Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1991, Síða 16
16'
FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1991.
íþróttir___________
Sport-
stúfar
Gylfi Kxístjánsson, DV, Akureyri:
Erlingur Kristjánsson
hefur ákveðið að leika
með KA í 1. deildinni í
knattspyrnu í sumar
en hann hafði verið aö velta því
fyrir sér að taka frí í sumar. Er-
lingur hefur mörg undanfarin ár
veriö lykilmaður í liðum KA,
bæði i handknattleik og knatt-
spyrnu, og álagið hefur því verið
mikið á honum. Erlingur hefur
nú hafið æfingar með 1. deildar
liði KA af fiillum krafti og er ekki
að efa að KA-liöið verður sterk-
ara með hann innbyrðis en ella.
Gunnar leikur
með Þórsurum
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Njarðvíkingurinn
Gunnar Örlygsson
hefur ákveðið að feta í
fótspor Sturlu bróður
síns og leika með Þór í úrvals-
deildinni í körfuknattleik næsta
keppnistímabíl. Gunnar sló i
gegn með Njarðvíkurliöinu í vet-
ur, átti mjög vaxandi leiki og stór-
leiíd undir lokin í baráttu UMFN ,
og ÍBK um titilinn. Þórsarar eru
nú farnir að huga aö ráðningu
þjálfara, þeir ætla sér aö fá
bandarískan þjálfara og eins
hyggjast þeir skarta meö erlend-
an leikmann eins og önnur lið
deildarinnar. Lið Þórs verður því
nokkuð breytt í úrvalsdeildinni
næsta vetur því að þeir Jón Örn
Guðmundsson og Dan Kennard
munu ekki leika með liðinu.
íslenskur sigur
í Austurríki
Islenska unghnga-
landsliðiö í knatt-
spyrnu, skipað leik-
mönnum 18 ára og
yngri, sigraöi Austurríkismenn,
1-ð, 1 vináttulandsleik sem fram
fór i bænum Purgstall, skammt
frá Vínarborg, í fyrrakvöld. Sig-
urmark íslands var sjálfsmark
heimamanna. íslenska liðið ernú
komið til Tékkóslóvakíu þar sem
það tekur þátt í alþjóðlegu móti
um helgina. Það mætir Rúmen-
um í dag, Þjóöverjum á morgun,
Grikkjum á sunnudag og úrvals-
liði Slóvakíu á mánudag.
United vann aðra
keppni árið1968
í DV og fleiri fiölmiölum í gær
var sagt aö Manchester United
heiði unnið Evrópukeppni bikar-
hafa i knattspymu öðm sinni í
fyrrakvöld þegar félagið lagði
Barcelona að velli í Rotterdam.
Hið rétta er aö árið 1968 sigraöi
United í Evrópukeppni meistara-
liða.
Golfmót í Grafarholtí
Golfkeppnin um Arni-
son-skjöldinn, sem fre-
stað var fyrir skömmu,
verður haldin í Grafar-
holti á laugardag. Ræst verður
út frá klukkan 8. Þá fer fram öld-
ungamót á sama staö á mánudag,
annan í hvítasunnu, og verður
ræst út frá klukkan 9.
Finnar unnu
Finnar unnu sinn fyrsta sigur í
6. riðli Evrópukeppni landsliöa í
knattspymu í gær þegar liöiö
sigraði Möltu, 2-0, í Helsinki i
Finnlandi í gærkvöldi. Finnar
skomðu bæði mörk sín í síðarí
hálfleik, Petri Jarvinen á 51. mín-
útu og Jari Litmanen á 88. mín-
útu. Staðan í 6. riöli eftir þennan
leik er þannig;
Holland........5 4 0 1 13-1 8
Portúgal......5 3 11 9-3 7
Grikkland......3 2 0 1 7-14
Finnland.......4 12 13-24
Malta..........7 0 l 6 1-22 1
Boðsveit ÍR sló
21 árs gamalt met
- á vormóti ÍR í frjálsum íþróttum 1 Mosfellsbæ 1 gær
Vormót IR í frjálsum íþróttum,
það 49. í röðinni, fór fram í Mos-
fellsbæ í gærkvöldi. Mótið var
fyrsta frjálsíþróttamót sumarsins
og meðal þátttakenda var lands-
liðsfólk og keppendur íslands á
Smáþjóðaleikunum í Andorra.
Það bar helst til tíðinda að
drengjasveit ÍR setti íslandsmet í
4x100 metra boðhlaupi á tímanum
45,24 sek. og sló gamla metið sem
sett var fyrir 21 ári. í sveit ÍR voru
þeir Jóhannes Marteinsson, Hjalti
Sigurjónsson, Anton Sigurðsson og
Daði Ingólfsson.
Jóhann Ingibergsson sigraöi í
hinu árlega Kaldalshlaupi sem er
3000 m og hlaut í verðlaun glæsileg-
an farandbikar.
Sigurður Einarsson sigraði auð-
veldlega í spjótkasti karla og kast-
aði 77,42 metra en Einar Vilhjálms-
son var ekki með á mótinu. „Ég er
nokkuð sáttur við útkomuna í
þessu móti og þetta er minn besti
árangur hér á landi í ár. Ég hef
verið þreyttur í fótunum að undan-
fórnu og beitti mér því ekki af full-
um krafti. Ég verö orðinn klár í
slaginn í næstu viku í Andorra og
stefni þá á að ná betri árangri. Það
væri gott að ná alla vega 80 metra
kasti þar og ég held að ég eigi góða
möguleika á því. Það verður gaman
að keppa við Einar Vilhjálmsson
þar og við munum bæta hvor ann-
an upp,“ sagði Sigurður eftir loka-
kastið í gærkvöldi.
í spjótkasti kvenna sigraði íris
Grönfeldt, UMSB, kastaði 56,84 m.
„Ég er ánægð með kastið miðað við
það að ég æíi ekki eins vel og áður.
Ég náði lágmarkinu sem ég þurfti
og mér líst vel á framhaldið. Það
verður spennandi að spreyta sig í
Andorra en síðast þegar smáþjóða-
leikar voru átti ég við meiðsli að
stríða," sagði íris.
Martha Ernstsdóttir, ÍR, vann
sigur í 1500 m hlaupi kvenna á tím-
anum 4:31,54 mín. „Ég er í góðu
formi og búin að bæta hraðann.
Sumarið leggst vel í. mig og ég
hlakka til að keppa á smáþjóðaleik-
unum í næstu viku þar sem mörg
landslið munu koma saman,“ sagði
Martha eftir sigurinn í gærkvöldi.
Ólafur Guðmundsson, Selfossi,
vann sigur í 110 m grindahlaupi
karla á 15,26 sek. og Guðrún Amar-
dóttir, UBK, sigraði í 100 m grinda-
hlaupi kvenna á 14,90 sek. í 400
m. hlaupi kvenna vann Kristín
Markúsdóttir, UMSB, á 63,66 sek. í
100 m hlaupi karla sigraði Einar
Þór Einarsson, Ármanni, á tíman-
um 11,06 sek. og í 100 m hlaupi
kvenna sigraði Þuríður Ingvars-
dóttir, Selfossi, á 13,11 sek.
í 800 m hlaupi karla sigraði Stefán
Guðjónsson, IR, á 2.00,35 mín. Ólaf-
ur Guðmundsson sigraði einnig í
langstökki karla, stökk 6,63 m. í
stangarstökki vann Kristján Giss-
urarson, UMSE, sigur, stökk 4,20
m, og í þrístökki sigraði Haukur
Guðmundsson, Selfossi, stökk 13,54
m. í hástökki kvenna sigraði Sig-
ríður Guðjónsdóttir, HSK, stökk 1,
55 m. í sleggjukasti karla vann Jón
Auðunn Sigurjónsson, komungur
kastari úr UBK, óvæntan sigur á
Guðmundi Karlssyni, FH. í
kringlukasti kvenna sigraði
Margrét Óskarsdóttir, ÍR. • í boð-
hlaupi karla sigraði sveit KR-inga
á tímanum 44,73 sek. en sveit FH
varð önnur. • í boðhlaupi kvenna
unnu ÍR-stúlkur sigur á 54,23 sek.
-RR
Frjálsíþrótta-
menn óhressir
- vegna aðstöðuleysis 1 Laugardalnum
„Frjálsíþróttafólk í Reykjavík býr
í dag við sömu gömlu vandamálin
og á ámm áður. Baldurshaginn er
lokaður frá 1. maí, búningsaðstöð-
unni á Laugardalsvelli er líka lokað,
og í veöráttu eins og hefur verið und-
anfarna er litið hægt að gera,“ sagði
Sigurborg Guðmundsdóttir frjáls-
íþróttakona í samtali við DV.
Mikil ólga er meðal frjálsíþrótta-
fólks í Reykjavík þessa dagana vegna
aðstöðuleysisins í Laugardalnum.
„Þaö er árlegur viðburður að þann
5. maí er hengdur upp miði á útidyrn-
ar þar sem stendur að búningsklef-
unum sé lokað um óákveðinn tíma.
Okkur er sagt að þetta sé vegna við-
gerða en síðan verður maður ekki
var við að neitt sé verið að gera. Svo
þegar við erum búin að rífa kjaft yfir
þessu nógu lengi, er opnað á ný,“
sagði heimildamaður DV úr röðum
fijálsíþróttafólks viö DV í gær.
„Eftir mikinn undirbúning yfir vet-
urinn emm við i maímánuði að koma
okkur í gang fyrir keppni sumarsins.
Þá þarf að fara í ýmsar tækniæfing-
ar, æfa viðbragð og fleira, og það er
einfaldlega ekki hægt aö gera á Val-
bjarnarvellinum eins og veðrið hefur
verið. En Baldurshagann fáum við
ekki að nota og ekki heldur lyftinga-
tækin sem þar eru, og emm því nán-
ast bjargarlaus," sagði Sigurborg.
„Án búningsklefanna er aðstaðan
óbærileg. Þá þurfúm við að klæða
okkur í vinnunni eða annars staðar
og mæta í æfingagallanum á svæðið.
Þessa dagana hefur landsliðsfólkið
verið að búa sig undir Smáþjóðaleik-
ana í Andorra, en skilyrðin hafa ver-
ið þessi,“ sagði Sigurborg ennfrem-
ur.
„Völlurinn sjálfur er gjörsamlega
ónýtur, búningsaðstaðan engin, og á
þessum tíma þarf að æfa snerpuæf-
ingar. Þær er ekki æskilegt að gera
utan dyra þegar svona blautt er og
því ætti Baldurshaginn að vera op-
inn. Þangað kemst enginn, nema ef
góðviljaðir menn laumast til að
hleypa okkur þangaö stund og stund.
Þetta er hrikalegt, ekki síst þar sem
stefna íþróttaráðs Reykjavíkurborg-
ar er sú að aðstaða frjálsíþróttafólks
skuli vera í Laugardalnum en ekki á
félagssvæðunum og félögin fá ekki
styrki til að koma upp grunnaðstööu
á sínum svæðum,“ sagði frjáls-
íþróttaleiðtogi við DV.
-VS
• Miði er hengdur á hurðina að búningsklefunum og þar stendur að lokað
sé frá og með 5. maí um óákveðinn tíma. DV-mynd Brynjar Gauti
Unglingalandsliðið til Finnlands
- tekur þátt í Norðurlandamóti í handknattleik seni hefst í dag
Landslið íslands í handknattleik,
skipað leikmönnum fæddum 1972
og yngri, hélt utan til Finnlands í
gærmorgun og mun þar taka þátt
í Norðurlandamóti í sínum ár-
gangi. Eftirtaldir 15 leikmenn voru
valdir til fararinnar:
Reynir Reynisson.......Víkingi
Ásgeir Baldursson..........UBK
IngvarRagnarsson.....Stjömunni
Andri Sigurðsson...........Fram
Gunnar Kvaran..............Fram
Jason Ólafsson.............Fram
Karl Karlsson..............Fram
Páll Þórólfsson............Fram
Ragnar Kristjánsson........Fram
Dagur Sigurösson............Val
Ólafur Stefánsson...........Val
ValgarðThoroddsen...........Val
Róbert Sighvatsson......Víkingi
Björgvin Björgvinsson.......UBK
Patrekur Jóhannesson ..Stjörnunni
• Liðið leikur gegn Svíum í kvöld,
gegn Finnum á laugardagsmorgun,
Dönum á laugardagskvöld og síð-
asti leikur liðsins er gegn Norð-
mönnum á sunnudagsmorgun.
• Þjálfari piltanna er Geir Hall-
steinsson og liösstjóri er Kristján
Halldórsson. -GH
• FH-ingarnir Þórður Magnússon (t.v.) o<
hlaupi karla í gærkvöldi. Þeir urðu í efstu tvi
Góðstaða
• Detroit Pistons sigraði Boston Celtics á
NBA-deildarinnar í fyrrinótt. Þar með er C
einvigi iiðanna i nótt þegar liðin mætasl
vinnur fjóra leiki, mætir Chicago i úrslitale
ur við Los Angeles Lakers eða Portland u
ir Robert Parish, leikmaður Boston, sig h
Kemur Pele
- vegna átaks KSÍ og Visa ui
Svo gæti farið að Pele, fyrrui
sumar vegna átaks KSÍ og Vis;
DV í gær.
Að sögn forráðamanna KSÍ h
bandið um komu Pele til landsins og voi
endaðan júlí eða byrjun ágúst.