Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1991, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1991, Page 4
FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1991, 4 i Fréttir Hallarbylting í borgarstjómarflokki Davíðs: Fékk ekki að velja arftakann - launaði grikkinn með því að sitja áfram sem borgarstjóri Davíð Oddsson borgarstjóri við borðsendann. Tii hans líta þeir fjórir borgarfulltrúar sem helst eru orðaðir við hið eftirsótta borgarstjóraemb- ætti: Árni Sigfusson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Katrín Fjeldsted og Magnús L. Sveinsson. Borgarstjórnarflokkur Davíðs hefur sýnt sig í nýju ljósi undan- farna daga. Eftir aö ljóst varð fyrir rúmum tveim vikum að Davíð Oddsson myndi standa upp úr stól borgarstjóra sem forsætisráöherra hófst hörð valdabarátta meðal fé- laga hans í borgarstjórn. Fyrst í stað fór baráttan um stól Davíðs nokkuö leynt en eftir því sem kapp Fréttaljós Kristján Ari Arason færðist í menn fóru aö koma í ljós brestir í þá samstöðuímynd sem jafnt borgarbúar sem aðrir lands- menn hafa haft af borgarstjórnar- flokknum. Árni fyrstur af stað Eftir aö Davíð Oddsson náöi kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum í mars fóru nokkrir af mest áberandi borgar- fulltrúum flokksins að huga að möguleikum sínum á að setjast í stól Davíðs. Sá sem einna fyrst sá fyrir sér að hafa möguleika var Arni Sigfússon. Hans ferill til áhrifa innan Sjálfstæðisflokksins er ekki ólíkur margra annarra sem sest hafa í borgarstjórastólinn og ekki mun þaö hafa dregið úr kjarki hans að hann hefur reynst Davíð traustur og dyggur stuðningsmað- ur. Að mati margra, einkum þess arms Sjálfstæðisflokksins sem studdi Davíð til formennsku, var hann talinn allt að því sjálfkjörinn sem arftaki lærimeistarans. En innan borgarstjórnarflokks- ins ríktu sumpart önnur sjónar- mið. Að mati margra þykir hann of tækifærissinnaður og hyghnn „sínum mönnum". Tregablandinn léttir Til langs tíma hefur mörgum þótt Davíð vera fullfyrirferðamikill og stjórnsamur og fyrir vikið skyggt á aðra. Sem leiðtogi borgarstjórnar- flokksins hefur hann nánast alfarið tekið við því lofi sem stjórn borgar- innar hefur fengið, meðan þeir sem verkin hafa unnið, venjulegir borg- arfulltrúar i nefndum og stjórnum borgarinnar, hafa orðið að láta sér nægja gagnrýna fjölmiðlaumfjöll- un. Þrátt fyrir að margir borgarfull- trúar Sjálfstæðisflokks hafi um nokkurt skeið verið ósáttir við þær aðferðir sem Davíð notar við að stjórna borginni hefur hann engu síður notið trausts þeirra og virð- ingar. Undir hans forystu vann borgarstjórnarflokkurinn sinn stærsta kosningasigur í síðustu borgarstjórnarkosningum og að mati flestra hefur Davíð tekist að stjórna borginni með miklum ágætum. Það var því tregablandinn léttir fyrir marga félaga Davíðs í borgar- stjórn þegar hann ákvað að snúa sér að landsmálapólitík og hætta sem borgarstjóri. Sáu þeir þar með fyrir sér að dyr möguleikanna væru að opnast, sjálfur borgar- stjórastóllinn. Hörð barátta Þeir borgarfulltrúar sem einkum hafa sóst eftir því að verða valdir sem næsti borgarstjóri eru þau Katrín Fjeldsted, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson og Magnús L. Sveinsson, auk Árna Sigfússonar. í raun hefur baráttan þó einkum verið milli þeirra Árna og Vilhjálms og virðast þeir njóta jafnmikils stuðnings inn- an borgarstjórnarflokksins. í þeirri baráttu sem fram hefur fariö um borgarstjórastólinn hefur Davíð fátt látið hafa eftir sér opin- berlega. í upphafi baö hann félaga sína um að ræða ekki þessi mál við fjölmiðla heldur reyna að leysa málið sín í milli. Þegar í ljós kom aö baráttan var meiri en svo að hægt væri að halda henni leyndri kom Davíð fram með þá hugmynd að ef til vill þyrfti að leita að gegn- um sjálfstæðismanni út fyrir borg- arstjóraraflokkinn í embættið. Jafnframt kvaðst hann sjálfur ætla að benda á eftirmann sinn, þó að höfðu samráði við félaga sína í borgarstj órnarflokknum. í kjölfarið voru ýmis nöfn nefnd í fólmiðlum, einkum þeirra Ólafs B. Thors, Brynjólfs Bjarnasonar og Ingibjargar Rafnar. Samkvæmt heimildum DV mun Davíð ekki haft neitt þessara nafna í huga þegar hann varpaði þessari hugmynd fram. Þvert á móti hafi hann séð Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins. Með þessu virðist hann hafa séð sér þann leik á borði að launa vini sínum góðan stuðning á síöasta landsfundi. Þrátt fyrir þá harkalegu valda- baráttu sem átti sér stað innan borgarstjórnarflokksins virðist þó þegar hafa myndast samstaða um að hafna þessari hugmynd. Og and- staðan varð það mikil að Davíð sá sig knúinn til að hætta við að reyna að koma Kjartani í stól borgar- stjóra. Davíð hefur ekki lengur sömu tökin Svo virðist vera sem Davíð hafi í raun misst tökin á borgarstjórnar- flokknum þegar eftir alþingiskosn- ingarnar. Alla vega hafði hann ekki lengur þau tök á félögum sínum aö hann gæti tryggt Árna Sigfússyni meirihlutafylgi meðal félaga sinna. Engu að síður mun hann hafa gert örvæntingarfullar tilraunir til þessa stuttu fyrir fund borgar- stjórnarflokksins síðastliðinn mið- vikudag. Andstaða Vilhjálms Þ., Katrínar, Júlíusar, Magnúsar Önnu Kristínar Jónsdóttur og fleiri borgarfulltrúa var hins vegar þaö mikil aö Davíð varð enn á ný að láta í minni pokann. Að vonum undi Davíð illa þeim lyktum að fá ekki vilja sínum fram- gengt. Því tók hann þá ákvörðun að hætta tímabundið við að hætta og fara frekar í sumarfrí. Þetta til- kynnti hann eftir fund borgar- stjórnarflokksins á miðvikudaginn var með þeim rökstuöningi að lengri tíma þyrfti til að finna nýjan borgarstjóra meðal félaga sinna sem samstaða geti náðst um. Frestun talin skaða Samkvæmt heimildum DV kunna margir sjálfstæðismenn Davíö litlar þakkir fyrir þá stöðu sem komin er upp meðal borgar- fulltrúanna. Þykir mörgum sýnt aö með því að fresta ákvörðun um næsta borgarstjóra færist enn meiri harka í slaginn um borgar- stjórastólinn, jafnvel það mikil að flokkurinn hljóti óbætanlegann skaða af. Þá þykir mörgum að Dav- íð hefði þegar í upphafi átt að draga sig til hlés í þessu máli og leyfa félögum sínum sjálfum að axla þá ábyrgð að velja sér leiðtoga. Bent er á í þessu sambandi að þegar allt kemur til alls þá verða það borgar- fulltrúarnir sjálfir sem komi til með að stjórna Reykjavíkurborg næstuþrjúárin. -kaa Höfn: Glerbrotum dreift í sandkassa leikskólans Júíia Imsland, DV, Höfn: Brotist var inn í leikskólann á Höfn aðfaranótt miðvikudagsins. Ekki er sýnilegt að tilgangur innbrotsins hafi verið að stela en annan óhugnanleg- an verknaö framdi sá eða þeir sem þarna voru að verki því í sandkass- anum fundu fóstrurnar mikið af smáum glerbrotum sem dreift hafði verið saman við sandinn. Að sögn Gunnar Ágústsdóttur for- stöðukonu er þetta ekki í fyrsta sinn sem svona óhæfa á sér stað í leikskó- lanum því fyrir þremur vikum var brotist þarna inn og miklu af nöglum komiö fyrir í sandinum. Þá var málið kært til lögreglunnar en ekkert hefur komiö út úr því. Þetta innbrot hefur vakiö mikinn óhug hér þar sem um stórhættulegt athæfi er að ræða og er vonandi að lögreglu staðarins takist að hafa upp á þeim sem þarna voru að verki. „Við höfum vörö við sandkassann þar til nýr sandur kemur,“ sagði Gunnur og það verða ýmsar ráðstaf- anir geröar til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Annars er málið í höndum lögreglunnar. Sandkassinn sem glerbrotum og nöglum hefur verið dreift i. DV-mynd Ragnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.