Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1991, Page 1
Menntamálaráðuneytið dreifir 12 síðna kosningabækllngi í lit:
Ný afrekaskrá Svavars
kostar a aðra milljon
- meðal annars dreift á framboðsfundum Alþýðubandalags - forsætisráðherra einnig með bækling - sjá bls. 2
—------
< T
♦ -
'AX
---------------------------------------------------------------------- '
Armenska
konan á góð-
um batavegi
-sjábls.5
Úrslit Ford-
keppninnar
um helgina
-sjábls.3
w
&
vfirlit
ii<a urns.i ns^41)1
Hafskipsmál:
Málflutning-
ur í níu daga
-sjábls.4
Kennedy
eltistnakinn
við þjónustu-
stúlkur
-sjábls.9
Utgefnir bæklingar frá ráðuneytunum, sem unnir eru af pólitískum starfsmönnum þeirra fyrir kosningar, verða alltaf fleiri. í kjölfar bæklings frá fjármála-
ráðherra, heillar bókar frá samgönguráðherra, bæklings um LÍN og tveggja rándýrra auglýsingaherferða frá menntamálaráðherra hefur sá síðastnefndi
sett afrekaskrá sína í umferð undir nafninu „Skilabréf ’91“. Forsætisráðherra lumar síðan á bæklingi um verk sín í tíð núverandi ríkisstjórnar. Saman-
lagt nemur kostnaðurinn við þessa útgáfu, á kostnað skattborgaranna, vel á tólftu milljón króna. DV-mynd GVA
Bein llna DV í kvöld:
Steingrímur Hermannsson
situr f yrir svörum
Steingrímur Hermannsson.
Steingrímur Hermannsson, for-
maður Framsóknarflokksins,
verður á beinni línu DV í kvöld.
Steingrímur verður á ritstjórn DV
klukkan 19.30-21.30 og mun þá
svara fyrirspurnum lesenda sem
hringa í síma 27022.
Mikil þátttaka hefur verið á
beinni línu DV þar sem lesendum
býðst að leggja spurningar fyrir
foringja stjórnmálaílokkanna.
Brýnum við mjög fyrir lesendum
að vera stuttorðir og gagnorðir þeg-
ar þeir leggja spurningar fyrir
Steingrím. Að öðrum kosti er hætta
á að margir fyrirspyijendur komist
ekki að. Mikilvægt er að hver
hringjandi spyrji aðeins einnar
spurningar í einum lið sem fjallað
getur um stefnumál Framsóknar-
flokksins og hræringarnar í pólit-
íkinni í dag. Á beinni línu gefast
oft tilefni til oröaskipta en hringj-
endur eru vinsamlegast beðnir um
að halda sig við spumingarnar.
Steingrímur Hermannsson hefur
leitt ríkisstjórn frá haustinu 1988
en frá kosningum 1987 til stjórnar-
. slita 1988 var hann utanríkisráð-
herra í stjórn Þorsteins Pálssonar.
Auk forsætisráðuneytisins er sjáv-
arútvegsráðuneyti og heilbrigðis-
og tryggingaráðuneyti nú stjórnað
af framsóknarráðherrum.
Spurningar lesenda og svör
Steingríms birtast í DV á morgun.
-hlh