Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1991, Blaðsíða 4
Fréttir FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1991. i».ii .' i M i ..i'n ■ DV Friðrik Sophusson flármálaráðherra: Skattalækkanir fyrst á dagskrá eftir 2-3 ár Þú boðar niðurskurð ríkisútgjalda um 6 milljarða. Fyrirheit um niður- skurð hjá ríkinu hafa komið frá fyrirrennurum þinum í starfi en aldrei hefur sá niðurskurður verið merkjanlegur. Ráðuneyti hafa til dæmis þráfaldlega farið fram úr fjárlögum. Hvernig ætiar þú að tryggja að niðurskurðaráform nái loks fram að ganga? Niðurskurðurinn sem nú er verið að framkvæma er ekta, einfaldlega vegna þess að það er. nákvæmlega sagt hvaða framkvæmdir og hvaða rekstraratriði er verið að skera nið- ur. Það er tiltölulega auðvelt að fylgja því eftir. Varðandi niður- skurð ráðuneytanna er um að ræða sparnað á tilteknum liðum en ekki almennan, flatan niðurskurð. Þeg- ar ráðuneyti fara fram úr fjárlög- um getur það verið vegna þess að ný tilvik koma, ný beiðni um út- gjöld, sem valda útgjaldaauka hjá ráðuneytunum. Það finnst aldrei lausn á þessum málum fyrr en allir ráðherrar í ríkisstjóminni verða fjármálaráðherrar, þegar ábyrgðin á útgjöldunum verður hjá viðkom- andi fagráðherrum og um leið fullt frelsi á ráðstöfun þeirra. Fyrirrennari þinn var með þrjá pólitíska aðstoðarmenn í vinnu? Hvað ætlar þú að ráða marga slíka? Ég mun væntanlega ráða mér efnahagsráðgjafa og aðstoðarmann á næstunni. Muntu takmarka ráðningu aðstoð- armanna félaga þinna í ríkisstjórn eða fá þeir frjálsar hendur? Það eru fastar reglur um að hver ráðherra geti ráðið sér einn aöstoð- armann og eftir þeim reglum verð- ur farið. Muntu beita þér fyrir breytingum á dagpeningamálum ráðherra þann- ig að þar verði verulegs aðhalds gætt eða munu ráðherrar og makar þeirra áfram fá dagpeninga nánast eins og þá lystir? Ákvörðun hggur ekki fyrir en ég hef sagt að bruðl eigi aö hverfa, ekki síst vegna utanlandsferða. Það þurfa að gilda almennar, einfaldar og skiljanlegar reglur um þessi mál. Ferðalög og boð ráðherra í per- sónulega þágu eða þágu flokks hafa verið borguð af almannafé, saman- ber flugferðir á kosningafundi á kostnað ráðuneytanna. Hefurðu i hyggju að taka upp sams konar kerfi og í Bandaríkjunum varðandi meðferð ráðherra og annarra opin- berra starfsmanna á opinberu fé þannig að skilið verði á milli risnu sem er fyrir viðkomandi aðila sem ráðherra, sem flokksmann og loks sem einstakling á eigin vegum? Nei, enda mundi það einungis hafa ný vandamál í for með sér. Við verðum aö hafa í huga að allir ráðherrar eru alþingismenn og Al- þingi greiðir þennan kostnað fyrir þá. Þó ráðuneytin greiddu ekki kostnaðinn mundi Alþingi gera það. Ráðherrar, eins og aðrir al- þingismenn, þurfa og eiga að sækja fundi bæði hjá sínum flokkum og öðrum ef þeir eru að fjalla um póh- tísk málefni. Það er afspymuerfitt að segja að menn séu ráðherrar eina mínútuna en einkapersónur þá næstu. Ráðherra er ráðherra hvar sem hann er en á hins vegar ekki rétt á risnu nema í þágu ráðu- neytisins. „Báknið burt,“ kallaðir þú hér áð- ur. Hversu mikið ætlar Friðrik Sop- husson að minnka ríkisbáknið? Eins og fram kemur í stjómar- sáttmála ríkisstjórnarinnar er eitt meginverkefnið á kjörtímabilinu að lækka ríkisútgjöld, breyta ríkis- fyrirtækjum í hlutafélög, hefja sölu þeirra þar sem samkeppni verður við komiö og breyta þjónustustofn- unum í sjálfstæðar stofnanir sem taki í auknum mæh gjald fyrir veitta þjónustu. Þá eiga verkefni í ríkisrekstri að vera boðin út. Ég mun að sjálfsögðu vinna að þessu markmiði eins fljótt og vel og ég get. Hvaða ríkisfyrirtæki er ætlunin að einkavæða? Það koma öll atvinnufyrirtæki í ríkiseign til greiná ef þau em í sam- keppni, til dæmis síldarverskmiöj- ur. Á að selja Búnaðarbankann, Ríkis- útvarpið, Landsvirkjun eða Póst og síma? Það á að mínu áUti að breyta báö- um ríkisviðskiptabönkunum í hlutafélög og síðan kemur til Yfirheyrsla Haukur L. Hauksson greina að selja Búnaðarbankann. Hjá Pósti og síma á að gera sterkan greinarmun annars vegar á starf- semi sem er í samkeppni við aðra aðila, eins sölu á símtækjum og viðgerðarþjónustu, sem má einka- væða, og hins vegar á annarri starfsemi stofnunarinnar. Ríkið á helming í einokunarfyrirtækinu Landsvirkjun og athugunaraefni er hvort fjölga eigi eigendum. Um- svif Landsvirkjunar á að mínu áliti að draga saman þannig að eitt fyr- irtæki sjái um að virkja en annað sjái um dreifingu orkunnar. Síðan geta mörg fyrirtæki séð um að veita orkunni til endanlegra aðila. Slík fyrirtæki ættu að vera i eigu heimamanna. Það á að jafna starfs- skilyrði Rikisútvarspins og ann- arra útvarpsstöðva og skilgreina markmið meö afnotagjöldum mun betur. Fá útlendingar að fjárfesta í ríkis- fyrirtækjum, til dæmis útlendir bankar í Búnaðarbankanum? Það er eðlilegt að hægt sé að fylgja nýsettum lögum um eignar- aöild útlendinga í íslenskum fyrir- tækjum. Verður einkavæðing í takt við Bif- reiðaskoðun fyrirmynd í einkavæð- unni? Aimenna reglan í einkavæðingu á að vera sú að fyrirtækjum sé breytt í hlutafélög og síðan séu hlutirnir seldir á almennum mark- aði. Bifreiðaskoðun innheimtir mun hærri skoðunargöld er gert hefur verið áður, á einkavæðing ekki að skila sér í lægra þjónustuverði fyrir almenning? Þetta er spurning um samkeppni. Ef fleiri en eitt fyritæki fengju að skoða bifreiöir yrði samkeppni um verðið og um leið lægri verðskrá. Þú ert helsti talsmaður sjálfstæðis- manna í efnahagsmálum. Kom ástand rikisfjármála þér virkilega i opna skjöldu er þú tókst við emb- ætti? í greinum sem ég skrifaði um rík- isfjármál í kosningabaráttunni óskapaðist ég yfir ástandinu og taldi að rekstarhalli ríkissjóðs á þessu ári gæti oröið 7 milljarðar. Síðan kemur í Ijós að hann verður 9-10 milljarðar. Ástandið er því lakara en ég og flestir aðrir áttu von á. Skattalækkanir voru eins og rauð- ur þráður í málflutningi sjálfstæðis- manna fyrir kosningar. Fær al- menningur að njóta skattalækkana á þessu ári? Skattalækkanir eru ekki á dag- skrá fyrr en við höfum náð tökum á útgjöldunum. Ég tel að það taki að minnsta kosti 2-3 ár. Er það ekki ansi þreytt að skjóta sér á bak við slæman viðskilnað síðustu ríkisstjórnar þegar ekki er hægt að efna kosningaloforðin? Auövitað á almenningur rétt á að loforð séu efnd en ég tek fram að þessi „loforð“ voru gefin með þeim hætti að skattar yrðu lækkað- ir þegar okkur hefði tekist að eyða fjárlagahallanum. Er ekki rugl og bláeyg bjartsýni að tala um timabundna vaxtahækk- un? Hugsunin er sú að fá fólk til að leggja til hliðar og spara meira en ella. Það sést á allra næstu mánuð- um hvort það tekst. Ef það tekst ekki er ljóst aö áhrif axtahækkun- arinnar skila sér ekki og því engin ástæða til að halda vöxtunum háum mjög lengi eftir það. Það þýð- ir aftur að við verðum að leita á erlendan lánsíjármarkað til að standa straum af kostnaði ríkisins með þeim óæskilegu afleiðingum sem því fylgja. Stefnir ekki óhjákvæmilega í það þar sem bankarnir ýta þér væntan- lega út af borðinu um mánaðamót- in með betri vaxtaboðum? Ég vonast til að ríkið fái sinn skerf en ég viðurkenni um leið að nær vonlaust sé að peningar sem ríkið þarf fáist allir á innlendum markaði. Eiga vextir á húsnæðislánum ekki einnig eftir að lækka aftur? Áköröun vaxta í húsnæðiskerf- inu er byggð á því að eigiö fé Bygg- ingarsjóðs ríkisins rýrni ekki í lengd og hins vegar að tekið sé til- lit til vaxtaupphæðarinnar sem Byggingarsjóður þarf að greiða af lánum frá lífeyrissjóðunum. Sérðu eitthvert réttlæti í að hafa þá er tóku húsnæðislán fyrir 1984 áfram á lágum vöxtum? Ég teldi réttlætismál að ná til þeirra er tóku lán fyrir 1984 líka en því miður er það ekki hægt þar sem skuldabréfm sem þeir skrif- uðu undir eru með fóstum vöxtum en skuldabréfin sem fólkið skrifaöi undir frá 1. júlí 1984 eru með breyti- legum vöxtum. í seinna tilvikinu vissi fólk vel að vextimir gátu breyst. Þetta með réttlætið hljómar undar- lega í eyrum þeirra er lentu í mis- genginu fá sinum tima, „Sigtúns- hópsins“. Eru vaxtahækkanirnar sérstök kveðja til þess fólks? Ég tel að „Sigtúnshópurinn“ hafi þegar fengið eðlilega afgreiðslu í kerfinu með niðurgreiddum vöxt- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.