok- Baldvin. Yíir 40 manns náðu sam- bertsdóttir, Jóhanna Margrét Ein- arsdóttir, Jóhanna Jóhannsdóttir, Páll Ásgeirsson, Haukur Lárus Hauksson og Gunnar V. Andrésson ljósmyndarí. -hlh Hægtaðbæta lífskjörin Hjalti Skaftason, Reykjavík: Telur þú að bæta megi lífskjör þeirra lægst launuðu? - Svariðerafdráttarlaustjá. Við höfum raunverulega bætt lífskj örin með þvi að lækka verðbólgu og vexti. Viðhöfumbættafkomufyrirtækja - sem búa núna viö stöðugleika. Sjáv- arútvegurinn er meira að segja rek- inn með hagnaði og iðnaðurinn hefur ekki staöið betur í 20 ár. Þarna eigum við inneign til að bæta kjörin. í ann- an staö bætum við kjörin ef stóru framfaramálin, eins og aö nýta orku- lindirnar, komast í framkvæmd því það mun mala okkur gull. Ef við náum hagstæðum samningum um Evrópska efnahagssvæðið, fáum toll- frjálsan aðgang fyrir okkar fiskút- flutning á Evrópumarkaði, mun það gerbreyta vaxtarskilyrðum fisk- vinnslunnar. Verðmætasköpunin fer ekki fram í kosningaloforðum, hún fer fram vettvangi atvinnulífsins. Ef atvinnulífið býr við stöðugleika og lága verðbólgu skilar það okkur bættum lífskjörum. Meðaltekjur fjölskyldu eru 200þúsund Hjalti Skaftason, Reykjavík: Hver telur þú að séu hæfileg laun fyrir meðaljón? - Þaðerekkertalgiltsvartilviö þvi. Opinberar tölur segja að meöal- tekjur Qölskyldu á íslandi séu 200 þúsund krónur á mánuði, miðað við tvær fyrirvinnur. Ef við erum að tala um barnaflölskyldu þá myndi ég ekki treysta mér til að standa undir út- gjöldum sex manna flölskyldu fyrir lægri upphæð en það. Tek þó tillit til þess að hjón með fjögur börn njóta tekjujöfnunar í gegnum skattakerfið. Fjölskyldan fær barnabætur, barna- bótaauka og vaxtabætur að því er varðar húsnæðisöflunina. Ef við vinnum kosningasigur og förum aft- ur í ríkisstjórn mun þessi fjölskylda, það er ef hún á ekki sparnað fyrir eigin húsnæði, njóta húsaleigubóta. Smáflokkarkomi sjónarmiðum að Ragnar Þóroddsson, Garðabæ: Ert þú sammála Davíð Oddssyni um aö smáflokkarnir fái minni tíma í opinberum fjölmiðlum en stóru flokkarnir? - Ég er ekki sammála því. Það er partur af hinni lýðræðislegu kröfu að þeir fái sama tíma og aðrir til að koma sínum sjónarmiðum á fram- færi í ríkisfjölmiðlunum. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að þaö sé óæskilegt að fólk dreifi svo mjög kröftum sínum í stjómmálabaráttu eins og nú virðist vera að gerast. Ég minni á örlög Borgaraflokksins, það er nýlegasta dæmið. Hann var stofn- aöur vegna samúðar almennings vegna brottreksturs Alberts Guð- mundssonar úr Sjálfstæðisflokknum og hann fékk 10 prósent fylgi í kosn- ingunum og 7 á þing. Hvað er nú orðiö eftir af þessum flokki sem nú heitir eitthvað annað? Einnota sam- tök, sem verða til við skyndikynni fólks sem kemur hvað úr sinni átt- inni, gufa venjulega fljótlega upp eft- ir kjördag. Það er hins vegar ekki hægt aö segja neitt fyrirfram um hverjir lifa eftir kosningar og hveijir ekki....... ''■■•ftr.ei y -'í ■ Myndu hvíla rólegir Þórólfur Antonsson, Reykjavík: Ertu ekki hræddur um aö frum- kvöðlar Alþýðuflokksins myndu snúa sér viö í gröfum sínum ef þeir fréttu að flokkurinn, sem barist hef- ur fyrir réttindum launafólks, stæði fyrir því að brjóta eigin kjarasamn- inga eins og gerðist í BHMR-deil- unni? - Égþykistvitaaðforsvarsmenn Alþýðuflokksins fyrr á tíð myndu hvíla rólegir í gröfum sínum þrátt fyrir þetta mál. Ef víxlhækkunar- verðbólgan heföi farið á stað aftur, ef við hefðum misst verðbólguna úr 5 prósentum, eins og hún er nú, upp í 35 til 40 prósent hefðu engir farið verr út úr því en þeir launþegar sem starfa á föstum launum hjá ríkinu. Það heföi ekki bætt raunveruleg kjör manna. Þess vegna er það stundum svo að ríkisvaldið verður að láta al- mannaheill sitja fyrir og það var ekki hægt við þessar aðstæður að fram- kvæma þennan samning. Tækifæriað hækka skattleysismörk Gunnar Gunnarsson, Reykjavík: Ef allir flokkar eru sammála um að hækka eigi skattleysismörk, hvers vegna var það ekki gert fyrr? - Það var hægt árið 1988 þegar ég beitti mér fyrir skattkerfisbylting- unni sem var m.a. fólgin í að koma á staðgreiðslukerfi tekjuskatts og útsvars og breytingum söluskatts og upptöku virðisaukaskatts. Okkar hugmyndir eru að stilla þetta af eins og við gerðum í upphafi þegar stað- greiðslukerfinu var komið á og þá væru þau í dag 65 þúsund krónur. Þetta er breyting í tekjujöfnunarátt í skattakerfmu og menn hafa deilt um tvo hluti: Sumir sögðu: Við skul- um koma á hátekjuskattþrepi í tekju- skattinum. Fjármálaráðherra reifaði slíkar hugmyndir á sl. hausti. Þá kom á daginn að sá hópur, sem er meö tekjur samkvæmt framtölum yfir 300 þúsund krónur á mánuði, er innan við 1 '/2 % allra framteljenda í landinu. Þetta hefði ekki skilað ríkis- sjóði hærri tekjum í staðgreiðslu á þessu ári en 180 milljónum króna. Það svarar ekki kostnaði því að hækkun á skattleysismörkum myndi þýðatekjutapuppá4'/2 milljarð. Við höfum frá 1987-90 verið í djúpri efna- hagslegri lægð. Það var mikill sam- dráttur í þjóðarframleiðslu, minnk- andi afli, lækkun á erlendum mörk- uðum og þetta þýddi að þjóðarfram- leiðslan dróst saman í tæp 3 ár sem svarar 25 milljörðum króna. Það rýrði skatttekjur ríkissjóðs. Nú erum við hins vegar aö rétta úr kútnum, höfum náð miklum árangri í efna- hagsmálum, kveðið niður veröbólg- una, komið á stöðugleika, lækkað fjármagnskostnað ogfyrirtækin eru farin að skila hagnaði. Það er vax- andi hagvöxtur og nú er tækifærið til aö koma þessu aftur í fyrra horf. Kosið um álver Guðný Ragnarsdóttir, Reykjavík: Er Álþýðuflokkurinn búinn að klúðraálmálinu? - Nei.þaðerekkisvo.Þaðhafa reyndar aðrir reynt að gera. Þá minni ég á að haldið var uppi miklu málþófi á næturfundum á Alþingi síðustu vikurnar til að koma fyrir kattarnef einfaldri ályktunartillögú 11 ) uí sem staðfesti vilja Alþingis í þessu máli. Það tókst því miöur en við björguðum því fyrir horn að fá sam- þykktar í lánsfjárlögum fjárveitingar til að halda áfram undirbúningi málsins og þar með ákvörðun um staðsetningu álvers á Keilisnesi. Þetta er helsta framfaramál á ís- landi. Iðnaðarráðherra hefur rofið 15 ára kyrrstöðu sem var ekki bara Hjörleifi Guttormssyni að kenna heldur fyrri ríkisstjómum í þessu máli. Það sem í húfi er er hvorki meira né minna en 70 milljarða króna fjárfestingar í álverinu og orkuverinu. Þetta mun skapa 5000 ný störf, auka hagvöxt á íslandi um 4% í lok by ggingartímans frá því sem ella hefði veriö og gjaldeyristekjur stóraukast. Það dregur úr hættu á að fleiri íslendingar flytji af landi brott vegna skorts á atvinnu. Ég minni á að 12 þúsund íslendingar eru búsettir annars staðar á Norðurlönd- um. Þeir menn, sem beita sér gegn þessu máli, vita ekki hvaðþeir eru að gera. Ég tek undir með Guðmundi J. Guðmundssyni sem sagði: „Ætla þessir menn að bera ábyrgðina á því atvinnuleysi sem af hlýst ef þetta mál nær ekki fram að ganga?“ Við munum kj ósa um þetta mál. FramtíðSkipaút- gerðarríkisins Ingólfur Árni Jónsson, Reykjavík: Hver verður framtíð Skipaútgerðar ríkisins ef Alþýðuflokkurinn fær þar einhverju ráðið? A) Óbreytt rekstr- arfyrirkomulag. B) Almennings- hlutafélag með þátttöku ríkisvalds- ins. C) Að fyrirtækið verði selt og eigi á hættu að stóri risinn gleypi það á kostnað þjónustu við landsbyggð- ina? - Égheldaðviðgetumútilokaðkost A óbreytt og ^ost C. Mér líst best á kostB. Tekjuskattur ekkiafnuminn Baldur Ragnarsson, Sandgerði: Fyrir nokkrum árum var á stefnu- skrá Alþýðuflokksins að afnema tekjuskatt af almennum launatekj- um. Hvers vegna hefur Alþýðuflokk- urinn ekki fylgt því máli eftir? - Þaö hefur nokkuð áunnist í þessa átt. Þá vísa ég til skattkerfisbreyting- anna sem við béittum okkur fyrir um áramótin 87-88 þegar tekin var upp staðgreiösla á tekjuskatti og útsvari. Hún var tiltölulega lág, var 35%, hef- ur því miður hækkað síðan um 13%. Tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti eru allverulegar, milli 20 og 30 milljarðar brúttó, en þar af eru dregin frá skatt- leysismörkin hjá stórum hópi fram- teljenda, útsvarið, sem er tekjustofn sveitarfélaganna, og þar af eru dregnar frá aðrar bótagreiðslur, barnabætur og barnabótaauki. Tekjuskattur einstaklinga sem hlut- ur í tekjum ríkissjóðs hefur minnkað og myndi minnka enn ef hugmyndir okkar um skattleysismörk næðu fram aö ganga. Viö erum ekki búin að ná því marki að einstaklingar greiði engan tekjuskatt til ríkissjóðs en ef skattleysismörkin eru réttlát hefur það náðst aö ekki er lagður tekjuskattur á lágmarkslaun eða framfærslulaun fjölskyldunnar. Ég er ekki tilbúinn að lýsa því yfir fyrir hönd Alþýðuflokksins að við séum tilbúin til aö þurrka út tekjuskattinn meðan viö búum við halla í ríkis- fjármálum. Við erum ekki ævintýra- menn ög bendum á að á næsta vaxta- i (í;! i: • í i. i i uraxi'iK og þensluskeiði er lífsnauðsynlegt að hafa jöfnuð í ríkisfjármálum. Alvöru lýðræðisríki Magnús Matthíasson, Kópavogi: Finnst þér ísland vera alvöru lýö- ræðisríki? Mér finnst ríkið ráöa of miklu í okkar málefnum. Er ekki rétt að ráðherrar berjist fyrst fyrir að koma alvöru lýðræði á á íslandi áður en þeir hjálpa fólki í framandi löndum? - Mérfinnstíslandveraalvörulýö- ræðisríki en það er ekki fullkomið. Engu að síður er þaö svo að grund- vallaratriði lýðræðis, t.d. réttur manna til að kjósa, réttur samtaka fólks til málfrelsis, tjáningarfrelsis og alls þess, eru virt. Allar umbætur byija heima. Ég er ekki sammála sjónarmiði þínu. Churchill sagði: „Lýðræði er meingallað fyrirkomu- lag, það er bara það skásta sem fund- ið hefur verið upp. “ Ef við berum okkur saman við aðrar þjóðir, sem búa við lögregluríki og harðstjórn, skulum við minnast þess að viö höf- um siðferðilegum skyldum að gegna við bræður og systur meðal þeirra þjóða. Við eigum að ástunda hér sjálfstæða utanríkisstefnu sem ekki tekur bara mið af okkar eigin hags- munum heldur á einnig að einkenn- ast af samhygð með öörum smáþjóð- um sem búa við hraksmánarlegan kost. Loforðsem ekki stóðst Jón Björnsson, Reykjavík: Á vinnustaöafundi fyrir nokkrum árum sagðist þú ætla að fækka lífeyr- issjóðum verulega, helst niður í einn. Hvað varð um þetta baráttumál? - ÞettaerþaöeinaafloforðumAl- þýðuflokksins frá 1987 sem ekki hef- ur staðist. Þá íjórtán mánuði, sem ég var fjármálaráðherra, einbeitti ég mér að skattkerfisbreytingunni. Það tók allan minn tíma í því embætti. Ég lagði fram frumvarp á þingi um fækkun lífeyrissjóða og samræm- ingu í þeim efnum. Það dagaði upp vegna stjórnarslita. Þetta hefur ítar- lega veriö rætt í núverandi ríkis- stjórn en ekki komist í framkvæmd. Við viljum gjarnan beita okkur fyrir þessu þarfa máli á næsta kjörtíma- bili. Hverjir eigaísland? Garðar Jensson: Hverjir eiga ísland núna? - Viðjafnaðarmennkomumþvíinn í fyrstu grein kvótalaganna á sínum tíma að fiskistofnarnir væru sam- eign þjóðarinnar. í vor náðum við" því inn að kvótakerfið myndi aldrei skapa handhöfum eignarrétt. Þetta er allt í áttina. Framkvæmd kvóta- kerfisins er samt brot á þessari fyrstu grein. Kvótahafar seldu öðr- um kvóta á síöasta ári fyrir 5 millj- aröa króna. Það er grundvallaratriði að tengja ekki kvóta við skipsskrokk. Við boð- umaðgrundvallarreglukvótalag-' anna verði komið á í áföngum og veiðileyfasölu komið á í stigum. Umframkvóti yrði seldur á uppboðs- markaði og arðurinn rynni til þjóð- arinnar. Þjóöin á að eiga sameigin- lega fallvötnin, jarðvarmann og önn- ur hlunnindi, ekki síður en kvótann. Þess eru dæmi aðbyggðarlög hafi r xiö.1 (i/ti (ai . • aCí au ;íl þurft að greiða örfáum stórar upp- hæðir fyrir nýtingu jarðvarma. Þetta nær ekki nokkurri átt og um þetta verður kosið í næstu kosningum." Viðreisnarstjórn? Ragnheiður Gunnarsdóttir, Reykja- vík: Stefnir Alþýðuflokkurinn að við- reisnarstjórn með Sjálfstæðisflokkn- um og ef svo er má þá ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn milliliðalaust? - ÚtáhvaðáaðkjósaSjálfstæðis- flokkinn. Er það út á frammistöðuna í síðustu ríkisstjórn 1988 þar sem flokkurinn gafst upp frammi fyrir vandamálunum. Aðrir, þar á meðal við, tóku við og leystu málin. Á að verðlauna flokkinn fyrir frammi- stöðu í stjórnarandstöðu þar sem flokkurinn hefur aðallega verið í málþófi? Nú gengur maður undir manns hönd og spyr um stefnu Sjálfstæðis- flokksins. Við myndum ekki stjórn fyrr en eftir kosningar og göngum til þeirra viðræðna á grundvelli okkar skýru og afdráttarlausu stefnu en ég lýsi eftir stefnu Sjálfstæðisflokksins. Hann segist ætla að lækka skatta, draga úr ríkisútgjöldum, breyta landbúnaðarstefnunni, breyta sjáv- arútvegsstefnunni en segir aldrei hvernig. Pólitík er ekki um að vilja, hún er um að svara því hvernig menn vilja breyta. Meðan stefnan er týnd get ég ekki svarað betur en þetta. Útilokaekkert stjórnarmynstur Haukur Hauksson, Reykjavík: Hvaða flokkur passar inn í þitt óskastj órnarmy nstur? „Hvaða flokkur vill rjúfa kyrrstöð- una í virkjunarmálum og koma á fót álveri? Hvaða flokkur vill innleiða í áföngum veiðileyfakerfi? Hverjir eru tilbúnir til að koma því á að allur fiskur, sem kemur á land, fari á markaö til þess að jafna muninn milli landsbyggðar og þéttbýlis og draga úr deilum um kvótann? Hverj- ir vilja breyta landbúnaðarstefnunni og koma á samkeppni í vinnslu og dreifingu afurða? Það er ekki hægt að lækka skatta nema draga verulega úr ríkisútgjöldum. Hvaða flokkur vill taka þátt í því? Við höfum flutt 100 tillögur um lækkun þessara út- gjalda en ekki fengið undirtektir meðal annarra flokka. Þetta eru allt mál sem verða rædd við stjómar- myndunarborðið en þó því aðeins aö Alþýðuflokkurinn fái nægilegt fylgi til að koma fram þessum málum. Eg er ekki að útiloka Sjálfstæðisflokk- inn frá samstarfi frekar en aðra flokka. En ég vil fá ríkisstjórn um þessi mál. Á að taka tillit til eignaogað- stæðna foreldra? Guðrún Sveinsdóttir, Kópavogi: Hvað myndi Alþýðuflokkurinn gera í námslánum ef hann fengi menntamálaráðherra? - Okkarnámslánakerfiereitthið hagstæðasta sem þekkist. Það sem er að er að við tökum erlend lán til að fjármagna sjóðinn og lánum síðan út til námsmanna vaxtalaust til 40 ára. Endurgreiðslur, sem koma inn af eldri lánum, era sárahtlar. Eigin- fjárfetaöa er dð Vérðd engin. Vegna l ltoij I.í/östc .1.5 ! i . I ,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.