Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1991, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1991, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR lOaAERÍL 1991. 39 kvöldi. Hér skiptast þeir á fúkyrðum, Guðjón Skúlason, ÍBK, fyrir miðri mynd og Njarðvíkingurinn Rondey Robinson, lengst til hægri. Áhorfendur, 1500 tals- a. Hreinn úrslitaleikur liðanna fer fram í Njarðvík annað kvöld og þá verður barist til þrautar um íslandsmeistaratitilinn. DV-mynd S þrautar leiknum inn úrslitaleikur á morgun í Njarðvík breikka bilið og í lokin var munurinn orðinn tíu stig. Njarðvíkingar sterkir Njarðvíkingar voru ánægðir með sigur- inn og lái þeim hver sem vill. Þeir léku skínandi vel og Teitur Örlygsson var frábær. Kristinn Einarsson átti einnig einn sinn besta leik til þessa og Rondey Robinson var liðinu drjúgur. Hann skoraði aö vísu óvenjulitið en hirti 17 fráköst. Loks var Gunnar Örlygsson traustur. Afdrifarík mistök Keflvíkinga Keflvíkingar léku vel þrátt fyrir ósigur- inn og Tairone Thornton lék sinn besta leik fyrir ÍBK. Einnig var Jón Kr. Gísla- son mjög drjúgur og Sigurður Ingi- mundarson einnig. Annars gerðu Kefl- víkingar afdrifarík mistök í leiknum. Þegar Njarðvíkingar voru komnir í slæm villuvandræði reyndu þeir of mikið af þriggja stiga skotum í stað þess að brjótast i gegnum vörn Njarð- víkinga og freista þess að koma mönn- um af velli með 5 villur. • Stig ÍBK: Tairone Thornton 22, Sig- urður Ingimundarson 16, Falur Harðar- son 14, Jón Kr. Gíslason 13, Guðjón Skúlason 10, Albert Óskarsson 4 og Júlíus Friðriksson 2. • Stig UMFN: Teitur Örlygsson 27, Kristinn Einarsson 19, Rondey Robin- son 14, ísak Tómasson 11, Gunnar Örl- ygsson 9, Friðrik Ragnarsson 7, og Hreiðar Hreiðarsson 4. • Leikinn dæmdu Jón Otti Ólafsson og Kristinn Albertsson og stóðu sig frá- bærlega vel. Er vart við öðru að búast en þeir dæmi úrslitaleikinn sem eftir er. • Bandarikjamennirnir Rondey Robinson, til vinstri, og Tairone Thornton, börðust hart í leiknum i Keflavík i gærkvöldi. Hér sjást þeir kljást um knött- inn og virðist Thornton hafa betur. DV-mynd S Íþróttir Handknattleikur: Útlitið svart hjá KR-ingum Útlitið er orðið biksvart hjá KR-ingum í fallkeppni 1. deildar í handknattleik eftir 18-23 tap gegn Selfyssingum í Laugardals- höll í gærkvöldi. Fátt virðist nú geta konúð í vegfyrir að KR-mgar falli í 2. deild en liðið vermir nú botnsætið. í leiknum í gærkvöldi áttu KR- ingar aldrei möguleika, Selfyss- ingar voru 2-3 mörk yíir allan leikinn og sigur þeirra var örugg- ur. Ólafur Einarsson, markvörð- ur Selfyssinga, lék þeirra best og varði meðal annars tvö vítaköst. • Mörk KR: Konráð 6/1, Sig- urður 5/1, Páll 4, Björgvin 1, Guð- mundur 1 og Willum 1. • Mörk Selfoss: Einar G. 5, Gústaf 5/1, Sigurður 4, Einar G. Sig. 4/1, Stefán 3, og Sigurjón 2. • Staðan í fallkeppninni er þessi: KA...... 6 3 1 2 151-135 9 Fram.... 6 3 2 1 127-128 8 Selfoss. 6 4 0,2 135-129 8 Grótta.. 6 3 1 2 146-141 8 ÍR...... 6 2 1 3 135-144 5 KR...... 6 0 1 5 127-144 5 -SK/KG Framstúlkur í toppsætið Fram vann FH í 1. deild kvenna í handknattleik í Laugardalshöll í gærkvoldi með 23 mörkum gegn 15. Staðan í leikhléi var 12-8, Fram i vil. Með sigrinum náðu Framstúlkur toppsætinu í deild- inni og hafa nú eins stigs forskot á Stjörnuna. Liðin hafa leikið jafiimarga leiki. • Mörk Fram: Hafdís 8, Guð- riður 8/4, Inga Huld 3, Ósk 1, Sigr- ún l, Ingunn l og Arna 1. • Mörk FH: Björg 6, María 2, Rut 2, Helga Lea 1, Hildur 1, Eva 1, Arndís 1 og Kristín 1. -SK/ÁBS m Tómas higi Tómasson, knatt- spyrnumaður frá Vestmannaeyj- um, sem nú leikur með FC Berlín í Þýskalandi, gekkst undir aðgerð á hné i fyrradag. Hann varð fyrir meiðslum í fyrsta leik sínum með liöinu í síðasta mánuði og hefur ekkert spilað síöan. Aðgerðin heppnaðist vel og Tómas Ingi ætti að geta byijað að æfa á ný i næstu viku, en óttast var að hann þyrfti að fara í uppskurð og þá hefði keppnistimabilinu verið lokíð hjá honum ytra. -VS Aðalstjórn Ungmennafélags Njarðvíkur og forráðamenn körfuknattleiksdeildar félagsins hafa sent frá sér eftirfarandi yfxr- lýsingu: „Aðalstjórn UMFN og forráða- menn körfuknattleiksdeildar UMFN harma þá eftirmála sem urðu eftir leik UMFN og ÍBK í úrslitakeppni KKÍ, laugardaginn 6. apríl síðastliðinn. í hita leiks er oft margt sagt og gert sem bet- ur mætti láta kyrrt liggja. Ljóst er aö gæslumenn á vegum félagsins voru ekki nægilega margir í húsinu umræddan dag. UMFN biður dómara leiksins velvirðingai' á þeim óþægindum sem þeir urðu fyrir að leik lokn- um. Úrbótum er heitið."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.