Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1991, Blaðsíða 6
MlÐVÍktóDAGÍJR W !MÁÍ 'l99Í: Viðskipti Að loknum ráðherrafundi EFTA og Evrópubandalagsins: Erfiðasti hjallinn eftir Viðskipti EFTA-ríkja — innflutningur árið 1989 — Önnur rfki heims Innan Evrópu- bandalagið Viðskipti EFTA-ríkja. EFTA flytur langmest inn frá ríkjum Evrópubandalags- Utanríkisviðskipti íslendinga ■ EFTA □ Evrópubandal. Útflutningur 0 Bandaríkin □ Önnur ríki Innflutningur Utanríkisviðskipti íslendinga. Við eigum langmest viðskipti við Evrópu- bandalagið, hvort heldur er í útflutningi eöa innflutningi. Þegar utanríkisráðherrar Evrópu- bandalagsins og EFTA-ríkjanna luku við fund sinn í Brussel í fyrrinótt um evrópska efnahagssvæðið kom í ljós að erfiðasti hjallinn er eftir fyrir okk- ur íslendinga í þessum samningum; fiskurinn. Spumingin er auðvitað hvort Evr- ópubandalagið ætlar að veita okkur tollaívilnanir fyrir sjávarafurðir að mörkuöum Evrópubandalagsins án þess að við þurfum að veita Evrópu- bandalaginu veiðiheimildir hér við land í staðinn. Verðbréfaþing íslands - kauptilboð vikunnar FSS = Fjárfestingarsjóður Sláturfélags Suðurlands, GL = Glitnir, IB = Iðnaðar- bankinn, Lind = Fjármögnunarfyrirtækið Lind, SÍS = Samband islenskra sam- vinnufélaga, SP = Spariskirteini rikissjóðs Hæsta kaupverð • Auðkenni Kr. Vextir Skuldabréf BBLBI87/054 180,42 8,20 HÚSBR89/1 98,58 8,50 •HÚSBR89/1Ú 123,72 . 8,50 HÚSBR90/1 86,20 8,50 HÚSBR90/2 86,19 8,50 HÚSBR91 /1 86,19 8,50 SKGLI86/2 6 186,02 10,36 SKSIS87/01 5 275,89 11,00 SPRÍK75/1 19882,96 8,15 SPRÍK75/2 14906,84 8,15 SPRÍK76/1 13978,34 8,15 SPRÍK76/2 10775,86 8,15 SPRÍK77/1 9800,47 8,15 SPRÍK77/2 8398,50 8,15 SPRÍK78/1 6644,67 8,15 SPRÍK78/2 5365,39 8,15 SPRÍK79/1 4450,94 8,15 SPRÍK79/2 3490,40 8,15 SPRIK80/1 2786,71 8,15 SPRÍK80/2 2228,93 8,15 SPRIK81/1 1814,45 8,15 SPRIK81/2 1373,39 8,15 SPRÍK82/1 1264,22 8,15 SPRÍK82/2 963,39 8,15 SPRÍK83/1 734,55 8,15 SPRIK83/2 500,24 8,15 SPRÍK84/1 515,49 8,15 SPRÍK84/2 550,60 8,35 SPRÍK84/3 538,46 8,35 SPRÍK85/1A 467,51 8,35 SPRÍK85/1 B 321,36 8,35 SPRÍK85/2A 362,08 8,35 SPRÍK86/1A3 322,24 8,35 SPRÍK86/1A4 349,81 8,43 SPRÍK86/1A6 366,53 8,65 SPRÍK86/2A4 298,46 8,35 SPRÍK86/2A6 300,56 8,35 SPRÍK87/1A2 • 257,00 8,35 SPRÍK87/2A6 215,81 8,15 SPRÍK88/2D3 171,09 8,15 SPRÍK88/2D5 166,68 8,15 SPRÍK88/2D8 157,67 8,15 SPRÍK88/3D3 161,79 8,15 SPRÍK88/3D5 159,26 8,15 SPRÍK88/3D8 152,06 8,15 SPRÍK89/1A 131,16 8,15 SPRÍK89/1D5 153,19 8,15 SPRÍK89/1D8 146,13 8,15 SPRÍK89/2A10 97,10 8,15 SPRÍK89/2D5 126,22 8,15 SPRÍK89/2D8 118,84 8,15 SPRÍK90/1D5 111,06 8,15 /SPRÍK90/2D10 89,86 8,15 SPRÍK91/1D5 96,08 8,15 Hlutabréf HLBRÉFFl 135,00 HLBREOLlS 215,00 Hlutdeildarskir- teini HLSKÍEINBR/1 548,05 HLSKÍEINBR/3 359,41 HLSKÍSJÓÐ/1 264,73 HLSKÍSJÓÐ/3 183,45 HLSKÍSJÖÐ/4 159,39 Taflan sýnir verð pr. 100 kr. nafnverðs og raunávöxtun kaupenda i % á ári miðað við viðskipti 6.5/91 og dagafjölda til áætlaðrar innlausnar. Ekki ertekið tillit tilþóknunar. ' Útdregin húsbréf í 1, flokki 1989 hafa auðkennið HÚSBR89/1Ú. Forsendur um verðlagsbreytingar: Byggingarvísitala, breyting næsta árs- fjórðung 1,43%. Lánskjaravísitala, breyting næsta mánuð 0,34%. Arsbreyting við lokainnlausn 8,00%. Viðskipti Verðbréfaþings fara fram hjá eftirtöldum þingaðilum: Búnaðarbanka Islands, Fjárfestingafélagi Islands hf„ Kaupþingi hf„ Landsbanka Islands, Landsbréfum hf„ Samvinnubanka Is- lands hf„ Sparisjóði Hafnarfjarðar, Spari- sjóði Reykjavíkur og nágrennis og Verð- bréfamarkaði Islandsbanka hf. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra sagði í DV í gær að menn hefðu gert sér vonir um að Evrópu- bandalagið kæmi með formlegt tilboö í sjávarútvegsmálum. Af því varð hins vegar ekki á ráðherrafundinum í Brussel í fyrrakvöld. „Verður harðsótt" Jón sagði ennfremur: „Ég segi ekk- ert fyrirfram um það hvort þessi erf- iði vandi, sem er eftir, er leysanleg- ur. Það verður mjög harðsótt. Það getur út af fyrir sig brugðið til beggja vona.“ Á undanfórnum vikum hefur það margoft komið fram hjá Hannesi Hafstein, aðalsamningamanni ís- lands, í viðræðum EFTA og Evrópu- bandalagsins, og Jóni Baldvin Hannibalssyni að sjávarútvegsmálið veröi ekki leyst fyrr en á lokapunkti samningaviðræðnanna þegar búið er að ná heildarsamkomulagi á milli EFTA og Evrópubandalagsins. Eftir fundinn í Brussel er ljóst að við íslendingar treystum nú mjög á pólitíska lausn á æðstu stöðum á sér- stöðu íslands í sjávarútvegsmálum. Að þeir Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, Mitterrand, Frakk- Fréttaljós Jón G. Hauksson landsforseti, og fleiri þungavigtar- menn bjargi málunum á úrshta- stundu. Fróölegt er að rifja upp út á hvað viðræður EFTA og Evrópubanda- lagsins ganga. í stuttu máli ganga þær út á að EFTA-ríkin vilja toll- frjálsan aðgang að innri mörkuðum Evrópubandalagsins gegn því aö bandalagið fái tollfrjálsan aðgang að mörkuðum EFTA. Mikil viðskipti EFTA og Evrópubandalagsins Samskiptin EFTA og Evrópu- bandalagsins á evrópska efnahags- svæðinu eru á fjórum sviðum. Þau eru viðskipti með vörur og þjónustu, vinnuafl og svo önnur mál eins og háskólamál og þess háttar. Þótt fiskurinn skipti okkur miklu máli má ekki vanmeta þætti eins og að íslendingar geti sjálfkrafa ráðið sig í vinnu hvar sem er í Evrópu en það geta þeir ekki núna. Eöa hafi jafnan aðgang og innfæddir að há- skólum í löndum Evrópubandalags- ins. Lífið er saltfiskur Þegar á sér stað mikil fríverslun á milli EFTA og Evrópubandalagsins. Þannig er tollfrelsi meö allar iðnað- arvörur á milh bandalaganna. Einn- ig er þegar mikil fríverslun með fisk frá íslandi til landa Evrópubanda- lagsins. Unnin fryst fiskflök njóta þegar tollfrjáls aðgangs að mörkuð- um bandalagsins. Aðalvandamálið er saltfiskurinn, sem er með 13 pró- sent toll, og hluti af ferska fiskinum, sem er meö 15 prósent toll. Lífið er saltfiskur, segir einhvers staðar. Viðræðurnar um sameigin- legt evrópskt efnhagssvæði snúast af okkar hálfu að mestu um fisk en auðvitað eru áöurnefnd menningar- leg tengsl einnig í húfi. Evrópubandalagið er mikilvægur markaður fyrir íslenskar vörur. Á síðasta ári íluttum viö út um 68 pró- sent af öllum okkar vörum til landa Evrópubandalagsins, um 10 prósent til Bandaríkjanna, um 9 prósent til EFTA-ríkjanna og til annarra ríkja heims um 13 prósent. Innflutningur okkar kemur einnig að mestu frá Evrópubandalaginu eða um 50 prósent, frá EFTA-ríkjum um 16 prósent, frá Bandaríkjunum um 14 prósent og frá öðrum ríkjum um 20 prósent. EFTA-ríkin eru mikilvægur mark- aður fyrir lönd Evrópubandalagsins þó svo að lönd bandalagsins séu eflaust enn mikilvægari fyrir EFTA- ríkin. Þannig búa yfir 300 milljónir manna í löndum Evrópubandalags- ins en nokkrir tugir milljóna í lönd- um EFTA. Framtíð EFTA óljós? Ýmsir hafa velt því fyrir sér hver sé framtíð EFTA-samtakanna. Þegar er ljóst að Austurríki hefur sótt um aðild að Evrópubandalaginu, einnig er ljóst að Svíar og Norðmenn sýna aðild aö bandalaginu áhuga og jafn- vel Finnar þegar nær dregur alda- mótum. Því má spyrja sig að því hvort Evr- ópubandalaginu liggi nokkuð á að semja við EFTA-ríkin um evrópskt efnahagssvæöi. Meiri hluti EFTA- ríkjanna eigi hvort sem eftir að sækja um inngöngu á næstu árum og þar með myndu EFTA-samtökin leggjast niður. í raun má spyrja sig hvort evr- ópska efnahagssvæðið sé núna ekki að verða góður prófsteinn á þaö fyrir áðurnefnd EFTA-ríki hvemig nánari sambúð við Evrópubandalagið muni ganga. Ef hún gengur vel innan evr- ópska efnahagssvæðisins er enn lík- legra að þessi EFTA-ríki sæki um inngöngu í Evrópubandalagið. Eru vondir karlar í Evrópubandalaginu? Eftir kosningabaráttuna hérlendis á dögunum, þar sem allir stjórn- málaflokkarnir settu sig á móti inn- göngu í Evrópubandalagið af offorsi og fordómum, má vel ímynda sér að mörg börn og unglingar haldi núna að það búi aðeins vont og illgjarnt fólk í Evrópubandalaginu. Slík er myndin sem búið er að draga upp af Evrópubandalaginu. Það er eins og það gleymist stund- um að íslendingar eiga nú þegar við- skipti, sem eru að miklu leyti toll- frjáls, við lönd Evrópubandalagsins, lönd sem margir íslendingar gætu hugsanlega vel viljað vinna í um tíma, lönd sem hafa verið okkur ís- lendingum vinveitt í áraraðir, lönd með háskólum sem ungt menntafólk vill eiga aðgang að, lönd sem fjögur önnur EFTA-ríki eru líkleg til að ganga í bandalag með fyrir næstu aldamót. Málið snýst ekki bara um vonda karla í Evrópubandalaginu. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR INNLAN óverðtr. (%) hæst Sparisjóösbækurób. Sparireikningar 4,5-5 Lb 3ja mán. uppsögn 4,5-7 Sp 6mán. uppsögn 5.5-8 » Sp Tékkareikningar.alm. 1-1,5 Sp Sértékkareikningar VlSITÖLUB. REIKN. 4,5-5 Lb 6mán. uppsögn 2.5-3,0 Nema Ib 15-24 mán. 6-6,5 Ib.Sp Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisb. reikningar í SDR6,8-8 Lb Gengisb. reikningar i ECU 8,1 -9 ÖBUNDNIRSÉRKJARAR. Lb Vísitölub. kjör, óhreyfðir. 3 Allir óverðtr. kjör, hreyfðir 10,25-10,5 Nema Ib BUNDNIR SKIPTIKJARAR. Vísitölubundinkjör 5,25-5,75 Bb óverðtr. kjör 12,25-13 Bb INNL. GJALDEYRISR. Bandaríkjadalir 5-5,25 Bb Sterlingspund 11-11,1 SP Vestur-þýsk mörk 7.75-7.8 Sp Danskarkrónur 8-8,6 Sp ÚTLÁNSVEXTIR ÚTLÁN óverðtr. (%) lægst- Almennirvíxlar(forv.) 15,25 Allir Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 15,25-15.75 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) ÚTLÁN VERÐTR. 18,76-19 Bb Skuldabréf 7.75-8,25 Lb AFURÐALÁN Isl.krónur 14.75-15,5 Lb SDR 9,75-9,9 NemaSp Bandaríkjadalir 8-8,5 Lb Sterlingspund 14-14,25 Lb Vestur-þýsk mörk 10,75-10,8 Lb.lb.Bb Húsnæðislán 4,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR óverðtr. apríl 91 15,5 Verðtr. apríl 91 VÍSITÖLUR 7,9 Lánskjaravísitala mai 3070 stig Lánskjaravisitala april 3035 stig Byggingavísitala maí 581,1 stig Byggingavísitala maí 181.6 stig Framfærsluvísitala apríl 151 stig Húsaleiguvisitala 3% hækkun . april VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,583 Einingabréf 2 3,009 Einingabréf 3 3,661 Skammtímabréf . 1,867 Kjarabréf 5,483 Markbréf 2.930 Tekjubréf 2.103 Skyndibréf 1,626 Fjölþjóðabréf 1.270 Sjóðsbréf 1 2.671 Sjóðsbréf 2 1,868 Sjóðsbréf 3 1,851 Sjóðsbréf 4 1,609 Sjóðsbréf 5 1,116 Vaxtarbréf 1,8872 Valbréf 1,7632 islandsbréf 1,162 Fjórðungsbréf 1,091 Þingbréf 1.160 Öndvegisbréf 1.148 Sýslubréf 1.173 Reiðubréf 1,135 Heimsbréf 1.067 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jofnun: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6.10 6.40 Eimskip 5,45 5,67 Flugleiðir 2,30 2,39 Hampiðjan 1.72 1,80 Hlutabréfasjóðurinn 1,58 1,66 Eignfél. Iðnaðarb. 2,32 2.40 Eignfél. Alþýðub. 1,62 1,70 Skagstrendingur hf. 4,00 4,20 islandsbanki hf. 1,55 1,60 Eignfél. Verslb. 1.73 1.80 Olíufélagið hf. 5.45 5,70 Grandi hf. 2.48 2,58 Tollvörugeymslan hf. 1,00 1,05 Skeljungur hf. 5,77 6.00 Ármannsfell hf. 2,35 2,45 Fjárfestingarfélagið 1,35 1.42 Útgerðarfélag Ak. 3,82 4,00 Olís 2.15 2,25 Hlutabréfásjóður VlB 1,00 1,05 Almenni hlutabréfasj. 1,05 1,09 Auðlindarbréf 0,995 1,047 Islenski hlutabréfasj. 1,06 1,11 Síldarvinnslan, Neskaup. 2,52 2,65 Akranes: Tvö frystihús fá viðurkenningar aguxður Sverrissan, DV, Akianfisi: Frystihús Heimaskaga og HB & Co fengu fyrir stuttu bæði verðlaun fyrir gæðaafurðir sem fyrirtækin framleiða. Viðurkenningin kom á skemmtilegum tíma, rétt áöur en Heimaskagi, SFA og HB og Co voru öll formlega sameinuð í eitt fyrir- tæki. Heimaskagi fékk viðurkenningu frá Coldwater Seafood fyrir vöru- vöndun á Bandaríkjamarkaöi. Það var Gylfi Guðfinnsson verkstjóri sem tók við henni. Þetta er í þriöja sinn sem Heimaskagi fær svona viðurkenningu. Fyrirtækið fékk hana einnig árin 1986 og 1988. Þann sama dag fékk HB & Co einnig viðurkenníngu, veggteppi frá söluskrifstofu SH í Þýskalandi. Viðurkenningin var fyrir gæði á neytendapakkningum á Þýska- landsmarkað..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.