Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1991, Blaðsíða 30
50
MH>yiKU]5ACliIKj IA.íMAÍ iWIm
Afmæli
Karl Jóhann Ormsson
Karl Jóhann Ormsson, rafvirkja-
meistari og raftækjavörður við
Borgarspítalann, er sextugur í dag.
Starfsferill
Karl er fæddur í Reykjavík, á
Baldursgötu, en fluttist á fyrsta ári
vestur á Snæfellsnes. Foreldrar
hans áttu heima í Hofgörðum í Stað-
arsveit árin 1931-1936 en fluttu þá
að Laxárbakka í Miklaholtshreppi
og bjuggu þar til ársins 1946 er þeir
fluttu til Borgarness.
Karl gekk í barnaskóla í Mikla-
holtshreppi og lauk iðnnámi í Borg-
arnesi. Hann var í rafvirkjanámi hjá
foður sínum, Ormi Ormssyni, og
lauk sveinsprófi í rafvirkjun árið
1959.
Karl var nokkuð til sjós á árunum
1947-1956. Á þessum árum var at-
vinna í Borgarnesi nokkuð stopul
og því oft þörf á að leita sér vinnu
annars staðar. Hann var fyrst á
gamla Laxfossi og svo á ýmsum
skipum í flutningum. Karl var lengi
á Eldborginni, bæði á síld og í
strandferðum. Síðar var hann einn-
ig á nokkrum öðrum fiskiskipum
og togurum. Karl var á ms. Tungu-
fossi í millilandasiglingum á árun-
um 1954-55. Seinast var hann á sjó
á Akraborginni sem kom ný til
landsins 1956.
Karl vann fyrst við rafvirkjun í
Borgamesi en eftir árið 1956 í
Reykjavik, meöal annars vann hann
lengi hjá Bræðrunum Ormsson á
Vesturgötu 3. Hann hóf störf við
Borgarspítalann árið 1965.
Karl hefur nokkuð komið inn á
félagsmál starfsmanna á Borgar-
spítalanum og einnig verið í safnað-
arstarfi viö Bústaðakirkju. Hann
hefur líka starfað mikið fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn og ritað fjölda greina
í blöð, bæði um stjórnmál og önnur
áhugamál.
Fjölskylda
Karl kvæntist 2. júlí 1955 Ástu
Björgu Ólafsdóttur fóstru. Hún er
forstööukona leikskóla hjá Reykja-
yíkurborg. Foreldrar hennar eru
Ólafur Óláfsson, verslunarmaður í
Reykjavík, og Sigrún Eyþórsdóttir.
Karl og Ásta eiga þrjú böm sem
eru: Sigrún lyfjafræðingur, f. 1955,
eiginmaður hennar er Magnús
Björn Brynjólfsson lögfræðingur og
eiga þau þrjú börn: Karl Jóhann, f.
1979, Bjöm Vigni, f. 1986, og Ástu
Björgu, f. 1989; Eyþór Ólafur, lækn-
ir, er nú í framhaldsnámi í Uppsöl-
um í Svíþjóð, hann er giftur Margr-
éti Hönnu Árnadóttur og eiga þau
tvö börn: Árna Snæ, f. 1984, og Ragn-
ar Örn, f. 1987; yngst barna Karls
og Ástu er Ormur, námsmaður, f.
1975.
Systkini Karls eru ellefu og öll á
lífi. Þau eru Hrefna, saumakona, f.
30.3.1919, gift Þórði Guðjónssyni;
Ormur Guðjón, rafvirki, f. 3.8.1920,
kvæntur Sveinbjörgu Jónsdóttur;
Ingvar Georg, vélvirki, f.11.8.1922,
kvæntur Ágústu Randrup; Vilborg,
starfsmaður hjá Pósti og síma, f.14.2.
1924, gift Guðmundi Sveinssyni sem
er látinn; Sverrir, rafvirki, f. 23.10.
1925, kvæntur Döddu Sigríði Áma-
dóttur; Þórir Valdimar, húsasmið-
ur, f. 28.12.1927, kvæntur Júlíönu
Hálfdánardóttur; Helgi Kristmund-
ur, rafvirki, f. 15.8.1929, kvæntur
Þuríði Huldu Sveinsdóttur; Sveinn
Ólafsson, húsasmiður, f. 23.6.1933,
kvæntur Önnu Pálu Sigurðardótt-
ur, starfsmanni hjá Pósti og síma;
Gróa, prófarkalesari, f. 13.3.1936,
gift Páli Steinari Bjarnasyni; Guð-
rún, kennari, f. 23.8.1938, gift Gísla
Kristjánssyni skólastjóra, ogÁrni
Einar, húsasmiður, f. 27.5.1940,
kvæntur Halldóru Marinósdóttur.
Foreldrar Karls Jóhanns voru
Ormur Ormsson, síðast rafverktaki
í Borgarnesi, og kona hans, Helga
Kristmundardóttir.
Meöal föðurbræðra Karls voru
Jón og Eiríkur, stofnendur fyrir-
tækisins Bræðumir Ormsson, og
Ólafur, faöir Orms, formanns
Kvæðamannafélagsins Iöunnar,
föður Ólafs rithöfundar. Ormur var
sonur Orms á Kaldrananesi í Mýrd-
al, Sverrissonar á Grímsstöðum.
Móðir Sverris var Vilborg Sverris-
dóttir, systir Þorsteins, afa Jóhann-
esar Kjarvals. Móðir Orms Sverris-
sonar var Vilborg Stígsdóttir í Lang-
holti.
Karl Jóhann Ormsson.
Helga var dóttir Kristmundar, sjó-
manns í Vestmannaeyjum, Árna-
sonar í Berjanesi undir Eyjafjöllum,
Einarssonar. Móðir Helgu var Þóra
Einarsdóttir í Ormskoti undir Eyja-
fjöllum.
Karl Jóhann og Ásta Björg taka á
móti gestum í sal Stangaveiðifélgs
Reykjavíkur að Háaleitisbraut 68
millikl. 17 og 19ídag.
Til hamingju með afmælið 15. maí. Guðmundur Lúðvík Samúelsson, 85 3r3 Jakaseli8,Reykjavík.
Sigurður Jónsson, Fífuhvammi 25, Kópavogi. 60ára
Sigríður Þórdís Sigurðardóttir, Húnabraut 38, Blönduósi.
80ára
50ára
PállWium, Drápuhlíð 15, Reykjavík. Sigriður Sigurðardóttir, Ötnyrðingsstöðum, Vallahreppi.
Borghildur Traustadóttir, Kambahrauni 31, Hveragerði. Borghildur tekur á móti gestum á heimili sínuþann 18. maí eftir klukkan 17.00
75 ára
Guðjón Guðbjartsson, Háaleitisbraut 26, Reykjavík. 40 ára
Róbert W. Jörgensen, Silfurgötu25, Stykkishólmi. Þuríður Vigfúsdóttir, j; Áfltamýri 22, Reykjavík.
70 ára
Guðrún Ólafsdóttir, Bergstaðastræti 55, Reykjavík. Jón Sigbjörnsson, Austurströnd 14, Seltjamarnesi. Cecelia Heinesen, Grýtubakka32, Reykjavík. Guðrún Gísladóttir, Skarðshlíö 32D, Akureyri. Skúli Sigurðsson, Bleiksárhlíð 9, Eskiiirði. Sturía D. Þorsteinsson, Móaflöt9, Garðabæ.
Guðmundur Bjami Ólafsson
Þorleifur Viggó Ólafsson
ari, Þverbrekku 2, Kópavogi, er sjö-
tugurídag.
Starfsferill
Bjarni fæddist í Nýjabæ í Tálkna-
firði en ólst upp á Laugabóli í Mos-
dal hjá Guðmundi Ágústi Pálssyni,
b. þar, og konu hans, Þórdísi Guð-
rúnu Guðmundsdóttur. Bjarni
stundaði nám við Héraðsskólann að
Núpi 1939-41 og 1944-45 og lauk
kennaraprófl 1948. Á námsárunum
stundaði hann kaupavinnu og var
síðar á síld þrjú sumur á Eskifirði.
Þá starfaöi hann við Kópavogshælið
í sex ár en hann hefur víöa verið
kennarifrál948.
Fjölskylda
Bjarni kvæntist 31.5.1952 Þórhildi
Bjarnadóttur, f. 31.5.1933, dóttur
Bjarna Oddssonar bónda og konu
hans, Guörúnar Stefaníu Valdi-
marsdóttur.
Börn Bjarna og Þórhildar eru Þór-
dís Guðrún Bjarnadóttir, f. 28.6.
1950, gift Kjartani Sigurgeirssyni, f.
24.12.1948, og eru böm þeirra Mar-
grét Kjartansdóttir, f. 19,5.1970,
Kjartan Þór Kjartansson, f. 9.4.1975,
og Bjami Kjartansson, f. 19.9.1976.
Kristín Bjamadóttir, f. 9.4.1952,
og er sonur hennar Unnar Már Sig-
urbjömsson, f. 26.12.1977.
Bjarnveig Sigríður Bjamadóttir,
Guðmundur Bjarni Olafsson.
f. 29.3.1956, gift Kristleifi Kristjáns-
syni, f. 12.12.1955, og em synir
þeirra Eyþór Kristleifsson, f. 6.8.
1982, og Ivar Kristleifsson, f. 24.6.
1985.
Ólafur Bjarni Bjarnason, f. 6.1.
1959.
Bjöm Bjarnason, f. 20.10.1960,
kvæntur Auði Jóhannsdóttur, f. 9.5.
1968, en dóttir hennar er Karen Ell-
ertsdóttir, f. 5.9.1989.
Guðmundur Bjarni er tvíbura-
bróðir Þorleifs Viggós sem einnig
er skrifað um hér á síðunni.
Þorleifur Viggó Ólafsson, bóndi í
Litla-Laugardal í Tálknafirði og
starfsmaöur hjá Hraðfrystihúsi
Tálknaíjarðar sl. þrjátíu og átta ár,
ersjötugurídag.
Fjölskylda
Þorleifur kvæntist 2.9.1950 Her-
borgu Huldu Símonardóttur, f. 21.6.
1932, húsfreyju, en hún er dóttir
Símonar Jóhannssonar og Guðrún-
ar Maríu Guðmundsdóttur. Þorleif-
ur og Herborg Hulda skildu. Börn
þeirraeru:
Ingibjörg Guðrún Viggósdóttir, f.
2.12.1950, var gift Skúla Jóhanns-
syni, f. 6.6.1947, en þau skildu. Börn
þeirra eru Anna María Skúladóttir,
f. 8.9.1967, Theódóra Skúladóttir, f.
8.7.1970 og Þorleifur Viggó Skúla-
son, f. 21.11.1972, Seinni maður Ingi-
bjargar Guðrúnar er Svavar Rúnar
Guðnason, f. 14.1.1951 og er dóttir
þeirra Kristín Svavarsdóttir, f. 7.3.
1979.
Snæbjörn Geir Viggósson, f. 20.1.
1952, kvæntur Helgu Jónasdóttur,
f. 17.2.1955, og eru börn þeirra
Bjarni Snæbjömsson, f. 7.7.1978,
Steinar Snæbjömsson, f. 2.1.1982,
Jónas Snæbjömsson, f. 3.4.1984.
Sonur Snæbjörns Geirs með Krist-
ínu Ársælsdóttur er Einar Geirsson,
f. 8.4.1972 og sonur Snæbjörns Geirs
með Kristínu S. Magnúsdóttur er
Orri Snæbjömsson, f. 4.7.1973.
Friðjón Sigurður Valdimar Vig-
gósson, f. 4.5.1953, kvæntur Önnu
Jensdóttur, f. 18.12.1953, enbörn
þeirra em Snæbjöm Sigurðarson,
f. 28.12.1974, Stefanía Sigurðardótt-
ir, f. 19.1.1979 og Magnús Amar
Siguröarson, f. 25.3.1981.
Þorbjörn Hermann Viggósson, f.
27.1.1955, og er sonur hans með
Margréti Helgu Ólafsdóttur Þor-
valdur Þorbjörnsson, f. 1.6.1973, en
sonur Þorbjörns Hermanns með
Guðrúnu Guömundsdóttur er Andri
Þorbjörnsson, f. 27.1.1984.
Símon Ólafur Viggósson, f. 23.4.
1956, kvæntur Birnu Sigurbjörgu
Benediktsdóttur, f. 8.6.1960, og er
dóttir þeirra Herborg Hulda Símon-
ardóttir.f. 19.12.1979.
Bjami Frans Viggósson, f. 8.10.
1958, kvæntur Jóhönnu Guðrúnu
Þórðardóttur, f. 29.3.1955, og eru
synir þeirra Þóröur Rafn Bjamason,
f. 12.4.1981, ogKristján Loftur
Bjarnason, f. 30.10.1986, en dóttir
Bjarna Frans með Mörtu E.K. Lund
er Hulda Guðrún Bjarnadóttir, f.
22.7.1978.
Steinvör Kristín Viggósdóttir, f.
26.2.1961, var gift Ásgeiri Andra
Karlssyni, f. 10.11.1960, en þau
skildu og er sonur Steinvarar Har-
aldur Kristinn Leifsson, f. 24.12.
1982.
Alsystkini Þorleifs Viggós: Ólafur
Bjarni, f. 26.3.1911, d. 9.8.1979; Andr-
és Kristján Bjarni, f. 22.2.1915, d.
25.5.1915; Anton, f. 23.9.1916, d. 16.6.
Þorleifur Viggó Olafsson.
1965; Guðmundur Bjarni, f. 15.5.
1921, kennari í Kópavogi; Lilja, f.
11.1.1923, húsmóðir á Þórshöfn; Sig-
urjón, f. 22.1.1926, skipstjóri í
Kanada.
Hálfsystkini Þorleifs Viggós, börn
Ólafs Björnssonar og fyrri konu
hans: Ólaíía Herdís, f. 25.8.1886, d.
31.10.1953; Torfi Snæbjörn, f. 18.9.
1888, d. 4.4.1967; Jónína Guðrún, f.
14.8.1890, d. 9.3.1964; Kristín, f. 10.6.
1892, d. 12.12.1896; Jóna Bjarney, f.
9.4.1894, d. 22.2.1972; Ólafur Ágúst,
f. 6.8.1896, d. 29.12.1897; Ólafur
Kristinn, f. 1.3.1898, d. 6.12.1980.
Foreldrar Þorleifs Viggós: Ólafur
Björnsson, f. 17.6.1858, d. 13.11.1937,
húsmaður í Nýjabæ í Tálknafiröi,
og Bjarnveig Guðmunda Bjarna-
dóttir, f. 19.6.1888, d. 19.8.1934.
Robert Guðmundur Schmidt
Robert Guðmundur Schmidt renni-
smiður, Fumgrund 66 í Kópavogi,
verður áttræður í dag.
Starfsferill
Robert er fæddur í Kaupmanna-
höfn en ólst upp í Reykjavík og
Hafnarfirði. Lengst af hefur hann
þó verið búsettur í Reykjavík.
Hann stundaöi nám í Flensborg
1926-1928 og í Iðnskóla Hafnarfjarð-
ar 1929. Síðan var hann við nám í
Iðnskólanum í Reykjavík 1930-1932
og lauk námi í rennismíði áriö 1933.
Robert vann hjá Vélsmiðjunni
Hamri hf. árin 1928-1935; hjá Agli
Vilhjálmssyni árin 1935-1957; hjá
Vélasjóði ríkisins 1957-1972 og eftir
það vann hann í Blikksmiðjunni
Vogum allt til ársins 1984.
Fjölskylda
Robert kvæntist 30. maí 1936
Kristjönu Einarsdóttur, f. 7.12.1911
en hún lést 11.2.1989. Foreldrar
hennar voru Einar Hansson sjó-
maður og Jóna Þorláksdóttir frá
ísafiröi.
Robert og Kristjana eiga fjögur
börn. Þau eru Bernhard Reynir, f.
20.5.1938, kvæntur Bryndísi Gísla-
dóttur, f. 8.1.1945; Ágúst Robert, f.
27.3.1945, kvæntur Birnu Skarphéð-
insdóttur, f. 29.3.1950; Kristján Grét-
ar, f. 4.3.1947, kvæntur Valgerði
Hallbjörnsdóttur, f. 3.9.1947, og
Kjartan Leo, f. 25.2.1951, kvæntur
Ragnheiði Friðsteinsdóttur, f. 24.9.
1950.
Barnabörn Roberts og Kristjönu
eru 16 og barnabamabörn 5.
Systkini Roberts eru Helene Ingi-
björg, f. 14.9.1912, d. 26.6.1976; Leo
Bernhard, f. 29.7.1915, hann er nú
búsettur í Danmörku; Edith Agnes,
f. 29.9.1917, býr í Reykjavík; Ásta
María, f. 24.11.1920, búsett í Dan-
mörku; Alice Elenora, f. 28.8.1924,
búsett i Florida í Bandaríkjunum,
og Gréta Sylvia, f. 3.3.1926, búsett í
Syracuse í Bandaríkjunum.
Foreldrar Roberts voru Bernhard
Fredrich Schmidt vélstjóri, f. 3.1.
1883, d. 5.2.1949, og Anna Guö-
mundsdóttir, f. 19.2.1890, d. 16.6.
1971.
Robert Guðmundur Schmidt.
Anna var dóttir Guðmundar
Kristjánssonar, skipstjóra frá
Stapadal í Amarfiröi. Guðmundur
var bróðir Kristjáns Kristjánssonar,
hreppstjóra í Stapadal. Móðir Önnu
var Ingibjörg Jónsdóttir, seinni
kona Guðmundar Kristjánssonar.