Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1991, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1991, Qupperneq 28
28 Ekkert er frítt í heiminum Þær eru margar ranghugmynd- irnar sem fólk gerir sér um Banda- ríkin og lífið þar. Ein af þeim er sú, að ekkert þurfi að greiða fyrir að- gang að sjónvarpi. Því verði menn að gera sér að góðu allt auglýsinga- farganið sem dynur á sjónvarpsá- horfendum á 10-15 mínútna fresti. Þetta er mesti misskilningur sem nú skal reynt að leiðrétta. Til þess að ná góðri mynd verður að vera áskrifandi að svokölluðu kapalsjónvarpi. í Flórída er dreifmg sjónvarpsefnis í höndum fyrirtækis er nefnist Cablevision og selur það áskrift að sjónvarpsstöðvunum hér. Það er að vísu hægt að ná þremur aðalstöðvunum, ABC, NBC og CBS, á stöku stað ef verið er með loft- net. íslendingum þykir kannski ærið og allnokkuð að geta náð þremur stöðvum, sem sjónvarpa allan sólahringinn, fyrir ekki neitt. En það er ekki nema á stöku stað sem hægt er að ná þessum stöðvum þannig að einhver mynd sé á út- sendingunni. T.d. er það ekki hægt þar sem undirrituð býr í Flórída. Er gjarnan kennt um flatlendinu sem hér er. Hins vegar bjuggum við áður í mjög miklu fjalllendi sem er Colorado. Þar var heldur ekki hægt að ná almennilegri mynd og það var þá vegna fjallanna. Þá er starfrækt hér svokallað „menningarsjónvarp11 eða PBS (stendur fyrir Public Broadcasting Service). Hægt er að ná því frítt eins og hinum þremur aðalstöðv- unum. Áhorfendur styrkja þessa stöð með frjálsum framlögum, auk þess sem hin ýmsu fyrirtæki styrkja sýningar og gerð ýmissa þátta. Er það ekki ósvipað og stund- um má sjá á sjónvarpsskerminum heima, að þetta eða hitt fyrirtækið hafi styrkt gerð þessarar myndar. Þessi stöð er fyrsta flokks og hef- ur starfað á Orlandosvæðinu í 25 ár, alltaf með þessu sama sniði. Engar auglýsingar eru á þessari Kjallarinn Anna Bjarnason blaðamaður steð. Þar eru oft þættir eins og í ríkissjónvarpinu íslenska, ýmsir góðir breskir þættir, mikið af flott- um tónlistarþáttum sem þá eru gjarnan sendir út á samsvarandi útvarpsstöð til að hlusta megi í stereó. 'Þessi stöð er eiginlega eins og maður kysi helst að sjónvarpið væri. Auk þess að bjóða upp á fjöl- breytt menningarefni, viðræðu- þætti og fyrsta flokks fréttir er einnig boðið upp á fjölbreytt barna- efni. Er hinn frægi sjónvarpsþáttur Sesami Street runninn undan rifj- um þessarar stöðvar. Allir með kapalkerfisáskrift Þess vegna eru nánast allir áskrifendur að þessu kapalkerfi. Hægt er að kaupa áskrift að 38 stöðvum, sem hægt er að ná í okk- ar sýslu eða fá einungis 34 og sleppa þá bíómyndastöðvunum sem eru fjórar. í fyrrgreinda pakkanum (38 stöðvum) eru aðalstöðvarnar þrjár, ABC, NBC, og CBS, og nú koma þær inn með skýrri og tærri mynd, auk þess fréttastöðin CNN og He- adline News. veðurstöð sem sjón- varpar engu nema veöurfréttum og fréttum tengdu veðri, auk aug- lýsinga, allan sólahringinn. Þá fær maður aðgang að a.m.k. tveimur stöðvum sem eru að selja alls konar varning nærri allan sólahringinn. Ein stöðin sýnir nær eingöngu gamlar klassískar bíómyndir og hefur ekki auglýsingar, a.m.k. ekki í hefðbundnu formi. Auk þess eru íjölmargar stöðvar sem sjónvarpa alls konar. efni, teiknimyndum, íþróttakappleikjum o.s.frv., o.s.frv. Fjórar stöðvar sýna eingöngu bíómyndir og eru ekki auglýsingar í þeim. Hins vegar eru myndirnar endursýndar margsinnis og oft verið að sýna myndir sem sýndar hafa verið í kvikmyndahúsum fyrir 1-2 árum og eru til á öllum mynd- bandaleigum. Ein af þeim stöðvum sem er í kapalkerfispakkanum er svoköliuð C-span stöð. Þar er sjónvarpað beint frá umræðum í Bandaríkja- þingi og frá fréttamannafundum í Hvíta húsinu. Þessi stöð er ákaflega vinsæl hjá þeim sem vilja láta sig þjóðmál einhveiju skipta en trú- lega hefur allur almenningur lítinn áhuga á henni. Engar auglýgingar eru á þessari stöð. Ekkert er ókeypis Og hvað þarf svo að greiða fyrir öll ósköpin? Fyrst og fremst þarf að greiða tengingargjald sem getur verið 25-30 dollarar (1200-1500 ísl. kr.) fyrir hvert hús. Er það gjald óháð því hvort einhver í húsinu hafi áður notað þessa þjónustu. Þetta verður hver og einn að greiða þegar hann hefur viðskipti við Cablevisi- on. Lágmarkspakkinn (með 34 stöðvum) kostar 18,64 (1000 ísl. kr.) á mánuði (með skatti). Greiða verð- ur aukagjald fyrir hvern aukateng- il sem sjónvarpið er tengt við, 3 dollara (174 kr. ísl.) á mánuði. Bíó- stöðvarnar kosta 12 dollara (700 kr. ísl.) á mánuði hver stöð (þær eru fjórar). Stundum er veittur einhver afsláttur ef tekin er meira en ein stöð. Hægt er að kaupa sýningu á ein- stakri mynd ef áhorfendur kjósa. Það kostar í kringum 30 dollara. Þá er myndin sýnd eingöngu fyrir þig. Algengt er að selja þannig ýmsa atburði eins og t.dT heims- meistarakeppni í hnefaleikum. Margir urðu fyrir vonbrigðum þeg- ar Tyson lamdi andstæðing sinn í rot á 90 sekúndum um árið. Menn höfðu greitt 30 dollara fyrir að fá leikinn „beint í æð“ og bjuggust við minnst klukkutíma hasar! Við höfum sem betur fer ekki dottið í þá gryfju að sitja lon og don yfir sjónvarpi allan daginn. Við höfum heldur ekki látið það eftir barnabörnunum þegar þau hafa komið í heimsókn. Margt gott má læra af sjónvarpinu, en ekki nema á það sé horft í miklu hófi. Anna Bjarnson „Þær eru margar ranghugmyndirnar sem fólk gerir sér um Bandaríkin og lífið þar. Ein af þeim er sú, að ekkert þurfi að greiða fyrir aðgang að sjón- varpi.“ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991. uðust fjögur börn. Útför Óla verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Tilkyimingar Kvenfélag Kópavogs Spilað verður í kvöld þriðjudag í félags- heimili Kópavogs. Byrjað verður að spUa kl. 20.30. Allir velkomnir. ITC deildin Harpa heldur reglulegan deildarfund sinn í kvöld kl. 20 að Brautarholti 30. Nánari upplýsingar gefa Ágústa s. 71673 og Guð- rún s. 71249. Fundurinn er öllum opinn. Kvenfélag Seljasóknar Fundur í kvöld, 9. apríl kl. 20.30 í Sóknar- salnum, Skipholti 50a. Kvenfélagið 10 ára. Dagskrá: Saga kvenfélagsins rakin, ýmiskonar skemmtiatriði, veitingar í boði félagsins. Safnadarstarf Breiðholtskirkja: Bænaguðsþjónusta í dag kl. 18.30. Fyrirbænaefnum má koma á framfæri við sóknarprest í viðtalstím- um hans þriðjudaga til fóstudaga kl. 17-18. Dómkirkjan: Fótsnyrting í safnaðar- heimilinu kl. 13-17. Tímapantanir hjá Ástdísi. Hallgrímskirkjá: Fyrirbænaguðsþjón- usta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Kársnessókn: Biblíulestur í safnaðar- heimilinu Borgum í kvöld kl. 20.30. Langholtskirkja: Foreldramorgnar mið- vikudag kl. 10 f.h. í umsjón Sigrúnar E. Hákonardóttur. Starf fyrir 10 ára og eldri miðvikudaga kl. 17. Þór Hauksson og Óskar Ingi Ingason leiða starfiö. Seltjarnarneskirkja: Opið hús fyrir for- eldra ungra bama kl. 15. Seljakirkja: Mömmumorgunn. Opið hús kl. 10. Leiðrétting Sú villa læddist inn í frásögn af stööu samninga sjómanna á Aust- flöröum að sagt var aö sjómönnum á Djúpavogi hefði verið sagt upp störfum. Það er hins vegar ekki rétt heldur sögðu þeir sjálfir upp störfum til að knýja á um hækkun heimal- öndunarálags. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á þessari mis- sögn. -J.Mar Aukablað Tækni á morgun DV-Tækni er sérstakt aukablað sem fylgir DV á morgun. í blaðinu verður Qallað um tækni og vísindi á breiðum grund- velli, sérstaklega nýjustu tækni dagsins i dag í atvinnurekstri, í dagiegum störfum og leik, á heimilum o.fl. Sérstöku Ijósi mun verða beint að almennum einkatölvunot- endum. Leitast verður við að upplýsa um tölvur, jaðartæki, hugbúnað og annan búnað sem fólk, sem notar tölvur, þarf á að halda. Eins og í DV-Tækni í fýrra mun áhersla verða lögð á stuttar, hnitmiðaðar greinar á mæltu máli sem notendur skilja eins vel og tæknimenn. TÆKNI á morgun Andlát Garðar Benediktsson, fyrrverandi brunavörður, Hjallabraut 33, Hafn- arfirði, andaðist sunnudaginn 7. apríl. Sigríður Elísabet Guðmundsdóttir, áður til heimilis á Hjaltabakka 12, andaöist á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi laugardaginn 6. apríl. Gústaf Kristiansen pípulagninga- maður, Stóragerði 28, andaðist á heimili sínu aðfaranótt 7. apríl. Ragna Elísabet Wendel hjúkrunar- kona, Einimel 19, Reykjavík, andað- ist í Landakotsspítala mánudaginn 8. apríl. Sigurborg Sumarlína Jónsdóttir, frá Suðureyri, Súgandafirði, lést 6. apríl. Þórunn Jónína Hafþórsdóttir, Brekkulæk 4, andaðist á barnadeild Landspítalans sunnudaginn 7. apríl. Lárus Harry Eggertsson, Sólvalla- götu 45, lést sunnudaginn 7. apríl. Jarðarfarir Jarþrúður Þorláksdóttir, Grænuhlíð 4, Reykjavík, sem lést 1. apríl sl., verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 10. apríl kl. 15. Jónas Eggertsson bóksali, Heiðarbæ 4, Reykjavík, sem lést í Landakots- spítala 1. apríl, verður jarðsettur frá Arbæjarkirkju föstudaginn 12. apríl kl. 13.30. Sigurður Jónasson, Háagerði 57, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 11. apríl 'kl. 13.30. Stefán Þorvarðsson skipasmiður, Hrauntungu 63, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 10. apríl kl. 10.30. Óli M. Andreasson lést 30. mars. Hann fæddist í Vestmannaeyjum 27. nóvember 1934. Foreldrar hans voru Guðbjörg Oktavía Sigurðardóttir og Andreas Ansgar Joensen. Óli starf- aði síðustu 30 árin í efnalauginni Björg. Eftirlifandi eiginkona hans er Nína Sveinsdóttir. Þaú hjónin eign- Leikhús LlLillllÍilllij m ÍLMlliÍkil>17:l IrrltTlrrllúÉ'fl liiffliriira miia a HilBiBlj Líl«hÍ!5 jO IJULiElLwjy: Leikfélag Akureyrar Söngleikurinn KYSSTU MIG, KATA! eftir Samuel og Beílu Spewack Tónlist og söngtextar eftir Cole Porter Þýðing: Böðvar Guðmundsson Leikstjðrn: Þórunn Sigurðardóttir Leikmynd og búningar: Una Collins Tónlístarstjórn. Jakob Frímann Magnússon Dansar: Nanette Nelms Lýsing: Ingvar Björnsson Föstud. 12. apríl kl. 20.30. Laugard. 13. april kl. 15.00. Laugard. 13. april kl. 20.30. Sunnud. 14. april kl. 20.30. Föstud. 19. april kl. 20.30. Sunnud. 21. april kl. 20.30. Laugard. 27. april kl. 20.30. Sunnud. 28. april kl. 20.30. Þriðjud. 30. april kl. 20.30. Skrúðs- bóndinn Miðvikud. 24. aprll kl. 21, frumsýn- ing. 2. sýn. fimmtud. 25. april kl. 21. 3. sýn. föstud. 26. april kl. 21. Aðgöngiimiðasala: 96-2 40 73. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga kl. 14-20.30. MUNIÐ PAKKAFERÐIR FLUGLEIÐA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.