Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1991, Page 9
ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991.
9
DV
Útlönd
Sovétríkin:
Þing Georgíu lýsir
yf ir sjálfstæði
Þingið í sovéska lýðveldinu Georg-
íu mun í dag samþykkja yfirlýsingu
um sjálfstæði lýðveldisins frá Sovét-
ríkjunum. Þetta er haft eftir frétta-
mönnum í Tbilisi. Georgía verður
þar með annað lýðveldi Sovétríkj-
anna sem lýsir yfir fullu sjálfstæði á
eftir Eystrasaltsríkinu Litháen.
Gert er ráð fyrir að yfirgnæfandi
meirihluti þingmanna í Georgíu
samþykki sjálfstæðisyfirlýsinguna,
að því er fréttamennirnir höfðu eftir
embættismönnum Gamsakhurdia
þingforseta. -
Gamsakhurdia, sem er fyrrum
andófsmaður og setið hefur í fang-
elsi, er sonur eins þekktasta rithöf-
undar Georgíu. Hann komst til valda
í kosningum í október á síðasta ári
þegar sjötíu ára stjórn kommúnista
lauk.
Fréttamenn segja að tengja megi
sjálfstæðisyfirlýsinguiia því ástandi
sem ríkir umhverfis héraðið Ossetíu.
íbúar í Suður-Ossetíu vilja segja sig
úr Georgíu og í átökum milli þeirra
og Georgíumanna hafa að minnsta
kosti fimmtíu látið lífið á þessu ári.
Einnig er talið að sjálfstæðisyfirlýs-
ingin tengist aðgerðum sovéska
hersins í Tbilisi 9.apríl 1989 þegar
tuttugu georgískir mótmælendur
voru drepnir. Reuter
Kennedy eltist nakinn
við þjónustustúlkumar
deildarþingmanni. Hann er að vísu
ekki sakaður um nauðgun eins og
einn frændi hans heldur á hann að
hafa hlaupið hálfnakinn á eftir þjón-
ustustúlkum á setri sínu í Flórída
þá sömu nótt og konu var nauðgað
þar. Lögreglan rannsakar nú nauðg-
unina en almenningur fær aukinn
áhuga á líferninu í húsinu.
Patrick Kennedy, sonur Edwards,
hefur opinberlega neitað að nokkuð
sé hæft í sögunum sem gestirnir í
húsinu hina sögulegu nótt eru að
breiða út. Meðal gesta var Michelle
nokkur Cassone, þjónustustúlka að
atvinnu. Hún segist hafa haft
Kennedy á hælunum um nóttina og
átt’fótum fjör að launa.
Patrick segir að stúlkan hafi verið
drukkin og viti ekkert hvað hún er
að segja. Casson segist ekki hafa orð-
ið vitni að nauðgun í húsinu en hún
hafi þó séð nakta konu á flótta þaðan.
Reuter
Nýjasta hneykslið innan Kennedy- fangsmeira og nú berast böndin æ
fjölskyldunnar verður stöðugt um- oftar að Edward Kennedy öldunga-
Edward Kennedy er enn flæktur i hneykslismál. Patrick, sonur hans, reynir
að bera sakir af föður sínum en það virðist koma fyrir litið. Símamynd Reuter
GRvCNI
SÍMINN
FYRIR LANDSBYGGÐINA
Við hjá DV höfum ákveðið að taka í notkun
svokölluð GRÆN NÚMER sem er ný þjónusta hjá
Pósti og síma.
Ef þú, lesandi góður, hringir í þessi númer greiðir
þú aðeins gjald fyrir staðarsímtal eða gjaldflokk 1.
DV, sem er rétthafi GRÆNA NÚMERSINS, greiðir
hins vegar langlínugjaldið. Það er því sama hvaðan
af landinu þú hringir, þú munt ætíð bera
lágmarkskostnað vegna símtalsins.
Þjónusta GRÆNA SlMANS verður eingöngu ætluð
vegna áskriftar og smáauglýsinga.
ÁSKRIFTARSÍMINN:
99-6270
SMÁAUGLÝSINGASlMINN:
99-6272
ea síminn tsa
-talandi dæmi um þjónustu!
Eyðnisjúkur læknir
skar upp
þúsund sjúklinga
Um þúsund sjúklingar af bresku
sjúkrahúsi fá senn vitneskju um að
eyðnisjúkur læknir hafi skorið þá
upp. Læknar á sjúkrahúsinu segja
að likurnar á að sjúklingarnir hafi
smitast séu að vísu litlar en samt er
ekki hægt að útiloka að einhver
þeirra gangi nú með eyðniveiruna.
Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa
ákveðið að senda alla sjúklingana í
eyönipróf og þeim verður veitt þjón-
usta sálfræðings. Meðan umræddur
læknir var við vinnu skar hann eink-
um upp konur. Yfirvöld vilja hvorki
segja hver hann er né hvar hann
starfaði en þó er vitað að það var við
sjúkrahús á Norður-Englandi.
Upp komst að læknirinn væri
eyðnisjúkur þann 6. mars. Eftir það
hafa stjórnendur sjúkrahússins farið
yfir skýrslur til að finna út hvaða
sjúklinga læknirinn skar upp. Þeir
verða látnir vita af stöðu mála á
næstudögum. Reuter
Slysavarnadeildin Ingólfur, Reykjavík
Aðalfundur 1991
Fundurinn verður haldinn 18. apríl næstkomandi.
Fundarstaður er skólaskipið Sæbjörg við Norðurgarð.
Fundurinn hefst kl. 20.00 stundvíslega.
Dagskrá fundarins mun liggja frammi
á skrifstofu Slysavarnafélags íslands
að Grandagarði 14, félögum til sýnis,
viku fyrir aðalfund.
Stjórn Slysavarnadeildarinnar Ingólfs
SLYSAVARNAOEILDIN
INGÓLFUR