Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1991, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1991, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ1991. 15 Persaflóinn pirrar Ekkert hefur sannast um þátttöku Bush í hinu meinta makki um banda- rísku gíslana í íran. Símamynd Reuter Persaflóastríöiö geröi George Bush aö vinsælasta forseta Banda- ríkjanna „frá því mælingar hóf- ust“ með skoðanakönnunum. Yfir niutíu prósent aöspuröra voru á- nægð með verk hans á forsetastóli. Svo var komið sögú aö enginn af viti fannst í flokki demókrata til að bjóða sig fram gegn Bush á næsta ári. En gömul og ný málefni Persa- flóans eru líka farin aö verða for- setanum ijötur um fót. Eftirmál stríösins hafa verið erfið, en um mánaðamótin skutu upp kollinum í Washington þrjú mál, sem saman gætu gert hrap forsetans bæði hátt og hratt. íran Fyrst komst á kreik gamall draugur úr fortíðinni. Árum saman hefur verið á sveimi orðrómur um að árið 1980 hafi stjórnendur kosn- ingabaráttu Reagans og Bush út- vegaö íransstjórn fé til vopnakaupa gegn því aö bandarískum gíslum, sem þá voru í haldi í íran, yrði ekki sleppt fyrr en eftir kosningar. Gallinn er sá að þessu hafa helst haldið fram útlægir íranskir stjómmálamenn og óráðvandir vopnasalar og engin áþreifanleg sönnunargögn hafa verið lögð fram. Það er vitaö að repúblikanar ótt- uðust mjög að Carter myndi ná samningum við írana fyrir kosn- ingar. Reyndar lá slíkt samkomu- lag fyrir í júní 1980, um það leyti sem Reagan hlaut útnefningu, en KjáUarinn Karl Th. Birgisson stjórnmálafræðingur íranar skiptu skyndilega um skoð- un án þess að fullnægjandi skýr- ingar fengjust. Eftir það var ekki við þá talandi fyrr en eftir kosning- ar og gíslamir voru látnir lausir nokkrum mínútum eftir að Reagan sór forsetaeiðinn. Ótal manns hafa vitnað um fundi sem William Casey, þá kosninga- stjóri Reagans og síðar forstjóri CLA, er sagður hafa átt með írönum og vopnasölum í Madrid og París. CLA sjálft, sem átti að vera undir stjóm Carters-manns, hefur einnig verið nefnt til sögunnar. Ekkert hefur sannast um þátt- töku Bush í þessu meinta makki, en þijú vitni segjast hafa séð hann á hótelherbergi í París um mánuði fyrir kosningar. Bush hefur neitað þessu, en hefur hins vegar ekki tek- ist að muna eða grafa upp nákvæm- lega hvar hann var þessa daga. Fyrrum öryggisráðgjafi Bush, nú sendiherra í Suður-Kóreu, var spurður fyrir rétti hvort hann hefði verið á þessu hótelherbergi. Hann sagðist hafa verið í sólbaði á banda- rískri strönd og sýndi myndir þvi til sönnunar. Við athugun kom hins vegar í ljós að þessa daga var skýjað og hráslagalegt á umræddri strönd. Þótt einungis hluti þess hafi gerst, sem haldið er fram, er það svo alvarlegt mál fyrir forsetann að hann hlyti varla endurkjör ef o upp kæmist. Þetta væm þá svipaö- ar aðferðir og síðar var beitt í Iran- kontra málinu og söguhetjurnar þær sömu. Bush yrði að sannfæra þjóðina um að allir sem máli skiptu í kosningabaráttunni hefðu vitað um samsærið - nema hann sjálfur. Og írak Hin máhn tvö eru nýlegri og kannski smávægilegri. í ljós hefur komið að írakar misnotuðu fé úr bandaríska landbúnaöarkerfinu ámm saman til vopnakaupa þegar þá þraut fé í stríðinu við íran. írak- an notuðu lán með bandarískum ríkisábyrgðum, sem ætluð voru til kaupa á landbúnaðarvöru, bæði beint til vopnakaupa og til að snapa mútur í formi hergagna frá banda- rískum landbúnaðarfyrirtækjum, gegn því að matarviðskiptunum vaeri beint til þeirra. Á sama tíma kom svo út ný bók eftir Bob Woodward, blaðamann á Washington Post, sem m.a. fjallar um ákvarðanatöku Bandaríkja- stjórnar í aödraganda stríösins. Bókin skaðar George Bush ekki beint, en þar kemur fram að Colin Powell hershöfðingi, formaður bandaríska herráðsins, mælti fyrir þeirri skoðun að efnahagsþvingan- ir yrðu notaðar i stað hervalds til að hrinda innrásinni í Kúvæt. Þetta er einmitt þaö sem leiðtogar demó- krata höfðu haldið fram og gerði þá að þjóðarathlægi þegar stríðið vannst svo fyrirhafnarhtið. Nú má reikna með að auðveldara verði að finna almennilegan demókrata sem þorir í framboð á móti Bush á næsta ári. Veikari staða Eftirleikur Persaflóastríðsins hefur reynst subbulegur: kúrdíska þjóðin í flóttamannabúðum, Sadd- am Hussein tryggur í sessi í Bagdad, íransstjórn með nýjan flugher og skjólstæðinga í sjítum í Suður-írak, hefðbundin harðstjórn í Kúvæt og engin hreyfing i lausn stóra málsins, Palestínuvandans. Við þessar aðstæður eru óþægileg- ar uppljóstranir innanlands síst til bóta og forsetinn þarf á öllu sínu að halda til að halda sér á floti. Karl Th. Birgisson „Eftirleikur Persflóastríðsins hefur reynst subbulegur: kúrdíska þjóðin í flóttamannabúðum, Sadþam Hussein tryggur í sessi 1 Bagdad, Iransstjórn með nýjan flugher og skjólstæðinga í sjítum 1 Suður-írak.“ Er konan í réttum f lokki? „Ég kemst ekki hjá því að setja kvennalistakonur í hlutverk keisarans og þá sem dást að árangri þeirra í hlutverk þegnanna." Sjöunda maí síðasthðinn birti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ágæta grein í Þjóðviljanum. í greininni fjallar hún m.a. um „rödd lærifóð- urins" sem alla tíð hefur skipað konum fyrir verkum og sagt þeim hvernig þær eigi að vera. Ingibjörg bendir réttilega á að röddin skipar konum á bás hefðbundinna kyn- hlutverka, og stuðlar þar með að ójafnrétti. En hvað segir þessi rödd? Rödd lærifoðurins hefur alltaf sagt konum að vera ekki „eins og karlar". Hún hefur sagt: - Farið ekki út á vinnumarkaðinn, verið ekki „eins og karlar"! - Stofnið ekki fyrirtæki, verið ekki „eins og karlar“! - Lærið ekki verkfræði, verið ekki „eins og karlar"! - Verið ekki sjálfstæðar og ákveðnar, verið ekki „eins og karlar"! o.s.frv. Ingibjörg gleymir hins vegar að taka fram að rödd lærifóðurins tal- ar einnig til karlmanna. Við karl- menn segir hún: - Ekki sjá um heimilisstörfin, verið ekki „eins og konur“! Ekki fara í hjúkrunar- fræði, verið ekki „eins og konur"! - Ekki sýna tilfinningar ykkar, ver- ið ekki „eins og konur"! o.s.frv. Sannir baráttumenn fyrir jafn- rétti eru þeir sem ganga þvert á það sem rödd lærifoðurins skipar fyrir. Það gera t.d. karlmenn sem taka sér frí í vinnunni þegar bömin þeirra eru veik, og konur sem sýna áræði og dugnað í stjórnmálum eða viðskiptalífi. Rödd læriföðurins og áheyrendur hennar eru gjarnir á að ávíta þannig fólk. Gott dæmi um þetta er Jóhanna Sigurðardóttir sem af sumum er kölluð „frek“ fyr- ir nákvæmlega sömu hegðun og Davíð Oddsson er kallaður „sterk- ur“ og „ákveðinn". Kjallarinn Guðmundur Tómas Árnason heimspekinemi við HÍ Fór Ingibjörg flokkavillt? Ég er sammála Ingibjörgu í því að rödd lærifóðurins stuðlar að ójafnrétti. Raunverulegt jafnrétti kemst ekki á fyrr en hún er þögnuð því þá fyrst geta einstaklingarnir mótað sér sjálfstæða lífsskoðun án þess að verða fyrir barðinu á for- dómum samfélagsins. Þess vegna skil ég ekki hvað Ingi- björg er að gera í kvennalistanum. Kvennalistakonur taka nefnilega hressilega undir með rödd lærifóð- urins. Hugmyndafræði kvennahst- ans grundvallast á sérstöðu kvenna, þ.e.a.s. á því að vera ekki „eins og karlar“. Flokkurinn er kvennaflokkur, þar sem karlmenn eru 1 reynd útilokaðir frá virkri þátttöku. í flokknum eru ahir „eins og konur", þar er „reynsluheimur kvenna" allsráðandi. Hinir flokk- arnir eru síðan uppnefndir „karl- flokkarnir", í þeim eru nefnilega alhr „eins og karlar", meira að segja konurnar. Síðan er dregin upp átakanleg mynd af flokkunum þar sem allir eru „eins og karlar", og sagt að þar ríki harka og valda- græðgi, en shkt myndi ekki gerast í kvennalistanum því þar eru allir „eins og konur". Mjúku málin eru siðan eignuð konum og kölluð „kvenpólitísk mál“, en af því leiðir að þeir sem sinna þeim eru „eins og konur". Rödd kvennalistans og rödd læri- föðurins tala þannig í sama tón. Báðar benda þær einstaklingunum á hvernig þeir eigi að haga sér ef þeir vilja vera „eins og karl“ eða „eins og kona“. Nýju fötin keisarans I hvert sinn sem ég heyri fólk tala um hinn mikla árangur, sem jafnréttisbarátta kvennahstans hefur skilað, verður mér hugsað til nýju fatanna keisarans. ÖU þekkj- um við söguna. Keisaranum tókst að blekkja sjálfan sig og þegna sína svo rækilega að þegar hann spíg- sporaði um bæinn á adamsklæðun- um dáðust allir að því hvað fötin hans væru fín. Allt þangað til hth strákurinn hrópaði upp yfir sig: „Keisarinn er ekki í neinu“! Ég kemst ekki hjá því að setja kvennalistakonur í hlutverk keis- arans og þá sem dást að árangri þeirra í hlutverk þegnanna. Lítum á síðasta kjörtímabil: í kosningunum 1987 vann kvenna- listinn stórsigur. Nú kynnu menn að ætla að í kjölfar sigursins hefði verið tekið hresshega til hendinni í jafnréttismálum, en sú hefur ekki orðið raunin. Á tímabilinu 1987-91 hafa launakjör kvenna miðað við karla versnað. í bæjar- og sveitar- stjórnarkosningunum 1990 stóð hlutfaU kvenna nánast í stað, og í kosningunum 1990 bættu konur ekki við sig einu einasta þingsæti. Ástandið er nú orðið þannig að launakjör íslenskra kvenna miðað við karla eru þau lægstu á Norður- löndum og hlutfall þingkvenna er hér áberandi lægst. Á sama tíma hefur þróun jafnréttismála gengið hratt fyrir sig á hinum Norður- löndunum. Þar eru konur víðast hvar með u.þ.b. 40% þingsæta og í Noregi eru konur t.d. formenn þriggja af stærstu stjómmálaflokk- unum, auk þess sem þar er kona forsætisráðherra. Þrátt fyrir þetta eru margir sannfærðir um að kvennahstinn hafi náð miklum ár- angri. Alveg jafnsannfærðir og keisarinn þegar hann taldi fótin sín vera þau bestu sem saumuð hefðu verið. Staðreyndirnar tala sínu máh. Þær sýna að jafnréttisbarátta ís- lenskra kvenna, með kvennahst- ann í broddi fylkingar, er lent á vonlausum vilhgötum. Guðmundur Tómas Árnason „Staðreyndirnar tala sínu máli. Þær sýna að jafnréttisbarátta íslenskra kvenna, með kvennalistann í broddi fylkingar, er lent á vonlausum villigöt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.