Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Blaðsíða 9
• leei IAM .12 HUOACíUl,am<I ÞRIÐJUDAGUR 21. MAI1991. Utlönd Tugir þúsunda Albana tóku þátt í göngu til stuðnings verkfallsmönnum um helgina. Simamynd Reuter Verkfalliö í Albaníu: Stjórnin neyðist til að gefa eftir - segir albanskur þingmaður í viötali við DV Víðir Sigurðsson, DV, Albaníu: Verkfallið, sem óháðu verkalýðs- félögin í Albaníu lýstu yfir á fimmtu- dag, stendur enn. Allar samgöngur innanlands liggja niðri, járnbrautar- lestir og almenningsvagnar ganga ekki og flestöll framleiðslufyrirtæki landsins eru lömuð. Svona aðgerðir eru áhrifameiri í Albaníu en víðast annars staðar því til skamms tíma var almenningi ekki leyft að eignast bifreiðir og fólk er því mjög háð þjónustu í samgöngum. Þegar blaðamaður DV kom til landsins í gær mátti vel merkja áhrif verkfallsins, mikið var af fólki á göt- um úti og á þjóðveginum milli flug- vallarins og höfuðborgarinnar Tir- ana, sem er um tuttugu kílómetra leið, voru margir gangandi vegfar- endur „að ferðast á puttanum". Vörubílar voru sums staðar komnir í hlutverk helstu samgöngutækjanna og sjá mátti nokkra slíka með fjölda fólks á pallinum. DV ræddi í gærkvöldi við Edmond Budina, þingmann Demókrata- flokksins, sem er í stjórnarandstöðu og styður dyggilega við verkfallsað- gerðimar. Hann sagði að þegar hefði náðst nokkur árangur. „Ríkisstjórnin er í þeirri stöðu að hún verður að ganga að öllum kröf- um verkalýðsfélaganna. Hún hefur engan stuðning lengur og við bíðum og sjáum hvað setur. Okkur liggur ekkert á aö binda enda á aðgerðirnar og þær gætu staðið lengi enn. Ríkis- stjórnin vill ekki gefa frá sér völdin en hún er í mikilli klemmu vegna ljárhagsörðugleika landsins og and- stöðu fólksins og vonandi neyðist hún til að segja af sér innan tíðar. Við í Demókrataflokknum erum j sterkri stöðu á þinginu og tímimi vinnur með okkur,“ sagði Edmonc Budina. Þegar DV spurði Budina hvorl hætta væri á að stjórnin beitti her- valdi til að bæla niður andspyrnum svaraði hann: „Nei, ekki lengur. Þat hefði verið hægt en eftir umræðun; um morðin í Shkoder 2. apríl, þegai lögregla skaut íjóra mótmælendur ti bana, hætta stjórnvöld ekki á að slík endurtaki sig. Auk þess eru fjölmarg ir stuðningsmenn Demókrataflokks ins í hernum og þeir myndu aldre ráðast gegn fólkinu," sagði Budina. DV ræddi einnig við lögreglumann inn Muharrem Abazi. Hann sagði ai lögreglan í landinu væri óháð, stæð ekki með stjórnvöldum og vemdað hinn almenna borgara gegn ofbeldis verkum. „Það sést best á því aö í daj voru mótmælagöngur í öllum helsti borgum landsins og lögreglan gerð ekkert til aö stöðva þær. Við stöndun vörð um öryggi hins almenna borg ara, sama hvar í flokki hann stend ur,“ sagði Abazi. Með verkfallsaðgerðunum er kraf- ist 50 til 100 prósenta kauphækkunai en jafnframt þrýst á að þeir sen stóðu fyrir morðunum í Shkodei verði látnir svara til saka. Kujtin Cahsku, varaformaður mannrétt- indasamtaka Albaníu, sagði í samtali við DV í gærkvöldi að sérstök nefnd sem skipuð var til að rannsaka morð- in, segði að fjórtán manns væru við- riðnir þau. „En á okkar lista eru tutt- ugu og þrír sem þarf að leiða fyrir rétt og því er greinilegt að sumir hlutir eru enn faldir á bak við tjöldin í Albaníu," sagði Cahsku. Bandarðkjamenn refsa Júgóslövum Bandaríkjamenn hafa ákveðið að hætta í bili öllum fjárstuðningi við Júgóslavíu til þess að mótmæla því að Serbar skyldu hindra tilnefningu Króatans Stipe Mesic í embætti for- seta. Bandaríkjamenn ætla einnig að beita sér fyrir því að alþjóöa lána- stofnanir láni Júgóslövum heldur ekki fjármagn vegna aðgerða Serba. Yfir 90 prósent Króata greiddu at- kvæði með sjálfstæði lýðveldisins í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag- inn: Forseti Króatíu, Franjo Tudjman, kvaðst í gær vilja nýtt bandalag full- valda ríkja ef mögulegt væri. Sagði hann Króatíu, Slóveníu, Makedóníu og Bosnía-Herzegovinu hafa sam- þykkt í grundvallaratriðum að mynda nýtt bandalag fullvalda ríkja efMesicyrðiekkiforseti. Reuter PANASONIC NV-MS70 FULLKOMIN S-VHS STERIO VIDEOUPPTÖKU VÉL ItQiSÖÖ- SUMAR VIÐ BYRJUDUM í MORGUN MED SUMARTILBOÐ SEM ENGINN ÆTTI AD LÁTA FRAM HJÁ SÉR FARA. HÉR AD NEDAN ERU SÝNISHORN AF VIDEOVÉLUM SEM VID BJÓDUM UPPÁ Á FRÁBÆRU TILBOÐSVERDI. SONY CCD-F350 8mm VIDEOUPPTÖKUVEL EINFÖLD OG ÞÆGILEG í NOTKUN 73, 59.980. PANASONIC NV-MC20 VHS VIDEOTÖKUVÉL MEÐ TÖSKU 'Wm 69m9 Cio PANASONIC NV-S1 SNILLDARLEGA HÖNNUÐ VIDEOUPPTÖKUVÉL MEÐ INNBYGGÐUM TITRINGSJAFNARA gmsúúm- 84.800. ,GEISLADISKAR FRÁ KR.590. JAPISS BRAUTARHOLTI 2, OG KRINGLUNNI SIMI 625200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.