Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1991, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1991. LífsstíU 100 u,................—.................... Okt. Nóv. Des. Jan. Feb. Mars Apríl Maf % 400- Vínber Verð í krónum A / ,77 v/ 100- Okt. Nóv. Des. Jan. Feb. Mars Apríl Maí DV kannar grænmetismarkaðinn: Velflestar teg- undir hækka - verð á tómötum og gúrkum hækkar mest Neytendasíöan DV kannaði að þessu sinni verð á grænmeti í eftir- töldum verslunum: Bónusi, Hafnaríirði, Fjaröarkaupi, Hafnarfirði, Hagkaupi, Eiöistorgi, Kjötstöðinni, Glæsibæ, og Mikla- garði vestur í bæ. Bónusbúðirnar selja sitt grænmeti í stykkjatali en hinar saman- burðarverslanirnar selja eftir vigt. Til að fá samanburð þar á mili er grænmeti í Bónusi vigtað og umreiknað eftir meðalþyngd yfir í kílóverð. Meðalverö á tómötum hækkaöi töluvert frá síðustu könnun, eða um 13%, og er nú 509 krónur kílóið. Tómatar voru á lægsta verðinu í Bónusi á 370 en síðan komu Hagkaup og Fjarðarkaup með 495, Kjötstöðin 499 og Mikligarður 684 krónur. Mun- ur á hæsta og lægsta verði á tómötum er 85%. Neytendur Töluverð meðalverðshækkun varð einnig á gúrkum milli vikna. Hækkunin er 12 af hundraði og meöalverðiö nú 185 krónur. Lægsta verðið var í Bónusi, 119 krónur, en síðan komu Hagkaup, 175, Fjarðar- kaup, 178, Kjötstöðin, 198, og Mikli- garður, 253 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði er 113%. Meðalverð á sveppum stóð í stað milli vikna og er það 567 krónur. Sveppir voru ódýrastir í Bónusi á 459 krónur kílóið en á eftir fylgja Hag- kaup, 544, Mikhgarður, 545, Fjarðar- kaup, 590, og Kjötstöðin, 699 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði á sveppum er 52 af hundraði. Meðalverö á grænum vínberjum hækkaði um 1 % milli vikna og er það nú 277 krónur. Græn vínber voru á hagstæðasta verðinu í Bónusi þar sem kílóverðið var 125 krónur. Næst komu Fjarðarkaup með 267, Hag- kaup 299, Mikligarður 314 og Kjötstöðin 379. Munur á hæsta og lægsta verði á grænum vínberjum eru heil 203%. Hækkun um 7 af hundraði varð á meðalverði á papriku og er það nú 509 krónur. Græn paprika var á lægsta verðinu í Bónusi en þar er kílóverðið 314 krónur. Græn paprika kostar 480 krónur í Kjötstöðinni, 545 í Fjarðarkaupi og Hagkaupi og 659 í Miklagarði. Munur á hæsta og lægsta verði á grænni papriku er 110%. Meðalverð á tómötum hækkaði um 13 af hundraði frá síðustu viku. DV-mynd JAK Fjögurra prósenta hækkun varð á meðalverði á kartöflum frá í síðustu viku og er það nú 76 krónur. Kartöfl- ur voru ódýrastar í Bónusi á 58, þær ksotuðu 75 í Hagkaupi, 75,50 í Fjarðarkaupi, 82,50 í Miklagarði og 89 í Kjötstöðinni. Munur á hæsta og lægsta verði er 53%. Meðalverö á blómkáli lækkaði um 1 af hundraði milli vikna og það er nú 184 krónur. Blómkál fæst ekki í Bónusi en lægst er verðiö í Fjarðar- kaupi, 140 krónur kílóiö. Næst kem- ur verðið í Hagkaupi, 193, Kjötstöðinni, 199, og Miklagarði, 202. Munur á hæsta og lægsta verði á blómkáh er 44 af hundraði. Meðalverð á hvítkáli hækkaði lítið eitt, eða um 2%, og er nú 109 krónur kílóið. Hvítkál var á lægsta verðinu í Bónusi, 75, næst kom Hagkaup, 99, Fjarðarkaup, 115, Mikligarður, 119, og Kjötstöðin, 138. Munur á hæsta og lægsta verði á hvítkáh er 84%. Sjö prósent hækkun varð á meðalverði á gulrótum frá í síðustu viku og er það nú 136 krónur kílóið. Lægst er verðið í Bónusi þar sem kílóið kostar 122 en næst kemur Fjarðarkaup með 150, Mikligarður 152, Hagkaup 159 og Kjötstöðin 197 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði er 61 af hundraði. ÍS Sértilboð og afsláttur: Umhverfisvaenar bleiur og salemispappír í Bónusi eru umhverfisvænar Babykini maxi bleiur, 26 stk., á til- boðsverðinu 499 krónur og sömuleið- is umverfisvænn salernispappír frá Munksjös, 8 rúllur, á 166. Nóa orange sælgætisbitar, 400 g, kosta 272 og htr- inn af mjólk og léttmjólk er á 62 krón- ur. Fjarðarkaup var með á tilboðsverði Sanitas appelsín, 1 'A 1, á 128, bæði venjulegt og sykurlaust. Það var einnig með tilboösverð á Napolina vörum, pitsubotnum, pitsusósum og pastasósum. Kínverskar matvörur frá Lotus, Amoy og Lee Kum Kee eru á sértilboði, sósur, sojur og niðursoð- ið grænmeti. í Hagkaupi, Eiðistorgi, var Pfanner eplasafinn á góðu verði, 69 krónur lítrinn, herðatré úr plasti, 3 saman, kosta 99 krónur, lambaframhryggur er á 469 krónur kílóið og drykkjar- könnur úr leir á 89 krónur stykkið. Mikligarður hafði meðal annars á sértilboði Eghs Sinalco, l'A 1, á 115 krónur, Nopa þvottaduft, 3 kg, á 298, svarta ruslapoka, 70x110 cm, 10 stk., á 179 og Maggi kartöflumús, 125 g, á 69 krónur. Kjötstöðin er þátttakandi í íslensk- um vordögum og þær vörur því á tilboði þar. Þar má meðal annars telja Skafís frá Emmess, 2 1, á 378 krónur, grihkjöt, 1 kg, á 979 krónur, Diletto kaffí frá O’Johnson & Kaab- er, 250 g, á 99 krónur og lúxussíld frá Ora, 375 g, á 169 krónur. ÍS TÓMATAR +13%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.