Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Page 16
ÞEIÐJUDAGUR .2L MAI .1991.
STÓRÚTSALA
byrjar 21. maí
Mikill afsláttur á handavinnu og garni
HAMMYRÐAVERSLUNIN
STRAMMI
Óöinsgötu 1
Sími 91-13130
NÝJA M-LÍNAN
)
□flug garðsláttu-
vél þar sem gæði,
ending og þægindi
tryggja þén mun
fallegri flöt en
nágrannans !*
* eöa þar til hann faer líka LAWN-BOY "M"
ÁRMÚLA 11
SÍrs/ll 601500
SPJALLAÐ
kl. 22.00 i kvöld á Aðalstööinni
ýr viðtalsþáttur er að heíja göngu sína á Aðal-
stöðinni í umsjón Ragnars Halldórssonar. Það
er þátturinn Spurt og spjallað og gesturinn í fyrsta
þættinum kl. 22.00 í kvöld er Nína Björk Árnadóttir
skáldkona. Nína er löngu orðin landskunn fyrir verk
sín. Hún útskrifaðist frá Leiklistarskóla LR árið 1964
en ári síðar sendi hún frá sér sína fyrstu ljóðabók:
Ung ljóð.
Síðar komu út bækurnar: Undarlegt er að spyrja menn-
ina, 1968, Börnin í garðinum, 1971, Fyrir börn og
fullorðna, 1975, Mín vegna og þín, 1977, Svartur hest-
ur í myrkrinu, 1982 og Hvíti trúðurinn, 1988. Af leik-
ritum Nínu má nefna: Hælið, Geimið, Fótatak, Stein-
arnir hans Mána, Steinninn sem hló, Hvað sögðu engl-
arnir?, Súkkulaði handa Silju, Undir teppinu hennar
ömmu og Líf til einhvers.
Skáldsagan Móðir, kona, meyja kom út árið 1987. í
þættinum í kvöld mun Nína segja frá lífi sínu og list
í fortiðinni, nútíðinni og framtíðinni en hún vinnur
nú að bók um Alfreð Flóka myndlistarmann sem var
trúnaðaryinur hennar.
Hagnýt lögfræði
Eigandi bifreiðar skal bæta tjón sem hlýst af notkun hennar, þó svo aö hvorki honum né ökumanni verði
um kennt.
Skaðabætur:
„Svo skal böl bæta“
Tjónþoli á ekki rétt til skaðabóta úr
hendi annars manns nema sérstök skil-
yrði, svokölluð bótaskilyrði, séu fyrir
hendi.
Oftast er það svo þegar tjón verður
að tjónþoli verður að bera tjón sitt
sjálfur. Hann á ekki rétt til skaöa-
bóta nema sérstök skilyrði, svo-
kölluð bótaskilyrði, séu fyrir hendi.
Hér varða rakin helstu bótaskilyrði
skaðabótaréttar en auk skaðabóta
eru tryggingabætur og bætur sem
rekja má til samninga manna á
milli helsti bótagrundvöllurinn nú
á tímum.
Sakarreglan
Meginreglur skaðabótaréttar eru
óskráðar, réttarreglur sem hafa
mótast í tímans rás af fordæmum
dómstóla. Þar er svokölluð sakar-
regla þungamiðjan. Hana má orða
á þennan hátt: „Maður ber skaða-
bótaábyrgö á tjóni sem hann veldur
með saknæmum og ólögmætum
hætti, enda sé hann bótahæfur og
tjónið sennileg afleiöing af hegðun
hans og raski hagsmunum sem eru
vemdaðir af skaðabótareglum."
Kjarni þessarar reglu er skilyrðið
um sök, þ.e. skilyrðið um að tjón-
valdur hafi sýnt af sér saknæma
háttsemi. Það er að sjálfsögðu einn-
ig forsenda þess að tjón fáist bætt
að fjárhagslegir hagsmunir hafi
verið skertir eða ónýttir. Sakar-
reglan bætir ekki ófjárhagslegt
tjón, slíkt verður ekki bætt nema
heimild sé til þess í lögum. Dæmi
um slíkt eru miskabætur.
Ásetningur eða gáleysi
Tjónið verður að hafa orsakast
af saknæmri háttsemi, það er að
segja með ásetningi eða gáleysi.
Gáleysi nægir til bótaábyrgðar en
til samanburðar má geta þess að
ásetnings er að öllu jöfnu krafist
til aö refsiábyrgð komi til. Við mat
á því hvort maður hafi hegðað sér
gáleysislega er miðað við það sem
góður og skynsamur maður hefði
gert í samsvarandi tilviki. Þannig
er notaður almennur mælikvarði.
Ef viðkomandi er hins vegar sér-
fróður á ákveðnu sviði og veldur
þar tjóni er miðaö við hegðun sér-
fræðings á því sviði. Hér má t.d.
nefna smið sem með ógætilegri
hegöun veldur tjóni í starfi. Þá er
miöað viö hvort smiðir almennt
hefðu hegöaö sér á þennan hátt.
Sama má segja ef tjónþóli er á ein-
hvern hátt „vanhæfari" en „venju-
legur“ maður til að bregðast við
aðstæðum, t.d. barn eða fatlaður
einstaklingur, þá er miðað við eðli-
lega hegðun fólks úr viðkomandi
hópi þegar gáleysi er metið.
Hvað skal bæta?
Meginreglan er sú að tjónvaldur
skuh bæta tjónþola allt þaö tjón
sem hann verður fyrir sökum
verknaðar síns. Tjónþola er þó
skylt að takmarka tjón sitt eins og
Umsjón
ORATOR
- félag laganema
unnt er og getur hann ekki krafist
bóta fyrir það tjón sem hann hefði
getað komið í veg fyrir án mikillar
fyrirhafnar. Eigi tjónþoli sjálfur
einhveija sök á tjóninu eru bætur
til hans skertar í hlutfalli við eigin
sök hans. Ef fleiri en einn valda
tjóni þannig að þeir eru allir skaða-
bótaskyldir getur tjónþoh heimt
allar bæturnar af hverjum þeirra
sem er. Tjónvaldar skipta svo byrð-
inni eftir sök hvers og eins.
Vinnuveitandaábyrgð
Nátengd sakarreglunni er svo-
kölluð vinnuveitandaábyrgöar-
regla. Regla þessi hefur verið orðuö
svo: „Vinnuveitandi ber skaöa-
bótaábyrgð á tjóni sem starfsmað-
ur hans veldur í vinnu sinni ef
starfsmaöurinn sjálfur myndi bera
ábyrgð eftir sakarreglunni“. Starf
merkir hér ekki eingöngu launuð
störf heldur hvers konar þjónusta
við annan mann, hér vinnuveit-
anda. Samband vinnuveitanda og
starfsmanns þarf að vera með þeim
hætti að vinnuveitandinn ráöi
framgangi vinnunnar, hafi „hús-
bóndavald“ yfir starfsmanni og
einhveija verkstjórn. Vinnuveit-
endur bera almennt ekki ábyrgð á
sjálfstæðum verktökum sem þeir
ráða til að vinna ákveðin verk.
Skilyrði er að skaðaverkið sé unnið
viö störf í þágu vinnuveitanda.
Hegðun sem er gersamlega út
tengslum við starfsskyldur starfs-
manns falla hér utan, til dæmis
þegar tjón hlýst af slagsmálum á
vinnustað eða af gáskafullum leik
starfsmanna.
Séu skilyrði vinnuveitanda-
ábyrgðar fyrir hendi á tjónþoli val
um hvort hann krefur vinnuveit-
andann eða starfsmanninn um
bætur eöa þá báða. Vinnuveitandi
á endurkröfurétt á starfsmanninn
vegna bótagreiðslna sem hann
greiðir á grundvelli vinnuveit-
andaábyrgðar.
Strangari bótareglur
Auk áðurgreindra bótareglna
gilda strangari reglur á ákveðnum
sviðum. Með strangari bótareglum
er átt við það aö ábyrgð getur fallið
á aðila án þess að honum verði
gefið að sök að hafa valdið tjóninu
eða aö hann verði gerður ábyrgur
nema honum takist að sanna sak-
leysi sitt. Fyrra tilvikið er nefnt
hlutlæg ábyrgð en hið síðara öfug
sönnunarbyrði sem skírskotar til
meginreglunnar um að tjónþoli
þurfi að sanna sök tjónvalds.
Strangar bótareglur eru ýmist
lögfestar eða ólögbundnar. Sem
dæmi um lögbundnar bótareglur
af þessu tagi má nefna ábyrgð eig-
anda ökutækis á öðru tjóni en því
sem hlýst af árekstri tveggja bha
og ábyrgð íbúðareigenda í fjölbýlis-
húsum. Sem dæmi um hið síðar-
nefnda er ábyrgð án sakar vegna
tjóns í hættulegum atvinnurekstri,
af völdum hættulegra tækja eða
vegna hættulegra eiginleika sölu-
vöru.
Umferðarlögin
Eigandi bifreiðar skal bæta tjón
sem hlýst af notkun hennar, þó svo
að hvorki honum né ökumanni
verði um kennt. Aöeins í þeim til-
fehum þar sem ökumaður hefur
tekið bifreiðina í algjöru heinúldar-
leysi, tO dæmis stohð henni, getur
þessi ábyrgð færst frá eigandanum.
Ef sá sem verður fyrir tjóni er
meðvaldur að því er í sumum tO-
vikum heimOt að lækka bætur til
hans. Öhum bifreiðareigendum er
gert skylt að kaupa ábyrgðartrygg-
ingu sem ætluð er til að bæta tjón
af völdum bifreiðanna.
Ofangreind regla um ábyrgð eig-
anda á ekki viö þegar árekstur
verður. Þá er reglan sú að tjónið
skiptist í réttu hlutfalli við sök
hvers ökumanns.
Ábyrgð íbúðareiganda
íbúðareigandi í fjölbýlishúsi er
ábyrgur gagnvart eigendum ann-
arra íbúða í húsinu fyrir þvi tjóni
sem þeir verða fyrir vegna óhapps
í íbúð hans. Dæmi um síkt væri
tjón vegna bOunar á tækjum, svo
sem þvottavél, eða leki af völdum
bOunar í lögnum.