Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Side 12
r
I
ÞRIÐJÚDAGUR 21. MAÍ 1991.
Spumingin.
Hvað þværðu á þér
hárið oft í viku?
Berglind Friðriksdóttir nemi: Yfir-
leitt þrisvar sinnum.
Jóna Hanna Guðjónsdóttir nemi:
Svona þrisvar sinnum.
Ásdís Erla Ásgrímsdóttir húsmóðir:
Svona 3-4 sinnum.
• -
Árni Árnason leiðbeinandi: Á hverj-
um degi og nota sjampó.
Angela Roberts nemi: 4-5 sinnum.
Lesendur
Hrikaleg hlutdeild opinbers vinnuaíls:
Stærsta vanda-
mál þjóðarinnar
Kristinn Friðriksson nemi: Svona
annan hvern dag.
Jóhann Jóhannsson skrifar:
Ríkiskassinn íslenski hefur löng-
um átt við það vandamál að 'etja að
ná saman endum. Það er svo sem
sammerkt með mörgum einstakl-
ingnum en sá vandi sem nú blasir
við í ríkisfjármálum er ekkert líkur
því sem áður hefur þekkst. Þrátt fyr-
ir skattahækkanir svo milljörðum
skiptir sl. þrjú árin eða svo er nú svo
komið að lánsfjárþörf ríkisins fer
yflr 30 milljarða markið í ár og nem-
ur talsvert hærri upphæð en öllum
innlendum sparnaði. Slík er þenslan
í ríkisbúskapnum að ekki verður að
óbreyttu hægt að treysta á neina
þjóðarsátt eða eins stafs tölu verð-
bólgu, hvað þá hjöðnun hennar.
Eitthvað er verið að ræða þessa
dagana hvort hægt sé að beita slíku
aðhaldi og hagræöingu í ríkisrekstri
að ríkið geti skilað sömu þjónustu
og nú með minni tilkostnaði. Þetta
hefur nú verið á dagskrá áður og þá
var líka rætt og reiknað. Niðurstaðan
var sú að ekkert dygði annað en nið-
urskurður hjá hinu opinbera. Það
varð hins vegar minna úr fram-
kvæmdinni og enn hefur ríkið vinn-
inginn í auknum umsvifum.
Hlutdeild hins opinbera vinnuafls
er orðin svo hrikaleg að hvergi hefur
íjölgun starfsmanna orðið. eins mikil
í því sem daglega er kallað opinber
þjónusta. Öruggar heimildir upplýsa
að um 22%’af vinnuafli þjóðarinnar
sé í störfum hjá ríkinu einu. Þá eru
undanskildir starfsmenn borgar,
bæja og sveitarfélaga. Það verða því
„Fólk hættir ekki að nota áfengi þótt ríkiseinokun verði aflétt“, segir hér m.a.
fáir til að mótmæla því að umsvif
ríkisins og hlutdeild vinnuafls hjá
opinberum stofnunum er orðið eitt
stærsta vandamál þjóðarinnar.
En verður þá ekkert gert til að
minnka umsvifin? Fellur þessi ríkis-
stjórn í sömu gryflu og aðrar á undan
henni? Verður hvergi skorið niður?
Engar ríkisstofnanir seldar eða lagð-
ar niður? Verður því enn og aftur
borið við að hér myndist atvinnu-
leysi ef ríkisstofnanir hverfi? Auðvit-
að eru slíkar viðbárur marklausar
með öllu. - Fólk hættir ekki að
hringja eða nota áfengi þótt ríkisein-
okun verði aflétt. Einhverjir munu
halda áfram að sjá um þjónustuna.
Hún verður bara framkvæmd af
meiri hagsýni. ÁTVR myndi t.d. ekki
hafa lokað alla laugardaga og kl. 6 í
Kringlunni þegar allar aðrar versl-
anir eru opnar í sama húsi.
Við skulum vona að þessi ríkis-
stjórn hafi dug til að taka á stærsta
vandamáli þjóðarinnar - ofvexti rík-
isbáknsins. Það yrði hrein vítam-
ínssprauta fyrir íslenskt efnahags-
og atvinnulíf.
Ég er farinn, ekki hættur?
Gísli Guðmundsson skrifar:
Ég er undrandi á hvemig valið á
nýjum borgarstjóra hefur þróast inn-
an Sjálfstæðisflokksins. Ég hef alltaf
kosið flokkinn og reikna ekki með
að breyting verði þar á þótt þetta
klúöur bætist nú á síður flokkssög-
unnar. - Sjálfstæðisflokkurinn á
ennþá marga góða og hæfa stjórn-
málamenn og mistök í pólitískri sögu
íslenskra stjórnmálafiokka era ekki
bundin við Sjálfstæðisflokkinn ein-
an. Þau eru langtum stærri í öðrum
flokkum.
Það sem mér finnst þó raunalegast
er að nú skuli vera kominn til sög-
unnar innan flokksins vandi sem
ekki er séð fyrir endann á. - Þetta,
segja sumir, hafi byrjað með því aö
núverandi borgarstjóri og fyrrver-
andi varaformaður Sjálfstæðis-
flökksins tók það upp hjá sér að fara
gegn sitjandi formanni flokksins, í
óþökk mikils hluta flokksmanna.
Jafnvel helmingi flokksmanna, ef
marka má niðurstöðu kosningaúr-
slita landsfundar í formannskjörinu.
Það var því rík ástæða til að ætla að
næstu skref formannsins yrðu afar
varfærnisleg og meiriháttar ákvarð-
anir í takt við viðteknar reglur, jafn-
vel óskráð lög, þegar kæmi að emb-
ættisskiptum hjá borginni.
Eftir að hafa leyft málum að þróast
upp í spennu og fyrirgang um allt
þjóðfélagið vegna borgarstjóra-
skipta, standa Reykvíkingar eftir
með sama borgarstjóra, áframhald-
andi óvissu um eftirmann og pínlega
stööu borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins. - Það eina sem Reykvík-
ingar geta í raun lesið úr ummælum
formannsins og borgarstjórans er
þetta: Ég er hættur, ekki farinn.
En það er heldur ekki traustvekj-
andi að lesa ummæli borgarfulltrúa
meirihlutans og hvernig þeir bregð-
ast við ákvörðun borgarstjórans. Nú
er rétt eins víst að í júnílok kúvendi
formaðurinn/borgarstjórinn og for-
sætisráðherra og segi sem svo: það
hefur enginn lagt að mér aö hætta
sem borgarstjóri, ég var kosinn til
embættisins og tel það skyldu mína
að sitja út kjörtímabilið. - Undan-
gengin uppákoma og yfirlýsingar
bjóða ekki upp á annan þankagang
hjá almenningi.
Oryggismálin síðasta hálmstráið
Geta íslendingar spilaö um varnarmál við grænu borðin í Brussel?
Ásgeir Magnússon skrifar:
Það eru öryggismálin, og varnar-
liðið á Keflavíkurflugvelli, sem enn
og aftur ætla, að verða bjargvættur
okkar þegar til kastanna kemur í
samningaviðræðum við Evrópurík-
in. Hernaðarlegt mikilvægi íslands
með hið bandaríska varnarlið er enn
og aftur orðinn samningsgrundvöll-
ur við grænu borðin í Brussel. Það
er því sjálfsagt að nota bestu spilin.
Þegar kemur til samninga um tolla-
ívilnanir á sjávarafurðum í Evrópu
skiptir okkar hlutur litlu máli, miðað
við þann sjávarafla sem berst til
neytenda í Evrópu. Þar eru búðir
fullar af fiski og úrvalið inniheldur
sjaldnast ferskan fisk frá íslandi.
Eins og utanríkisráðherra segir i
frétt í DV nýlega, snýst hugsun
ýmissa þjóðarleiðtoga Évrópuríkja
ekki um fisk, matvæli eða tolla, held-
ur um varnarmál, t.d. um það hversu
lengi Bandaríkin muni vilja halda
úti varnarliði í Evrópu.
Ekki Hótel Borg
Sigurveig hringdi:
Eg hélt að hin nýja ríkisstjóm,
sem ég hef verið að veita mór-
alskan stuðning í mínum hópi,
ætlaði að draga saman á öllum
sviðum, ekki síst varðandi út-
þenslu Alþingis. - Nú er aftur
kominn upp á borðið þessi söngur
um að ríkið kaupi Hótel Borg fyr-
ir starfsemi Alþingis. Að vísu frá
einum þingmaimi Framsóknar-
flokksins.
Það er þó hálfu verra að ein-
hverjir þingmenn, þ. á m. úr
Sjálfstæðisflokknum, skuli taka
undir þennan söng um að kaupa
Borgina. - Ég og áreiðanlega
ílestir borgarbúar eru þessu mót-
fallmr. Víð þökkum Birni Bjarna-
syni alþm. fyrir að andmæla
þessum vangaveltum strax og
vonumst til að a.m.k. allir þing-
menn Reykjavíkur standi sem
fyrr gegn hugmyndinni.
Aaðútskúfa
útlendingum?
Fiskvinnslukona skrifar:
Sumh' eru sí og æ að amast viö
útlendingum, sem sagðir eru
„gleypa“ vinnumarkaðinn hér.
Þessar aðfmnsiur koma aðallega
frá stöðmn þar sem fiskvinnsla
er aðalatvinnuvegurinn, eða þá
verksmiðjuiðnaður. - Þennan
áróður vil ég fordæma og segí;
Lítum í eigin barm.
Hvers vegna er þetta fólk hér?
Vegna þess að islendingar hafa
ekki fengist til að vinna ýmis
störf sem útlendingar hafa sóst
eftir. Þeim Qnnst mörgum þeir
hafa lent í gullnámu vegna laun-
anna. Þeir fengjust þó varla til
landsins nema gegn einhverjum
fríðindum, t.d. fríu fari fram og
til baka. - Hver veit nema við eig-
um sjálflr eftir aö þurfa út fyrír
landsteinana í atvinnuleit. Við
skulum ekki vera of mikillátir í
þessu efni.
Hvererástæðan?
Ottó hringdi:
Það er leiðiniegt að horfa upp á
og heyra um upplausnina sem er
að verða í borgarmálum út af til-
færslu borgarstjórans í stöðu for-
sætisráðherra. Þetta hefði alit
getað verið svo einfalt í fram-
kvæmd. Forseti borgarstjórnar
einfaldlega tekið við sem annar
aðalmaður í borgarstjórn. - Síðan
kemur að kosningum eftir þrjú
ár og vonandi próíkjör og þá raða
menn niöur mönnum að eigin
ósk.
Maöur fer að halda að eitthvað
annað búi aö baki en bara vand-
inn að velja þann rétta til borgar-
stjórastarfa það sem eftir er af
kjörtímabiiinu. Oft eru nú launin
ofarlega í huga og fáir vilja falla
í launastiganum. Getur hugsast
að svo sé í þessu tilviki? Það væri
þó lítilmótlegt í þessu tilviki. Eða
hver er ástæðan?
Mikil er eftirsjáin
Árni Einarsson skrifar:
Mikil hlýtur eftirsjáin að vera
hjá ráðherrum og þingmönnum
Framsóknarflokksíns að taka þaö
til bragðs að stofna svokallaö
„skuggaráðuneyti“ til þess að
láta líta svo út að þeir séu enn
með ákveðin völd. Eins konar
ráðherrar, hver fyrir sinn máia-
ílokk. - Mér sýnist aö þeir ætli
að skipta með sér verkum líkt og
um ráðuneyti værí aö ræða og
þar verði þeir hinir sömu í for-
ystu og áöur haf'a valist til ráð-
herrastarfa.
Þannig ætla þeir líka að móta
sína eigin stefnu og málaflokka
óháð því hvaða mál ríkisstjórnin
leggur fram og vinna þá væntan-
lega eins og engin ríkisstjóm sé
til. - Er virkilega svona erfitt fyr-
ir framsóknarmenn aö kyngja því
að þeir eru komnir i stjórnarand-
stöðu?