Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1991. 15 Búastríð Bandaríkjanna nóg al,... Þaö er alls ekki óhugsandi að heyja þurfi aöra styrjöld við Persa- ílóann til að koma þar á friði og varanlegu valdajafnvægi sem gekk úr skorðum í nýafstöðnum átök- um. Það yrði hins vegar að líkind- um stríð heimamanna því að Bandaríkin, stórveldið sem gekk svo rösklega til verks nýlega, eru varla tilbúin til að taka svipuð verk að sér aftur á næstunni. Vandinn í Norður-írak Hvað getur orðið til þess að stríð hefjist aftur? Augljósasta ástæðan er sú að Saddam Hussein er traust- ur á valdastóh og líklegur til að verða nágrönnum sínum jafnt sem andstæðingum innanlands hættu- legur hér eftir sem hingað til. Von- ir voru bundnar við að honum yrði steypt af stóli eftir að her hans var bókstaflega sparkað út úr Kúvæt. Þvert á móti er íraksforseti nú í nægilega sterkri stöðu til að leggja fram kröfur á hendur Sameinuðu þjóðunum, hafna tilboðum og selja skilyrði og almennt reka tunguna framan í samfélag þjóðanna. Þetta væri kannski ekki vanda- mál ef herir bandamanna væru ekki komnir til Norður-íraks í allt annað verkefni en þeim var ætlað í upphafi. Þar hafa Vesturlandabú- ar tekið að sér að veija land Kúrda gegn yfirráðum íraka þótt reyndar sé ekki dregið í efa að svæðið sé réttilega íraskt. Að forminu til eru verndarsvæðin undir stjóm Sam- einuðu þjóðanna en ef í harðbakk- ann slær verða það auðvitað bandarískir og brezkir hermenn sem vinna verkin. Þeir eru langt inni í landi, eiga langt að sækja aðföng og hafa ekki þá hernaðar- legu yfirburði sem þeir nutu í eyði- mörkinni. í bæjum og flóttamannabúðum Kjallaiinn Karl Th. Birgisson stjórnmálafræðingur Kúrda eru htlar sveitir skæruliða sem hafa sótt á íraksher með þokkalegum árangri síðustu ár. Það dregur varla úr þeim kjarkinn aö vita að bandaríski og brezki herinn hafa það hlutverk að halda írökum í skefjum. Á þessu svæði má því búast við endalausum smá- skærum á komandi mánuðum og er þá ónefnd hættan á því að íranir notfæri sér ástandið í Suður-írak sem bandamenn hafa hlaupið frá. Vanmáttug vesturveldi Vesturveldin hafa sjaldan komið sér í jafnvitlausa stöðu í Miðaust- urlöndum og er þó af nógu að taka í sögunni. Tvennt gerir þessa til- teknu stöðu þó erfiða viöfangs. Annars vegar er engan veginn ljóst hvert markmiðið er meö þessum herleiðangri Vesturlandabúa né hvað þarf að gerast til að honum Ijúki. Hins vegar eru vesturveldin mun verr á sig komin efnahagslega og almenningur hefur engan áhuga á að fóma ungum mannslífum fyr- ir býsna torræðan málstað. Það er vitanlega langt síðan Bret- ar hættu að vera stórveldi, ef und- an er skihn sighngin til Falklands- eyja. Bretar léku stórt hlutverk í Persaflóadeilunni vegna sérstakra tengsla sinna við Bandaríkin og sögulegrar ábyrgðar sinnar á arab- íska landakortinu. Brezki herinn gerði sárahtið gagn í sjálfum átök- unum og var frekar til trafala und- ir það síðasta. Bandaríkin eru hka aö þrotum komin efnahagslega og pólitískt. Bandarískt efnahagslíf stendur ekki lengur undir herleiðöngrum víðs vegar um heiminn. Eitt af að- alverkefnum Bakers utanríkisráð- herra fyrir áramótin var að ferðast frá einu bandalagsríki til annars til að biðja um peninga fyrir her- kostnaðinum (það sem gárungarn- ir kölluðu Operation Tin Cup). í þessu stríði sáu Bandaríkin fyrir hermönnum og búnaði, sem þau eiga nóg af, en greiddu ekki nema brot af kostnaðinum. Bandaríkjamenn hafa átt við þrálátan og vaxandi fjárlagahalla að etja í yfir áratug og stjórnkerfið virðist ófært um að taka á honum. Viöskiptahalh hefur verið viðvar- andi og ein arfleifð Reagan-stjórn- arinnar er sú að Bandaríkin em nú nettólántakandi í fyrsta sinn í tvær aldir. Vandamál innanlands þarfnast bráðra og dýrra úrbóta, í skólamálum, heilbrigðisþjónustu, umhverfisvernd og brotnu félags- kerfi. Með örfáum undantekning- um er bandarísk framleiðsla ekki samkeppnishæf við varning frá Asíu og Evrópu. Það verður banda- rískum stjórnvöldum ærið verk- efni langt fram á næstu öld að leysa þessi og önnur vandamál heima fyrir Búastríð hið nýja Á meðan em Bandaríkin þess ekki umkomin að sinna löggæzlu um heimsbyggðina. Þau munu áfram sinna skúldbindingum sín- um gagnvart Evrópu og útvöldum Asíuríkjum, en í stríð fara þau ekki nema það ógni beinhörðum efna- hags- eða öryggishagsmunum þeirra. Að því leytinu gæti Persa- flóastríðið því orðið Bandaríkjun- um það sem Búastríðið var Bret- um: síðustu fjörkippir deyjandi heimsveldis, svona rétt til að sýna sjálfu sér og öðmm að það geti þetta enn. Það eru enn skrúðgöng- ur á götum bandarískra borga til að fagna sigrinum í írak; hátíða- höldin hafa enzt mörgum sinnum lengur en stríðið. Vandinn er sá að þetta Búastríð Bandaríkjanna skhur eftir sig óleyst vandamál í Norður- og Suð- ur-Irak og heimamenn þurfa vænt- anlega að taka afleiðingunum þeg- ar Vesturlandabúar hverfa á brott að óloknu dagsverki. Karl Th. Birgisson „Að forminu til eru verndarsvæðin undir stjórn Sameinuðu þjóðanna en ef í harðbakkann slær verða það auð- vitað bandarískir og brezkir hermenn sem vinna verkin.“ Ríkisstjórnargrín „Hvað var það sem fest var á blað úti í Viðey?“ - Formenn Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks koma frá viðræöum i Viöey. Ýmislegt sérkennilegt hefur gerst í hinum pólitíska heimi að undanfórnu og er það hreint ekki svo skrítið þar sem einn meiri hátt- ar grínisti, svo frægur að húmor hans hefur flogið langt út fyrir landsteinana, hefur ratt sér braut í fremstu viglínu á hinum póhtíska vettvangi. Stjórnarmyndun, sem á engan sinn líka í ahri sögu lýðveldisins, hljóp af stokkunum á dögunum. - Ekki veit ég hvernig sú athöfn hef- ur komið kjósendum almennt fyrir sjónir. - En vel gæti ég trúað því að síðari tímar kunni að meta Við- eyjargrín Davíös og Jóns Baldvins, sem fram fór það herrans ár 1991, er þeir mynduðu Viðeyjarstjórnina frægu, yfirfuhir af einhverju sem ekki er svo auðvelt að nefna og létu „hitt dótiö“, sem uppfylla átti lög- mál stjórnarinnar, bíða á strönd- inni uns þeir höfðu lokið athöfinni. Heiðursmanna- samkomulag? En hvemig var þetta annars með heiðursmannasamkomulagið? Voru það aðeins oftúlkuð orð þegar betur var aö gáð? - Ósköp var það raunalegt! En sjálfsagt verða stjómmálamenn stundum að reka sig á, ekki síður en hver annar. Ekki síst ef menn fara offari, jafn- vel bæði dagfari og náttfari. „Heið- ursmannasamkomulag" virðist geta verið miklum vandkvæðum bundið. Það verða menn þó að skhja að fyrir slíku verður að vera raunhæfur möguleiki. En af reynslunni verða menn vitrir, segir einhvers staðar og það ætti að geta forðað mönnum frá að telja sér trú um hið ómögulega. Hvor, eða hvort báðir heiðursmenn- imir sögðu ósatt um það sem gerð- ist hjá þeim úti í Viðey, skiptir ekki KjaQarmn Aðalheiður Jónsdóttir verslunarmaður máli, heldur hitt, að þessir menn og félagar þeirra í ríkisstjórn hafa valist th að stjórna landinu næstu flögur árin. En fátt er svo með öhu illt að ekki boði nokkuð gott. Ég vil ekki trúa því að þjóðin gefi Alþýðuflokknum færi á að mynda ríkistjórn með íhaldinu framar. Þó að pólitísk bhnda hafi gert henni þann óleik gegnum tíð- ina að hún hefur sí og æ hallað sér upp að svörnustu andstæðingum hugsjóna sinna og veitt þeim um- boð th að tortíma þeim, svo að nú er hún orðin gegnsýrð af trúboði andstæðinganna, kaldastríðs- mannanna, sem vilja ekkert annaö en kalt stríð svo fremi ekki er um raunverulegt stríð að ræða. Þess vegna höfum við hér líka ennþá erlendan her og emm í hemaðar- bandalagi. En samt skulum við vona að ís- lenska þjóðin eigi sér viðreisnar von þrátt fyrir allt og þrátt fyrir þá hrikalegu „viðreisn" valdastól- anna sem nú blasir við og átti sig umfram aht á því: Að hún vill vera fijáls þjóð í frjálsu landi, að hún má ekki láta fjötra sig í evrópskt stórríki en líti á shkan verknað sem landráð. Myndi reyndar ekki vilja trúa að nokkur íslendingur leyfði sér slíkt, hversu brokkgengur sem hann væri, jafnvel hvaða vand- kvæði sem hann hefði við að stríða. Nýi sáttmáli Samt er eins og uggvænlegar blikur séu á lofti. Var ekki rétt eins og krataforinginn svifi í loftinu, þegar hann sagði frá því að nú hefði hann fullt leyfi frá ríkisstjórninni til að ljúka samningum viö EB? Þetta hefði ekki gerst ef Alþýðu- bandalagið væri í ríkisstjórn, bætti hann við. Hvað var það sem fest var á blað úti í Viðey? Veifaði ekki kratafor- inginn tveimur pappírsörkum framan í fréttamann og sagöi að þetta væri jafnlangt og frelsisskrá Bandaríkjanna? Var þar ekki efst á blaði áframhaldandi vera erlends hers, aðild að NATO og að ljúka samningum við EB? En hversu margt annaö sem kann að hafa staðið í sáttmála borgarstjórans og krataforingjans, vh ég meina að hann verðskuldi fyllhega að bera heitið Nýi sáttmáU, þar sem GamU sáttmáU er, eins og aUir vita, úr gildi falUnn. Og hver veit nema þessi, þótt stuttur sé, eigi líka eftir að marka djúp spor í sögu þjóðar- innar. Hver er maðurinn? Jón Baldvin, sem eitt sinn sagði að hann hefði lært til að verða for- sætisráðherra, átti svo góðar minn- ingar um viðreisn aö hann tók ekki í mál að vinna með fyrri samstarfs- flokkum þó svo að hann fengi að verða forsætisráðherra, heldur bað forseta íslands að veita formanni Sjálfstæðisflokksins umboðið. Er þetta sami Jón Baldvin sem fór á rauðu ljósi um landið og ætlaði að sameina aUa vinstri menn í einn stóran jafnaðarmannaflokk? Er þetta sá Jón Baldvin sem flutti eitt sinn ræðu um gömlu „viðreisn" þar sem hann segir: „Reykjavík- ingar, hugsið! Hvernig brygði ykk- ur við ef eldur logaði í hverju húsi í borginni á morgun? Það er stað- reynd, það er eldur laus á hverju einasta alþýðuheimih í þessari borg. Sem betur fer eru það ekki húsin ykkar sem brenna: Það eru peningamir ykkar sem fuðra upp í verðbólgueldi hins stjórnlausa þjóðfélags Sjálfstæðisflokksins." Svo mörg eru þau orð. Þetta er jú sá Jón Baldvin, er nú situr í nýrri viðreisn með svo góðar minn- ingar, og hefur loks svipt af sér grímunni þótt ekki sé víst aö hann átti sig á nekt sinni. - Trúi því kannski eins og Midas konungur, sem stóð berstrípaður frammi fyrir mannfjöldanum, að hann sé í feg- urri skrúða en nokkur annar. Það skiptir reyndar ekki máU hveiju krataforinginn trúir. Hitt skiptir máU að þjóðin hlýtur að gera upp sakirnar við Jón Baldvin og Al- þýðuflokkinn í næstu kosningum. Það skiptir nefnhega máU hverjir stjórna! Aðalheiður Jónsdóttir - „Var ekki rétt eins og krataforinginn svifi í loftinu þegar hann sagði frá því að nú hefði hann fullt leyfi frá ríkis- stjórninni til að ljúka samningum við EB?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.