Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1991, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1991, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91J27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun'ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Veruleikinn er betri Lífseig er sú skoðun meðal manna, sem eiga að vita betur, að kenningar séu betri en raunveruleiki. Er þó markmið raunvísinda falið í að komast að raunveruleik- anum. Kenningar gagnast við upphaf tilrauna til að komast að raunveruleika, en koma ekki í stað hans. Ef við viljum komast að raun um, hversu góðar eru mismunandi aðferðir við skoðanakannanir, ber okkur fyrst og fremst að líta á reynsluna. Hún sýnir, að kenn- ingar úr stærra og flóknara þjóðfélagi eins og Bandaríkj- unum gilda ekki að fullu og óbreyttu hér á landi. Hér dugir minna úrtak til að ná yfirsýn yfir helztu línur, af því að fjölbreytni skoðana er minni hér á landi. 600 manna úrtak er gott til að fá yfirsýn yfir helztu línur í stjórnmálum, en 1200 manna úrtak nægir ekki til að spá þingmannatölu í öllum kjördæmum landsins. Hér á landi er shninn betra tæki til að ná til fólks en hann er í Bandaríkjunum, þar sem stéttaskipting er mun meiri en hér á landi og flutningar fólks meiri en hér. Þess vegna hefur síminn reynzt vel hér á landi, í samanburði við þjóðskrá, þegar úrtak er valið. Þessari umræðu hefur nokkrum sinnum skotið upp hér á landi, einkum þegar til skjalanna koma nýir menn, sem ekki hafa fylgzt nógu vel með. Þeir einblína á kenn- ingar upp úr bandarískum heimi, en átta sig síður á að hér á landi er áratuga reynsla í skoðanakönnunum. Einn slíkur birtist á þremur síðum Morgunblaðsins á sunnudaginn. Þar er enn einu sinni fullyrt, að 1200 manna úrtak sé hæfilegt og að þjóðskrárúrtak sé betra en símaúrtak. Ennfremur, að kannanir Félagsvísinda- stofnunar háskólans séu betri en kannanir annarra. Áratuga reynsla er hér á landi fyrir allt öðru. George Gallup sagði eitt sinn, að bezti mælikvarðinn á ná- kvæmni í aðferðafræði sé fólginn í að bera niðurstöður könnunar, sem er nálægt kosningum, saman við kosn- ingaúrslitin. Þetta er einfaldlega dómur reynslunnar. Eftir þessari mæliaðferð eru kannanir Félagsvísinda- stofnunar ekki eins frambærilegar og kannanir annarra aðila. Eftir þessari mæliaðferð eru kannanir DV betri en annarra aðila, af því að þær hafa kosningar eftir kosningar sýnt minnst frávik frá kosningaúrslitum. Nokkrir stjórnmálamenn, Morgunblaðið og aðstand- endur Félagsvísindastofnunar hafa lengi haft áhuga á að komið yrði á skipulagi, sem felur í sér, að þær að- ferðir, sem lakar hafa reynzt, fái löggildingu, en ekki hinar, sem betur hafa reynzt. Þessi skoðun er enn á ferð. Ríkt er í mönnum að reyna að skipuleggja allt milli himins og jarðar. Of langt er gengið, þegar reynt er að koma á fót löggildingu ákveðinna vinnubragða í vísind- um, sem hafa reynzt vel vestra, og banni við öðrum slík- um vinnubrögðum, sem hér hafa gefizt enn betur. Sömu aðilar hafa yfirleitt einnig þá skoðun, að banna beri birtingu niðurstaðna í skoðanakönnun í dálítinn tíma fyrir kosningar, til dæmis í eina viku. Slíkt gæfi kosningastjórum flokkanna auðvitað betra tækifæri til að veifa útblásnum hugmyndum um fylgi sinna manna. Rökrétt framhald af slíkri ritskoðun er, að bannaðar verði í fjölmiðlum ýmsar aðrar fréttir, sem hugsanlega gætu haft áhrif á skoðanir fólks og úrslit kosninga. Nið- urstöður skoðanakannana eru eins og hverjar aðrar fréttir, sem geta hugsanlega haft áhrif á gang mála. Sjónarmiðin, sem lýst var á þremur síðum Morgun- blaðins, eru skref í átt til fortíðarmyrkurs, í dulargervi fræðimennsku, en fara á svig við íslenzkan veruleika. Jónas Kristjánsson Sú ríkisstjóm, sem nú situr, ber öll merki vinstri stjórna. Helstu einkennin eru glundroði og sund- urlyndi. Hér á eftir verða rifjuð upp þrjú mál sem einstakir ráðherrar og stuðningsmenn stjórnarinnar á þingi hafa deilt um að undanfornu. Jafnframt verður bent á hvemig einstakir ráöherrar reyna ávallt að víkja sér undan ábyrgð með því að kenna samráðherrum um mistökin eða ráðast að opinberum stofnun- um sem lögum samkvæmt eiga að gefa ráð og veita aöhald. Ágreiningur um álmálið Iðnaðarráðherra hefur í tíð þess- arar ríkisstjórnar reynt eftir mætti aö fylgja þeirri stefnu sem forverar hans úr Sjálfstæðisflokknum mót- uðu í stóriðjumálum. Þrátt fyrir mikinn fyrirgang hefur hægar géngið í málinu en vonir stóðu til og enn hggja engir endanlegir samningar fyrir. Sjálfumgleði iðn- aðarráðherrans og ótímabærar yfirlýsingar fóra svo í taugar for- sætisráðherrans að sá síðamefndi sá sérstaka ástæðu til á miðstjórn- arfundi Framsóknarflokksins að gagnrýna „sóló“ iðnaðarráð- herrans sem aftur svaraði fyrir sig með því að rifja upp alþekktan Ólafur Ragnar Grímsson og Steingrímur Hermannsson. „Þessir tveir ráðherrar bera ábyrgðina á hækkandi raunvöxtum...“ segir meðal annars í greininni. Viðskilnaður vinstri stjórnar minnisbrest forsætisráðherrans. Frá því að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tók við hefur verið ljóst að nokkrir þingmenn Alþýðu- bandalagsins legðust gegn áform- um um byggingu nýs álvers. Á síö- ustu dögum þingsins tókst Hjörleifi Guttormssyni að koma í veg fyrir að Alþingi samþykkti þingsálykt- unartillögu um áframhald við- ræðna. Bæði forsætisráðherra og íjármálaráðherra lýstu því raunar yfir að tillagan væri þarflaus, þótt iðnaðarráðherrann legði meginá- herslu á að tillagan yrði samþykkt. Þannig kennir forsætisráðherrann iðnaðarráðherranum um árang- ursleysið en leggur á sama tíma stein í götu málsins. Abyrgðin á viðræðunum um Evrópska efnahagssvæðið Haustið 1989 höfnuðu stjórnar- flokkarnir þeirri tillögu Sjálfstæð- isflokksins að Alþingi gæfi utanrík- isráðherra sérstakt umboð til við- ræðna um EES á vegum EFTA og EB. Viðræðurnar eru þvi alfarið á vegum ríkisstjórnarinnar og bera utanríkisráðherra og forsætisráö- herra ábyrgð á þeim. Þótt staðan í viðræðunum um EES sé engan veginn Ijós liggur samt fyrir aö EFTA-ríkin (og þ.á m. ísland) hafa fallið frá fjölda fyrir- vara sem gerðir voru í upphafl. Markvisst er stefnt aö því að lög- leiöa í EFTA-ríkjunum u.þ.b. 1400 réttargjörninga sem jafngilda 11.000 blaösíðum í íslenska laga- safninu. Samkvæmt skýrslu utan- ríkisráðherra um stöðuna í viðræð- unum er gert ráð fyrir að sameigin- legir aðilar íjalli um túlkun og framkvæmd sameiginlegra leik- reglna. Ekkert neitunarvald er hjá einstökum ríkjum en grípa má til öryggisákvæöa og sker dómstóll úr um það hvort efni hafi verið til þess að grípa til ákvæöanna. Þá má gera ráð fyrir að dómstólar í EFTA-ríkjunum verði að samræma túlkun sína á EES-reglunum eftir forskrift EES-dómstóls. Grundvöll- ur leikreglna EES era lög og reglur EB sem EFTA-ríkin hafa haft lítil áhrif á. Ekki er tímabært að slá neinu föstu um framhald EES-viðræðn- anna. Þáð liggiir sámt fyrir áö stað- Kjallaiiim Friðrik Sophusson alþm. og varaformaöur Sjálfstæöisflokksins stjómin skilar af sér, er ekki í neinu samræmi við þann áróður, sem Fraihsóknarflokkur og Al- þýðubandalag hafa uppi til að gera sem minnst úr framvindu málsins og breiða yfir ábyrgð sína á viðræð- unum. Vaxtaverkir ríkisstjórnarinnar Fá mál hafa veriö oftar rædd í ríkisstjórninni en vaxtamálin. Menntamálaráöherra sagði í við- tali við Þjóðviljann fyrir skömmu að vaxtámálin hefðu verið rædd a.m.k. á fimmtíu fundum í ríkis- stjórn. Að undanfórnu hafa raun- vextir farið hækkandi og er þaö í samræmi við spár Seðlabankans og Þjóöhagsstofnunar sem bent hafa á þá staðreynd að mikil og sívaxandi lánsíjárþörf ríkisins á innlendum lánsíjármarkaði hljóti að leiða til raunvaxtahækkunar. Undir þetta hefur viðskiptaráð- herrann tekið en hann er yfirmað- ur bánkámálá 1 óg fýrrum þjóö- hagstofustjóri. í viðleitni sinni til að skjóta sér undan ábyrgð á efnahagsstjórninni hefur forsætisráðherrann ráðist á Seðlabankann og kallað skýrslu, sem viðskiptaráðherra lagði fram á þingi, hneyksh. Forsætisráðherra hefur gengið svo langt í tvískinn- ungi sínum að hkja einstökum þingmönnum Framsóknarflokks- ins í bankaráðum við þræla þegar bankaráðin hafa neyðst til að hækka vexti vegna vaxtahækkana á ríkisskuldabréfum. Dyggasti undirleikari forsætisráðherrans í vaxtasöngnum er auðvitað fjár- málaráðherrann sem rekið hefur ríkissjóð með slíkum halla að ríkið tekur að láni tvær krónur af hverj- um þremur sem til faha með nýjum sparnaði landsmanna á þessu ári. Þessir tveir ráðherrar bera ábyrgð- þeir kjósi að kenna öðrum um. Dómur kjósenda Hér hefur aðeins verið minnst lauslega á þijú deilumál í ríkis- stjóminni. Nefna mætti fjölmörg önnur til sögunnar. Alvarlegust er þó sú työfeldni sem kemur fram hjá ráðherranum. Sérstaklega þeg- ar þeir ráðast með offorsi á þær stofnanir sem Alþingi hefur sett á laggirnar tii aö gefa ráð og veita aðhald ef þeim líkar ekki svör eða álit stofnananna. Kjósenduryita hins vegar að ráð- herrar í fráfárandi ríkisstjórn geta ekki firrt siá' ábyrgð af þeim mis- tökum sem gerð hafa verið á und- anfórnum arum - allra síst ráð- herrar þess flokks sem nú hefur veriö yið völd í tvo áratugi sam- fleytt. í kosningunum 20. apríl geta kjósendur sagt áht sitt á viðskhn- aði vinstri stjórnarinnar meö at- kvæðaseðlinum. Þann dóm getur ríkisstjómin ekki flúið. Friðrik'Söþhússon „Kjósendur vita hins vegar að ráð- herrár 1 fráfarandi ríkisstjórn geta ekki firrt sig ábyrgð af þeim mistökum sem gerð hafa verið á undanförnum árum - allr a síst ráðherrár þess flokks sem nú hefur verið við völd í tvo áratugi samfleytt.“ an í viðræðunum, þegar ríkis- ina á hækkandi raunvöxtum, þótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.