Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1991, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1991, Side 17
MIÍMMJDAGÚR'15!. MAI 1991.'' i>v Menning Wolfgang Amadeus Mozart. Upprunaleg- ur Mozart Síöastliöin ár hefur átt sér staö mikil umræða um kosti og galla svokall- aðra „upprunalegra“ útlistana og hljóðritana á sígildum hljómsveitar- verkum, þaö er, viðleitni nokkurra hljómsveitarstjóra tii aö láta tónhst Mozarts eða Beethovens hljóma nákvæmlega eins og hún geröi þegar hún var fyrst flutt. Hljómsveitarstjórar á borð við Nikolaus Harnoncourt, Cristopher Hog- wood, Roger Norrington og Frans Briigen hafa tekið hraðamerkingar og aðrar vísbendingar í handritum tónskáldanna til endurmats, fækkað í hljómsveitum sínum og breytt sætaskipan innan þeirra og fengið mann- skapnum upprunaleg hljóðfæri til að spila á. Strangtrúarmenn meðal endurskoðunarsinna hafa einnig kappkostað að spila og taka upp tónhst í gömlum tónleikasölum sem ekki hefur verið breytt í samræmi við nútí- malegar hugmyndir um heyrð. Hvað er svo unnið við þessa ræktarsemi við tónhstarsöguna? Kannski ekki eins mikið og menn halda. Vissulega er fróðlegt að fá útlistun á því hvernig sinfóníur Mozarts og Beethovens kunna að hafa hljómað er þær bárust mönnum fyrst til eyrna. En „upp- runalegur" hljómur kemur ekki í staðinn fyrir sannfærandi hljóðfæra- leik, frábæra túlkun. Sjálfur hef ég heyrt hljóðfæraleikara fremja ótrúle- gustu hstir á upprunaleg blásturshljóðfæri (til dæmis veiðihorn), en fara á mis við tónhstarlegt inntak þeirra verka sem þeir töldu sig vera að rækja trúnað við. Málamiðlun Eiginlega hlýtur þessi eltingaleikur við „upprunalegan“ tónhstarflutn- ing að vera dæmdur th að mistakast. Ég sé ekki hvemig hljóðfæraleikar- ar nútímans, með tónlist Stravinskys og Stockhausens í blóðinu, eiga að geta fetað í spor 18. aldar hljóðfæraleikara. Við hvaða „upprunalega" flutning tónverksins á nútímamaður síðan að miða? Mozart fækkaði og fjölgaði fiðlum í hljómsveit sinni eftir því hvar hún átti að spila, Haydn og Beethoveri sömuleiðis. Þeir Mozart og Haydn virðast einnig hafa veitt hijóðfæraleikurum sínum ákveðið svigr- úm til impróvisasjóna, ef marka má samtímaheimildir. Eru „uppruna- sinnar" reiðubúnir að veita hljóöfærleikurum sínum ámóta olnbogarými? „Upprunalegur" flutningur á verkum Mozarts og Beethovens hlýtur því að vera jafnmikil málamiðlun eða „túlkun“ eins og annar flutningur. Tónlist Aðalsteinn Ingólfsson Undir þetta tekur Nikolaus Harnoncourt, einn af upphafsmönnum „upp- runalegra" hljóðritana, sem nú hefur gengið af trúnni og tekur nútíma- hljóðfæri fram yfir þau gömlu. Hannover Band Engu að síður hafa „upprunalegar“ hljóðritanir haft góð áhrif á hljóm- plötu- og geisladiskaútgáfuna. Nú eru menn mikið til hættir að spila hljóm- sveitarverk Bachs og Mozarts á la Karajan, sem væru þau af rómantísk- um toga, heldur virða skarpa og beinskeytta byggingu þeirra. Allt er þetta skrifað í tilefni af Mozart „pakka“ sem breska útgáfufyrir- tækið Nimbus hefur geflð út í tilefni af 200 ára dánarafmæli tónskáldsins. í pakkanum eru fjórir diskar þar sem lítil bresk hljómsveit, The Hanno- ver Band (eftir bresku Hannover konungsættinni er komst til valda snemma á 18. öld) flytur nokkur vel valin verk Mozarts á upprunaleg hljóðfæri. Roy Goodman heitir stjómandi hljómsveitarinnar. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér „upprunalega" túlkun og festa sér um leið gott úrval tónverka Mozarts, er þetta áhtlegur kostur á góðu verði (kr. 4990). í pakkanum eru sinfóníur nr. 40 og 41 (Júpíter), klarínettukonsertinn frægi (k 622), „Eine kleine Nachtmusik“ svítan, píanókonsert nr. 20 (k 466), næturserenaðan (k 239), fimm frægustu hornakonsertar tónskáldins og loks sálumessan. Upptökurnar eru nær allar spánnýjar og fullkomlega stafrænar að undanskildum diskinum með hornakonsertunum, sem er frá 1987. Beinaber túlkun Það tekur sinn tíma að venjast „upprunalegri" Mozartstúlkun. Mér þótti áhrifamikil upplifun að heyra sálumessuna sungna af rúmlega þrjá- tíu manna kór, ekki sextíu manna, og í samræmi við upprunalegt hand- rit, ekki þá nútímalegu endurgerö sem venjulega er notuð. Söngur þeirra Gundulu Janowitz, sópran, og Martyns Hill, tenórs, er aukinheldur aldeil- is hrífandi. í fyrstunni sætti ég mig ekki við „beinabert" yfirbragð hljómsveitarver- kanna og þá helst stuttaralega tónmyndun en hvort tveggja vann á við ítrekaða hlustun. Hins vegar hefur mér ekki enn tekist að hrífast af horna- konsertunum í flutningi Anthony Halsteads. Maðurinn blæs af íþrótt og sjálfsagt alveg kórrétt, en blástur hans laus við þokka og ljóðræna innlif- un Barrys Tuckwell, svo minnst sé á sérstakan snilhng í „hornabransan- um“. En eitt er víst að þessum diskum ætla ég að halda áfram aö bregða á spilarann. SÍMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA Við hjá DV höfum ákveðið að taka í notkun svokölluð GRÆN NÚMER sem er ný þjónusta hjá Pósti og síma. Ef þú, lesandi góður, hringir í þessi númer greiðir þú aðerns’gjald fyrir staðarsímtal eða gjaldflokk 1. DV, sem er rétthafi GRÆNA NÚMERSINS, greiðir hins vegar langlínugjaldið. Það er því sama hvaðan af landinu þú hringir, þú munt ætíð bera lágmarkskostnað vegna símtalsins. Þjónusta GRÆNA SÍMANS verður eingöngu ætluð vegna áskriftar og smáauglýsinga. ÁSKRIFTARSÍMINN: 99-6270 SMÁAUGLÝSINGASÍMINN: 99-6272 QR>ENI SIMINN - talandi dæmi um þjónustu!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.