Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Síða 8
8
(
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1991.
LJ.LJ-í '! J
Utlönd__________________________________
Kosningamar á Indlandi:
50 manns hafa lát-
ið lífið í óeirðum
Aö minnsta kosti fimmtíu manns
létu lífiö á Indlandi í gær þegar fyrsta
umferð þingkosninganna fór fram í
landinu. Óttast er að sú tala eigi eftir
aö hækka því enn eiga um 60% þjóð-
arinnar eftir að kjósa.
Alls hafa 514 milljónir manna kosn-
ingarétt í þessu stærsta lýðræðisríki
heims og útlit er fyrir að þetta verði
jöfnustu kosningar sem haldnar hafa
verið á Indlandi síðan landið fékk
sjálfstæði frá Bretlandi, árið 1947.
Kosið verður í þremur umferðum,
sú fyrsta fór fram í gær en næstu
tvær verða næstkomandi fimmtudag
og sunnudag. Talning atkvæða hefst
svo ekki fyrr en 27. maí.
Þrír flokkar bjóða fram lista, Kon-
gress-flokkur Rajivs Gandhi sem er
miðjuflokkur, Hægri flokkur hindúa
og Bandalag þjóðemissinnaðra und-
ir forystu fyrrum forsætisráðherra
landsins, Vishwanaths Prataps
Singh.
Ekki er búist viö að neinn þeirra
nái meirihluta á þingi en flestir spá
því að Kongress-flokkurinn verði
stærsti flokkurinn.
Kosningarnar hafa einkennst af
óeirðum og átökum á milli íslama og
hindúa hér og þar í landinu, þó mest
í norðurríkjunum Uttar, Pradesh og
Bihar sem samanlagt bjóða fram 139
Búist er við að Kongress-flokkur
Rajivs Gandhi fái mesta fylgið í
Vopnaðir öryggisverðir standa vörð við alla kjörstaði á Indlandi en alls kosningunum þótt engum flokki sé
hafa 50 manns látið lífið í fyrstu umferð þingkosninganna. Símamynd Reuter spáö meirihluta. Teikning Lurie
fulltrúa af alls 545 sem komast á þing.
Ein og hálf miUjón öryggisvarða
hefur verið kölluð út til að reyna að
hafa hemil á átökunum og lýst hefur
verið yfir útgöngubanni í nokkrum
borgum af ótta við að átök bijótist
út. Fresta þurfti kosningunum í
tveimur ríkjum þar til í næsta mán-
uði, Assam og Punjab, svo hægt sé
aö herða öryggisgæslu þar.
Reuter
DV
Lofafrelsi
sænsku
gíslanna
Svíamir tveir, sem rænt var í
Kasmír í Indlandi um páskana,
verða látnir lausir eftir tvær vik-
ur. Þetta tilkynnti leiðtogi sam-
taka er mannræningjarnir til-
heyra á sunnudaginn. Var það
tekið fram að Sviunum verði
sleppt þó svo aö framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna verði
þá ekki farinn að kanna ástand
mannréttindamála í Kasmír.
Að sögn leiðtogans er þaö nægi-
legt að Indland fái stöðugri stjórn
sem neyðist til að taka upp mál
Kasmírs. TT
Átjánárafang-
elsifyrlr
heróínsmygl
Dómstóll i Bangkok í Thailandi
dæmdi í morgun bresku stúlkuna
Patricia CahiU, sem er átján ára
gömul, í 18 ára og 9 mánaða fang-
elsi fyrir heróínsmygl. Var Cahill
fundin sek um að hafa reynt að
smygla 26 kílóum af heróini út
úr Thailandi en eiturlyfin fund-
ust í ferðatösku heimar á flug-
veUinum í Bangkok í júlí í fyrra.
Cahill neitar öllum sakargiftum.
Vinkona hennar og ferðafélagi,
Karyn Smith, sem er nítján ára,
játaði sekt sína og var dæmd í 25
ára fangelsi í desember siðast-
liönum. Stúlkurnar, sem voru í
fyrstu utanlandsferð sinni í
fyrrasumar, sögðu að thaUensk-
ur eða kínverskur karlmaður
hefði gabbað þær til að taka við
heróíninu sem var komið fyrir í
matarumbúðum og shampóbrús-
um. Reuter
CHARTON
Iwrin
CLAIRBOIS
K n
‘f rc
QtæsG
Kaupmenn - innkaupastjórar
Aldrei meira úrval af sumarleikföngum.
Einnig eru frábæru ejafavörurnar okkar
nýkomnar.
INGVAR HELGASON hf.
BJARKEY
Heildverslun, Sævarhöfða 2
112 Reykjavík, © 674280 og 674151