Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1991, Blaðsíða 14
14 Spumingin MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1991. Áttu þér draum? Kristín Sigtryggsdóttir söngkona: Já, en það er mitt leyndarmál. Ingvar Þorgilsson flugstjóri: Það held ég ekki, ég er fyrir löngu hættur að hugsa um það. Kolbrún Olgeirsdóttir kennari: Já, að friður komist á í heiminum. Helga Lauridsen: Já, aö fá góða vinnu. Birgir Jóhannesson atvinnurekandi: Já, það eiga allir sina drauma en ég vil halda mínum fyrir mig. Eyrún Einarsdóttir nemi: Já, en ég myndi aldrei þora að segja frá hon- um. Lesendur Skautasvellið 1 Laugardal: Lokarvegna sumarhita! Frá skautasvellinu í Laugardal. - Allt til tyrirmyndar, en „sumarhitar" hamla heilsárs starfsemi. Samkvæmisdans ersjónvarpsefni Ingimar skrifar: Eg var einn þeirra sem fagnaði innilega þegar skautasvellið í Laug- ardal tók til starfa. Þetta var búinn að vera langþráður draumur hjá þó nokkuð mörgum hér. Að vísu eru ekki margir fullorönir sem stunda skautaferðir hér í Reykjavík, en þeir sem það gera láta ekki standa á sér að mæta. - Hins vegar eru flestir krakkar og unglingar sem prófa sig áfram einhvern tíma á yngri árum og halda þessu svo við þegar nú er komið gott svell eins og er í Laugar- dalnum. Nú hef ég margsinnis farið á skauta í Laugardalnum og þar er allt til fyr- irmyndar, gott og vel við haldið svell- ið, góð aðstaða til að skipta um skó, bekkir, snyrtiaðstaöa og það sem meira er, og oft sjaldgæft um svona opinbera staði, næg bílastæði. - Sem sé; allt til fyrirmyndar. En þá kemur babb í bátinn. Skauta- svelliö er að loka núna um næstu helgi, 14. eða 15. apríl. Þetta er bæði synd og skömm. Ég fékk þá skýringu er ég grennslaðist fyrir um þetta, að staðreyndin væri sú að lokunina mætti eiginlega rekja til sumarhit- anna sem framundan eru. - Tækni- legar aðstæður leyfðu ekki að halda svellinu í formi þegar sól skini stöð- ugt. Mér finnst afar einkennilegt að ekki skuli vera hægt að halda uppi skautasvelli, þótt úti sé, hér norður á íslandi að sumri til. Ég man ekki Hafliði Magnússon skrifar. Það er víðar en í textum dægurlag- anna sem brugðið er fyrir sig enskublönduðu málskrúði. Auk plötusnúðanna sjálfra ber mest á tveimur hópum í viðtölum t.d. á út- varpsstöðunum - nefnilega popp- hljómlistarmönnum og menntafólki. Ég hef gert mér til gamans langan lista af erlendum málperlum, tíndum upp úr íslenskum útvarpsstöðvum. Nokkuð sem er óskiljanlegt venju- legu alþýðufólki, sem aðeins talar sitt „ástkæra ilhýra mál“, sem sumir Jóhanna Sigurðardóttir skrifar: Um daginn brá ég mér í snyrtivöru- ' verslun þar sem ég hafði heyrt að selt væri mjög gott ilmvatn (ótil- greint að sjálfsögðu). Ilmvötn eru mjög dýr vara og það er því dýrt spaug ef maður kaupir sér ilmvatn fyrir nokkur þúsund krónur og líkar það svo alls ekki. Því vill maður yfirleitt fá prufu af ilm- vatninu til að maður geti athugað hvort manni líkar það. Eg spurði því . um prufu af þessu tiltekna ilmvatni, en fékk þau svör að engar prufur væru til. Hins vegar væri til sölu í sérstökum pakkningum klútur frá enn ööru snyrtivörufyrirtæki og lítið ilmvatnsglas fylgdi með. Verðið átti að vera rúmar 500 krónur. Mér þótti þetta dýrt þar sem klút- urinn er agnarsmár, varla stærri en 20 x 20 cm. Ilmvatnsglasið var einnig agnarsmátt, í svipaðri stærð og pruf- ur eru yfirleitt. Eg varð því að gera mér að góðu að borga rúmar 500 krónur, þó að ég heföi ekkert með klútinn að gera. Mér þótti afgreiðslu- stúlkan líka vera óvenju hranaleg í viðmóti. Það er því miður alltof al- gengt að afgreiðslufólk í snyrtivöru- verslunum sé ekki nógu lipurt við afgreiðsluna. betur en að víða erlendis séu skauta- svell úti undir berum himni allt árið, og ég þykist muna, að t.d. í New York, á miðri Manhattaneyju sé skauta- svell í miðborginni opiö almenningi allt árið. Ég vona bara að þetta sé ekki slíkur tækniþröskuldur hér, að ekki verði hægt að halda skautasvell- inu opnu í sumar. - Þá er einmitt veður til að fara á skauta. viðmælendanna segjast bera svo mjög fyrir brjósti, a.m.k. í orði. Ég hef ekki tök á að birta þennan lista hér, þótt ástæða væri til, en tek hér fáein orð af íslenskum plötum: frík - energy - blús - blúsaður - lún- aður - sexafíl - nóið - sjóið - dressið - stressið, og svona mætti lengi halda áfram. En svo ég vitni í grein Magnúsar Kjartanssonar í DV nýlega, sem íjall- aði um ósk um afnám virðisauka- skatts af íslenskri hljómlist, þá er það sjálfsagt réttlætismál. En þar sem Að sjálfsögðu hefði ég getaö sleppt því að kaupa þessa pakkningu en mig langaði aö prófa ilmvatnið. Ég hafði hreinlega ekki efni á að kaupa mér ilmvatnsglas af eðlilegri stærð. Þetta fannst mér ansi hart og mér finnst að verslanir ættu að sjá sóma sinn í að eiga eitthvað til af prufum. Lesendasíða DV hafði samband við umsjónarmann á skautasvelli Laug- ardals og staðfesti hann að loka ætti svellinu um næstu helgi. Opnað yrði aftur 1. nóv. Hann vildi þó ekki þver- taka fyrir, að e.t.v. yrði opnað eitt- hvað fyrr ef veðrátta gæfi tilefni til, þ.e. með kaldari tíð. vitnað er um leið í málfar og menn- ingu, hlýtur maður að gera einhverj- ar kröfur til textagerðarmanna. Eða kannski vægar orðaö; maður ber fram óskir um að þeir reyni að vanda betur vinnu sína. Ég trúi því varla, að þeir séu orön- ir svo háðir erlendum áhrifum, að þeir komi ekki saman íslenskum texta við þriggja mínútna lag, án þess að sletta þar stórum hluta á ensku. - Ljóðagerð sumra verður sjálfsagt ekki löguð að öðru leyti. Hún er aö mestu leyti farin í vaskinn. Þegar maður er á ferð erlendis og bregður sér í snyrtivörubúð fer maö- ur oftast út hlaðinn alls kyns prufum sem manni eru afhentar ókeypis. Hér á íslandi virðist allt öðru máli gegna og er tiltekin verslun ekkert eins- dæmi hvað þetta varðar. G.J. skrifar: Ástæða þess að ég skrifa er sú, að íjölmiðlar hafa lengi sýnt tölu- vert áhugaleysi fyrir keppni í samkvæmisdönsum, sem þó er orðin ijölmenn íþrótt hér á landi sem annars staðar. Bæði börn og fullorðnir æfa samkvæmisdans af mikilli alvöru, oft í viku undir stjórn þjálfara og kennara bæði í einka- og hóptimum. Oftar en ekki er mjög spenn- andi að fylgjast með keppnum, og eru keppnisstaðir yfirleitt troðfullir þótt keppni standi í tvo heila daga. Ég veit að ég tala fyr- ir munn margra þegar ég skora á fjölmiðla að fullnægja þörfum fréttaþyrstra dansáhugamanna og láta okkur sitja við sama borð og áhugafólk um aðrar íþrótta- greinar, og birta úrslit i A, B, og C-riðlum allra aldurshópa, svo og myndir og viðtöl viö sigurvegara. Þetta er líka úrvals sjónvarps- efni. Arðránmeð lagasetningu Guðni Daníelsson skrifar: Mér hefur oft verið hugsaö til ummæla sumra alþingismanna. í útvarpsumræðu frá Alþingi, að mig mínnir árið 1988, hrópaði Karl Steinar alþm. yfir landslýð, aö við stæðum á rústum sjávarút- vegsins, þegar verið var að selja síðustu togarana frá Suðurnesj- um. Þannig standa alþingismenn gapandi af undrun yfir afleiðing- um eigin gerða. - Karl Steinar og hans flokkur stóðu þó í forsvari fyrir því að aröránið yrði verndað með lagasetningu á þingi árið 1979. Það varð þeim ekki erfiður hjalli að stiga yfir. Aðeins einn mann heyrði ég mæla gegn ódæðinu í útvarpsum- ræðum, Lúðvík Jósefsson, ogstóö hann þar einn á báti. Meira aö segja stóð allt hans lið gegn hon- um í atkvæðagreiðslu um málið. Hlífum börnunum viðvinstristjórn- um Þórður Pálsson hringdi: Sameiginlegur sjóður okkar aUra, ríkissjóður, er duglegur að auglýsa hugmyndir ráðherra Al- þýðubandalagsíns. Af öllu ófor- skömmuðu þykja mér þó verstar auglýsingar rikissjóðs þar sem saklausum börnum er teflt fram til varnar ofeyöslustefnu vinstri stjórnarinnar. Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar hefur eytt miHjörð- um í hrossakaup og fjármagnað brallið með því að soga til sín innlendan sparnað í skjólí há- vaxtastefnu. Afleiðing þessa er svo sú, að atvinnulífið er í fjár- svelti og skuldabyröi barnanna þyngist. - Landsmenn verða að veita ríkisstjórninni hirtingu í kosningunu, annars bíður barna okkar ekkert annað en gjaldfalln- ir kosningavíxlar og illa launuö störf hjá ríkinu. Fáránlegfrum- sýning! Guðný hringdi: Nýlega var auglýst á Stöð 2 frumsýning kvikmyndarinnar, Konan sem hvarf. Myndin átti m.a. að vera litmynd með leikur- unum Angelu Lancbury og Elliot Gould. Þegar til kom var svo sýnd gömul, svart/hvít mynd þar sem voru allt aðrir leikarar en þeir sem auglýstir voru. Ég, og áreiðanlega margir aðrir, varð mjög vonsvikin og ekkert var tilkynnt um þessi mistök, Ég bíð hins vegar spennt eftir mynd- Jnni með réttu leikurunum. Þangaö til verð ég að telja svart/hvítu myndina „fáránlega frumsýningu“. Vaskur og lagatextar Prufur til sölu? ... og svo er lika hægt að fá prufu á úlnliöinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.