Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1991, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1991, Qupperneq 35
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ1991. 55 Fréttir Höfn: Góðar gjaf ir Kiwanismanna Júlía Imsland, DVflöfn: Kiwanismenn á Höfn afhentu ný- lega formönnum Rauða kross deild- arinnar á Höfn og Skógræktarfélagi Austur-Skaftafellssýslu 100 þúsund krónur hvoru félagi, til styrktar starfsemi þeirra. Formennirnir, Heimir Þór Gíslason og Halldóra Hreinsdóttir, þökkuðu góðar gjafir. Bæði félögin hafa staðið í fjárfrek- um framkvæmdum, Rauða kross deildin er meðal annars að borga fullkominn sjúkrabíl sem félagið fékk fyrir rúmu ári. Skógræktarfé- lagið vinnur að skógrækt í Hauka- felli á Mýrum. Eftir afhendingu gjafanna. Frá vinstri Helgi Geir Sigurgeirsson, Heimir Þór Gislason, Halldóra Hreinsdóttir og Haukur Sveinbjörnsson. DV-mynd Ragnar Imsland Meiming Þýðingarmálin í sviðsljósinu Þýðingarmálin eru talsvert í sviðsljósinu um þessar mundir. Ber þar einna hæst hinar um- fangsmiklu þýðingar á lögum og samþykktum Efnahagsbandalagsins sem unnar eru á vegum Orðabókar Háskólans svo og að hafin er vinna við nýja þýðingu Gamla testamentisins og hinna apokrýfu bóka í tilefni af kristnitökuafmælinu árið 2000. Er fjallað um það starf í 4. hefti Ritrað- ar Guðfræðistofnunar undir yfirskriftinni Bibl- íuþýðingar í sögu og samtíð. Þá gáfu þeir Heim- ir Pálsson og Höskuldur Þráinsson fyrir tveimur árum út leiðbeiningarit um þýðingar, og lokst er að geta ráðstefnunnar Þýðingar á tölvuöld, sem haldin var í byrjun árs 1990 í tilefni af því að fimm ár voru liðin frá því að Orðabók Háskól- ans og IBM á íslandi hófu samstarf um þýðing- ar á notendaforritum, hugbúnaði og handbók- um tölvunotenda á íslensku. Erindin sem flutt voru á ráðstefnunni birtast í riti því sem hér er til umsagnar, þ.e. Orði og tungu, tímariti Orðabókar Háskólans, sem kemur nú út öðru sinni. Er efni ritsins mjög áhugavert enda þýð- ingar skoðaðar frá mjög ólíkum sjónarhornum. Fjallað er um bókmenntaþýðingar, biblíuþýð- ingar, orðabókaþýðingar, íðorðaþýðingarH þýð- ingar forrita, vélrænar þýðingar, leiðbeiningar um þýðingar og þýðingarstarf IBM í alþjóðlegu samhengi. Samstarf Orðabókar Háskólans og IBM er dæmi um árangursríka samvinnu Há- skólans og atvinnulífsins í landinu. Starf þýðandans eins og straumbreytir Kristján Árnason bókmenntafræðingur skrif- ar eina áhugaverðustu greinina í ritinu og nefn- ir hana „Hin þrefalda eftirlíking. Um þýðingar- listina." Hann líkir starfi þýðandans viö straum- breyti, en það tæki er sem kunnugt er til komið „vegna þeirrar áráttu mannkyns að nota ekki sams konar rafstraum hvarvetna á byggðu bóli,“ eins og Kristján orðar það. Hann kannast við að þýðingar geti gegnt því hlutverki að vera einhvers konar varnargarður gegn ofurmætti erlendra áhfrifa en bendir jafnframt á að þýð- ingar stuðli aö því að veita nýjum og utanaða- komandi straumum inn í land þýðandans. Hann varar líka við því að þjóðlegheit í þýðingar- starfi gangi svo langt að við séum sísmjattandi á fóstum tuggum i stað þes að víkka út svið tungunnar. Minnir hann á að mörg þeirra orða- tiltækja sem við notum daglega megi rekja til bókmennta sem þýddar hafa verið á íslensku ekki síst Heilagrar ritningar. Dr. Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri skrifar einnig mjög áhugaverða og læsilega grein er hún Bókmermtir Gunnlaugur A. Jónsson nefnir „Almúgandum til sæmdar og sáluhjálp- ar“. í greininni er stiklað á stóru í sögu ís- lenskra biblíuþýðinga og er þetta að mínu mati besta yfirlitið um sögu biblíuþýðinganna síðan Víðförlagrein Steingríms J. Þorsteinssonar prófessors birtist árið 1950. Guðrún leggur áherslu á hversu erfitt verk er að þýða Bibl- íuna. „Þýðendur verða að vera frumtextanum trúir, boðskapurinn verður að vera ljós hverjum þeim sem les og málið eins gott og framast er unnt.“ Saga íslenskra biblíuþýðinga er mjög girnilegt rannsóknarverkefni og er þar mikið verk óunnið. Upp á síðkastið hafa sést merki þess að áhugi málvísinda- og bókmenntamanna á þeirri sögu sé vaxandi og fer vel á því að rann- sóknir á sögu íslenskra biblíuþýðinga séu stund- aðar samhliða því biblíuþýðingarstarfi sem n'ú er hafið. íðorðaheiði eða Almannaskarð? Dr. Höskuldur Þráinsson prófessor og Heimir Pálsson cand. mag. velta saman fyrir sér spurn- ingunni hvort hægt sé að leiðbeina um þýðing- ar. Lesendur ritsins velkjast þó varla í vafa um hvert svar þeirra sé því þeir hafa samið kennslu- bók um þýðingar. Grein þeirra er lærdómsrík. Þeir benda á að stundum virðist þýðendur skipt- ast í tvo hópa eftir því hve mikla áherslu þeir vilja leggja á nákvæman, fræðilegan orðaforða í þýðingum á fræðilegu efni. Annars vegar eru þeir sem setja íðorö (fagorð) í stað íöorðs (og búa þá jafnvel til ný íðorð) og hins vegar þeir sem vilja umorða textann og sneiða hjá íðorðum þar sem þess er kostur. í gamansömum stíl kalla höfundarnir fyrri leiðina íðorðaheiði en þá seinni Almannakarð. Þessar ólíku leiðir munu flestir þýðendur kannast vel við. Hefur fylgjend- um Almannaskarðs örugglega fjölgað á síðari árum þar sem gagnrýnt er að þýða „orð meö orði“. Njörður P. Njarðvík íjallar um vanda bók- menntaþýðenda í stuttri en mjög læsilegri grein þar sem hann bendir réttilega á að þýðingar séu yfirleitt ekki mikils metnar þó svo að þær séu vandasamt eljuverk sem skipti miklu máli fyrir þróun íslenskrar tungu og auðgi íslenskar bók- menntir. „Mér finnst ég skrifa betur fyrir þá sök að ég hef þýtt og það hefur einnig gangast mér við frumsamin verk,“ skrifar Njörður. Stefán Briem eðlisfræðingur íjallar um vél- rænar tungumálaþýðingar og minnir á blaða- grein frá árinu 1958 þar sem haft var eftir kunn- áttumanni um þesi efni vestanhafs: „Vélþýðing- ar koma eftir fimm ár.“ Þegar á reyndi kom hins vegar í ljós að málið var flóknara en svo. Mun mörgum vafalaust þykja forvitnilegt að lesa um þátttöku íslenskunnar í svokölluöu DLT-þýðingarkefi. Sömu sögu er að segja um grein Helgu Jónsdóttur, íslenskun forrita. Þar er um að ræða forvitnilegt efni. Einnig grein Jóns Hilmars Jónssonar orðabókarritstjóra „Að snúa orðum á íslensku" þar sem hann leitast við að varpa ljósi á íslenskar orðabókaþýðingar og þá hefð sem íslensk orðabókagerð býr að í því sambandi. Loks gerir Örn Kaldalóns, deildarsjóri hjá IBM, ágæta grein fyrir þýðingarstarfi IBM og Orðabókar Háskólans. Ráðstefnan sem rit þetta byggir á var mjög fróðleg og vel við hæfi að gefa erindin út á prenti. Helst saknar maður þess - eins og raun- ar var bent á meðan á ráðstefnunni stóð - að ekki skyldi vera fjallaö um sjónvarpsþýðingar. Þar er um að ræða þýðingar sem ná til alls al- mennings og því mikilvægt að þar takist vel til, ekki siður en á sviði biblíuþýðinga og annarra þeirra texta sem yfirleitt eru gerðar mestur kröf- ur til. Orð og tunga 2 Orðabók Háskólans, 74 bls. Reykjavík 1990 Fjölmiðlar Sýnd veiði, en ekki gef in Einhver lífseigasti þáttur í Sjón- varpinu er Nýjasta tækni og vísindi sem er búinn aö vera á dagskrá í mörg ár. Fyrstu árin var þátturinn í urasjá Örnólfs Thorlacius en und- anfarin ár hefur Sigurður H. Richter stýrt þættinum með miklum my nd- arskap. Þátturinn hefur ekki mikið breyst frá því hann hóf göngu sína. f fyrstu var nær eingöngu um stutt- ar og fróðlegar, erlendar kynningar- my ndir að ræða og þannig myndir eru enn meginuppistaða þáttarins, en íslenskt efni hefur samt fengið æ meira pláss í þættinum. Fróðlegar og gagnlegar myndir sem segja frá nýjungum og tilraunum í nýjum atvinnuvegum sem og aöalatvinnu- vegum þjóðarinnar. Einn slíkur þáttur var á dagskrá I gærkvöldi, Sýnd veiði, en ekki gef- in, sem gerð var að tilhlutan Rann- sóknarstofnun sjávai'úrtvegsins. Var þar fjallaö um tilraunir til að vegi. Skemmsterfrá því að segja að mynd þessi var hin fróölegasta og kom það undirrituðum á óvart hversu mikið magn það er af veið- inni sem nýtist ekki og er hent. Þá vora einnig taldar upp þær fiskteg- undir sem lifa viö strendur íslands og eru ekkert nýttar af okkur, kunn- ugleg nöfh birtust á skjánum, nöfh sem menn fara orðum um frekar í gríni en alvöru. Sýnd veiöi, en ekki gefin var þörf ábending til okkar Islendinga sem lifum i velmektar- þjóðfélagi og gerum okkur ekki fulla grein fyrir þeim verðmætum sem viðköstumáglæ. Sakamálaþættir eru fyrirferðar- miklir á dagskrá sjónvarpsstööv- anna. Yfirleitt eru þeir bandarískir og breskir og hafa þeir sfðarnefndu mikla yfirburöi í gæðum. Araerísku sakamálahetjurnar eru yfirleitt miög leiðigjarnar og má nefna Humter í því sambandi og er hann þó einna skástur, en hinar mann- legu bresku lögreglur ems og Dalgl- ish, Wexford, Morse og Taggart sem enn eina ferðin hóf rannsókn á nýju sakamáli í gær eru mun mannlegri og langt í fVá að vera fullkomnir. Hin önuglyndi Taggart er hrein perla í persónusköpun og er marg- slunginn karakter sem í fyrstu virð- ist illa viö allt mannfólk, enda eng- inn séntilmaður í samskiptum við ókunnuga eöa vini og fjölskyldu. Hann er samt ofarlega á blaði ef ég ætti aö telja upp þær persónur sem mér finnst skemmtilegastar í frarn- haldsþáttum. Stuttar framhaídsmyndir eins og myndirnar um Taggart á að sýna samfellt, það hefur verið reynt og gefist vel. Því er þaö miður að Sjón- varpið ætlar að sýna þessa þáttar öð ívikuskömmtum. Hilmar Karlsson Veður Sunnan og suðvestan kaldi eða stinningskaldi um allt land. Súld eða rigning sunnan- og vestanlands, en að mestu þurrt norðan- og austanlands. Hiti 6-9 stig. Akureyri alskýjað 7 Egilsstaðir rign/súld 6 Keflavíkurflugvöllur rigning 6 Kirkjubæjarklaustur alskýjað 7 Raufarhöfn rigning 6 Reykjavik rigning 7 Vestmannaeyjar rigning 6 Bergen skúr 5 Helsinki hálfskýjað 8 Kaupmannahöfn skýjað 7 Úsló skýjað 7 Stokkhólmur rigning 4 Þórshöfn skýjað 8 Amsterdam skúr 6 Barcelona léttskýjað 12 Berlín skýjað 6 Chicagó léttskýjað 17 Feneyjar þokumóða 14 Frankfurt skýjað 7 Giasgow skýjað 9 Hamborg skúr 7 Gengið Gengisskráning nr. 89. -15. maí 1991 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 59,810 59,970 61,660 Pund 104,458 104,738 103,527 Kan. dollar 51,984 52,123 53,503 Dönsk kr. 9,2321 9,2568 9,1416 Norsk kr. 9,0594 9,0836 8,9779 Sænsk kr. 9,8130 9,8392 9,8294 Fi. mark 14,9994 15,0395 15,0262 Fra.franki 10,3963 10,4241 10,3391 Belg. franki 1,7152 1,7198 1,6972 Sviss. franki 41,7959 41,9078 41,5079 Holl. gyllini 31,3068 31,3905 30,9701 Vþ. mark 35,2861 35,3805 34,8706 It. líra 0,04746 0,04759 0,04724 Aust. sch. 6,0103 5,0237 4,9540 Port. escudo 0,4041 0,4052 0,4052 Spá. peseti 0,5693 0,5709 0,5665 Jap. yen 0,43396 0,43512 0,44592 irskt pund 94,455 94,708 93,338 SDR 80,7955 81,0117 81.9239 ECU 72,5166 72,7106 71,9726 Fiskmarkaðimir Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 14. mai seldust alls 45.580 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meðal Lægsta Hæsta Skata 0,034 65,00 65,00 65,00 Langa,ósl. 0,059 42,00 42,00 42,00 Ufsi, ósl. 0,205 27,00 27,00 27,00 Smáufsi 0,128 20,00 20,00 20,00 Smáufsi 0,150 46,00 46,00 46,00 Þorskur, st. 0,071 94,00 94,00 94,00 Ýsa.ósl. 4,105 82,87 78,00 93,00 Þorskur, ósl. 1,781 74,00 74,00 74,00 Steinbítur, ósl. 3,573 43,54 43,00 44,00 Ýsa 11,523 106,55 60,00 112,00 Smárþorskur 0,465 86,00 86,00 86,00 Ufsi 3,772 59,86 44,00 60,00 Þorskur 9,340 98,18 91,00 102,00 Steinbitur 0,142 41,00 41,00 41,00 Sólkoli 0,336 60,00 60,00 60,00 Skötusélur 0,081 174,51 170,00 175,00 Lúða 2,523 221,49 150,00 255,00 Langa 0,830 60,00 60,00 60,00 Keila 0,052 24,00 24,00 24,00 Karfi 6,054 38,85 38,00 39,00 Hrogn 0,355 112,45 80,00 120,00 Faxamarkaður 14. maí seldust alls 48,972 tonn. Blandað 0,032 10,00 10,00 10,00 Hrogn 0,161 50,00 50.00 50,00 Karfi 33,130 38,31 38,00 39,00 Keila 0,154 20,00 20,00 20,00 Langa 0,687 51,00 51,00 51,00 Lúða 0,782 174,50 160,00 270,00 Rauðmagi 0,098 7,00 7,00 7,00 Skarkoli 0,195 46,00 46,00 46,00 Skötuselur 0,012 165,00 165,00 165,00 Steinbítur 1,104 26,99 20,00 29,00 Þorskur, sl. 2,676 98,79 97,00 100,00 Þorskur, smár 2,134 84,00 84,00 84,00 Þorskur, ósl. 1,096 68,48 63,00 77,00 Ufsi 0,160 54,00 54,00 54,00 Undirmál. 1,419 62,34 29,00 65,00 Ýsa, sl. 2,007 112,86 65,00 102,00 Ýsa, ósl. 3,065 79,84 55,00 86,00 Fiskmarkaðurinn i Þorlákshöfn 14. maí seldust alls 8,294 tonn. Karfi 0,054 29,00 20,00 30,00 0,110 20,00 20,00 20,00 5,482 79,17 49,00 90,00 0,533 131,80 86,00 106,00 1,220 89,95 60,00 103,00 0,088 25,00 25,00 25,00 0,188 20,00 20,00 20,00 Steinbítur 0,211 20,00 20,00 20,00 0,310 60,80 25,00 69,00 Lýsa 0,048 35,00 35,00 35,00 Skarkoli 0,050 20,00 20,00 20,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 14. maí seldust alls 24,965 tonn. Þorskur, ósl. 2,216 79,47 69,00 89,00 Þorskur.sl. 2,647 80,25 75,00 112,00 Ýsa.ósl. 11,914 87,00 77,00 90,00 Ýsa, sl. 1,819 97,28 72,00 1 00,00 Keila 0,063 28,00 28,00 28,00 Keila/blandað 0,462 29,00 29,00 29,00 Langa 0,902 59,55 30,00 62,00 Hlýri 0,060 36,00 36,00 36,00 Háfur 0,239 10,00 10,00 10,00 Steinbítur 0,340 34,00 31,00 45,00 Lúða 0,241 166,72 140,00 180,00 Ufsi 3,339 30,92 23,00 39,00 Skarkoli 0,253 51,70 20,00 53,00 Skata 0,025 87,80 83,00 93,00 Karfi 0,064 35,52 33,00 40.00 Blandað 0,031 15,00 15,00 15,00 ft'eetnms. MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI 653900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.