Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1991, Blaðsíða 40
52
Afmæli___________
Jón Jónsson
Jón Jónsson, fyrrv. framkvæmda-
stjóri, Bogabraut24, Skagaströnd,
ersjötugurídag.
Starfsferill
Jón fæddist í Asparvík í Stranda-
sýslu og ólst þar upp. Hann stund-
aði síldarmatsnámskeið, lauk
minna skipstjóraprófi og stundaði
ýmis önnur starfsnámskeið. Jón
fluttist til Skagastrandar 1948 og
hefur búiö þar síðan. Hann sá um
skipaafgreiðslu á Skagaströnd í
fimmtán ár en hóf störf hjá Kaup-
félagi Húnvetninga 1954 og var
verslunarstjóri þar til 1977. Þá var
hann framkvæmdastjóri Rækju-
vinnslunnar á Skagaströnd 1977-86.
Jón var einn af stofnendum
Rækjuvinnslunnar og stjórnar-
formaður hennar til 1977. Hann hef-
ur verið umboðsmaður Samvinnu-
ferða-Landsýnar á Skagaströnd, for-
maður Skógræktarfélags Skaga-
strandar, sat í hreppsnefnd Höföa-
hrepps um árabil, var stjómarfor-
maður Skagstrendings hf. um tíma,
sat í stjóm Félags rækju- og hörpu-
disksframleiðenda 1978-87 og hefur
starfað að ungmennafélags- og
íþróttamálum.
Fjölskylda
Jón kvæntist 20.6.1947 Maríu
Magnúsdóttur, f. 1.5.1919, kennara
ogverslunarstjóra, en hún er dóttir
Magnúsar Bjömssonar, b. og fræði-
manns að Syðra-Hóli, og konu hans,
Jóhönnu Albertsdóttur.
Börn Jóns og Maríu era Fjóla, f.
10.11.1947, verkstjóri, gift Þór Ara-
syni og eiga þau þrjú börn, Ara Jón,
sem er kvæntur Sigríöi Höllu Lýðs-
dóttur og era börn þeirra fjögur,
Þórarin Kára, sem er kvæntur Pál-
ínu Gunnarsdóttur, og Atla Þór.
Magnús Björn, f. 14.4.1952, sveit-
arstjóri á Skagaströnd, kvæntur
Guðbjörgu Viggósdóttur og eiga þau
þijú böm, Viggó, sem er kvæntur
Magneu Harðardóttur, Brodda og
JónAtla.
Gunnar Jón, f. 23.12.1956, bifvéla-
virki á Skagaströnd, kvæntur Maríu
Alexandersdóttur og eru böm
þeirra Róbert Freyr, María Jóna og
Elva Ösp.
Ragnar Hlynur, f. 28.12.1963, raf-
magnsverkfræðingur.
Systkini Jóns: Guðrún (hálfsyst-
ir), sem nú er látin, var húsfreyja í
Eyjum í Strandasýslu; Karl, dó ung-
ur; Guðmundur, nú látinn, sjómað-
ur í Kópavogi; Jóhannes, nú látinn,
skrifstofumaður í Kópavogi; Bjarni,
nú látinn, b. í Bjamarhöfn; Sigur-
rós, húsfreyja í Norðurfirði á
Ströndum; Halldór, smiður í Kópa-
Jón Jónsson.
vogi; Kjartan, nú látinn, smiður í
Reykjavík; Guðrún Ingibjörg, list-
málari í Reykjavík; Sigurður Karl,
dó ungur; Loftur, smiður í Garðabæ;
Ari, smiður í Reykjavík.
Foreldrar Jóns vora Jón Kjartans-
son, f. 22.7.1873, d. 1957, bóndi í
Asparvík á Ströndum, og kona hans,
Guðrún Guömundsdóttir, f. 18.4.
1884, d. 1956, húsfreyja.
Jón var sonur Kjartans Guð-
mundssonar, b. á Skarði í Stranda-
sýslu, og konu hans, Guðrúnar Sig-
fúsdóttur.
Guðrún var dóttir Guðmundar
Pálssonar, b. í Kjós á Ströndum, og
Sigurrósar Magnúsdóttur.
Merming_____________
Orgeltónleikar
Þessa dagana stendur yfir kirkjulistahátíð í ReyKjavík
þar sem boðið er upp á margvíslegt efni. Meðal ann-
ars skipar tónlist þar veglegan sess. í gærkvöldi vora
sem liður ,í kirkjulistahátíðinni orgeltónleikar í Bú-
staðakirkju. Lék þar á orgel frægur breskur organ-
isti, Nicolas Kynaston að nafni. A efnisskránni vora
verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Frank Bridge,
Johann Sebastian Bach, Marcel Dupré og Max Reger.
Tónleikamir hófust á Fantasíu í f-moll eftir Mozart,
fógra verki þar sem Mozart sýnir vald sitt á kontra-
punkti meö glæsibrag. Þá vora fluttir tveir þættir úr
orgelverki eftir Bridge, sem annars er þekktastur fyr-
ir aö vera kennari Benjamins Brittens. Þetta er þekki-
leg tónlist í rómantískum stíl. Öllu markvissari tón-
smíð þó er Prelúdía og fúga eftir Bach í C-dúr þar sem
glaðværð prélúdíunnar skapar skemmtilega andstöðu
við hinn lærða glæsileik fúgunnar. Suite Bretonne
eftir Dupré minnti að nokkru á þjóðlög eða danstón-
list, en er engu að síður skemmtilega frumlegt verk
upp á léttan máta. Síðasta verkið var Phantasia und
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
Fugue uber B.A.C.H. eftir Reger. Þetta fræga stef fellur
vel inn í hina hákrómatísku hljómfræði Regers og
verkið er áhrifamikið þótt á köflum sé það í tyrfnara
lagi. Fúgan er sérlega vel skrifuð.
Það var áberandi á þessum tónleikum hve vel organ-
leikarinn litaði tónlistina með hljóðavali sínu. Var
þetta gert af mikilli smekkvísi og þar sem stíllinn
leyfði var litadýrðin mikil, eins og t.d. í verkum
Bridges og Duprés. Flutningurinn að öðru leyti var
mjög góður. Á einstaka stað mátti finna að nákvæmni
í hljóðfalli, einkum framan af, en það spillti lítið fyrir
ágætri heildarmynd.
Andlát
Lára Laufey Sigursteinsdóttir, Heið-
mörk 1, Selfossi, andaðist á Sjúkra-
húsi Suðurlands aðfaranótt laugar-
dagsins 18. maí.
Stefán Þ. Sigurjónsson, Brautarlandi
24, Reykjavík, andaðist í Borgar-
spítalanum 16. maí.
uos
RAUTT
LJÓS!
ÁSKRIFTARSÍMINN
FYRIR LANDSBYGGÐINA:
99-6270
- talandi dæml um þjónustu
Jardarfarir
Ólafur H. Sigurjónsson lést 3. maí.
Útfórin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Guðmundur Rafn Kaaber, Garða-
hömrum 13, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni miðvikudaginn 22.
maí kl. 15.
Þuríður Guðmundsdóttir, Tjarnar-
bóli 14, Seltjarnamesi, veröur jarð-
sungin frá Neskirkju miðvikudaginn
22. maí kl. 15.
Hafsteinn Halldórsson, Rituhólum 9,
andaðist 11. maí. Útförin fer fram frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 21. maí
kl. 15.
Sigurjón Axelsson, Laugateigi 33,
verður jarðsunginn frá Laugames-
kirkju miðvikudaginn 22. maí kl.
13.30.
Jensína Kristín Guðmundsdóttir,
Grettisgötu 20b, verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
22. maí kl. 10.30.
Útfor Björns Sigfússonar, fyrrum
háskólabókavarðar, verður gerð frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 22.
niaí kl. 13.30.
Sigurrós Sveinsdóttir, fyrrum for-
maður Verkakvennafélagsins Fram-
tíðarinnar í Hafnarfirði, sem lést á
Sólvangi 13. maí, verður jarðsungin
frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudag-
inn 22. maí kl. 13.30.
Ingibjörg Björnsdóttir, Ægisíöu 50,
er látin. Hún var fædd 23. maí 1912
og ólst upp á Bessastööum í Miö-
firöi. Eftirlifandi eiginmaður hennar
er Jón Sigurðsson, skipstjóri frá
Görðum. Utfór Ingibjargar verður
gerð frá Neskirkju í dag, þriðjudag-
inn 21. maí, kl. 15.
Finnbogi Þorsteinsson, Meistara-
völlum 21, sem lést 13. maí verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag,
21. maí, kl. 13.30.
Emilía Vigfúsdóttir, Sunnuhlíð,
Kópavogi, lengst af til heimilis í Hóf-
gerði 12, verður jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni nk. fimmtudag, 23. maí, kl.
13.30.
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1991.
Myndgáta
w
©03 Z
.. --EYÞ'oR-a
Myndgátan hér að ofan
lýsir kvenkynsnafnorði.
Lausn gátu nr. 31:
Milli steins
og sleggju.
© 03/
■evþ'op.—----
Pétur Ottesen Jónsson lést 14. maí.
Hann fæddist á Syðri-Rauðamel í
Kolbeinsstaðahreppi 6. nóvember
1904. Foreldrar hans voru hjónin Jón
Einarsson og Helga Jónsdóttir. Pétur
fór til náms á Bændaskólann á
Hvanneyri og útskrifaðist þaðan
1929. Þá fluttist hann til Reykjavíkur
og útskrifaðist sem rakarameistari
1934. Hann opnaði eigin rakarastofu
á Sólvallagötu ,9 og síðar á Laugavegi
10 þar sem hann starfaði í áraraðir.
Eftirlifandi eiginkona hans er Krist-
ín Ingibjörg Ehasdóttir. Þau hjónin
eignuðust eina dóttur. Útför Péturs
verður gerð frá Bústaðakirkju í dag
kl. 13.30.
Tilkynniiigar
Húsmæðraorlof í Kópvogi
Orlofsdvölin verður að Hvanneyri í Borg-
arfirði 23.-29. júní. Skráning hjá Ólöfu,
s. 40388, og Sigurbjörgu, s. 43774.
Fundir
Framtíð þjóðarsáttar
Landsmálafélagiö Vörður og Málfundafé-
lagið Óðinn boða til opins fundar á Hótel
Borg miðvikudagmn 22. mai kl. 17.15 um
framtíð þjóðarsáttarinnar. MálsheQend-
ur verða þeir Einar Oddur Kristjánsson,
formaður VSÍ, Karl Stemar Guðnason,
alþingismaður og varaformaður Verka-
mannasambands íslands, og Friðrik
Sophusson fjármálaráðherra. Fundar-
stjóri verður Guðmundur Hallvarðsson
alþingismaður. Fyrirspumir og umræð-
ur verða eins og tíminn leyfir en áætlað
er að ljuka fundinum fyrir kl. 19.
Tónleikar
Lokatónleikar nemenda
Söngskólans í Reykjavík
Söngskólinn í Reykjavík útskrifar að
þessu sinni einn söngkennara, Ragnheiði
Lárusdóttur. 7 nemendur luku prófi úr
almennri deild, 8. stigi og halda þessir 8
söngvarar nú sina lokatónleika. í dag, 21.
maí, kl. 20.30: Ehn Guðjónsdóttir, sópran,
og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, sópran,
ásamt píanóleikurunum Elínu Guð-
mundsdóttur og Hólmfriði Sigurðardótt-
ur. Miðvikudaginn 22. maí kl. 20.30.: Alda
Ingibergsdóttir sópran og Guðrún Finn-
bjarnardóttir contra-alt ásamt Ólafi
Vigni Albertssyni píanóleikara. Fimmtu-
daginn 23. maí kl. 20.30: Auður Gunnars-
dóttir sópran og Loftur Erlingsson barí-
ton ásamt Katrínu Sigurðardóttur píanó-
leikara. Þriðjudaginn 28. mai kl. 20.30:
Ellen Freydis Martin, sópran, og Ragn-
heiður Lárusdóttir, mezzo-sópran, ásamt
píanóleikurunum Ólafi Vigni og Jórunni
Viðar. Allir tónleikamir verða í Tón-
leikasal Söngskólans í Reykjavík að
Hverfisgötu 44, og er aðgangur ókeypis
og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.
Hljómsveitin Glott á
Tveimur vinum
Hljómsveitin Glott heldur burtfarar-
prófstónleika á skemmtistaðnum „Tveir
vinir og annar í fríi“ miðvikudagskvöldið
22. maí og hefjast þeir kl. 23. Hljómsveit-
ina skipa: Valgarður Guðjónsson söngv-
ari, Stefán Guðjónsson trommuleikari,
Kristinn Steingrímsson gítarleikari, Ell-
ert Ellertsson bassaleikari og Karl Guð-
bjömsson, hljómborðsleikari. Aðgangs-
eyrir er kr. 200.