Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1991, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991.
Fréttir
Flutningur Hafskipsmálsins hófst í morgun í Hæstarétti:
Málf lyfjendur tala í
minnst níu daga
- hluti af ákæru hefur verið felldur niður
Málflutningur hófst í Hæstarétti í
hinu umfangsmikla Hafskipsmáli
klukkan níu í morgun. Páll Arnór
Pálsson, sérstakur saksóknari, hóf
þá sóknarræðu sína og er gert ráð
fyrir aö ræða hans muni taka um
þrjá daga. Eftir það taka verjendur
þeirra Björgólfs Guðmundssonar,
Ragnars Kjartanssonar, Páls Braga
Kristjánssonar og Helga Magnússon-
ar til máls hver af öðrum. Stefnt er
að því að málflutningi ljúki þann 19.
apríl.
Fjórmenningarnir voru sýknaðir
að mestu leyti í málinu í Sakadómi
Reykjavíkur í fyrrasumar. Ekki var
áfrýjað í máli 13 annarra sem upp-
haflega voru einnig ákærðir. Páll
Arnór hefur nú fellt hluta af ákær-
unni niður í málinu, það er í máli
þeirra íjögurra sem áfrýjaö var út af.
Snerist það um ákæru á hendur
Björgólfi, Ragnari og Páli Braga um
að hafa gefið rangar upplýsingar á
hlúthafafundi í febrúar árið 1985 um
líklega afkomu Hafskips og blekkt
með því hluthafa og bankastjórn Út-
vegsbankans um líklega rekstraraf-
komu áranna 1984 og 1985. Einnig
hafa verið felld út atriði þar sem
ákært var vegna oftalins verðs skipa-
stóls Hafskipa, vegna vörubretta,
vantalinna skulda vegna Haf-
skips/Hamborg, innlends kostnaðar
um 5 milljónir og oftalinna eigna
vegna ýmissa mála upp á um 5,7
milljónir. Þessu var sleppt.
Það sem hið eiginlega Hafskipsmál
snýst nú að mestu leyti um fyrir
Hæstarétti er ákæra vegna reiknings-
skila milhuppgjörs fyrir fyrstu átta
mánuði ársins 1984, svo og ársreikn-
ings, að undanskildum þeim hðum
sem sleppt var. FíaUað verður um
svokahaða lotun flutningstekna, það
er hvemig tekjum og gjöldum var
skipt upp á einstök tímabil. Einnig
verður tekinn fyrir hður vegna „upp-
hafskostnaðar" í Atlantshafssighng-
um Hafskips. Auk þess veröur fjallað
um gámasamninga sem voru á kaup-
leigusamningi og voru eignfæröir.
Auk ofangreinds verða ýmis smærri
ákæruatriði tekin fyrir.
-ÓTT
Boltafiskur veiddist í Geirlandsá, 13,5 pund:
Meira en hundrað
f iskar komnir á
landíVarmá
Varmá i Hveragerði ber höfuð og
herðar yflr aðrar sjóbirtingsveiðiár
en oft byrjar veiðin þar vel vegna
þess hve áin er hlý.
„Veiðin hefur verið í lagi og eru
komnir á land yflr 100 fiskar í flestum
stærðum," sagði okkar maður á
bökkum Varmár um veiðina um
helgina.
„Sumir hafa veitt vel en aðrir
minna, vissir staðir í ánni hafa gefið
góða veiði,“ sagði tíðindamaðurinn
ennfremur.
Þó ekki séu margir dagar síðan
Varmá var opnuð hafa tugir veiði-
manna rennt í ána, t.d. leikararnir
Siguröur Siguijónsson og Árni
Tryggvason. Þeir veiddu 5 fiska hvor.
„Veiðin í Vatnamótunum hefur
verið rólég síðustu daga en þetta fer
að glæðast, núna eru komnir um 60
fiskar á land. Sá stærsti er 8 pund,“
sagði Óskar Færseth er við spurðum
um Vatnamótin.
„Næsta holl á eftir okkur sem opn-
uðum veiddi 10 fiska og þeir sem
voru að koma heim núna veiddu 7
fiska. Frekar kalt hefur verið þarna
fyrir austan og gæti það valdið
tregðu fisksins til að taka agnið,“
sagði Óskar.
„Veiðin gekk frekar rólega hjá okk-
ur í Geirlandsá, viö fengum 6 fiska
og hann var 6 punda sá stærsti,“
sagði Skúli Ágústsson í Keflavík í
gærkveldi.
„Það var kalt og ekki mikið veiði-
veður mestallan tímann sem við vor-
um. Næsta holl á undan okkur veiddi
17 fiska og hann var 13,5 pund sá
stærsti. Ármótin hafa gefið mest af
fiski,“ sagði Skúli. G.Bender
• Óskar Færseth úr Keflavik með 7 punda fisk sem hann veiddi fyrir
skömmu í Vatnamótunum. DV-mynd G.Bender
DV
Skagstrendingur:
Stefnirátog-
arasmíði hjá
norskum
- kostar 900 milljónir
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkr.:
„Við höfum ekki enn fengið til-
skilin leyfi en erum að ganga frá
gögnum fyrir ráðuneyti, Fisk-
veiðasjóð og viðskiptabanka og
aðra aðiia sem málinu tengjast.
Smíðin getur því hafist strax og
heimildir liggja fyrir,“ sagði
Sveinn Ingólfsson, framkvæmda-
stjóri Skagstrendings hf. hér á
Sauðárkróki, á dögunum i sam-
tali við DV.
Skagstrendingur hefur gert
samkomulag til bráðabirgða við
norska skipasmíðastöð um smíði
á rúmlega 1000 brúttólesta skipi
Gert er ráð fyrir að það kosti full-
búið um 900 milljónir króna.
Forráðamenn Skagstrendings
hafa fullan hug á þessum kaup-
um og munu þá úrelda togarann
Hjörleif og annaðhvort Örvar eða
Arnar og llvtja veiöiheimildirnar
yfir á nýja skipið.
Ekkert varð af kaupum á fær-
eyska rækjutogaranum sem
Skagstrendingur gerði tilboð í
fyrir nokkru.
FáskrúðsQöröur:
Dropiítánaí
lok nám-
skeiðsins
Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði:
Þrettán nemendur útskrifuðust
sem sérhæfðir fiskvinnslumenn
laugardaginn 6. apríl hér á Fá-
skrúösfirði eftir námskeið sem
staðið hefur yfir að undanförnu.
Útskriftin fór fram á Hótel
Austurlandi. Þangað hafði Ha)l-
dór Ásgrímsson sjávarútvegsráð-
herra boðið um 40 manns til
veislu þar sem veitt var áfengi,
auk annarra veitinga.
í dag mælir Dagfari
Stefnuleysið er stef na
Andstæðingar Sjálfstæðisflokks-
ins hafa verið að hamra á því að
undanförnu að Sjálfstæðisflokkur-
inn hafi enga fiskveiðistefnu. Hann
viti ekkert hvað gera eigi í sjávar-
útvegsmálum og landsfundurinn
hafi ekki ályktað annað en að Sjálf-
stæðisflokkurinn taki við sjávarút-
vegsráðuneytinu. Þetta segja and-
stæðingarnir og þetta sögðu spyrl-
arnir í þættinum á sunnudaginn
þar sem Davíð Oddsson sat fyrir
svörum.
í sjálfu sér er þaö umhugsunar-
vert að stjórnmálaflokkarnir séu
að amast við því þótt einhver annar
flokkur hafi ekki stefnu. Maður
hefði haldið að það væri mál hvers
flokks fyrir sig hvort hann byði
fram með einhveija stefnu eöa án
stefnu. Ef Sjálfstæðisflokkurinn
hefur ekki áhuga á aö hafa stefnu
í sjávarútvegsmálum þá ræður
hann því og aörir fiokkar geta ver-
ið ánægöir með að hafa stefnu þótt
Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki
stefnu. Stefnur eru líka óþægilegar
í kosningabaráttu vegna þess að þá
þurfa allir frambjóðendurnir að
muna stefnuna og fara með hana
og geta ruglast í ríminu eða þá að
einhverjir þeirra hafa allt aöra
stefnu. Annað eins hefur komið
fyrir.
Þess yegna er það út af fyrir sig
skynsamlegt hjá sjálfstæðismönn-
um að lýsa ekki yfir neinni sérs-
takri stefnu í þessari undirstööuat-
vinnugrein. Það heldur öllum dyr-
um opnum og hver frambjóðandi
getur verið með sína eigin stefnu.
Davíð sagði reyndar í sjónvarps-
þættinum að innan Sjálfstæðis-
flokksins væru svo margir hags-
munaaðilar úr sjávarútveginum að
þeir þyrftu að koma sér saman og
það mundu þeir gera eftir kosning-
ar með því að marka allsherjar-
sjávarútvegsstefnu og þetta tæki
lengri tíma en svo að hægt væri að
hrista fram svo umfangsmikla
stefnu á nokkrum dögum fyrir
kosningar.
Spyrlarnir í sjónvarpinu voru að
reyna aö gera lítið úr þessum um-
mælum formannsins og spurðu
hvort menn hefðu ekki veriö að
veiða fisk frá örófi alda hér á landi
og hvort Sjálfstæðisflokknum hefði
virkilega ekki unnist tími til á
umliðnum árum og áratugum að
móta stefnu í fiskveiðimálum. Dav-
íð benti réttilega á að sjómenn
væru sífellt að veiða nýja og nýja
fiska og aðalatriðin væru þau aö
menn fengju að fiska og síðan aö
gert yrði að aflanum og ekki síst
þyrfti að koma þessum fiski til
þeirra sem eiga að éta hann. Þetta
er góð stefna og í sjálfu sér alveg
nóg, enda hefði Sjálfstæðisflokkur-
inn ávallt haft fiskveiðistefnu en
það væri nú fyrst sem flokksmenn
hefðu tekið eftir að það er ekki nóg
að hafa fiskveiðistefnu. Flokkurinn
þarf að hafa sjávarútvegsstefnu,
sem er allt annað og meira en fisk-
veiðistefna, og þessu hefðu menn
ekki tekið eftir fyrr en á lands-
fundinum og nú væri það næsta
mál á dagskrá að semja stefnu sem
nær frá því að fiskurinn syndir í
sjónum og allt tii þess að hann ligg-
ur steiktur á diski neytandans.
Það er sem sé ekki nóg að hafa
stefnu um það hvernig fiskurinn
skuli veiddur. Þaö verður einnig
aö liggja fyrir stefna um það hvern-
ig fiskurinn skuli étinn. Kjósendur
geta ekki ætlast til þess að Sjálf-
stæðisflokkurinn fari að upplýsa
það fyrir kosningar hvernig flokk-
urinn vilji að neytendur éti fiskinn.
Það gæti dregið úr kjörfylgi og það
getur jafnvel verið svo að fram-
bjóðendurnir sjálfir komi sér ekki
saman um það hvort steikja eigi
fiskinn, sjóöa hann eða grilla. Þess
vegna er sjávarútvegsstefna ekki
tímabær og Dagfari er viss um að
Sjálfstæðisflokkurinn á eftir að
græöa á því að hafa enga stefnu í
sjávarútvegsmálum. Það er stefna
í því aö hafa ekki stefnu. Það er
stefna í því að leyfa öllum að hafa
sína eigin stefnu.
En á þessu sviði hafa sjálfstæðis-
menn yfirburði yfir aðra flokka. í
stefnuleysinu felst yfirburðastaða
Sjálfstæðisflokksins. Fólk vill ekki
flokka með stefnur. Fólk vill
stefnulausa flokka því þar hefur
hver sína stefnu. Þetta samrýmist
og því grundvallarkjörorði Sjálf-
stæðisflokksins að virða einstakl-
ingsfrelsið og einkaframtakið. Það
er andstætt frelsinu og framtakinu
að klína einhverri stefnu upp ,á
þjóðina, allra síst í málum er varða
alla þjóðina.
Dagfari